Morgunblaðið - 21.05.1985, Page 44

Morgunblaðið - 21.05.1985, Page 44
44 MORGUNBLADIÐ, ÞRIPJUDAGUH 21. MAÍ1985 Minning: Anna Arnfríður Stefánsdóttir Fædd 1. desember 1909 Dáin 29. janúar 1985 Nokkuð hefur tafist fyrir mér að skrifa fáein minningarorð um frænku mína og fyrrum velgjörð- arkonu, Önnu Stefánsdóttur, er bjó að Böggvisstöðum meðan ég þekkti hana best, ásamt eftirlif- andi manni sínum, Jóni Jónssyni bónda og kennara. n Anna var fædd að Völlum í Svarfaðardal, hinum þjóðfræga stað, er svo margir merkisprestar hafa setið. Á sínum tíma, um 1200, sat Guðmundur Arason hinn góði Velli og löngu síðar séra Eyjólfur Jónsson lærði, er ritaði annál þann, sem við staðinn er kenndur. Foreldrar Önnu voru Stefán Arngrímsson frá Þorsteinsstöðum (f. 18. júlí 1883 - d. 2. júní 1945) og kona hans, Filippía Sigurjóns- dóttir frá Gröf (f. 17. sept. 1875 — d. 25. ágúst 1958). Þau Stefán og Filippía voru bæði Svarfdælingar, hann mikill myndar- og gáfumað- ur, smiður góður. Ég sá Stefán sjaldan og kynntist honum ekki, enda var ég enn á unga aldri, er hann andaðist. Filippíu frænku minni kynntist ég aftur á móti vel, er hún dvaldi í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar síðustu æviárin á Böggvisstöðum. Filippía var við- ræðugóð, snerpuleg, trúkona mikil og vildi hverjum vel. Stefán og Filippía fóru að búa að Gröf árið 1913, og þar ólst Anna upp. Á Gröf er landþröng nokkur, bærinn stendur milli Hofs og Brautarholts. Jörðin er þó kostagóð og er búið þar með sóma enn þann dag í dag. Inn og hátt upp frá áðurnefndum bæjum rís eitt stórfenglegasta fjall á Trölla- skaga, heitir Rimar, en fram af býlunum liðast áin um engjar Svarfaðardals. Hér í þessu stór- brotna umhverfi ólst Anna Stef- ánsdóttir upp. Hún lifði tímamót, eins og svo margir aðrir tuttug- ustu aldar menn. Gamli timinn, hvað tækni og búskaparhætti varðaði, kvaddi um 1940, en hinni nýi rann upp eftir að heimsstyrj- öldinni lauk. Þann 29. apríl 1934 giftist Anna eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóni Jónssyni. Hann er borinn og barnfæddur Svarfdælingur. Ungu hjónin bjuggu tvö ár að Völlum, t Ástkær eiginmaöur minn, faölr, tengdafaöir, afi og bróöir, JÓHANNES MAGNÚSSON, deildaratjóri, Neshaga 4, andaöist á heimili sínu 18. maí. Ingveldur H. B. Húbertadóttir, Húbert Nói Jóhanneason, Sigrún Jóhanneadóttir, Kriatin Síguröardóttir, Gunnar V. Jónaaon, barnabörn og ayatkini. t Eiginmaður minn, faöir og tengdafaöir, SIGURMUNDUR GUÐJÓNSSON, Einarahöfn, Eyrabakka, andaöist í Sjúkrahúsi Suöurlands, laugardaginn 18. maí. Ágúata Magnúadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Elginkona mín og móðir okkar, (ELLA) HULDÍS INGADÓTTIR fré Malarrifi, lést í Landspitalanum 16. maí. Jaröarförin auglýst síöar. Pétur Pétursson og börn. L .6 ustelnar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. a S.HELGASONHF STEINSMKUA SKÉMMUVEGI 48 SM 76677 Tökum að okkur að rétta og lagfæra legsteina í kirkjugörðum. S S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA ■ SKEMMLM33146 'iíMI 76677 en settu niður bú sitt að Gröf vor- ið 1936. Jón gegndi á þessum árum skólastjórastöðu við gagnfræða- skólann á Siglufirði og dvaldi þar ytra á veturna. Anna fór sjaldnast með manni sínum til Siglufjarðar og hvíldi þá ábyrgðin af stjórn búsins að mestu á herðum hennar, þótt hún ætti sér góða liðsvon þar sem foreldrar hennar dvöldu hjá henni. Jón og Anna bjuggu að Gröf til 1947, en þá var heimilið orðið svo þurftarfrekt, að stærri jörð og bú þurfti til að framfleyta því. Hófu þau hjón búskap að Böggvisstöð- um, sem nú er í landi Dalvíkur. cÞar var rýmra en í Gröf hvað jarðnæði varðaði og þá ekki síður hvað hýbýlakostinn áhrærði. Bæj- arbyggingin var ein hin mesta í dalnum. Þetta stóra hús var fullt af lífi. Börn Jóns og önnu, frænds- ystkini mín, eru þessi: Stefán, Gunnar, Jón Anton, Helgi, Fil- ippía, Gerður, Kristján Tryggvi, Svanfríður og Hanna. Tveir elstu synirnir eru fæddir að Völlum, en tvær yngstu dæturnar að Böggv- isstöðum. Öll eru systkinin búsett á Dalvík, nema Gunnar, sem býr að Brekku í Svarfaðardal og Kristján, er flutti með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur árið 1984. Öll hafa börn þeirra hjóna staðfest ráð sitt og eiga afkomendur. Það var á Böggvisstöðum, sem ég kynntist önnu. Þar naut ég hvað eftir annað greiða og gist- ingar meðan ég átti enn heima að Hlíð í Svarfaðardal. Svo vildi til, að á unglingsárum og raunar leng- ur, var ég mjög á faraldsfæti, uns ég barst að fullu að heiman. Var þá fyrsti áfanginn jafnan sá að fara frá Hlíð niður í Böggvisstaði og gista þar. Hlakkaði ég alltaf til að hitta Önnu og Jón og þá ekki síður til að eiga glaða stund með frændsystkinum mínum. Liðu kvöldin fljótt á hinu mannmarga heimili. Ávallt mat ég það mikils, þótt helst til seint sé að þakka nú, að föðursystir mín, Soffía Sigur- jónsdóttir, átti sér athvarf og skjól hjá Önnu og Jóni bæði á Böggvisstöðum og síðar á heimili þeirra á Dalvík, eða þangað til líf hennar var allt. Svo var einnig um hálfsystur hennar, Filippíu, móð- ur Önnu. Hún varð ekki viðskila við dóttur sína og tengdason fyrr en dauðinn kvaddi hana til brott- farar. Af þessu má ráða að stór fjölskylda átti heima á Böggvis- stöðum og var það eitt fjölmenn- asta heimili í Svarfaðardal þar sem saman bjuggu í sátt og sam- lyndi börn, unglingar, húsbændur og aldurmenni. Meðan Jón bjó að Böggvisstöð- um stundaði hann kennslu við Dalvíkurskóla. Eftir að hjónin fluttu til Dalvíkur, kenndi hann áfram. Bjuggu þau hjónin í húsi, sem heitir að Sólgörðum, uns þau vistuðust að Dalbæ, dvalarheimili aldraðra, en þar dvelur Jón nú. Hann veiktist alvarlega fyrir all- mörgum árum, en hefur tekið sjúkdómi sínum með mikilli karl- mennsku. Anna Stefánsdóttir var félags- lynd kona. Hún var lengi virkur meðlimur í kvenfélaginu Tilraun, sem var stofnað í Svarfaðarda! ár- ið 1915, og fyrst stýrt af Sólveigu Eggerz, konu séra Stefáns Krist- inssonar er sat staðinn frá 1901 til 1941. Anna var í stjórn félagsins frá 1950—1960, en einmitt um 1960 skiptist félagið. Dalvíkurkon- ur stofnuðu Vöku, en í sveitinni starfaði Tilraun áfram og kaus Anna að halda tryggð við sitt gamla félag þótt hún ætti heima í kaupstaðnum. Árunum fjölgar síðan ég leitaði heim til Böggvisstaða til gistingar hjá frændfólki mínu, er ég var að leggja af stað langvegu, eða koma heim í dalinn úr fjarlægum stöð- um. En eigi skyggir fyrir sólarsýn minninganna, þótt árunum fjölgi. Anna frænka mín tók ætið á móti mér með sama hlýja viðmótinu, hún var glaðbeitt og hispurslaus og lítt var á henni að sjá, að hana mæddi erfiðið við að stýra hinu mannmarga heimili. Börnin voru alltaf kát og kraftmikil með af- brigðum. Jón var kletturinn og kjölfestan, svipmikill húsbóndi og virtur vel. Síðustu æviárin átti Anna við vanheilsu að stríða, sykursýki á háu stigi. En óbuguð virtist mér hún vera, er ég sá hana í síðasta sinn fyrir þremur árum á heimili sonar síns að Sólgörðum. Anna lést á Sjúkrahúsi Ákureyrar eftir skamma legu 29. janúar síðastlið- inn. Þessi minningarorð eru síðar samin en vert væri, og eigi af þeirri íþrótt er ég vildi. Þar sem Anna var unnandi bókmennta og upplesari svo góður að orð fór af, er við hæfi að kveðja hana með versi úr sálmi Einars Benedikts- sonar. Af elífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót öllum faðminn breiðir. t Útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, GUÐMUNDAR MAGNÚSSONAR, Dalbraut 23, veröur gerö frá Laugarneskirkju miövikudaginn 22. mai kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans eru vinsamlegast beðnir aö láta bygg- ingasjóö KFUM og K í Reykjavik njóta þess. Helga Jónsdóttir, Magnús Guömundsson, Áslaug Sigurbjörnsdóttir, Pétur Guömundsson, Steinunn Olafsdóttir, Ragna Guömundsdóttir Moyer, Helga Júliana Vilhelmsdóttir og barnabörn. t Móöir min og tengdamóöir, (GUDJÓNÍA) ÞÓRA KRISTINSDÓTTIR, Bogahlíö 7, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 23. maí kl. 15.00. Bergljót Einarsdóttir, Rútur Eggartsson. t Eiginkona min, móöir og tengdamóöir, GRÓA JÓNSDÓTTIR, Dalbraut 21, andaöist í Borgarspítalanum 19. maí. Útförin veröur gerö frá Áskirkju þriöjudaginn 28. maí kl. 13.30. Kristjén Jóhannsson, börn og tengdabörn. Kristján Jóhannsson t Innilegar þakkir til allra sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiglnmanns mins og sonar, BENEDIKTS Þ. SNÆDAL, Fífuhvammi 3, Egilsstööum. Fyrir hönd aöstandenda, Þórdís Jörgansdóttir, Þórdís Kristjénsdóttir. t Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts SVÖVU GUÐBJARGAR GUOJÓNSDÓTTUR, Merkisteini, Stokkseyri, Guörún Arnfinnsdóttir, Helgi Kristmundsson, Guömunda Arnfinnsdóttir, Guömundur Einarsson, barnabörn og aörir vandamenn. Blömastofa fíiðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöid tii kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öil tilefni. Gjafavörur. r O.wt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.