Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1985
9
Ég þakka afheilum hug öllum vinum mínum,
konu minni, börnum, tengdafólki og barna-
börnumi sem gerðu mér ógleymanlegan og
skemmtilegan 70 ára afmœlisdaginn minn,
með heimsóknum gjöfum og ástúð dagana 21.
og 22. apríl síðastliðinn.
Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur bjarta
framtíð.
Þorsteinn Sigmundsson,
Hjallabraut 9, Þorlákshöfn.
Falleg vattstungin
rúmteppi
á rúmið þitt
3erö',n crn Verö 1ra K • 276.-
orox260 cru.
Vdrumarkaðurinn hf.
I Húsgagnadeild Ármúla 1a, 2. hæö, s. 686112.
NÝTT ÚTLIT ^
^ TTGÚNDIR )
DOPPEL DUSCH
-sjampó og sápa
i sama dropa!
Arfleifð Al-
þýðubanda-
lagsins
Staðrcynd er að kaup-
máUur hefur rýmað hér á
landi. Staðreynd er jafn-
framt að meginhluti þess-
arar kaupmáttarrýmunar
átti sér stað á tímabiii sem
spannar þriðja ársQórðung
1982 til og með annars
ársfjórðungs 1983. Megin-
hhiti kaupmáttarrýrnunar
taxtakaups átti sér stað
meðan Alþýðubandalagið
var enn í ríkisstjóm. Það
var einnig í húsnæðisráð-
berratíð Svavars GestsBon-
ar sem húsnæðislánakerfið
var svipt helzta tekjustofni
sínum, launaskatti, og hef-
ur ekki borið sitt barr síð-
an.
Það kemur því úr hörð-
ustu átt þegar kaupmátt-
arrýrnun, sem rætur á í
ráðherrasósíalisma svo-
kölluðum, sem hér réð ríkj-
um 1978—1983, er nýtt til
að fegra hlut Alþýðubanda-
lagsins og koma höggi á
aðra stjórnmálaflokka.
„Niðurlæging
verkalýðs-
hreyfing-
arinnar“
Korystugrein Neista,
málgagns byltingarsinn-
aðra sósíalista, „skæru-
liða“ Svavars Gestssonar í
herferðinni gegn Ásmundi
Stefánssyni, forseta ASÍ,
hefst á þessum orðum:
„Niðurlæging verka-
lýðshreyfingarinnar á ís-
landi hefur sjaldan verið
meiri en nú. Kaupmáttur
launa hefur verið skertur
um nær þriðjung... Á
sama tíma og þessu fer
fram bólar eklti á andsvari
frá verkalýðshreyfingunni.
Sýnu verst er ástandið hjá
AJþýðusambandi fslands.
Forysta ASÍ hefur ekki
haft í frammi neina tilburði
til að hnekkja kjararáninu.
Hún mun þó vart heykjast
á að segja samningum upp,
þannig að þeir verði lausir
1. september. En það eitt
nægir enganveginn. Það
verður að búa hreyfinguna
undir að berjast við
atvinnurekendur f
haust...“.
Alþýdubandalagið-------------
Er ,,élafiska" að verða til i Alþýðubandalaginw?
KREPPA OG
ÞRENGINGAR
ALÞÝÐUBANDALAGSINS
Eftir Pétwr Tyrfingsson------
Byltingarsinnaöir sósíalistar
skera upp herör!
Fylkingin, baráttusamtök sósíalista, sem gekk á einu
bretti í Alþýöubandalagiö, heldur uppi stanzlausum árás-
um á Ásmund Stefánsson, forseta ASÍ. Tímaritiö Neisti,
málgagn byltingarsinnaöra sósíalista, er meginvettvangur
þessara árása, sem bergmála í Þjóðviljanum og málflutn-
ingi Svavars Gestssonar, formanns Alþýöubandalagsins.
Staksteinar glugga í dag í nýjasta hefti Neista.
„Almennir
farsar um
atyinnumál“
Enn segir í forystugrein
Neistæ
,4 stnð þess leitar nú
forysta ASÍ samráðs við at-
vinnurekendur um mótun
stefnu í atvinnumáhim.
Það vekur athygli að ASf
leggur í þessar viðræður
nær stefnulaust Skýrsla
forseta ASf, Ásmundar
Stefánssonar, um atvinnu-
mál er ekkert vegarnesti f
viðræður af þessu tagi.
Þessi skýrsla hefur verið
ákaft lofuð í fjölmiðlum
auðstéttarínnar á fslandi.
Skýrslan er hinsvegar lítið
annað en staðreyndatugga
og nokkrír almennir farsar
um atvinnumál."
Nú er Asmundur Stef-
ánsson, sem og fáeinir aðr-
ir forystumenn ASÍ, jafn-
framt í Alþýðubandalaginu
— jafnvel talinn til forystu
svokallaðs verkalýðsarms
þess. iH'Ssar árásir
„skæruliða" , Svavars
Gestssonar á Ásmund Stef-
ánsson sýna betur en fiest
annað að innan Alþýðu-
bandalagsins er hvorki
samstaða um atvinnu- né
launastefnu. Þar takast á
sjónarmið. annarsvegar um
faglega kjarabaráttu og
hinsvegar um flokkspóli-
tísk viðhorf Svavars Gests-
sonar & Co. og drauma
hans um nýjan persónu-
legan ráöherrasósfalisma,
sem ma kom fram í óða-
verðbólgu og kjararýrnun
1978—1983, „sællar minn-
ingar“.
„Bakgrunniir
kreppu Al-
þýðubanda-
Iagsins“
Pétur Tyrfingsson, Fylk-
ingarfélagi, segir í grein f
Neista, sem ber yfirskrift-
ina „Kreppa og þrengingar
Alþýðubandalagsins":
„Bakgrunnur kreppu Al-
þýðubandalagsins er und-
anhald verkalýðshreyf-
ingarinnar frammi fyrir
árásum auðvaldsins og
þáttur Alþýðubandalagsins
f þeirrí niðurlægingu. fs-
lenzk verkalýðshreyfing
stríðir við forystu-
kreppu...“
Hér er greinilega talað í
þágu Svavars Gestssonar,
sem rembst hefur eins og
rjúpa við staur við að koma
hrakforum Alþýðubanda-
lags undir hans forystu, f
margendurteknum skoð-
anakönnunum, yfir á ein-
hverja aðra.
„Pólitísk
poppstefna“
Pétur Tyrfingsson, Fylk-
ingarfélagi, heldur áfram:
„Við þessum tvíþætta
vanda Alþýðubandalagsins
(fylgistapi og volæði verlta-
lýðshreyfingarinnar) vill
Olafur Kagnar Grímsson
bregðast Hann hefur einn
forystumanna Alþýðu-
bandalagsins sett fram
skoðun á því í hverju
kreppa Alþýðubandalags-
ins felst Hinir foringjarnir
horfa bara álkulegir á
þverrandi gengi fiokksins
og skilja ekki neitt sumir
þeirra telja böl fiokksins
vera forheimskun þjóðar-
innar! Þeir hafa lítið fram
að færa. Það verður ekki
annað séð en nú eigi að
koma fram „ólafiska" inn-
an fiokksins, sem felst f
því að firra fiokkinn
ábyrgð á verkalýðsforyst-
unni og taka upp pólitíska
poppstefnu."
Uppdráttarsýki Alþýðu-
bandalagsins hefur ekki
rénað eftir að „skærulið-
ar“ Fylkingarínnar léðu
því „aðdráttarafi" sitt,
nema síður sé. Þá fyrst
færðist fjör f flóttann úr
flokknum.
Volvo-
þjónustuferðir
1985
Selfossi
Hvolsvelli
Akranesi
Borgarnesi
Stykkishólmur
Tálknafirði
Bolungarvík
ísafirði
Bifreiðaverkst. K.Á.
Bifr. verkst. K.fí.
Bifr.verkst. Guðj. og Ólafs
Bifr.verkst. B.T.B.
Nýja Bílaveri
Vélsmiðju Tálknafjarðar
Vélsmiðju Bolungarvíkur
Bílaverkst. ísafjarðar
Fimmtud. 23/5 kl. 10—12
Fimmtud. 23/5 kl. 2—4
Þriðjud. 28/5 kl. 11—2
Þriðjud. 28/5 kl. 3—6
Miðvikud. 29/5 kl. 10— 12
Fimmtud. 30/5 kl. 1—3
Föstud. 31/5 kl. 9—12
Föstud. 31/5 kl. 2—4
Suðurlandsbraut 16, sími 35200.