Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR22. MAÍ 1985 Rætt um aðgerðir vegna stóraukinnar mjólkurframleiðslu: Verðskerðing og kjarnfóðurskattur? Framleiðsluráð landbún- aðarins fjallaði um mikla aukningu mjólkurframleiðslu í apríl á nýlegum fundi sín- um. Samþykkti ráðið að skrifa öllum mjólkurfram- leiöendum bréf og gera þeim grein fyrir stöðunni í fram- leiðslumálum mjólkur og Asmundur Ólsen látinn P*trekaTir»i, 21. maí. Ásmundur Ólsen, fyrrverandi kaup- maður frá Patreksfirði, er látinn, 74 ára að aldri. Hann fœddist á Patreks- firði 2. desember 1910. Foreldrar hans voru Björn Ólsen, kaupmaður, og kona hans, Margrét Víglundsdóttir. Kftirlifandi kona Ásmundar er Krist- björg Stefánsdóttir Ólsen. Þau eignuð- ust fjögur börn, Birni, Viðar, Ásrúnu og Gunnlaug. Ásmundur hóf verslunarstörf á Patreksfirði ungur að árum og starfaði við það lengstan hluta ævi sinnar, eða þar til hann fluttist til Reykjavíkur upp úr 1970. Þann tfma sem Ásmundur var búsettur á Pat- reksfirði gegndi hann fjölda trúnað- arstarfa. Hann var meðal annars oddviti, hreppsnefndarmaður og formaður Sjálfstæðisfélagsins um árabil. Ásmundur var vel metinn borgari á Patreksfirði. Háttvis og ötull í starfi og einn hinna hljóðlátu í land- inu. SÖL. þeirri skerðingu sem aukin mjólkurframleiösla hlýtur að hafa í för með sér miðað við sölumöguleika. Viðvörun þessi verður send til allra framleiðenda, einnig þeirra sem verið hafa undanþegnir verð- skerðingu undanfarin ár. Fram- kvæmdanefnd Framleiðsluráðs var jafnframt falið að ræða við landbúnaðarráðherra um álagn- ingu kjarnfóðurgjalds í sumar og var nefndinni veitt fullt umboð til tillögugerðar í því efni af hálfu Framleiðsluráðs. Gunnar Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs, sagði í samtali við Mbl. að þessi aukning í mjólkurframleiðslunni þýddi ekkert annað en stóraukinn útflutning á ódýrum vinnsluvör- um, svo sem ostum. Sagði hann að ef aukningin sem varð í apríl héld- ist áfram gæti það þýtt nauðsyn á útflutningi osta sem lítið fengist fyrir úr 12—15 milljónum lítra mjólkur, í stað 8—10 milljóna 1. sem áætlað hefði verið að flytja út á árinu. Kæmi slíkt óhjákvæmi- lega fram sem verðskerðing til bænda í lok verðlagsársins. Fyrsta dagblaðið utan Reykjavíkur: „Dagur4< verður dagblað í haust — og verður áfram málsvari lands- byggðarinnar, segir ritstjórinn BLAÐIÐ Dagur á Akureyri verður gert aó dagblaði í haust, væntanlega í september. Mun það þá koma út fimm sinnum í viku, eins og flest dagblaðanna í Keykjavík, en Dagur kemur nú út þrisvar f viku. Gert er ráð fyrir að stærð blaðsins frá og með haustinu verði svipuð og hún er nú, 12—16 síður daglega, og að starfsmönnum ritstjórnar verði fjölgað upp í ellefu en nú eru 5‘/z stöðu- gildi á ritstjórninni, að því er Hermann Sveinbjörnsson ritstjóri Dags sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gær. Samkvæmt tölum úr upplagseft- irliti Verslunarráðsins kemur Dag- ur nú út í um 5.600 eintökum. Her- r.iann sagði að aðstandendur blaðs- ins gerðu sér vonir um að hægt verði að auka útbreiðsluna enn frekar. „Við létum gera úttekt á rekstrinum, sem hefur gengið vel með þessum þremur blöðum í viku,“ sagði hann. „Niðurstöður úttektar- innar benda eindregið til að útgáfa dagblaðs muni ganga vel, þótt mað- ur sjái auðvitað aldrei allt fyrir." Dagur er gefinn út af „Útgáfufé- lagi Dags“, sem er í eigu framsókn- arfélaganna á Akureyri og i Eyja- firði. Um ritstjórnarstefnu blaðsins sagði ritstjórinn, að það væri ekk- ert leyndarmál að Dagur styddi Framsóknarflokkinn til góðra verka og samvinnustefnuna i víð- tækum skilningi, þótt blaðið væri ekki eiginlegt flokksblað. Dagur hefði undanfarin ár verið „málsvari Iandsbyggðarinnar“ og sú stefna yrði óbreytt. „Útgáfan verður fyrst og fremst miðuð við Norðurland — Dagur er og verður svæðisblað og sú sérstaða hefur, að mínu mati, gert blaðið svo sterkt sem raun ber vitni,“ sagði Hermann. Um leið og Dagur verður að fyrsta dagblaðinu utan Reykjavíkur verður blaðið tölvuvætt enn frekar en þegar hefur verið gert, m.a. mun ritstjórnin verða tölvuvædd og blaðamenn sitja við skjái og skrifa sjálfir allt sitt efni beint inn í tölvu. SHkur búnaður hefur verið notaður á Morgunblaðinu í nokkur ár, verð- ur tekinn í notkun á DV á næstu mánuðum og Þjóðviljanum sömu- leiðis. Selfoss: Sumarkaffi í Tryggvagarði Selfossi, 17. nuí 1985. FJÖLBRAUTASKÓLINN á Sel- fossi bauð í dag nágrönnum sínum og öllum vegfarendum upp á kaffi og meðlæti í Tryggvagarði í tilefni af sumri og sól og kannski kennslulokum sem voru þann 15. Það var Hverabakarí í Hvera- gerði sem lagði til 6 metra af ílangri rjómatertu, sem Sigurjón Hauksson bakarameistari snar- aði í ofninn og útbjó á mettíma. Sigurjón er af Kristjánskyninu á Húsavik sem ekki spillir bragð- inu, sagði einn kennaranna af sama kyni. það var sannkölluð sumarstemmning í Tryggva- garði og auðséð að fólk kunni vel að meta þessa óvæntu uppá- komu. Nemendur Fjölbrautaskólans eru nú í prófum og skólaslit eru fyrirhuguð 8. júní. Það liggur fyrir að 6 kennara- stöður losni við skólann og að sögn skólameistara, Þorláks Helgasonar, kann þeim að fjölga þar sem nokkrir kennarar eru óráðnir með hvað þeir muni taka sér fyrir hendur næsta vetur. Sig. Jóns. Dýpsta borholan hérlendis á Nesjavöllum 2.265 metra djúp legur hiti í jörðu Er 40 MW varmaorkuver í uppsiglingu? Séð yfir athafnasvæði Hitaveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum. Þingvallavatn í JARÐBORANIR rikisins hafa ný- lokið við að bora dýpstu holu á há- hitasvæði hérlendis. Hér er um að ræða sk. holu 11 á Nesjavöllum. í sumar og vetur er áætlað að bora 5 holur til viðbótar, en síðan verða gerðar á þeim viðamiklar rannsóknir með hugsanlega virkjun í huga. Að sögn Árna Gunnarasonar hjá Hita- veitu Reykjavíkur eru bundnar mikl- ar vonir við háhitasvæðið á Nesja- völlum. Hitaveitan ráðgerir að reisa 400 MW varmaorkuver, hugsanlega í tveimur 200 MW áföngum. „Þetta er mjög hagkvæmur virkjunarkost- ur, en því miður virðist ekki fýsilegt að selja orkuna eins og er,“ sagði Árni í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins. Holan sem fyrr er nefnd er 2265 m djúp. Að sögn Ásgríms Guð- mundssonar jaröfræðings er þetta fyrst og fremst könnunarhola, og er það skýringin á því hversu djúpt var borað. „Við vildum kanna hversu djúpt væri hægt að kornast,” sagði Ásgrímur. Algeng dýpt á borholum hérlendis er um 2000 m. Þegar búið er að ganga frá holunni verður borinn Jötunn færður og byrjað á þeirri næstu. Það gæti dregist nokkuð á langinn aö sögn Ásgríms, vegna þess hversu illa gengur að fóðra hol- una. Til þess að hægt sé að byrja að fóðra holuna, þ.e. að ganga þannig frá henni að hún hrynji ekki saman, þarf að dæla niður köldu vatni og kæla hana. Hingaö til hefur ekki tekist að dæia niður á nema 1200 m dýpi, en þar fyrir neöan er meira en 330 gráðu heitt vatn. Til samanburðar má nefna að holurnar í Svartsengi eru 260 gráðu heitar og holurnar við salt- verksmiðjuna á Reykjanesi eru 290 gráðu heitar. „Þetta tekur allt sinn tíma, við þurfum bara að læra á hegðunarmynstur holunn- ar,“ sagði Ásgrímur. Að hans mati - geysi- niðri ætti að verða hægt að ganga frá holunni um mánaðamótin. Um 20 manns hafa unnið að staðaldri við þessar framkvæmdir á Nesjavöllum, þar af um 15 við borinn sjálfan. Borinn var fluttur austur rétt fyrir páska og borun hafin um páskaleytið. Undanfarin þrjú sumur hefur hinsvegar verið borað með jarðbornum Dofra, sem er nokkru minni en Jötunn. Þegar vinnu við holurnar lýkur ein- hverntíma næsta haust verður gengið frá þeim og þeim leyft að „blása út“. Verða þær síðan undir eftirliti og gangast undir marg- víslegar prófanir. Ákvörðunar um varmaorkuverið er að vænta ein- hverntíma á næsta ári að sögn Árna. Orkuverið þrisvar sinnutn stærra en Svartsengi Orkuverið yrði alfarið reist af Hitaveitu Reykjavíkur, og yrði sambærilegt að allri gerð við baksýn. orkuverið í Svartsengi. I varma- orkuverum er jarðsjórinn sk. sem úr borholunum kemur tekinn og skilinn i gufu og vatn. Gufan er notuð til þess að knýja hverfla sem framleiða raforku, og síöar ásamt vatninu til þess að hita ferskvatn sem dælt er til neyt- enda. Ferskvatnið þarf jafnframt að eima til þess að ná úr þvi loft- tegundum sem tæra leiðslur. Orkuverið í Svartsengi framleiðir 8 Mw af raforku, en jarðvarminn sem úr holunum kemur er 125 MW. Virkjunin sem fyrirhuguð er á Nesjavöllum yrði þvi meira en þrisvar sinnum orkumeiri en sú í Svartsengi sem er sú stærsta hér- lendis. Jafnframt er talið að hægt yrði aö virkja 9 sinnum meiri raf- orku að Nesjavöllum eða 70 MW. Aflið sem hitaveita Reykjavíkur notar til húshitunar i dag er um 500 MW. Að sögn Árna er varminn sem leynist i jörðu á Nesjavöllum geysilegur og visindamenn eru i raun í vandræðum með það hvern- ig á að hemja holurnar. Eins og áður segir virðist virkjun þar ákaflega hagkvæm. Sagði Árni i samtali við blaðamann Morgun- blaðsins að enn væri allt í óvissu um hugsanlega kaupendur að þeirri orku sem þar fengist úr jörðu. Spurningin virðist þvf ekki vera „hvenær?" heldur „til hvers?“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.