Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAl 1985
Útflutningur fyrstu 3 mánuði ársins:
Hlutfall sjávaraf-
urða í útflutningi
úr 72,5 % í 77,2 %
FYRSTU þrjá mánuði ársins nam fob-verðmæti útfluttra sjávarafurða tæp-
lega 5,3 milljörðum króna, sem er 47 % aukning miðað við sama tíma í fyrra.
Heildarmagn útfluttra sjávarafurða var 208.488 tonn, en var sömu mánuði í
fyrra 115.091 tonn. Að magni til er aukningin 81.2%. Heildarverðmæti
vöruútflutnings landsmanna fyrstu þrjá mánuði ársins var liðlega 6,8 millj-
arðar króna. Hlutfall sjávarafurða í útflutningi var þessa þrjá mánuði, janúar
til marz, 77,2% en var í fyrra 72,5% samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk
hjá Fiskifélagi íslands.
Mestur var útflutningur til
Bandaríkjanna, fyrir tæpan 1,7
milljarð króna. Alls voru 16.238
tonn seld til Bandaríkjanna.
Fyrstu þrjá mánuðina í fyrra var
útflutningurinn til Bandaríkjanna
15.119 tonn að verðmæti liðlega
1,1 milljarður króna. Til Sovét-
ríkjanna voru flutt út 22.955 tonn
fyrir tæpan milljarð króna. Sama
tímabil í fyrra voru flutt út 23.100
tonn til Sovétríkjanna að verð-
mæti tæplega 800 milljónir króna.
og til Finnlands fyrir 133 milljón-
ir.
Af öðrum löndum má nefna að
tæplega 5 þúsund tonn voru flutt
tii Júgóslavíu fyrir 61 milljón
króna, en ekkert á sama tíma í
fyrra og 432 tonn voru seld til
Astralíu fyrir 8,3 milljónir en að-
eins 8 tonn sama tímabil í fyrra og
206 tonn voru seld til írlands fyrir
2,3 milljónir en ekkert á sama
tíma í fyrra.
Þýzk lúðrasveit í miðbænum
V-ÞÝZK lúðrasveit lék fyrir Reykvíkinga í blíðunni í miðbænum i gær. Sveitin er frá Bæjaralandi og léku
hljómlistarmennirnir á veiðihorn, svokallaða veiðimannatónlist. Nú standa yfir „þýzkir dagar“ á vegum v-þýzka
ferðamálaráðsins, Flugleiða og Hótel Loftleiða.
Á Hótel Loftleiðum er sýning á þýzkum vörum, þar er þýzkur matur á boðstólum matreiddur af þýzkum
matreiöslumeisturum frá Daun-Eiffel. Markmið daganna er að kynna ferðamannalandið V-Þýzkaland og er af
mörgu af taka. Kynningin hófst á mánudag og lýkur á morgun, 23. maí.
Til Bretlands voru flutt út lið-
lega 45 þúsund tonn að verðmæti
um 780 milljónir króna. Sama
tímabil í fyrra voru flutt út liðlega
21 þúsund tonn til Bretlands að
verðmæti 411 milljónir króna.
Fjórði stærsti kaupandi fiskaf-
urða fyrstu þrjá mánuðina var
V-Þýzkaland. Þangað voru flutt
14.200 tonn að vermæti 386 millj-
ónir króna. Til Spánar voru seld
liðlega þrjú þúsund tonn að verð-
mæti 230 milljónir króna. Til
Frakklands voru sjávarafurðir
seldar fyrir 164 milljónir króna,
til Danmerkur fyrir 156 milljónir
Vísitala bygging-
arkostnaðar mælir
36,9 % árshækkun
HAGffTOFAN hefur reiknað vísitölu
byggingarkostnaðar eftir verðlagi fyrri
hhita maí 1985. Reyndist hún vera
205,66 stig. Samsvarandi vfsitala mið-
uð við eldri grunn er 3.048 stig. Vísital-
an hefur hækkað um 2,65% frá apríl til
maí 1985. Þetta samsvarar 36,9% árs-
hækkun.
Af þessari 2.65% hækkun vísitöl-
unnar stafar 1,3% af hækkun á töxt-
um útseldrar vinnu hinn 1. maí sl.
Hækkun á verði steypu olli 0,5%
hækkun vísitölunnar og ýmsir efn-
isliðir, aðallega innlendir, ollu 0,9%
hækkun vísitölunnar.
Frá og með ágúst 1983 hefur vísi-
tala byggingarkostnaðar verið
reiknuð mánaðarlega. Við uppgjör
verðbóta á fjárskuldbindingar, þar
sem kveðið er á um að þær skuli
fylgja vísitölu byggingarkostnaðar,
gilda hinar lögformlegu vísitölur
sem reiknaðar eru fjórum sinnum á
ári. Vísitala marsmánaðar er því
enn í gildi, en hún var 199,94 stig.
Efling kaupmáttar eða efling Alþýðubandalagsins?
VSÍ óskar eftir viðræð- ,
um við forystumenn ASI
— til að fá frekari skýringar á stöðunni í samningamálum
FRAMKVÆMDASTJÓRN Vinnuveitendasambands íslands ákvað í gær-
morgun að óska eftir fundi með forsetum Alþýðusambands íslands og
formönnum landssambanda ASÍ til að fá frekari skýringar á þeirri stöðu,
sem kom upp í samningamálum sambandanna á formannaráðstefnu ASÍ í
fyrradag. „Við munum óska eftir skýringum á afstöðu sambandanna og ræða
við forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um þessa stöðu,“ sagði Magnús
Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ í gær.
Magnús sagði að VSÍ vildi koma af afstöðu þess á formannaráð-
á viðræðum við verkalýðshreyf-
inguna strax og freista þess að
koma á kjarasamningum, sem
væru „raunhæfari en þeir, sem
gerðir hafa verið á undanförnum
misserum," eins óg hann orðaði
það.
stefnu ASÍ — mun Vinnuveit-
endasambandið þá ganga til
samninga við önnur sambönd inn-
an Alþýðusambandsins?
„Við munum taka afstöðu til
þess þegar þar að kernur," svaraði
Magnús Gunnarsson. „Við höfum
hvað eftir annað lýst vilja okkar
til að tala við alla og helst viljum
við auðvitað ná heildarsamkomu-
lagi við verkalýóshreyfinguna."
Hann sagði að sér þætti undar-
legt að ekki hefði komið fram í
fréttum af formannaráðstefnu
ASÍ hve augljóslega afstaða
Verkamannasambandsins félli að
„hótunum" Svavars Gestssonar
formanns Alþýðubandalagsins í
sjónvarpinu í fyrri viku. Þessir
menn virðast ekki vilja viður-
kenna að % af kjaraskerðingunni
var komin fram áður en núverandi
ríkisstjórn kom til valda, það er að
segja í tíð ríkisstjórnar sem Svav-
ar Gestsson átti sæti í. Svo leyfa
þeir sér, Svavar, Guðmundur J.
Guðmundsson og fleiri, að tala
eins og þessi kjaraskerðing sé
þeim allsendis óviðkomandi! Það
er rétt að tala umbúðalaust og
benda á, að hér er ekki verið að
gera annað en að nota hagsmuni
verkafólks í landinu í kosninga-
leik. Það er ekki verið að hugsa um
hagsmuni launafólks heldur hags-
muni flokksins og það er ekki ver-
ið að reyna að efla kaupmáttinn
heldur Alþýðubandalagið," sagði
Magnús Gunnarsson.
„En til að svo geti orðið þurfa
menn að geta orðið ásáttir um
lengri samningstíma en nokkra
mánuði," sagði Magnús Gunnars-
son. „Raunhæfir samningar þýða
að fyrirtækin þurfa að taka á sig
nokkurn kostnaðarauka og svo að
það sé hægt þarf jafnvægi og frið
á vinnumarkaði. Við munum óska
eftir þessum fundi sem fyrst, svo
hægt verði að ganga úr skugga um
áhuga á þessum samningum."
— En hvað ef Verkamanna-
sambandið kýs að taka ekki þátt í
þessum viðræðum, eins og virðist
Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri:
Einsdæmi hvad vorkoman
er jafn góð um allt land
„ÉG HELD að óhætt sé að full- vorkoman er jafn góð um allt búnaðarmálastjóri, í samtali
yrða að það sé einsdæmi hvað landið,“ sagði Jónas Jónsson, við Mbl. þegar rætt var við
hann um vorblíðuna að undan-
Óvenjuleg frjósemi fjárins á Smyrlabjörgum:
65 ær þrflembdar, 14 fjór-
lembdar og ein fimmlembd
Á BÆNUM Smyrlabjörgum í Suðursveit er afar frjésamt fé, líklega það
frjósamasta á landinu. A bænum er tvíbýli. Á öðrum bænum eru 7 ær
fjórlembdar og 35 þrflembdar af 212 sem bornar eru en aðeins 28 með
einu lambi. Að jafnaði er 21 lamb umfram það að allar ærnar séu
tvflembdar. Og enn eiga 50 eftir að bera. Á hinum bænum er ein ær
fimmlembd, 7 fjórlembdar og 30 þrílembdar úr svipuðum hópi.
Flestar eru ærnar afkomendur
kindarinnar Þoku en í henni
varð fyrst vart við stökkbreyttan
erfðavísi og hefur þetta kyn ver-
ið rannsóknarefni búvísinda-
manna. Nú allra síðustu árin
hafa Smyrlabjargabændur lagt
áherslu á að rækta þetta kyn og
ber það þann árangur að féð
verður frjósamara með hverju
ári.
Sigurbjörn Karlsson bóndi á
Smyrlabjörgum sagði í samtali
við Mbl. að sauðburðurinn hefði
gengið vel. Aðeins tvö lömb
marglembanna hefðu misfarist
sem væri minna en við væri að
búast þegar frjósemin væri
svona mikil. Hann sagði að eitt
lamb hefði verið tekið undan öll-
um fjórlembunum og tvö undan
sumum og vanið undir aðrar ær.
37 ær undan hrútnun Anga, sem
er af Þokukyninu, eru bornar hjá
Sigurbirni og sagði hann að úr
þeim hefðu komið 90 lömb, sem
er 2,4 lömb að meðaltali.
Haustið 1976 voru keyptar
nokkrar ær frá Smyrlabjörgum í
tilraun á tilraunastöðinni á
Skriðuklaustri. Ein ærin (númer
3117) hefur borið 33 lömbum á
þessum 9 árum, aldrei minna en
þremur á ári og er meðaltalið
3,67 lömb á ári. Hún hefur fjór-
um sinnum verið þrílembd, fjór-
um sinnum fjórlembd og einu
sinni fimmlembd. Hún bar fjór-
um lömbum í vor en röðin er
þessi eftir árum frá 1977—1985:
3-4-4-4-3-3-5-3-4. Ein dóttir nr.
3117 var einnig fjórlembd í vor
en frjósamasta dóttir hennar
hefur borið 2,6 lömbum að með-
altali á ári.
förnu. Jónas taldi að gróður
væri að minnsta kosti hálfum
mánuði lengra kominn en
venjulega á þessum tíma.
Hann sagði að gróðurinn núna
væri jafnlangt kominn og oft
væri 17. júní. En það sem ein-
kenndi vorið væri þó fyrst og
fremst hvað það væri jafngott um
land allt. Jónas sagði að sauð-
burður gengi vel um allt land,
enda léki veðrið við bændur. Þá
ættu þeir bændur sem ekki væru
þegar búnir að bera á að vera á
fullu í því núna.
Sigurður Blöndal skógræktar-
stjóri tók mjög í sama streng
varðandi gróðurinn. Hann sagði
að svona gott vor um allt land
hefði ekki komið í háa herrans
tíð. Skógurinn væri alls staðar að
springa út. Hann sagði að skóg-
ræktarmenn sæu daga- og jafnvel
klukkustundamun á trjánum og
sagði að skógarnir yrðu allaufg-
aðir innan fárra daga.