Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1985 31 i Þurfum nauðsynlega dag- heimili fyrir MS-sjúklinga Rætt við Gyðu Jónínu Ólafsdóttur, formann MS-félags ís- lands, og John Benedikz lækni um Multiple Sclerosis, ólæknandi sjúkdóm sem veldur skaða á miðtaugakerfi MS-félag fslands vinnur um þess- ar mundir að því að afla fjár sem m.a. á að verja til að setja á fót daghcimili fyrir sjúklinga sem þjást af Multiple Sclerosis (heila- og mænusiggi), ólæknandi sjúkdómi sem leggst á miðtaugakerfi fólks og getur valdið ýmiss konar alvarlegum einkennum, svo sem lömun, hreyfi- hömlun, truflun á sjón, jafnvægis- skyni og tali. Dagheimilið á að gegna því hlutverki að veita sjúkl- ingum tilbreytingu, létta álagi af heimilum þeirra, ásamt þvi að vera vettvangur ýmislegrar félagsstarf- semi. MS-sjúklingar á íslandi eru nú um 180 talsins. „Því er ekki að neita að okkur vantar tilfinnanlega fjármagn til að geta veitt MS-sjúklingum þá þjónustu sem nauðsynleg er. Enn- fremur teljum við brýnt að styðja við bakið á rannsóknum á MS hér- lendis, en við fslendingar erum i góðri aðstöðu til að rannsaka sjúkdóminn vegna einangrunar landsins og okkar skipulega heil- brigðiskerfis," sagði Gyða Jónína Ólafsdóttir, formaður MS-félags- ins, en hún og John Benedikz læknir hafa undanfarin þrjú ár talað persónulega við alla MS- sjúklinga á landinu og lagt fyrir þá langa spurningalista í þeirri von að hafa eitthvað upp úr krafs- inu sem gæti aukið skilning manna á sjúkdómnum. Könnun- inni er nýlega lokið, en hins vegar á eftir að vinna rækilega úr gögn- unum. Fyrstu rannsóknir á fslenskum MS-sjúklingum voru gerðar á ár- unum í kringum 1960 af prófessor- unum Kjartani heitnum Guð- mundssyni og Gunnari Guð- mundssyni yfirlækni. Hvað er MS? John Benedikz sagði að Multiple Sclerosis-sjúkdómurinn lýsti sér í því að slíður utan um taugaþræði í miðtaugakerfinu (heila og mænu) yrðu fyrir sjúklegum breytingum. Þessi slíður eru úr efni sem heitir myelin, eða mýli á íslensku, og eru nauðsynleg fyrir leiðni tauganna. Þegar mýlið skaddast verður truflun á taugaboðum í viðkom- andi taug, og því eru helstu afleið- ingar sjúkdómsins hreyfi- og skyntruflanir ýmiss konar, allt eftir því hvaða svæði miðtauga- kerfisins skaddast. „Það myndast bólga á blettum í miðtaugakerfinu, sem oftast geng- ur yfir á sex til tólf vikum, en skilur þá eftir sig ör, sem er var- anleg skemmd á taugaslíðrinu," sagði John. Nafn sjúkdómsins á ensku, Multiple Sclerosis, er dreg- ið af þessari hegðun sjúkdómsins, og þýðir eiginlega dreifð öramynd- un eða hersla. MS leggst misjafnlega á fólk Þau John og Gyða sögðu að MS hegðaði sér mjög misjafnlega bæði hvað varðar einkenni og sjúkdómsgang, og færi misilla með fólk. Að meðaltali fá MS-sjúklingar eitt kast á um það bil eins og hálfs árs fresti, en tíðni kasta er afar breytileg frá einum sjúklingi til annars; sumir fá að- eins eitt eða tvö áföll á ævinni, sem skilja eftir sig lítil eða engin einkenni, á meðan aðrir fá áfall tvisvar á ári. Um 10% MS-sjúkl- inga hrakar stöðugt. Einkennin fara eftir því hve mörg og hörð köst sjúklingur fær, en þau geta verið lömun, dofi, sjóntruflanir, erfiðleikar að halda þvagi og skjálfti, svo nokkuð sé nefnt. I kasti geta menn fengið mjög svæsin einkenni, alvarlega lömun eða misst sjónina um tíma, en þegar bólgan hjaðnar ná menn sér iðulega að mestu leyti. Varan- leg einkenni stafa hins vegar af því að vefurinn nær sér ekki full- komlega af bólgunni og eftir situr eins konar ör (sclerosis), eða skemmdur vefur. Það liggur í hlutarins eðli, að eftir því sem köstin verða fleiri, fjölgar örunum og þar með varanlegum skemmd- um á miðtaugakerfinu. Yfirleitt leggst sjúkdómurinn á fólk á besta aldri, milli tvítugs og fertugs, en það kemnur þó fyrir að MS greinist í yngra og eldra fólki. Sjúkdómurinn er tíðari meðal kvenna en karla, af hverjum fimm MS-sjúklingum eru að meðaltali þrjár konur á móti tveimur körl- um. Auk þess leggst sjúkdómurinn af mestum þunga á hvíta kyn- stofninn og, að því er virðist, aðal- lega á fólk sem býr í tempraða beltinu, á 40. til 60. breiddargráðu. Af hverju stafar MS? Orsök MS hefur ekki enn fund- ist, þrátt fyrir víðtækar rannsókn- ir víða um heim. Þau Gyða og John sögðu hins vegar, að mjög sterkur grunur léki á því að sýking snemma í bernsku, liklega veiru- sýking, væri helsta orsökin. „Taugaslíðrið tekur breytingum strax í upphafi, en mörgum árum síðar virðist sem ónæmiskerfið verði fyrir. einhverri ertingu, sem veldur hinum eiginlega skaða," sagði John. „Það er ólíklegt að veiran sé enn til staðar í mið- taugakerfinu þegar sjúkdómurinn er orðinn að veruleika, því ekki hefur tekist að finna slíka veiru með ræktun. Með öðrum orðum, það þarf ekki að vera að orsök sýk- ingarinnar í upphafi sé sú sama og síðar setur sjúkdóminn af stað. Þetta er þó aðeins tilgáta," sagði John, „studd rökum, vissulega, en engan veginn sönnuð." Að sögn Johns er það einkum tvennt sem rennir stoðum undir þá tilgátu að sýking i bernsku liggi að baki sjúdkómnum; í fyrsta lagi hefur það sýnt sig að fólki sem flytur af áhættusvæðinu (það er að segja tempraða beltinu) í heitara loftslag eftir 15 ára aldur, er jafn hætt við að fá MS eftir sem áður, en hinir sem flytjast í bernsku eiga síður á hættu að veikjast. Það bendir til að sjúk- dómurinn skjóti rótum í æsku. í öðru lagi gefa ýmsar rann- sóknir til kynna að ónæmiskerfið taki til starfa hjá MS-sjúklingi í kasti, á svipaðan hátt og það gerir, þegar það ræðst gegn óvel- komnum veirum. En einhver boð- -skekkja virðist hins vegar valda því að ónæmiskerfið beinir spjót- um sínum að mýlinu og veldur þar tjóni. MS er ekki arfgengur sjúkdóm- ur, en tíðni sjúkdómsins er hærri hjá fólki með tiltekna vefjagerð og að því leyti virðist ákveðið næmi fyrir honum ganga að erfðum. Enda sýnir reynslan að um 10% MS-sjúklinga eiga nákominn ætt- ingja sem einnig er haldinn sjúk- dómnum. Meðferd „Það er engin lækning til á MS svo öll meðferð beinist fyrst og fremst að afleiðingum sjúkdóms- ins og einkennum," sagði John. „Menn hafa þreifað fyrir sér með ýmis lyf, en þau sem að mestu gagni koma hafa miklar auka- verkanir og eru því notuð af varúð. Besta ráðið sem hægt er að gefa MS-sjúklingum er einfaldlega að fara vel með sig, ástunda heil- brigða lifnaðarhætti og hvíla sig vel.“ Þess má að lokum geta að MS- félag tslands opnaði nýlega skrifstofu í húsakynnum Krabba- meinsfélags íslands, Skógarhlíð 8, og þar liggja frammi ýmsir bækl- ingar og upplýsingar um sjúkdóm- inn, sem félagið og aðrir aðilar hafa gefið út. Skrifstofan er opin á þriðjudögum á milli kl. 15.00 og 17.00. Félagið heldur síðasta fund vetrarins nk. fimmtudag, 23. maí, á skrifstofunni stundvíslega kl. 20.00. MorgunblaAið/fimilia Gyða Jónína Ólafsdóttir og John Benedikz í hinni skrifstofu MS-félagsins, setn er í húsi Krabbameinsfélagsins, í Skógarhlíð 8. STÝRILIÐAR SEGULROFAR YFIRALAGSVARNIR STJORNUÞRI- HYRNINGSROFAR TIMALIÐAR ROFAHUS Hagstættverö = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRRIWTANIR-WÓNUSTA ESAB Rafsuðutæki vír og fylgihlutir Nánast allt til rafsuöu. Forysta ESAB ertrygging fyrirgæöum og góöri þjónustu. Allartækni- upplýsingar erufyrirliggjandi ísöludeild. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SELJAVEGI 2, SfMI24260 ESAB AUGLÝSINGA- OG KYNNINGAMYNDIR. Öll alrmenn myndataka úti sem inni. . Myndbandavinnsla í háum gceðaflokki. : Leitið tilboða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.