Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 22. MAÍ 1985 Heimsókn í Mjólkur- samlagið í Búðardal í vetur hafa MS-ostakökur verið vinsælar á borðum landsmanna, ým- st neð kirsuberjum eða öláberjum. Kökur þessar eru framleiddar hjá Yfjólkursamlaginu í Búðardal. Þar eíga líka uppruna sinn ostarnir Dala- yrja og Dalabrie sem mörgum þykja flerramannsmatur. Að Brekkuhvammi 15 í Búðar- dal stendur hús Mjólkursamlags- ins. Það er stórt, einlyft og mjðg snyrtilegt. Innandyra er þar allt eins hreinlegt og hæfa þykir þar sem farið er höndum um matvæli. Mjólkurlyktina leggur um hvít- málaða ganga þar sem rauðar hurðir rjúfa ljósafleti. F.yrir innan eina slíka situr Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkursamlags- stjóri. Hann er maður stór og þrekinn, dökkur á brún og brá enda af Dalamannakyni, sonur Friðjóns Þórðarsonar alþing- ismanns frá Breiðabólsstað á Fellsströnd og konu hans Kristin- ar Sigurðardóttur. Hann hefur verið mjólkursamlagsstjóri í átta ár. Hann leiðir okkur um húsa- kynni mjólkursamlagsins. Þrjár milljónir lítra af mjólk í 2000 fermetra húsi tók sam- lagið á móti þremur milljónum lítra af mjólk á sl. ári frá 90 mjólkurframieiðendum. Samlags- svæðið nær um norðanvert Snæ- fellsnes, Dalasýslu og Austur- -Barðastrandarsýslu. íbúar á þessu svæði eru 6200. Að sögn Sig- urðar eru allir innleggjendur með rafkælda mjólkurtanka nema tvær systur komnar hátt á átt- ræðisaldur sem búa á Kinnastöð- um í Reykhólasveit. Þær hafa undanþágu frá slíku fyrir lífstíð, hafa enda skilað úrvalsmjólk á brúsum sínum frá því Mjólkur- samlag Búðardals tók til starfa fyrir 21 ári. Fimmtíu og fimm pró- sent af innveginni mjólk er gert að neyslumjólk fyrir íbúa svæðisins. 190 tonn eru framleidd af ostum á ári og 40 tonn af skyri, sem búið er til samkvæmt gömiu aðferðinni og þykir mjög gott. Fimm til sex þús- und ostakökur eru seldar frá sam- laginu á mánuði. Starfsmenn hjá fyrirtækinu eru tuttugu og einn, fimm bílstjórar, tveir mjólkur- fræðingar, einn lærlingur, einn meinatæknir og ellefu almennir starfsmenn. Ostagerð í stórum tank Það er talsverður vélagnýr í vinnslusölum Mjólkursamlagsins. Stórar vélar eru þar í gangi og í boldangsmiklum tönkum snúa þær þúsundum lítra af mjólk svo úr verður ýmist ostur eða smjör. Það var undarleg tilfinning að horfa ofan í stóra tankinn þar sem osturinn er búinn til, fylgjast með stóru spöðunum sem hræra mjólk- inni stöðugt í ýmsar áttir þar til eggjahvítan hleypur í drafla og mysan skilst frá, síðan er öllu saman hleypt í ker þar sem mysan síast frá en draflinn eru pressaður saman í harðan kökk, þetta hefði íslensku búandfólki fyrri tíma ugglaust þótt merkilegt uppá að horfa því aðferðin er sú sama og notuð hefur verið frá aldaöðli nema nú hafa vélarnar leyst af hólmi handaflið. Osturinn er síðan lagður í saltpækil þar sem hann dregur í sig 1,7 prósent til að auka bragðgæðin. Að þessu loknu er ostinum, sem ýmist hefur 30 eða 45 prósent fituinnihald í þurrefni, pakkað í plastfilmu, geymdur í kæli og er neysluhæfur eftir 7 til 10 vikur. Mygluostur varnar kvefi Brieostur er búinn til á svipað- an hátt. Eftir tólf til fjórtán daga geymslu í 13 gráðu hita við 95 pró- sent raka vex á ostinn mygla sem heitir Penicillium Candium. Það efni er keypt hreinræktað frá Danmörku og blandað í osta- mjólkina. Mygluost þennan kveð- ur Sigurður hollan og segir hann góða vörn gegn kvefi. Bandarískur siður í öðrum sal gefur að líta starfs- fólk önnum kafið við að búa til ostakökur. Sulturnar er ekki hægt að bera á kökurnar í vél og er þetta því fremur seinleg fram- leiðsla. Ostakökur eru á hvers manns borðum í Bandaríkjunum enda gerð þeirra gamall og þjóð- legur siður þar. í Evrópu eru ostakökur hins vegar lítt þekktar og því ekki framleidd sulta á borð við þá bandarísku sem notuð er í Mjólkursamlaginu í Búðardal. Sigurður sagði að sultan væri dýr og hátt tolluð en nú er verið að vinna að því að finna jafngóða en ódýrari sultu og beri sú leit árang- ur gætu kökurnar orðið ódýrari. Enginn reykur Þessu næst liggur leiðin inn í verkstæði samlagsins. Sigurður segir bílaeign fyrirtækisins vera þrjá tankbíla sem notaðir eru til að flytja mjólk og tvo flutninga- bíla. Bílstjórar á bílunum annast —i— oenme — UstakakA sjálfir viðgerðir, hver á sínum bíl, á verkstæði samlagsins. Á verk- stæðinu, eins og annars staðar í húsnæði Mjólkursamlagsins í Búðardal, situr snyrtimennskan i fyrirrúmi. Að lokinni göngu um húsakynni samlagsins er gengið til kaffistofu starfsfólks þar sem bíða á borðum ostar, ostakökur og mjólk. í kaffi- stofunni hefur verið komið upp lofthreinsara yfir einu af borðun- um, þar geta þeir fimm starfs- menn samlagsins sem reykja setið með sígarettur yfir kaffibollum án þess að reykurinn sé öðrum starfs- mönnum til óþæginda. Slikur út- Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkursamlagsstjóri. Hús Mjólkursamlagsins í Búðardal. búnaður er óvíða, enn sem komið er, á kaffistofum fyrirtækja. Ný lög um Fram- leiðsluráð? Yfir kaffiborðum berst talið að frumvarpi því sem nú er til um- ræðu um Framleiðsluráð landbún- aðarins. Varðar það m.a. fram- leiðslu og sölu búvara. Stjórnun þessara mála er nú mikið í hönd- um Framleiðsluráðs sem skipað er fulltrúum kosnum af bændum og stjórnendum vinnslustöðva bænda. Samkvæmt frumvarpinu færist þetta vald á hendur land- búnaðarráðherra en Framleiðslu- bænda verði staðgreiddar en jafn- framt er ekki búið að gera ráðstaf- anir til að tryggja mjólkursamlög- unum rekstrarfé. Einnig væri áhyggjuefni ef framleiðslu á mjólkurvörum ætti að miða ein- göngu við þarfir innlenda markað- arins, það myndi hafa í för með sér mikinn samdrátt í mjólkur- framleiðslu og yrði það ekki gert með skipulegum hætti hefði það að öllum líkindum í för með sér mikla fækkun íbúa Dalasýslu, en þar lifa 60 til 70 prós'ent sýslubúa á landbúnaði sem er eitt stærsta hlutfall á landinu. Sigurður sagði að það skipulag sem menn hafi bú- ið við hafi m.a. gert það að verkum að mjólkuriðnaðurinn stæði nú í fremstu röð í matvælaiðnaði á ís- landi bæði hvað snerti vöruþróun og markaðssetningu afurða. Sig- urður sagði ennfremur: „Áður en mjólkursölulögin tóku gildi fyrir fimmtíu árum ríkti glundroði á markaðinum í þessum efnum, bændur fengu seint og illa borgað fyrir sínar afurðir, nú fá bændur um 65 prósent af mjólkurverðinu í sinn hlut, 25 prósent fer í vinnslu og dreifingarkostnað og 10 pró- sent í lögboðin sjóðagjöld. Þetta er sambærilegt við okkar nágranna- lönd. Matvælaframleiðsla er einn af grunnþáttum hvers þjóðfélags og á það má benda að í öllum helstu viðskiptalöndum okkar nýt- ur landbúnaðurinn stuðnings í formi ýmiskonar styrkja. Það er því mjög mikilvægt að til endur- skoðunar framleiðsluráðslaganna verði vandað." Ferðamannastraumur Sigurður sagði að lokum að það væri mikið um að fólk kæmi í mjólkursamlagið og verslaði og vildi jafnframt fá að sjá og kynn- ast framleið8luaðferðum. Vaxandi áhugi virtist vera hjá almenningi á framleiðslu mjólkurvara. Um þetta væri gott eitt að segja. Þeir samlagsmenn gætu hins vegar ekki sinnt þessum þætti starfsem- innar eins vel og þeir gjarnan vildu, til þess skorti einfaldlega mannafla. M UMI Sýnishorn af framleiðslu Mjólkursamlagsins í Búðardal. Blómarós úr Búðardal með tilbúna ostaköku. ráð verður nánast umsagnaraðili. Sigurður kvaðst hafa af því áhyggjur að þessi breyting sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu, komi niður á starfsemi vinnslufyr- irtækjanna. Þá er m.a. gert ráð fyrir að allar framleiðsluvörur Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Ljósm.: Benedikt Jónsson Unnið við ostakökugerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.