Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAl 1985 Meira fé flæðir um menningaræðarnar ■Í rakkar hafa löngum veriö forustuþjóð i lista- og menningarmálum. Á undanförnum árum hafa verið töluverð umbrot á því sviði í Frakklandi. Mörgum þótti listsköpun og list- flutningur fallinn f nokkuö fastar skorður og fjötraður í hinar hefðbundnu list- greinar sem þá náðu best til afmarkaðs hóps mennta- fólks. Og því hefur mark- visst verið unnið að því að sveigja, jafnvel snarbeygja menningarpólitíkina. Ákaf- lega vel tókst til með hið umdeilda Pompidou-safn, þar sem raunverulega hefur tekist að draga að og inn í þessa óhefðbundnu bygg- ingu fólkið af götunni, sem var feimið við þessi finu söfn, hljómleikasali og óp- eruhús. Allt í kring um Pompidou-safnið, sem kem- ur upp góðum vönduðum sýningum, iðar allt af lífi og fjöri og óformlegum uppá- Stíflu vart í ár lega 38 milljarða ísl. króna til menningarmála, sem er næstum það sama og í fyrra og því í raun nokkur sam- dráttur. Að vísu slæmt, seg- ir menningarmálaráðuneyt- ið, en þetta er bara eins og að við höfum færst frá ein- um upp í 10 og svo lækkað aftur niður i níu. Ekki hafi i rauninni verið neinn veru- legur niðurskurður nema á liðnum til kennslu tónlistar og lista almennt. Og fram- lögin hafa þó tvöfaldast frá 1983. Þetta viðbótarframlag til menningarmála átti, sam- kvæmt hinni nýju menning- arpólitík, aö fara mikið i listgreinar og listiðnaðar- greinar sem höfðu verið út- undan meðan Óperan, Pompidou-safnið og stóru gömlu leikhúsin gleyptu allt féð. Lang sagði að svo ágætt sem það væri yrði engin nýsköpun og hann vildi fremur veita fé til fólks og sköpunar en dýrra stofn- ana. Það hefði þann kost að féð væri ekki bundið í lista- Jack Lang menningarmála- ráðherra Frakka. unarkrafturinn væri út- brunninn. Andstæðingar hans hafa svarað því til að lítt gagni að ýta ungu hæfi- leikafólki af stað upp lista- stigann sem engar rimar hefði þegar ofar kæmi. Hvað sem um slíkar deilur má segja, flæðir nú helm- ingi meira fé gegn um menningaræðarnar í land- inu og flytur næringu til listgreina sem aldrei höfðu styrk af stjórnvöldum. Leikhópar hafa sprottið upp og eldri leikhús anda frjáls- legar. Og greinum, sem fram að þessu voru handan markanna, svo sem tískan, rokktónlist og og ljósmynd- un, er nú rétt hjálparhönd, og popptónleikar með frum- saminni franskri músík og frönskum textum blómstra um landið. Að ekki sé talað um átakið sem Lang hefur gert til viðnáms flóði bandarískra kvikmynda með því að veita fé til að bjarga því að frönsk kvik- myndahús legðu upp laup- ana og til að auka franska þáttaframleiðslu í franska sjónvarpinu. Ut um allt land eru nú óperu- og leik- flokkar á ferð og efnt er til sumarhátíða i samvinnu við sveitarfélögin með stuðn- ingi menntamálaráðu- neytisins. í fyrrasumar var í París efnt til tón- listarhátíðar einn fagran sumardag með útitónleik- um um alla borgina og ætl- unin er að halda því áfram. Aftur á móti hafa grónar stofnanir staðið í stað. Þjóðarbókhlaðan, Bibliot- eque Nationale, eitthvert stærsta og frægasta bóka- safn heims, hefur t.d. liðið fyrir það hve seint mennta- málaráðherrann fékk áhuga á henni. Löngu fyrir hans daga var bókasafnið raunar að kafna undir bókakosti sínum, 12 milljónum ein- taka, og hörnunin hafin. En björgunaraðgerðir hafa lát- ið alltof lengi á sér standa. Heiftarlegar deilur eru vitanlega uppi um menn- ingarmálin svo sem allt annað milli menningar- málaráðherra sósíalista- stjómarinnar Jacks Lang og gaullista-borgarstjórans komum. Þegar sósíalistastjórn Mitterrands kom til valda 1981 var gert heilmikið skurk í menningarpólitík- inni undir forustu menning- armálaráöherrans Jacks Lang. Hann kom eins og hvítur stormsveipur, blés á það sem fyrir var og lýsti því yfir þegar hann gekk inn í Louvre-safnið að lýs- ingin væri skelfileg og gólf- in óhrein. Nú skildu menn- ingarmálin hafa forgang og opinber framlög aukin upp í 1 prósent af fjárlögum. Far- ið var geyst af stað, en á fjárhagserfiðleika stjórn- valda virðist nú samt nokk- ur slagsíöa komin á. Á þessu ári varð Lang að sætta sig við 0,86% eða ríf- uppbyggingu, þar sem sköp- Barenboim verður áfram við Parísarhljómsveitina eftir ítök. Aþessari síðu er fjallað um menningarmál í Frakklandi. En ekki er þetta síður menningar- atriði en annað. Nýju salernin sem víða hefur verið komið upp þar sem menn borga eins og í stöðumæli til að komast inn. Þau leystu af hólmi gömlu svunt- urnar sem nefndust „pissoirs", sem notaðar höfðu verið í marga áratugi. Þau voru aðeins fyrir karl- menn. Vegfarendur sáu fætur þeirra undan svunt- unum og lyktin leyndi sér ekki þegar gengið var framhjá. En nú hafa þessi nýju hreinlegu salerni tekið við með prentuðum leiðbeiningum utan á eins og sjá má. Karlmenn öðrum megin, konur hinum megin. Jacques Chiracs, sem jafn- framt er foringi stjórnar- andstöðunnar í þinginu. Nú síðast lenti þeim saman út af endurráðningu hljóm- sveitarstjórans Daniels Barenboim til borgarhljóm- sveitarinnar Orchestre de Paris, sem kostuö er sam- eiginlega af ríki og borg. Eftir að hafa reynt í laumi að ná í Seiji Ozawa frá Boston Sinfóniunni, ákvað ráðherrann að styðja Barenboim, án þess að hafa tryggt stuðning borgar- stjórans. Chirac reiddist og snerist á sveif með Georges Pretre, sem er franskur hljómsveitarstjóri, sem hann taldi að mundi sýna franskri tónlist meiri áhuga en Barenboim. Nú er sú orrusta hjá liðin og Bar- enboim verður hljómsveit- arstjóri Parísarhljóm- sveitarinnar næstu fjögur árin. Stormur leikur um annan innfluttan listamann I Frakklandi. Sá er Rudolf Nureyev, sem stjórnar, örv- ar, dansar og skammast I Óperuballettinum. Sagt er að önnur stjarna, dansari og fyrrum danskennari, Michel Renault, hafi sýnt 300 þúsund króna ávísun í balletskólanum — sem Nur- eyev varð að greiða honum I skaðabætur fyrir að reka honum löðrung fyrir fram- an dansflokkinn. Það geng- ur líflega í listaheiminum, jafnvel þótt pólitisk átök spili ekki inn i. Hvað um það, það er mikil ólga og líf í menningarmálum í Frakk- landi um þessar mundir. Renoir og Chagall í Grand Palais Forvitnilegar sýningar verða í sumar í sýn- ingarhöllinni Grand Palais í miðborg Parísar, við stóru breiðgötuna Champs Elysées og því aðgengi- legar ferðafólki. Þar verður yfirgripsmikil sýning á verkum impressionistans Renoirs frá 15. maí fram til 2. september. Einnig verður sýning sem nefnist Frá biblíunni til Chagalls, en sem kunnugt er lést þessi stórkostlegi rússnesk-franski listmálari nýlega á 98 aldursári og jafn dáður sem fyrr. Þessi sýning verður opin frá 6. júní til 28. sama mánaðar. Slikar sýningar eru venjulega opnar frá kl. 10 að morgni til kl. 8 á kvöldi nema miðvikudaga til kl. 10, en lokunardagur er þriðjudagurinn. f Grand Palais hefur staðið yfir sýning franskra listmálara, svonefnd International Beaux Arts Exhibision, en henni fer að ljúka. Hér með fylgir ein af myndum Chagalls, máluð 1977. Hann hélt sínu striki alla sina löngu ævi, hafnaði stefnum og skólum þótt hann drægi næringu úr sam- tímanum og sótti sér yrkisefni út ævina til uppruna síns í rússneska þorpinu Vitebsk, úr trúarlegri list íkonanna og fantasíu þjóðsögunnar. Hann fluttist til Parísar 1910 og var aðeins í Rússlandi á árunum 1914 til 1922, en var i snertingu við alla listamenn og strauma sem hæst bar í Frakklandi þar til hann lést á þessu ári. Á sl. ári var komið upp sýningum af verkum Chagalls víða um heim. Glerpýramídi við Louvre Louvre-safnið er einn af þeim stöðum sem enginn er til Parísar kem- ur lætur fram hjá sér fara. Raunar er það svo stórt og fullt af málverk- um, höggmyndum, forn- gripum og listmunum frá öllum öldum að mánuði tekur að skoða það allt. Ferðamenn láta sér þá gjarnan nægja að skoða Monu Lisu. Þótt hver sal- urinn taki við af öðrum fullir af ómetanlegum listaverkum, hefur fjöldi merkra verka legið í geymslum í kjöllurum hallarinnar og ekki verið rúm fyrir þau. En nú hef- ur Mitterrand forseta tek- ist það sem fyrri forsetar hafa guggnað á og það er að ryðja fjármálaráðu- neytinu franska út úr austurvæng Louvre-hall- ar. Er verið að gera hús- næðið upp og koma þar fyrir nýjum sýningum. En meiri breytingar eru á ferðinni. ÍJti í Louvre- garðinum framan við safnið á að rísa geysimik- ill glerpýramídi. Hann verður nokkurs konar lok ofan á innganginn í nýja neðanjarðarbrautarstöð. Þar ofan í jörðinni verður ekki aðeins brautarstöð heldur líka ráðstefnu- og fundasalir. Ofan á rís svo þessi glerturn. Arkitektar og listamenn hafa margir lýst hneykslan sinni, segja að hann sé óttalegt glingur sem engan veginn eigi við þarna í námunda við hið aldna virðulega Louvre-safn. Fyrrverandi menningarmálaráðherra einn bætir því við að glerpýramídi þessi verði að auki alltaf grútskítug- ur. Ekki er nóg með að Mitterrand ætli að fá þetta minnismerki um sig áður en 7 ára kjörtímabili hans lýkur, heldur er hann líka að setja í gang annan minnisvarða að hans frumkvæði og alger- lega eftir hans hugmynd. Það er óperu og ballethús mikið á Bastillutorgi. Valdi kínversk ameriskan arkitekt til að teikna það og braut þarmeð allar hefðir um svo stór verk- efni á vegum hins opin- bera. Skv. reglum hans eigin stjórnar á að vera samkeppni um þau. Nú þegar þrengir um fjárframlög til menning- armála. Hafa margir talið að Lang menntamálaráð- herra ætti frekar að endurskoða og draga úr kostnaðinum við Louvre- safnið. Láta nægja að mála og koma myndunum fyrir í nýja húsnæðinu og fresta algerlega öllum hugmyndum um nýtt stórhýsi á Bastillutorgi, til þess að geta framfylgt menningarmálastefnu stjórnarinnar. En Mitt- errand forseti þekkir sitt fólk. Hann veit til hvers er ætlast af forseta. Par- ísarbúar vilja að hann vinni eitthvert stjórvirki sem þeir geta úthrópað og hneykslast á, en er samt eitthvað. Það hefði líka verið hægt að byggja Eiff- elturninn mörgum sinn- um minni en sá sem byggður var og þótti ekki fagur. Og Mitterrand vill ekki láta sitt eftir liggja. Svona var hið merka Louvre-safn sýnt á teikn- ingu í byrjun 18. aldar. Nú er verið að stækka það og i að koma við það stærðar pýramídi úr gleri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.