Morgunblaðið - 21.05.1985, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1985
Árið 2000
Ráðstefna á Selfossi um atvinnu og lífskjör
Hvernig verður umhorfs á fs-
landi um næstu aldamót? Hver
veröa lífskjör á fslandi þá? Þess-
um spurningum veltu menn fyrir
sér á ráðstefnu um atvinnu og
lífskjör, sem var haldin á Selfossi
laugardaginn 11. maí sl.
„Á undanförnum árum hefur
komið fram ný tækni í málmiðn-
aði í nágrannalöndunum, sem ís-
lenskur málmiðnaður hefur að
mjög litlu leyti tekið upp. Þessi
tækni byggir á því að hún gerir
framleiðslu á fáum stykkjum hag-
kvæmari en áður. Hér er um að
ræða tölvustýrðar iðnaðarvélar.
Þær eru tengdar við tölvur, þar
sem hönnunin fer fram. Þegar bú-
ið er að hanna hlut einu sinni og
skrifa forrit sér tölvan um að
stilla framleiðsluvélarnar í hvert
sinn þegar á að framleiða viðkom-
andi hlut.“
Þannig komst dr. Ingjaldur
Hannibalsson meðal annars að orði
er hann ræddi um möguleika ís-
lensks iðnaðar.
Ef hagkvæmni stærðarinnar
skiptir ekki eins miklu máli og áð-
ur, eins og hinar nýju iðnaðartölv-
ur boða, ættu íslensk fyrirtæki að
geta framleitt með tiltölulega litl-
um tilkostnaði. Gat Ingjaldur
þess, að Svíar og ýmsir aðrir hefðu
með álitlegum árangri lagt á
þessa braut.
Ingjaldur kvað samdrátt í
hefðbundnum framleiðslugreinum
óhjákvæmilegan. Á fslandi vinnur
tíundi hver í byggingariðnaði.
„Þetta hlutfall er helmingi hærra
en hjá flestum öðrum iðnaðar-
þjóðum," sagði Ingjaldur.
Stóriðjukostir eru 5 eða 6 nefnd-
ir, sagði Ingjaldur. Ef af öllum
þessum fyrirtækjum yrði mundu
um 1000 manns vinna í þessum
greinum.
Vaxtagreinar framtíðarinnar í
heiminum eru einkum rafeindaiðn-
aður, lífefnaiðnaður, fjarskiptaiðn-
aður, framleiðsla nýrra efna og
geimiðnaður.
Ingjaldur taldi fslendinga eiga
þó nokkra möguleika meðal ann-
ars á sviði efnistækninnar. í þeirri
grein eru menn að hanna efni sem
fullnægja ákveðnum kröfum.
„Sum þessara efna má framleiða
með nýtingu jarðvarma," sagði
Ingjaldur. Ingjaldur greindi frá
því að meðal þeirra þjóða sem
hafa best lífskjör, væru uppi mikl-
ar áætlanir um eflingu upplýs-
ingaiðnaðar. Ef við fylgdum for-
dæmi Svía ættum við að verja 165
milljónum króna af opinberu fé
næstu 3 árin til þessa.
Svíar leggja megináherslu á
þrjú svið: menntun, rannsóknir og
þróunarstarfsemi.
Á fslandi ættu tæplega 2.900
manns að vinna í upplýsingaiðn-
aði í dag, ef við héldum sama
hlutfalli og Svíþjóð. Hér vinna
hins vegar um 500 manns um
þessar mundir. Um aldamót má
gera ráð fyrir að fyrir að um 18.000
störf verði í upplýsingaiðnaði og
þetta verður þá ein aðal útflutn-
ingsgrein okkar, taldi Ingjaldur.
Skólakerfið þarf að aðalagast
þessari byltingu. Trésmiðir þurfa
að læra á tölvur. Nú framleiða
þjóðir vörur sem eru „búnar til“ á
tölvuskjám, tölvan stillir gömlu
trésmíðavélina og framleiðslan er
tiltölulega sjálfvirk.
Hlutverk háskólans
„Hlutverk Háskóla fslands er að
minnsta kosti tvíþætt," sagði dr.
Sigmundur Guðbjarnason, nýkjör-
inn háskólarektor, í erindi sínu. „í
fyrsta lagi að mennta og þjálfa
starfsfólk fyrir atvinnulífið, og í
öðru lagi vill Háskólinn stuðla að
aukinni hagnýtingu rannsókna.
Við höfum hug á að taka upp nán-
ari samvinnu við atvinnulífið,"
sagði Sigmundur.
Aðstaðan er fyrir hendi í há-
skólanum og öðrum rannsóknar-
stofnunum. Reynt verður að fá at-
vinnufyrirtækin til að afla fjár.
Við munum öðlast þekkingu á at-
vinnulífinu í gegnum fyrirtækin.
Sumar stofnanir háskólans eru
öðrum þekktari, en Sigmundur
kvað deildir innan Háskólans sem
gætu aðstoðað í atvinnulífi miklu
fleiri. Nefndi hann meðal annarra
félagsvísindadeild, sem hann taldi
að gæti veitt mikilvæga þjónustu
með skoðanakönnunum og mark-
aðsrannsóknum.
Þá vék Sigmundur að matvæla-
iðnaði, sem hann taldi vanþróað-
an. Hann býður hins vegar upp á
mjög mikla möguleika. Með sam-
vinnu rannsóknastofnana mætti
efla þessa grein. Margt gætum við
framleitt innanlands, sem við
flytjum inn í dag. Skólarnir þurfa
að vera vakandi og námsefni og
kennsluhættir í endurskoðun.
Þróunin verður ennþá örari í
framtíðinni en hún hefur verið
undanfarna áratugi. Menn eru að
hverfa frá sérhæfingunni og yfir í
almennari og breiðari grunn
menntunar.
Að lokum minntist dr. Sig-
mundur á skýrslu sem gerð var
fyrir 8 árum um vinnslu verðmæta
úr sláturúrgangi. Hér er hráefni
þetta grafið í stórum mæli, en í
öðrum löndum er það nýtt. Hversu
mikið fellur til í landinu?
Páll Lúðvíksson gerði áætlun
um stofnkostnað og rekstur kjöt-
mjölsverksmiðju á Selfossi og
hugsanlega víðar. Þetta væri fróð-
legt að skoða, þó að tölur síðan
1977 séu úreltar. Fóðurefnaiðnað-
ur á fslandi hlýtur að eflast.
Að lokum sagði Sigmundur
Guðbjarnason: „Eg vil kynnast
ykkar þörfum, ykkar óskum. Á
hvern hátt getur Háskóli íslands
komið til móts við þessar þarfir og
veitt upplýsingar og aðstoð sem að
gagni mætti korna."
Orkan veitir möguleika
Næstur á mælendaskrá var dr.
Ágúst Valfells, verkfræðingur.
Hann minntist í upphafi á að fyrir
7 árum hefði hann skrifað skýrslu
fyrir Landsvirkjun, skýrslu sem
hét ísiand 2000.
Ágústi var tíðrætt um þau tæki-
færi sem fslendingar ættu í ónytj-
aðri orku. „Maðurinn lifir ekki á
þjónustu einni saman,“ sagði Ág-
úst, og Island er ekki á sama báti
og þær þjóðir sem núna leggja á
braut upplýsingaiðnaðar. Þar er
orkan dýr, þjóðirnar mjög iðnvæ-
ddar og efnaðar, og þar eru vaxt-
armöguleikar í hefðbundnum ið-
naði takmarkaðir.
Við þurfum að flytja inn bensín,
landbúnaðarvélar ... þess vegna
verðum við að flytja út. Þess
vegna ber okkur að nýta alla
möguleika.
Við höfum forskot í ónytjuðum
orkulindum, í ódýrri orku. Um-
reiknum fallvötnin, orku þeirra
sem ekki er nýtt. Hvert megavatt-
ár er 100.000 dollarar. Góð lífskjör
byggjast á því að tiltölulega fátt
fólk myndi mikil verðmæti í und-
irstöðugreinunum. Þessi störf
leiða svo aftur af sér aukin störf í
þjónustugreinum. Eitt starf í und-
irstöðugrein skapar 4—5 störf í
Sigmundur Guðbjarnason
þjónustustörfum, rakara, bakara,
ráðherra og smiði.
Hér gætu búið 300.000 manns á
helmingi betri kjörum. En það er
undir okkur komið. Við eigum að
bregðast skjótar við. Við misstum
t.d. af tækifærinu fyrir nokkrum
árum er til stóð að byggja þunga-
málmverksmiðju í Hveragerði.
Við vorum svo lengi að taka
ákvörðun. Á sama tíma hefur
ónytjuð gufuhola staðið úti í
Hveragerði síðan 1959.
Yfir 170 ný störf á ári
Þorstcinn Garðarsson iðnráðgjafi
var síðasti framsögumaður. Hver
er staða Suðurlands í dag? Um al-
damótin síðustu bjuggu 17% íbúa
andsins á Suðurlandi, núna um
8,4%. Hafnleysi Suðurlands skýrir
íbúaþróunina hvað best.
Margfeldisáhrif starfa í frum-
greinum verða ekki hin sömu í
Reykjavík og úti á landi. Með
stofnun Iðnþróunarsjóðs Suður-
lands er skref stigið í atvinnu-
þróun. Á sviði nýiðnaðar má nefna
límtrésverksmiðju, álsteypu og
kertaverksmiðju. Af verkefnum
sem enn eru ekki í höfn má nefna
álrækt, kísilkarbíð, C-vítamín-
framleiðslu og rannsóknir á hita-
þolnum efnum. En það tekur tím-
ann að skila árangri í orkufrekum
iönaði.
Hvers vegna hafa hin stærri
fyrirtæki ekki tekist á við veiga-
meiri verkefni en raun ber vitni?
Sum fyrirtæki eru ekki nógu sterk
stjórnunarlega, t.d. eru fjölskyldu-
fyrirtækin oft veikburða, þegar
kemur til árekstra.
En hvernig lítur mannlíf út á
Suðurlandi um 2000? Gert er ráð
fyrir að íbúum fjölgi um 10%. En
í atvinnumálum blasir alvaran
við. Hvað þarf að skapa mörg
störf að aldamótum? í dag eru um
9.300 störf í kjördæminu. Um
aldamót er áætlað að við þurfum
að hafa tæp 12.000 störf. Yfir 170
störf að jafnaði á hverju ári. Ef
hvert starf í iðnaði kostar 1—1,5
milljónir króna má sjá hvað þarf
að fjárfesta á komandi árum.
„Við höfum enga patentlausn í
atvinnumálum á Suðurlandi,"
sagði Þorsteinn.
Hvernig náum við okkar
markmiðum? Gætu stjórnvöld
ekki verið meira bisnesssinnuð?
Gætum við fengið hjálparsveit
ráðgjafa eða einn mann? í stað
þess að ráða slíkan í Reykjavík
yrði hann að vera búsettur úti á
landi.
Fjörugar umræöur
Að framsöguræðum loknum á
ráðstefnunni í Inghóli á Selfossi
urðu frjálsar umræður og enn-
fremur svöruðu frummælendur
fyrirspurnum. Fulltrúum stjórn-
málaflokkanna var boðið á fund-
inn. Fyrstur þeirra talaði Sigurgeir
Jónsson fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Kvað hann áhuga beinast aftur að
stóriðju og nefndi hann álbræðslu
í Þorlákshöfn sem einn kost. Þá
svaraði Sigurgeir fyrirspurn Jóns
Guðbrandssonar um gengi krón-
unnar. Taldi Sigurgeir ekki gefið
að gengi yrði mikið annað, þó að
það yrði gefið frjálst.
Jón Helgason, ráðherra, ræddi
möguleika í landbúnaði, auknar
kröfur til menntunar í samfélag-
Þorsteinn Garðarsson
kvenna og minnkandi launa,"
sagði Kristjana. Strákarnir verða
smiðir samkvæmt sömu leið og áð-
ur, en það er verið að útiloka
stelpur frá störfum sem þeim buð-
ust áður. Aðeins langskólanámið
gildir fyrir stúlkur og þess vegna
mismunar menntakerfið kynjun-
um í dag.
Björn Þórhallsson, varaforseti
ASI, sagði það nauðsynlega undir-
stöðu að búa svo um hnútana í
samfélaginu, að fyrirtæki gætu
borgað hærri laun. Það er gagns-
laust að rýra kaupmáttinn í það
óendanlega. Ríkisstjórnin má fara
að taka sig á.
Jón Guðbrandsson, dýralæknir á
Selfossi, taldi tæknilega vankanta
vera í úrvinnslu úrgangs frá slát-
urhúsum. Hann kvað það hlut-
skipti stjórnmálamanna að sjá um
jarðveginn, grundvöll atvinnulífs.
Ævar Már Axelsson úr Hvera-
gerði upplýsti að þrátt fyrir marg-
endurteknar fyrirspurnir til yfir-
valda orkumála í landinu, fengjust
engin svör við því hvort nýta
Ágúst Valfells
inu og harðnandi samkeppni. Á
komandi árum mun kannski þekk-
ingin fremur en fjármagnið skipta
máli.
Magnús H. Magnússon var full-
trúi Alþýðuflokksins. Undirstaða
byggðar hér um slóðir er samteng-
ing Árborgarsvæðisins. Með því
móti verður til einhver stærsti
byggðakjarni utan Reykjavíkur-
svæðisins. Þá verður stóriðja I
Þorlákshöfn aftur raunhæf. Brú á
Ölfusárósa er á dagskrá vegagerð-
ar og tilbúin 1987—1988. Þjónust-
an fylgir framleiðslunni, ekki
öfugt, sagði Magnús meðal ann-
ars.
Kristjana Sigmundsdóttir, full-
trúi Samtaka um kvennalista,
benti á að auknar menntunarkröf-
ur bitnuðu á stúlkun. „Mennt er
máttur og góð menntun er undir-
staða atvinnulífsins og þjóðlífsins,
en það er of mikið ósamræmi á
milli aukinnar menntunarkröfu til
mætti borholuna í Hveragerði,
sem hefði staðið ónotuð síðan
1959.
Sigríður Ólafsdóttir, formaður
Verslunarmannafélags Árnes-
sýslu, innti fulltrúa atvinnumála-
nefndar á Selfossi eftir úrræðum í
atvinnumálum unglinga.
Ármann Ægir Magnússon, tré-
smiður, mælti með frekari full-
vinnslu landbúnaðarafurða heima
í héraði. „Auðurinn verður ekki til
í Seðlabankanum," sagði Ármann
Ægir.
Jón Vilhjálmsson, varaformaður
atvinnumálanefndar á Selfossi,
sagði nefndina hafa ýmislegt á
prjónunum.
Ráðstefnan Árið 2000 var haldin
á vegum Neytendafélags Selfoss
og nágrennis, Verkalýðsfélagsins
Þórs og Alþýðusambands Suður-
lands.
Haukur Gíslason
Bach í Laugar-
neskirkju
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Fjórðu Bach-tónleikarnir voru
haldnir í Laugarneskirkju sl.
sunnudag og að þessu sinni var
flytjandinn einn, Gústaf Jóhann-
esson, en á efnisskránni voru
fimm sálmforleikir, ein prelúdía
og fúga, þriðja sónatan og passa-
kaglían fræga í c-moll. Gústaf J6-
hannesson hefur um langan tíma
gegnt starfi sem orgelleikari
Laugarneskirkju og tekið þátt í
tónleikahaldi hér í borg undanfar-
in ár, en þetta er í fyrsta sinn sem
undirritaður hlýðir á Gústaf Jó-
hannesson leika heila tónleika.
Ekki veit undirritaður mikið um
orgelið í Laugarneskirkju, en þó
það sé ekki stórt í gerð eða bjóði
upp á margbreytilega „registra-
sjón“ var raddskipanin samkvæmt
því sem vera ber hjá manni er
þekkir sitt orgel til hlítar. Tón-
leikarnir hófust á Prelúdíu og
fúgu í c-moll sem var ágætlega
leikin. Þar næst komu fórir sálm-
forleikir úr Litlu orgelbókinni og
voru þessar æfingar, eins og
meistari Bach kallaði verkin í
þessari bók, vel leiknar. Auk þess
var á efnisskránni enn einn for-
leikur yfir sálminn Schmucke dich
o liebe Seele, er mun að líkindum
vera eftir G.A. Homilius, er var
nemandi Johanns Sebastians Bach
á árunum 1735—42. Þessi Homili-
us keppti við Wilhelm Friede-
mann Bach um stöðu orgelleikara
við Frúarkirkjuna í Dresden og
hafði betur, þó Wilhelm Friedem-
ann væri á þessum tima talinn