Morgunblaðið - 21.05.1985, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 21. MAÍ 1985
Hvar ertu, Che?
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Hvernig ég var kerfisbundið lagð-
ur í rúst af fíflum — How I Was
Systematically Destroyed By
Idiots ★'/>
Leikstjóri: Slobodan Sijan. Hand-
rít: Sijan, Moma Dimic. Kvik-
myndataka: Milorad Glusica. Að-
alhlutverk: Daniel Stojkovc, Jel-
isaveta Sabljic, Rade Markovic.
Júgóslavnesk. Enskur texti.
Þessi óvanalega, á köflum
súrrealíska kvikmynd, fjallar
um roskinn götuspeking, mis-
lukkað skáld, utangarðmanninn
Stojkovc. Hann uppveðrast allur
við lát byltingarmannsins Che
Guvera og hyggst nú halda
merki hans á lofti. Flytur inn-
blásnar ræður sem fæstir leggja
eyrun við.
Við fylgjumst síðan með
stefnulausum flækingi þessa
manngarms vítt og breitt um
Júgóslavíu og þeirra utan-
garðsmanna sem hann eignast
að félögum.
Sijan skýtur á báða bóga — í
austur og vestur. Vaðall þessa
einkabyltingarmanns er gagn-
rýni á kapítalisma, þó svífst
hann einskis til að komast yfir
jörð föður síns, þegar sá gamli
fellur frá. Og það hlustar enginn
á marxistann.
Stojkovc gerir þessa hornreku
þjóðfélagsins einkar forvitnilega
og gæðir hana talsverðum
sjarma og tæpast er hægt að
ímynda sér að myndin hefði orð-
ið til ef hans hefði ekki notið við.
Rustafyndni myndarinnar á
einkar vel við þennan ábúðar-
mikla stríðsmann Marxs. Að
öðru leyti verða aðrir að hæla
þessu einstaka myndverki sem
að mörgu leyti virðist sótt í
smiðju meistara Bunuel.
Vonir og
veruleiki
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Silver City — Skýjaborgir irk'h
Leikstjóri: Sophia Turkiewicz.
Ilandrit: Turkiewicz og Rhomas
Keneally.
Kvikmyndataka: John Seal.
Tónlist: William Motzing.
Aóalhluterk: Gosia Dobrowolska,
Ivar Kants, Anna Jemison.
Seawell Films, 1984. Áströlsk. 100
mín.
Skýjaborgir á það sammerkt með
mörgum myndum á yfirstandandi
kvikmyndahátíð, að vera þrungin
tilfinningum.
Þessi nýja, ástralska mynd er
frumraun leikstjórans Sophiu
Turkiewicz, sem komin er af pólsk-
um flóttamönnum sem flykktust til
landsins í seinna stríði, og um þá
fjallar myndin. Þó fyrst og fremst
um stúlkuna Ninu, sem á að baki
erfiða reynslu í gamla landinu. En
örlögin halda áfram að vera óvæg-
in við þessa velgerðu stúlku, en hún
verður ástfangin af einum ferðafé-
laganum, Julian, á hinni löngu leið
yfir hafið til fyrirheitna landsins.
En sá er giftur vinkonu hennar.
Gagnkvæm hrifning þróast í ást-
arbál. Julian yfirgefur konu sína og
hefur sambúð með Nínu. Hún end-
ar hörmulega.
Skýjaborgir er yfirlætislaus
mynd, mikið til borin uppi af
pólsku leikkonunni Gosiu Dobrow-
olsku í aðalhlutverkinu. Þar er
stórkostleg, hrífandi leikkona á
ferð. Undir niðri finnur maður
fyrir söknuði og einsemd flótta-
mannanna, ráðvillu þeirra í nýja
landinu sem býður þeim uppá held-
ur ömurlega tilveru, stirð sam-
skipti við íbúana, nöturleg bragga-
hverfi. Áströlsk yfirvöld þessa
tíma eru gagnrýnd fyrir að líta
þetta lánlitla fólk sem aðskotadýr.
Myndin er táknræn fyrir umkomu-
leysi landslauss fólks, hvar sem er í
heiminum og vekur með áhorfand-
anum samúð og væntumþykju.
Fuglaveiðarinn og Alsino litli í Gamminum.
Gammurinn flýgur
sinni gegn uppreisnarmönnum,
sem halda sig á slóðum Alsino
litla.
Táknmál myndarinnar er
mikið. Alsino þráir það heitast
að geta flogið eins og gammur-
inn, sem kemur viða við í
myndinni og er samnefnari
kúgaranna, (Somosa og Banda-
ríkjanna). Drengurinn reynir
að þreyta flugið, árangurinn er
örkuml.
Veigamikið atriði er kynni
Alsino af fuglamanninum, sem
hagnast vel á að hneppa frjálsa
fugla himinsins í búr og selja
hverjum sem vill. Þessi kafli,
sem og margir aðrir, er marg-
slunginn og verðugt umhugsun-
arefni.
En Littin skýtur yfir markið
í ofleiknu og ofhlöðnu atriði
þegar bandarísku hernaðar-
ráðgjafarnir reyna að komast
til botns í hvað þeir eru að gera.
Þar er Kaninn knésettur með of
rniklu offorsi. Sá yfirdrifni
áróðursþáttur er ljóður á ann-
ars einkar áhrifaríkri og
umhugsunarverðri mynd.
9
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Gammurinn — Alsino Y EI Cond-
or ★★★
Leikstjóri Miguel Littin.
Handrit: Littin, Isidora Aguirre,
Tomas Peres-TurrenL
Kvikmyndataka: Jorge Herrera,
Pablo Martinez.
Tónlist: Léo Brower.
Framleiðandi: C.C. Costa Rica,
Productora L.A. Mexico, Institua
Nicaragua, Instituta C.A. Cuba.
Nicaragua, Mexico, Cuba, Costa
Rica 1982. 89 mín. Enskur texi.
1 Gamminum erum við hrifin
inní stríðshrjáða veröld Mið-
Ameríkubúa. í upphafi fylgj-
umst við með átakalítilli æsku
drengsins Alsino. Áður en varir
breytist hún í martröð vígvall-
arins, því stjórn Somosa er orð-
in full örvæntingar í baráttu
OG NOTAÐI
HJÁLM.
Þaö var 19. mars sl. aö togarinn Drangey SK-1 var
í rannsóknarleiðangri á vegum Hafrannsóknarstofnunar
ásamt fleiri togurum.
Þegar verið var að hífa inn trollið og fyrstu bobbingarnir
komnir upp í skutrennuna, er talið að keðja milli bobbinga hafi fest
í falsi fyrir fiskilúgu.
Við það opnaðist krókur á húkkreipi og slóst í höfuðið
á Þresti Haraldssyni 2. stýrimanni, þar sem hann var að setja
höfuðlínuna inn fyrir skeifuna.
Þröstur var annar tveggja skipverja á Drangey SK-1, sem notaði
öryggishjálm við vinnu sína um borð.
Þröstur höfuðkúpubrotnaði og var siglt með hann inn til
Neskaupstaðar og síðan flogið með hann til Reykjavíkur þar sem
gert var að meiðslum hans.
Fullyrða má að öryggishjálmurinn sem Þröstur var með JaaíLdre
svo úr högginu að hann hafi bjargað lífi Þrastar?
REYNSLAN SÝNIR AÐ EKKERT KEMUR í VEG FYRIR SLYS A SJÓ NEMA
ÁRVEKNI, DÓMGREIND OG KUNNÁTTA SJÓMANNA SJÁLFRA
*>
9
ÖRYGGISMÁLANEFND sjómanna