Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1985 37 Jafnréttis- og fjölskyldumál LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins var í brennidepli í aprflmánuði. Þessa fundar hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu og urðu þar líflegar umræður. Fjöidi álykt- ana var samþykktur og hefur þeim flestum verið gerð góö skil í fjölmiðlum. Landsfundur og ályktanir hans móta stefnu flokksins í hinum ýmsu málaflokkum. Kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins er að hver einstaklingur hafl frelsi og skilyrði til að njóta hæfileika sinna og atorku. Baráttan fyrir einstaklingsfrelsi og jöfnum möguleikum karla og kvenna fer því saman. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt: Ályktun um jafnréttis- og til skólanna. Við þessu þarf að fjölskyldumál samþykkt á 26. landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins 1985. Sjálfstæðismenn vilja standa vörð um heimilið, — hornstein samfélagsins. Heimilið er og verður mikil- vægasti uppeldisstaðurinn en á undanförnum árum hefur uppeldi og mótun einstakl- inganna færst í æ ríkari mæli bregðast á þann hátt að efla samstarf heimila og skóla. Brýna þarf fyrir foreldrum nauðsyn þess, að taka virkan þátt í skólastarfi barna sinna. Auka þarf fræðslu í skólum um jafnrétti og jafna ábyrgð kynjanna. Landsfundurinn fagnar starfi hóps á vegum menntamálaráðherra sem vinnur m.a. að tillögum um Frá ísafirði Landsþing á ísafirði 15. LANDSÞING Landssambands sjálfstæðiskvenna verður haldið á ísaflrði dagana 7. til 9. júní nk. Á þinginu verður fjallað um efnið: „Nútímakonan, heima og heiman“. Fjögur erindi verða flutt: Esther Guðmundsdóttir fjallar um konur í forystuhlutverki, Geirþrúður Charlesdóttir fjallar um mennt- unarmöguleika kvcnna, Oddrún Kristjánsdóttir um konur og atvinnulíf, og Ragnheiður Ólafsdóttir um réttindi heimavinn- andi fólks. Sjálfstæðiskvennafélag ísa- fjarðar bauðst til að sjá um framkvæmdahlið þessa lands- þings og ákvað stjórn LS að taka því tilboði. Voru stjórn- arkonur sammála um að eðli- legt væri að reyna að halda landsþing utan Faxaflóasvæð- isins. Síðastliðið haust var haldinn fulltrúaráðsfundur LS í Val- höll á Þingvöllum. Tókst sá fundur mjög vel og voru þar samþykktar ýmsar ályktanir og fimm þeirra gefnar út í sér- stökum bæklingi, „Stefnu- mörkun fyrir framtíðina", sem dreift var í fimm þúsund ein- tökum. Sjálfstæðiskonum um allt land er bent á, að þær geta sótt þetta landsþing þótt ekki sé starfandi félag sjálfstæðis- kvenna í þeirra heimahéraði. Anna Borg, framkvæmdastjóri LS, (sími 91-82900 og 91-82779 kl. 9—12 virka daga) veitir all- ar nánari upplýsingar og henni þarf að tilkynna þátttöku fyrir 17. maí nk. samfelldan skóladag og skóla- máltíðir. Efnahagslegt öryggi varðar fjölskylduna miklu og vinna verður að því markmiði að ein dagvinnulaun standi undir eðlilegri framfærslu meðal- fjölskyldu. Líta ber jöfnum höndum á konur og karla sem fyrirvinnu fjölskyldunnar. Á vinnumarkaðinum eiga konur og karlar að njóta sömu rétt- inda og sömu laun á að greiða fyrir jafnverðmæt og sam- bærileg störf. Stefnumótun aðila vinnumarkaðarins um jafnrétti kynjanna mundi stuðla að því að uppræta kyn- bundin launamun. Skatta- reglur verði þannig að skatt- byrði heimilisins fari ekki eft- ir því hvernig fyrirvinnur þess skipta með sér verkum við öfl- un tekna. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins bendir á nauðsyn þess að atvinnulífið taki fullt tillit til þess, að foreldrar bera jafna ábyrgð á börnum sínum. Réttinda hverskonar sem tengjast heimili og fjölskyldu eiga því bæði karlar og konur að njóta. Það er hagur at- vinnulífsins að ganga til móts við þróun samfélagsins með sveigjanlegan vinnutíma og hlutastörf. Mikilvægt er að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi í þessum efnum. Meta þarf heimilisstörf sem reynslu í hliðstæðum störfum á almennum vinnumarkaði. Heimavinnandi fólk njóti bóta frá Tryggingastofnun ríkisins og lífeyrisréttinda til jafns við aðra vinnandi þjóðfélags- þegna. Við uppbyggingu dag- vistaraðstöðu fyrir börn þarf að taka tillit til mismunandi þarfa og huga að fjölbreyttum möguleikum til að mæta þeim. Leggja þarf áherslu á að mis- munandi rekstrarform verði viðurkennd og geti starfað hlið við hlið. Launamunur milli karla og kvenna er enn við lýði þrátt fyrir að konum og körlum séu með lögum tryggð sömu laun fyrir sömu vinnu. Áríðandi er að karlar og konur njóti sömu réttinda á öllum sviðum. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að konur séu hvatt- ar til virkari þátttöku við mótun samfélagsins og hafna þeirri leið að beitt sé tíma- bundnum forréttindum. Launamunur karla og kvenna stafar m.a. af einhæfu náms- og starfsvali stúlkna. Nauðsynlegt er því að hvetja þær til að sækja inn á fleiri brautir. Námskynningar og kynningu á uppbyggingu ís- lensks atvinnulífs þarf að efla í skólum landsins. Sérstaka áherslu verður nú að leggja á fræðslu um áhrif tækni- og tölvubyltingarinnar, þannig að þær breytingar styrki stöðu kvenna á vinnumarkað- inum. Við lok kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna er ljóst að mikilvægir áfangasigrar hafa unnist. Brýnasta bar- áttumál næstu ára er afnám launamisréttis milli kynj- anna. Að því máli verða karl- ar og konur að vinna hlið við hlið. Einstaklinga á að meta á grundvelli hæfileika þeirra en ekki kynferðis. Einstaklingsfrelsi er jafn- rétti í reynd. Launamál kynjanna — staðreyndir LANDSSAMBAND sjálfstæöis- kvenna hvetur sjálfstæðiskonur og karla til að kynna sér sam- antekt Framkvæmdanefndar um launamál kvenna um stað- reyndir á stöðu kvenna á vinnu- markaðnum. Esther Guð- mundsdóttir og Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir tóku saman all- ar þær kannanir sem gerðar hafa verið, bæði á vegum opin- berra aðila og innan stéttarfé- laga, á stöðu kvenna og karla í launamálum. Hefur Framkvæmdanefnd um launamál kvenna, sem Landssamband sjálfstæðis- kvenna á aðild að, gefið þessa samantekt út. Launamál kynj- anna er og verður meðal þeirra mála sem fjallað verður um á næstu árum þar til fullu jafnrétti er náð á vinnumark- aðnum. Samantektin hlýtur að verða eitt besta gagnið í höndum þeirra sem vilja vinna þessu málefni lið. Umbætur í vegamálum - ein besta fjárfestingin EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi fram- kvæmdastjórnar Landssam- bands sjálfstæðiskvenna á mánudag: Framkværadastjórn LS. hvetur ríkisstjórn íslands til að athuga sérstaklega, á hvern hátt hagkvæmast verði staðið að lagningu bundins slitlags á áfangann milli Reykjavíkur og Akureyrar. Athuganir sérfræðinga hafa ótvírætt leitt í ljós, að umbætur í vegamálum er ein besta fjárfesting, sem við ís- lendingar eigum nú kost á. Góðar og öruggar samgöngur stuðla að aukinni framleiðni á öllum sviðum og tryggir betur en nokkuð annað hagsmuni strjálbýlisins. llmsjón: Sólrún Jensdóttir, Björg Einarsdóttír
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.