Morgunblaðið - 21.05.1985, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1985
Dag
Achatz
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Níundu tónleikar Tónlistarfé-
lagsins nú fyrir helgina voru um
margt sérstæðir og einnig sér-
kennilega samstæðir þrátt fyrir
miklar andstæður í stíl tón-
verkanna. Þessar samstæður
andstæðnanna liggja eins og
rauður þráður frá Chopin til
Debussy og Stravinsky, þar sem
myndræn túlkun er ríkjandi
miklu fremur en tilfinningaleg.
Tónleikarnir hófust á fjórum
Mazúrkum eftir Chopin. Þessi
tónverk eru mörg mjög merkileg
tilraun til tóntúlkunar og jafn-
vel sem tilraunir í hljómanýj-
ungum. Achatz valdi „melód-
íska“ Mazúrka en í leik sínum
notaði hann pedalinn of mikið,
eða, eins og sagt er, „fraseraði"
með honum. Fyrir bragðið
misstu tónhendingarnar mikið
af sínum sérkennilegu ritháttar-
einkennum og „syngjandin" var
því og einlit í styrk og blæ. Næst
á efnisskránni voru fjórar pre-
lúdíur eftir Debussy. Þær voru
tæknilega ve'. ieiknar en töluvert
mikið keyrðar áfram. Þessi verk
Dag Achatz
eru eins konar leikur að blæ-
brigðum og atferli og svo gott
sem bera í sér ilm þess umhverf-
is sem þeim er ætlað að túlka.
Þessa angan hugmyndanna
vantaði í leik Achatz. Það var
ekki fyrr en Achatz hóf að leika
tónlist eftir Stravinsky að leikur
hans tók á sig svip heimspíanist-
ans. Útsetninguna á Eldfuglin-
um vann hann með syni Strav-
inskys, Slulima, en Vorblótið
vann hann einn. Raddsetningin
er frábærlega vel gerð og einnig
leikur Achatz, sem réttilega sagt
var stórkostlegur. í leik hans
kom allt fram er píanóið býr yfir
og mun Stravinsky-þáttur tón-
leikanna trúlega verða þeim er á
hlýddu ógleymanlegur atburður.
Norrænt gler ’85
IVIyndlist
Bragi Ásgeirsson
Saga glerlistarinnar nær yfir
árþúsundir en um uppruna hennar
er margt á huldu. En aðferðin við
að búa til gler var sennilega fund-
in upp í Egyptalandi þar sem hún
var þekkt 3000 árum fyrir tímatal
okkar. Lærdómsmaðurinn Gaius
Plinius (23—79 e. Kr.), segir glerið
fundið upp fyrir tilviljun. Fönískir
sæfarendur hefðu á sandströnd
nokkurri gert sér eldstó úr sóda-
blokkum og tóku eftir því, að þeg-
ar glóðin slokknaði lágu eftir mis-
munandi formanir gagnsæs efnis,
sem höfðu orðið til fyrir áhrif hit-
ans.
Þetta er að vísu þjóðsaga en
gæti þó allt eins verið sönn því að
í henni felst nokkur sannleikur
um tilurð glers.
En hvað sem upprunanum líður
þá eru deildir forns og nýs glers
eitthvað það áhugaverðasta, sem
getur að líta á söfnum erlendis
fyrir margbreytilegar formanir og
sérkennilega og fagra litaáferð.
Með því að athuga þróun glersins í
aldanna rás hefur maður eiginlega
vissan hátt mannkynssögunnar
fyrir framan sig.
Glergerðin barst seint til Norð-
urlanda en hefur þó verið stunduð
Grafik Kunito Nagaoka
Myndlíst
Bragi Ásgeirsson
Landið gistir um þessar mundir
góður og merkilegur fulltrúi aust-
urlenskrar lífsheimspeki og lynd-
iseinkunnar, Kunito Nagaoka að
nafni.
Er þetta í annað skipti á einu
ári, sem þessi dæmigerði japanski
myndlistarmaður sækir landið
heim, kennir eina önn í Myndlista-
og handíðaskólanum ásamt því að
hann kynnir okkur list sína.
Fyrir ári sýndi hann nokkrar
mynda sinna á vorsýningu loka-
árgangs skólans á Kjarvalsstöðum
og vöktu myndir hans þar mikla
athygli og nú hefur hann sett upp
sérsýningu í Gallerí Langbrók, er
stendur til 26. þ.m.
Það sem öðru fremur vekur at-
hygli við vinnubrögð Nagaoka, er
hve dæmigerð þau eru fyrir jap-
anska nákvæmni í myndhugsun.
Það er næsta alveg sama hvar
Japani ber niður í myndlistinni
því að jafnan virðast þeir vinna á
mjög afmörkuðu sviði og þrautk-
anna möguleika þess. Þeir eru
töframenn í tækni og nákvæmni
og jafnframt búa þeir yfir miklum
aga og mikilli sjálfsafneitun. Ár-
angurinn og lokamarkið er þeim
allt og því ber að ná hvað sem það
kostar.
Heil öld er liðin síðan kynningin
á japanskri myndlist breytti um
margt vestrænni myndhugsun, —
umbylti henni frá rótum mætti
jafnvel segja. Og nú skeður það
aftur, að japanskir myndlistar-
menn vekja heimsathygli, en þó á
annan hátt því að nú eru það ekki
mörg hundruð ára tréristur
manna eins og, Hókusai, Hirosh-
ige eða Utamaro sem hrifa, heldur
samtímalistamenn er starfa á
Vesturlöndum. Áður voru það
ágætir málarar og myndhöggvar-
ar og nú eru það jafn ólíkir og
brokkgengir nýlistamenn og t.d.
Shusaka Arkawa og Nam June
Paik, sem er að vísu Kóreumaður
en hlaut listrænt uppeldi í Tokyo
og er því gildur fulltrúi japansks
hugsunarháttar.
Kunito Nagaoka telst einnig
sterkur fulltrúi japanskra nú-
tímaviðhorfa innan myndlistar.
Kunito Nagaoka
Fæddur árið 1940 í Nagano í ná-
grenni eldfjallsins Asama, sem er
mjög virkt og ógnar stöðugt upp-
skeru bænda og iðnaðarhverfun-
um í kring.
Það er þetta, sem Japanir hafa
orðið að lifa við í árþúsundir og
hefur sett mark sitt á þá, plágur
eins og jarðskjálftar, hvirfilvind-
ar, eldgos og flóðbylgjur. Kennt
þeim að sætta sig jafnan við orð-
inn hlut, lifa lífinu æðrulausir og
hefja jafnan uppbyggingu á ný
eftir hvert áfall eins og ekkert
hafi í skorist. Þeim hefur á
snilldarlegan hátt tekist að laga
sig að aðstæðum og hafa sannað
þá kenningu, að hið smáa er jafn-
lítið smátt og hið stóra er stórt.
Þá eru þeir miklir fegurðar-
dýrkendur og hafa kunnað að gera
mikið úr litlu, — eru sérfræðingar
í hinu örsmáa, kunna að rækta
hvern smáskika og búa til
dvergtré. Þá hafa þeir vísast gætt
þess, að vera ekki of hávaxnir og
fyrirferðarmiklir í litlu landrými
en miklu fjölmenni!
Allt þetta er hér hefur verið rit-
að og helst miklu fleira er æski-
legt að fólk viti, er það virðir fyrir
sér japanska myndlist. Þetta er og
einnig tilraun til skilgreiningar á
hinum furðulega myndheimi Kun-
ito Nagaoka, sem í senn virkar
fjarrænn og huglægur en þó svo
nálægur. Hann stendur föstum
fótum í uppruna og hefðum ger-
andans og vísar um leið til fram-
tíðarinnar og tækniheims ör-
bylgjualdarinnar. Tækniheimur
og kraftar náttúrunnar virðast
bítast á, ógnaröfl, sem staðsett
eru í mikilli ró og kyrrð, sem getur
táknað tímann og eilífðina. Allt er
hér þrautskipulagt og úthugsað og
hvergi rými fyrir tilviljanir.
Eins og allir tæknigaldrar, þá
byggist list gerandans á einfald-
leikanum og þannig er það hreint
ótrúlegt, að hann notar einungis
tvær plötur við gerð mynda sinna
og það er einmitt þessi snjalla að-
ferð, sem hann er að kenna í MHÍ.
Þetta minnir einnig á, að Edvard
Munch þurfti einungis tvær tré-
plötur til að ná fram margslungn-
um áhrifum í tréristum sínum. —
Annað, sem einkennir Nagaoka, er
virðing hans fyrir handverkinu en
upplög mynda hans fara sjaldan
yfir 25—35 eintök og aldrei yfir
50. Hann álítur að allt þar yfir fái
yfirbragð vélrænnar eftirprentun-
artækninnar. Hann vill að sam-
vinna manns og skapandi vinnu sé
eins náið og mögulegt er og að hin
handverkslega útfærsla sé í sam-
ræmi við listrænt innihald. Þetta
sé ekki hægt þegar listamenn stíla
á stór upplög.
Eintakafjöldinn samsvarar
nokkurn veginn til þess, sem með
góðu móti er hægt að þrykkja af
koparplötu án þess að myndgæðin
fari að rýrna. En með þvi að yfir-
færa plötuna í stál getur Nagaoka
með hægu móti náð að þrykkja
1000 eintök. En hann setur sem
sagt punktinn við 25, 35 og sem
hámark 50 eintök og með því og
ofanskráðu hefur hann svarað
spurningunni, hvað sé ekta
þrykkgrafík, á mjög persónulegan
hátt.
Hann vann áður 10—12 mis-
munandi myndefni árlega en hef-
ur nú takmarkað sig niður í 6—7
og vinnur að hverju viðfangsefni í
6—8 vikur. Nákvæmari og vand-
aðri geta vinnubrögðin naumast
orðið.
Allt þetta má gjarnan koma
fram í sambandi við sýningu Kun-
ito Nagaoka, sem telst meiri hátt-
ar viðburður í íslenzku menning-
arlífi.
þar meira og minna sfðustu 200
árin. ísland er hér undanskilið því
að hér er glerlistin tiltölulega ný
listgrein þannig að þeir, sem
vinna nú að tilurð glers, teljast því
brautryðjendur!
Glerlistin á Norðurlöndum hef-
ur fram á síðasta aldarfjórðung að
mestu verið bundin við fjölda-
framleiðslu, sem fór fram í verk-
smiðjum, en það hefur svo færst í
vöxt að einstaklingar hafi komið
upp eigin verkstæðum til að blása
og steypa gler. Það hefur svo aftur
ýtt undir mikla þróun á sviði gler-
gerðar sem listgreinar og orðið til
að þjappa glerlistamönnum sam-
an. Þannig urðu til sýningarsam-
tökin „Norrænt gler“ árið 1978,
sem nú sýna á tveggja ára fresti í
einhverju Norðurlandanna. Röðin
var víst komin að okkur því að um
þessar mundir gistir vegleg sýning
kjallarasali Norræna hússins og
að venju er ráðstefnuhald nor-
rænna glerlistamanna haldið
samhliða sýningunni.
Til að forðast hér allan mis-
skilning er rétt að geta þess að
Skandinavar hafa lengi átt frá-
bæra hönnuði á sviði verksmiðju-
glers enda sumir heimsþekktir
verðlaunamenn, en það er önnur
saga.
Það er fögur sjón er blasir við er
gengið er inn í kjallarasali Nor-
ræna hússins og gesturinn verður
fljótlega sannfærður um, að nor-
ræn glerlist stendur um margt á
háu stigi. Munirnir eru af hinni
fjölbreytilegustu gerð og lögun, í
senn klassískir sem nútímalegir.
Hér sjáum við muni úr heimatil-
búnu gleri en einnig úr aðfengnu
og steindu gleri, sem sumt hefur
verið fellt í blýfalsa erlendis. Það
ráð hefur verið tekið, að blanda
mununum saman en marka ekki
þjóðunum sérstaka bása og getur
það talist bæði kostur og löstur.
Þannig er áhorfandinn lengur að
átta sig á sérkennum hverrar
þjóðar fyrir sig en hins vegar
njóta gripirnir sín um margt bet-
ur í uppsetningu.
Þetta sama var í eina tíð reynt á
sýningum Norræna listabanda-
lagsins og voru menn víst almennt
sammála um að það hafi reynst
vel og sumir voru jafnvel stór-
hrifnir. En einhvern veginn var þó
snarlega horfið frá því.
Það er mikil breidd í dönsku
listamönnunum og vinnubrögð
þeirra eru mér mjög að skapi en
þeir stíla öðru fremur á eiginleika
sjálfs glersins. Súla Kirsten Lang-
kilde vakti óblandna athygli mína
og hér er gott dæmi um listaverk,
er kemur skoðandanum í upphafið
og gott skap og verður honum
jafnframt tilefni til margræðra
hugleiðinga. Þá eru gripir Per
Liitken mjög lifandi og minna
sumir á þang og sjávargróður.
Léttleiki og yndisþokki eru ein-
kenni gripa Tshai Munch.
Það er mikill kvenlegur fínleiki
er umvefur gripi sænsku listakon-
unnar Ása Brandt og munir landa
hennar Lasse Helsten eru sem
vatnskristallar, ferskir og tærir
sem úrsvalinn.
Dulúð og traustleiki einkennir
verk finnsku listakonunnar Hel-
ena Tynell og skýr form eru ein-
kenni gripa Norðmannsins Arne
Lindaas en hrjúf og traust form
einkenna muni landa hans Ásvar
Tangrand.
Ég hef talið hér upp nokkur
nöfn listamanna er eiga verk á
sýningunni og mér eru helst minn-
isstæð við samantekt þessarar
greinar en bíð þess þó að geta
framlags landa minna þar til ég
rita um sérsýningu þeirra
„Glerbrot 85“ á Kjarvalsstöðum.
Sýningunni er ágætlega fyrir-
komið og vel að henni staðið að
öllu leyti nema því að sýn-
ingarskrá vantar. Það er afleitt
fyrir heimildargildið og gerir sýn-
ingargestum erfiðara um vik við
skoðun munanna og listrýnum við
skrif þeirra.
Það sem gildir er, að framtakið
er mjög gott og hér er á ferð sýn-
ing sem sterklega er hægt að
mæla með.
1SS36
I STRAKAGERI
Sýnd í A-sal kl. 5, 9 og 11.