Morgunblaðið - 21.05.1985, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1985
27
notkun þessara lyfja og vera gagn-
rýnni varðandi notkun þeirra.
Hérlendis eru þessi lyf hins vegar
mjög algeng og notuð við svoköll-
uðum vöðvabólgum. Þegar slíkum
lyfjum er ávísað á svo gagnrýnis-
lausan hátt, hafa viðkomandi
læknar tapað áttum vegna við-
leitni sinnar til að viðhalda al-
mættismyndinni og gleyma þá
jafnframt mögulegum skaðlegum
áhrifum lyfjanna.
Aðgengileg bók sem þessi brúar
að hluta bilið sem er milli þekk-
ingar læknisins annars vegar og
líkama sjúklingsins hinsvegar.
Sjúklingurinn hefur yfirráð yfir
eigin líkama og á að stjórna því á
vitrænan hátt, hvernig farið er
með hann og forðast allt sem get-
ur haft skaðleg áhrif á viðkvæm
stýrikerfi og frumuhópa, s.s. eit-
urefni, tóbak, áfengi og ýmis lyf.
Þessa ábyrgð getur enginn annar
aðili axlað, heidur einungis verið
sjúklingnum til ráðuneytis vegna
sérþekkingar sinnar. Alvarlegar
heilsufarslegar afleiðingar vegna
neyslu skaðlegra efna af öllu tagi
ber sjúklingurinn einn. Sjúklingar
þurfa í samráði við lækna að meta
hversu alvarlegur viðkomandi
sjúkdómur er í eðli sínu saman-
borið við ýmsar aukaverkanir
lyfja. í mörgum tilfellum algeng-
ari sjúkdóma hefur líkaminn
sjálfur þann mikla lækningamátt
sem gerir öll lyf óþörf. Ég hef iðu-
lega rekist á fulla skókassa inni á
heimilum fólks af lyfjum sem gef-
in hafa verið á liðnum árum við
ýmsum kvillum og þá hef ég dáðst
að mótstöðuafli líkamans og lækn-
ingamætti að þola öll þessi kynst-
ur af lyfjum til viðbótar sjálfum
sjúkdómnum sem lækna átti.
Ég vil hvetja sem flesta að
verða sér úti um nefnda bók og
tileinka sér þau fræði sem þar eru
kennd, svo fólk geti tekið þátt í
umræðunni um eigin heilsu og
hvernig megi hafa áhrif á hana
með lyfjum til góðs og ills. Flestir
vilja geta rætt um bílaviðgerðir af
einhverri skynsemi, svo maður
verði ekki féflettur af óprúttnum
bílaviðgerðarmönnum sem segja
að allt annað hafi verið að bílnum
en raun bar vitni og selja þannig
varahluti og viðgerðir sem engin
þörf var á. Því miður selja stund-
um læknar og apótekin varahluti
og viðgerðir sem engin þörf er á og
því er öll upplýsing af hinu góða.
Bækur á borð við íslensku lyfja-
bókina hafa verið lengi á boðstól-
um erlendis og stuðlaö að aukinni
uppfræðslu almennings um lyfja-
iðnaðinn og það sem hann hefur
upp á aö bjóða. Þær stuðla að
auknu heilbrigði með því að auka
vitneskju um alla þessa litskrúð-
ugu belgi og hvítu pillur sem við
borðum svo gagnrýnislaust í enda-
lausri leit að vellíðan og eilífri
æsku.
Höfundur er rfirlæknir Heilsu-
greslustöórar Suðurnesja í Kefla-
rík.
Óheppinn bflaeigandi
á Dalvík:
Kom að báðum
bflum sínum
stórskemmdum
eftir ákeyrslu
Dahík, 20. maí.
ÞAÐ ERU ekki undur þó honum
hafi orðið hverft við Dalvíkingnum
er hann kom að tveimur bflum sín-
um í laugardagsmorgun, báðum
stórskemmdum eftir ákeyrslu.
Bílunum hafði hann lagt við að-
algötu bæjarins og hafði verið ek-
ið aftan á annan bílinn og hann
mikið skemmdur. Viðkomandi
hefur við það henst utan i hinn
bílinn og dældað hlið hans. Hvort
sökudólgur hefur ekki kunnað við
að vekja upp eigendur bflanna
seint um nótt, eða hverjar ástæð-
ur voru til þess að hann gerði ekki
vart við sig skal ekki leitt getum
að, en víst er að ekki var ljóst um
morguninn hver ákeyrslunni olli.
Það mun þó vera upplýst nú enda
varla hægt að ætla annað eftir
ummerkjum en að bíll hans sé
einnig nokkuð skemmdur.
— Fréttaritarar
Seoul — suðurkóreskur
veitingastaður í Síðumúla
KIM, Suður-Kóreumaðurinn sem
undanfarin ár hefur rekið veitinga-
staðinn Kofann í Síðumúla 3, hefúr
nú gert gagngerar breytingar, bæði á
stað og matseðli. Leggur Kim nú
minna upp úr svokölluðum skyndi-
réttum, þó að þeir séu engu að siður
á matseðlinum enn — heldur leggur
hann megináherslu á fjölbreyttan,
þjóðlegan, suðurkóreskan matseðil,
þar sem kennir hinna fjölbreyttustu
grasa.
MatseðiIIinn samanstendur af
80 mismunandi réttum, og það
verður að segjast alveg eins og er,
að það geta ekki talist ýkjur, þótt
ýmsir réttir hjá Kim fái þá um-
sögn að þeir séu hreint lostæti. Má
þar nefna rétti eins og Bangkok-
salat, Nasi goreng, Seoul-grísakjöt
special, Nauta-Massman og Lych-
ees-ávexti.
Verði er stillt í hóf hjá Kim, en
verð á réttum er frá um 100 krón-
um upp í 480 krónur. Þá er einnig
hægt að kaupa fjórréttaða máltið
á sérstökum þjóðkvöldum, svo sem
á Oriental-kvöldum, Bangkok-
kvöldum og Seoul-kvöldum. Verð
fyrir slíka máltíð er frá 760 krón-
um upp í 980 krónur.
Morgunbladið/Júlíus
Kim, brosandi og stoltur, við hluta þeirra gómsætu rétta sem hann býður
uppá í Seoul.
■■ ■
Hjá okkur
sjáið þið árangur
HF II J UIF IÓT IN
Bá ustc öun f 70; 311 1 Borj arm si
he :IL1 >u LÍ KA VI s\ ÍÆ KT
BF m INL Rir IN El Að >Dl u 2( Kr
nro v/k sTVr ring írsTu umj narir ri sii nar ni: 6 B711 0 sir ti: 9! ,-55‘ 5
H/ ífh AR BÖi )IN Sl m IA
Grs nda jarö 101 sími: 290! 4 -ta1 □i jfáS\ r>r “egri xn ^sfr r* * tt25 280-
Hí ILÍ ghö iUF chra Æl Ut 11 CTII Kö| \l }avo Qi tw BF TO )HC rAr ^LT r
sírr i: 41 332 Þa ngbc kka B sír ni:.7€ 540
0 1KI IB( IT STt TO )
rör jnsa 1 CMVJ svec TTI i 7 b mtr % Í948 B Glr irárc ötu vi* ? r%At >6 A kure yri
s 3S TTT 3AÍ ■ \j\ )SS I roi Cf II. JVF /■fcTi nric 179 xn :a
1 H G; ILIV A I, HC saví öl Ll Jl 11 IQ IV/
SÍI ni: £ 6-41 837 Nu En dd o lihia g~sði lla 8 báðí sím istön : 466 1 20
s VI 5li )AE II iss roí :A S< )L OG SU m \
V st zro 3ina u jerö 7, s mi: 1219 4 Æ sufe li 4 : tími 710 30
SN YR ns roF AN Jl Á| ÍDC UWIi UE LD s
Sfl r>ni ■a nahi w ilurr 4 S mi' '222 5 Ár núl£ 1111* 32 simi 832 95
.SC )LS KR fKJ AN S< ÍLh ÚS r>/ Ð
Sn iöju itíg I3 s T»i: 927 4 fcy sír 'ave li: 9 }-22 uö 14 IU33
Æl M 3AÍ iTÖ m / S RC atúr ND ULZ N sim l21 16
Enc ihja la 8 simi 46< OO L L Æ
Tí Oh Q 4 £ □ t F T 1
sí 'Ofb ■ni: < i-342 Iw T □ w fí|‘i
ÍM.VER
I Jrau arhc Iti 4
simi: 22224
29,/haí Boiku*
Fínar ferðir i þrjár vikur á eina vinsælustu strönd Spánar:
Hvítu ströndina
Benidorm býður upp á fjölbreytta afþreyingu at öllu tagi:
Næturklúbba diskotek, alþjóðlega veitingastaði, kaffihus,
skemmtigarða, tívolí, aolfvelii, sjóskíði, dýragarð . . . miðalda-
veislu. Eitthvao fyrir alía
Beint leiguflug og góð gisting á hótelum (með eða án fæðis)
eða í íbuðagistingu. Islenskir fararstjórar.
Verðdæmi: íbúðagisting fré kr 23.910.- pr. m.
Hjón i íbúo með tvö börn frá kr. 17.932.-
Brottfarardagar. 29/5, 19/6, 10/7, 31/7, 21/8, 11/9, og 2/10
BJMM DAGUR AUG» TfKMSTOf
í B FERÐAMIÐSTÖDIIM Sf'9