Morgunblaðið - 21.05.1985, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1985
Enginn
slítur
þau bönd
Blá augun bíða
við gluggann.
Pabbi ég er að gefa
þér blóm.
Afundinn sting ég
þreyttum fingrum
út í vorið
gríp sóldrukkið blómið
og kasta því í
daunillan kaffibotlann.
Grátur barnsins
þagnar við ritvélarkliðinn.
Þessar fátæklegu ljóðlínur
seytluðu innum gluggann
minn á: Degi Ijóðsins, og segi
menn svo að umhverfið hafi
ekki áhrif á sálartötrið. Fyrir
mér var þessi dagur sem há-
tíðisdagur. Vor í lofti í fleiri
en einum skilningi og mér leið
eins og fyrrum heima á Norð-
firði, þegar íslenski fáninn
stóð grafkyrr yfir sundlaug-
inni, þar sem bæjarstjórnin
þreytti reiptog milli bakka eða
aflakóngar kepptu í stakka-
sundi. Og svo var drukkið
súkkulaði á eftir með drifhvít-
um rjóma sem var eins og
skýjaflókarnir á fagurbláum
himninum. Kannski verður
slíkri stemmningu ekki lýst
nema í ljóði? Þessu brothætta
verkfæri andans sem sumir
óttast nú að lendi undir járn-
beltum myndvæðingarinnar.
En ég spyr á móti: Hvert eig-
um við að leita með þær
rjómakenndu hugsanir er
stundum glitra á himni sálar-
innar, þegar ljóðið er ekki til
staðar? Getum við filmað
þessar hugsanir? Ekki kann ég
svar við þeirri spurningu, en
eitt er víst að þeir menn er
hyggjast myndvæða ljóðið,
verða að vera engu síðri skáld,
en þeir menn er nú beita fyrir
sig orðum í leit að súkkulaði-
ilmi sálarinnar.
Áhrif umhverfisins
Ég sýndi ykkur hér í upp-
hafi, lesendur góðir, hvílík
áhrif: Dagur Ijóðsins hafði á
þann er hér stýrir penna. Sá
skáldskapur er þar spratt
fram er vissulega ekki merki-
legur, en hvað gæti ekki gerst
meðal þjóðarinnar, ef dögum
ljóðsins fjölgaði? Vafalaust
fjölgaði leirskáldum til muna
en ef til vill sætu einhver
gullkorn eftir á gjárbotni. Hér
gæti sjónvarpið okkar vissu-
lega komið til hjálpar. Þar
birtast nú dag hvern á skján-
um huggulegar stúlkur, er
hafa þann undarlega starfa
með höndum að þylja dag-
skrána. Skiptir þá engu máli
þótt dagskráin hafi ljómað
skýru letri sekúndubroti áður
en blessuð fraukan birtist.
Finnst sumum sem þessi enda-
lausi dagskrárlestur mætti að
skaðlausu víkja og þess í stað
gætu blessaðar stúlkurnar til
dæmis lesið Ijóð. Væri síðan
ekki úr vegi að birta við og við
myndskreytingar með Ijóðun-
um og kynna þannig í senn
ljóðskáldið og myndskáldið.
Hvað segiði um þessa hug-
mynd?
Ölafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / S JÓN VARP
„Det er et
yndigt land“
tækni og vísindi“
■I „Det er et ynd-
35 >gt land“ nefn-
“ ist þáttur um
danska tónlist, sem er á
dagskrá rásar 1 i kvöld
klukkan 22.35.
Stiklað verður á stóru í
sögu danskra tónskálda
frá Buxtehude allt fram
til Carl Nielsen og yngri
tónskálda svo sem Per
Nörgaard.
Leikin verða sönglög og
styttri verk fjölmargra
tónskálda fyrir utan þau
fyrrnefndu. I þættinum
verður einnig leikinn í
heild sinni blásarakvint-
ett eftir Carl Nielsen en
það er líklegast einhver
þekktasti blásarakvintett
sem sögur fara af.
Umsjónarmaður þátt-
arins er Sigurður Einars-
„Nýjasta
■i „Nýjasta tækni
50 og vísindi" er á
— dagskrá sjón-
varps í kvöld klukkan
20.50 í umsjá Sigurðar H.
Richter. Sigurður sagði í
samtali við Mbl. að í kvöld
yrðu sýndar átta myndir.
Tvær þeirra eru frá
Bandaríkjunum og sex
eru frá Bretlandi.
„Fyrsta myndin er um
orkuvinnslu úr iðrum
jarðar — hvernig hægt er
að nýta gufuorku til að
framleiða rafmagn á svip-
aðan hátt og við erum að
gera við Kröflu. Sagt er
frá orkuverum í Kali-
forníu á svæði sem kallað
er Geysers.
Næst kemur mynd um
hreinsun vatns úr sjó, en
vatnsskortur er víða orð-
inn vandamál. Bæði
grunn- og yfirborðsvatn
hefur farið minnkandi.
Nú eru komnar svokallað-
ar hálfgegndræpar himn-
ur. Sjórinn er pressaður f
gegn um himnurnar og
skilur himnan úr sölt og
önnur efni úr sjónum.
Þriðja myndin fjallar
um skjótar eldvarnir. Þær
byggjast á skynjurum,
sem skynja útfjólublátt
ljós. Um leið og skynjar-
arnir verða elds varir
opna þeir slökkvitæki og
þannig geta þeir kæft eld í
fæðingu.
Næst verður fjallað um
myndatöku með hátíðni-
hljóðum en það eru hinir
svokölluðu sonar, sem
ófrískar konur fara gjarn-
an í. Sonar-tæknin er til-
tölulega hættulaus, en
röntgenmyndatöku fylgir
viss hætta.
Fimmta myndin segir
frá útbúnaði sem kallast
getur einkaskíðalyfta. Oft
þurfa menn að bíða lengi
eftir að komast í lyftuna,
en nú hefur verið fram-
leidd einskonar fallhlíf
sem skíðamenn geta notað
til að láta blása sér upp
brekkurnar.
Sjötta myndin fjallar
um fjarskipti neðansjáv-
ar, en það hefur verið
vandamál fyrir t.d. kafara
að geta ekki talað saman í
vatni nema að hafa með-
ferðis kapla á milli sín.
Síðan kemur mynd um
rannsóknir á hávaða-
mengun. Sagt er frá rann-
sóknarstofu í Frakklandi,
sem rannsakar sérstak-
lega hávaðamengun í heil-
um hverfum.
Lokamyndin fjallar um
sæljón, sem bandaríski
sjóherinn hefur tekið í
þjónustu sína.
son.
Carl Nielsen tónskáld.
„Þjóðlagaþáttur“
- Dubliners í heim-
sókn á rás 2
■■ Þjóðlagaþáttur
00 Kristjáns Sig-
—— urjónssonar er
á dagskrá rásar 2 í dag
klukkan 16.00 og stendur
hann yfir í klukkutíma að
vanda.
Kristján sagði í samtali
við Mbl. að hljómsveitin
The Dubliners, sem var
hér á landi voru staddir
yfir helgina, hefði litið
inn á rásinni sl. fimmtu-
dag. „Við settumst inn í
stúdíóið og spjölluðum um
heima og geima í um 20
mínútur. Eg ætla því að
nota það efni í dag. Síðan
spila ég lög með hljóm-
sveitinni og öðrum írskum
þjóðlagahljómsveitum, en
The Dubliners eru írskir."
Hljómsveitin hélt hér
tónleika sl. fimmtudags-
og föstudagskvöld, en þeir
héldu aftur til síns heima
ígær.
Kristján sagði að The
Dubliners væru með
frægustu þjóðlaga-
hljómsveitum í heimi.
„Þeir eru búnir að starfa
saman í ein 23 ár, fjórir
saman en í fyrra lést einn
aðalmaðurinn hjá þeim og
eru þeir nú að ná sér aftur
á strik eftir þann missi."
ÚTVARP
ÞRIDJUDAGUR
21. mal
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn. A virkum degi. 7.20
Leikfimi. Tilkynningar.
7.55 Daglegt mál.
Endurt. þattur Valdimars
Gunnarssonar frá kvðldinu
áður.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð: — Arni Einars-
son talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Bláa barnið" eftir Bente
Lohne. Sigrún Björnsdóttir
lýkur lestri þýöingar sinnar
(12).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. 9.45 Þing-
fréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veöur-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.). Tónleikar.
10.45 „Ljáöu mér eyra.“
Málmfrlður Sigurðardóttir á
Jaöri sér um þáttinn. (RÚV-
AK).
11.15 Við Pollinn.
Umsjón: Gestur E. Jónas-
son. (RÚVAK).
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12J0 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.20 Barnagaman.
Umsjón: Sigrún Jóna Krist-
jánsdóttir.
13.30 Leikið af nýjum erlendum
hljómplöfum.
14.00 „Sælir eru synduglr"
eftir W.D. Valgardson. Guö-
rún Jörundsdóttir les þýö-
ingu slna (12).
14.30 Miödegistónleikar.
Fllharmonlusveitin „Humgar-
ica" leikur „ Marosszéker"-
dansa eftir Zoltán Kodálý;
Antal Dorati stjórnar.
14j45 Upptaktur.
— Guömundur Benedikts-
son.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16J0 Slödegistónleikar.
a. Flladelfluhljómsveitin leik-
ur Spánska rapsódlu eftir
Maurice Ravel; Riccardo
Muti stjórnar.
19.25 Vinna og verömæti —
hagfræöi fyrir byrjendur.
Fjóröi þáttur.
Breskur fræöslumynda-
flokkur I fimm þáttum sem
kynnir ýmis atriöi hagfræöi á
Ijósan og lifandi hátt, m.a.
meö teiknimyndum og
dæmum úr daglegu Iffi.
Guöni Kolbeinsson þýöir og
les ásamt Lilju Ðergsteins-
dóttur.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20J30 Auglýsingar og dagskrá.
b. Hljómsveitin Fllharmonla
leikur „En Saga" op. 9 eftir
Jean Sibelius; Valdimir
Ashkenazy stjórnar.
17.00 Fréttir á ensku.
17.10 Slödegisútvarp.
Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Til-
kynningar. Daglegt mál. Sig-
uröur G. Tómasson flytur
þáttinn.
20.00 A framandi slóöum.
Oddný Thorsteinsson segir
frá Arabalöndum og leikur
þarlenda tónlist. Fyrri hluti.
(Aöur útvarpaö 1982).
20.30 Llftækni frá leikmanns-
sjónarmiöi.
SJÓNVARP
ÞRIDJUDAGUR
21. maí
20.40 Kvikmyndahátlðin 1985.
Umsjón og stjórn: Sigurður
Sverrir Pálsson og Arni Þór-
arinsson.
20.50 Nýjasta tækni og vlsindi.
Umsjónarmaður Sigurður H.
Richter.
21.25 Veröir laganna.
Vonarpeningur.
Bandarlskur framhalds-
myndaflokkur um Iðgreglu-
störf I stórborg.
Aðalhlutverk: Daniel J. Trav-
anti, Veronica Hamel og
Sigurður H. Þorsteinsson
uppeldisfræðingur flytur er-
indi.
21.00 Islensk tónlist.
a. Nlu sðnglög eftir Þorkel
Sigurbjörnsson við kvæöi úr
„Þorpinu" eftir Jón úr Vör.
Ólöf Kolbrún Haröardóttir
syngur viö undirleik höfund-
ar.
b. „Sumarmál" eftir Leif Þór-
arinsson. Manuela Wiesler
og Helga Ingólfsdóttir leika á
flautu og sembal.
21.30 Utvarpssagan:
„Langferö Jónatans" eftir
Martin A. Hansen. Birgir Sig-
urðsson rithöfundur les þýð-
ingu slna (10).
I
Michael Conrad. Þýöandi
Bogi Arnar Finnbogason.
22.15 Staöa Ijóðsins.
Umræðuþáttur I beinni út-
sendingu I tilefni af Degi
Ijóðsins I Iðnó 18. þ.m. Fjall-
aö veröur um stööu Ijóðsins I
Islensku nútlmasamfélagi.
Fjðgur Ijóðskáld og bókaút-
gefandi taka þatt I umræö-
unum en þeim stýrir Matthl-
as Viöar Sæmundsson, bók-
menntafræöingur.
23.15 Fréttir I dagskrárlok.
22.00 Tónleikar.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22J5 „Det er et yndigt land."
Dönsk tónlist fyrr og nú. Sig-
uröur Einarsson sér um þátt-
inn.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
21. mal
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnandi: Páll Þorsteins-
son.
14.00—15.00 Vagg og velta
Stjórnandi: Glsli Sveinn
Loftsson.
15.00—16.00 Með slnu lagi
Lög leikin af Islenskum
hljómþlötum.
Stjórnandi: Svavar Gests.
16.00—17.00 Þjóölagaþáttur
Stjórnandi: Kristján Sigur-
jónsson.
17.00—18.00 Frlstund
Unglingaþáttur.
Stjórnandi: Eövarö Ingólfs-
son.
Þriggja mlnútna fréttir sagö-
ar klukkan: 11:00, 15:00,
16:00 og 17:00.