Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1985 25 Rajiv Gandhi í Sovétríkjunum Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, er nú { ézka kommúnistaflokksins (til vinstri á mvndinni), opinberri heimsókn í Sovétríkjunum. Mynd þessi var Nikolai Tikhonov, forsætisráðherra, og Andrei Grom- tekin í gær skömmu eftir komu Gandhis til Moskvu yko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna (til hægri á og sýnir hann ásamt Mikhail Gorbachev, leiðtoga sov- myndinni). Nær öll olía Nicaragua kemur nú frá Rússlandi — segir Daniel Ortega Miaagu og OhJó, 21. m*i. DANIEL Ortega, forseti Nicaragua, sagði við heimkomu f dag úr for sinni til Sovétríkjanna og nokkurra Evrópulanda, að Sovétmenn mundu útvega landsmönnum nær alla þá olíu, sem þeir þörfnuðust á þessu ári. Kvaðst hann vera mjög ánægður með niðurstöðu viðræðna sinna við ráðamenn í Moskvu. Nicaragua hefur fram að þessu keypt olíu frá Mexíkó og Venezú- ela, en rikin tvö hafa hætt þeirri sölu vegna þess að stjórnvöld í Nicaragua hafa ekki getað greitt skuldir sínar. Olíuskuldir Nicar- agua við Mexíkó nema 50 milljón- um dollara og skuldirnir við Ven- ezúela nema 20 milljónum dollara. Ortega var spurður að því hversu mikla efnahagsaðstoð Sov- étstjórnin hefði veitt Nicaragua. Hann kvaðst ekki vilja svara þvi að svo stöddu. Greint var frá því í utanríkis- ráðuneytinu i Osló í dag, að opin- ber sendinefnd norsku ríkisstjórn- arinnar færi til Nicaragua og Costa Rica í næsta mánuði til að undirbúa aukna þróunaraðstoð Norðmanna við ríkin tvö. Jafn- framt muni nefndin ræða við stjórnvöld þar um möguleika á samstarfi um nýja atvinnustarf- semi. Heimsókn páfans til Belgíu lokið Brtissel, 21. maí. AP. HEIMSÓKN Jóhannesar Páls páfa II til Belgíu lauk í dag og var þar með lokið 11 daga heimsókn hans til Benelux- landanna þriggja. í Belgíu var páfinn einarður í máli að vanda og sagði, að hætta yrði að pynta fanga og hneppa fólk í fangelsi fyrir stjórnmálaskoð- anir og gera yrði hryðjuverk algerlega útlæg með samþykki allra þjóða. Ferð páfa um Holland, Lux- emborg og Belgíu hefur verið nokkuð söguleg á köflum, einkum fyrir þau mótmæli, sem sums staðar hefur verið efnt til vegna komu hans. í ræðu, sem páfi flutti að viðstöddum Baldvin Belgiukonungi, Fabíólu drottn- ingu, þingmönnum, ríkisstjórn og erlendum sendimönnum, ræddi hann um nokkur grundvallarat- riði, sem ekki mætti hvika frá. „Hér á ég t.d. við virðinguna fyrir mannlegu lífi á öllum stig- um þess, allt frá getnaði til elli,“ sagði páfi og bætti því við, að ekki mætti gera tilraunir með fóstur eins og það væri dauður hlutur. í framhaldi af því fjallaði hann um pyntingar á föngum og sagði, að þjóðirnar yrðu að sam- einast um að koma í veg fyrir þær. Fordæmdi hann einnig þær ríkisstjórnir, sem hneppa fólk { fjötra fyrir skoðanir sínar, og hvatti til, að endir yrði bundinn á kynþáttamisrétti. Veður víða um heim Lagil Hasst Akureyri 10 Skýiað Amaterdsm 10 19 skýjaó Aþens 19 34 heiöskírt Barcelona 20 léttsk. Berlín 13 25 skýjaö BrUaael 12 20 heiöikírt Chicago 12 21 heiðskírt Dublin 9 14 rigning Feneyjar 20 þokum. Frankfurt 10 24 rigning Gent 12 20 rígning Helsinki 5 16 heiöak. Hong Kong 27 29 akýjaö Jerúsalem 15 27 heiöskirt Kaupm.hötn 9 20 heiöskírt Las Palmaa 22 Mttak. Liaaabon 12 18 heiöskírt London 11 18 skýjaö Loa Angele* 16 22 heiöskírt Lúxemborg 17 skýjaö Malaga 25 léttak. Maliorca 21 léttsk. Miami 27 30 skýjaö Montreal 5 15 skýjaö Moakva 8 16 rigning New York 15 29 heiðskirt Oató 9 22 haiöskírt Paria 11 20 skýjaö Peking 15 28 haiöakirt Reykfavík 13 hélfsk. Rio de Janeiro 17 32 sfcýjaö Rómaborg 14 24 skýjað Stokkhólmur 8 18 haióskirt Sydney 13 15 rigning Tókýó 14 19 rigning Vinarborg 12 17 skýjaö IxSrahöfn 11 skýjaö c;kngi GJALDMIÐLA Dollar hækkar á nýjan leik LandÚDum, 21. m*í- AP. DOLLAR hækkaði talsvert í dag, en gullverð lækkaði að sama skapi að vanda. Breska pundið seldist á 1.27125 dollara undir kvöldið, en þriðjudagstalan nam 1.2863 dollurum. Lítum á stöðu dollars gagnvart nokkrum öðrum gjaldmiðlum er kauphöllum var lokað í dag. Miðað er við einn dollar og tölurnar í svigunum eru mánudagstölur: Vestur-þýsk mörk: 3KI700 (3. 0310) Svissneskir frankar: 2:6025 (2.5495) Franskir frankar: 9.4385 (9.2400) Hollensk gyllini: 3.4815 (3.4205) ítalskar lírur: 1.965,00 (1.940,50) Kanadískir dollarar: 1.3737 (1.3675) Trójuúnsa af gulli seldist í kvöld á 316,75 dollara, en tala mánudagsins var 321,00 dollarar. Noregur: Af hverju vill unga kynslóðin ekki fisk? ÖdIó, 21. maí. Fri Jan Krik ' Lanra, fréllarilara Mbl. Rannsóknarráð norska sjávarútvegsins befur hafið rannsókn á afstöðu barna til fiskmáltíða, en orð hefur legið á, að unga kynslóðin í Noregi sé ekki eins sólgin í fi.sk til matar og hinir sem eldri eru að árum. I bráðabirgðarannsókn, sem gerð var í fjöldamötuneytum, kom fram, að norskir hermenn eru mjög frá- bitnir því, að fiskur sé hafður til miðdegisverðar. Á hinn bóginn vilja sjúklingar á sjúkrahúsum og aldrað fólk á elliheimilum gjarna hafa fisk á matseðlinum. Rannsóknarráð sjávarútvegsins hyggst grafast fyrir um, hvernig þessi neikvæða afstaða barna til fisks sé til komin og hvað valdi því, að afstaða barnanna breytist lftt með árunum. Bradford: Reyksprengja olli ekki eldsvoðanum Bradford, 21. mal. AP. RANNSÓKN á brunanum mikla á knattspyrnuvellinum í Bradford á Knglandi hefur leitt í Ijós, að litlar líkur eru á því að reyksprengjan hafi kveikt eldinn, eins og einn sjónarvottur hefur fullyrt. Það var lögreglan í borginni, sem skýrði frá þessu í dag. Ljóst þykir að óknyttaungl- ingar hafi kastað nokkrum reyk- sprengjum í áhorfendastúkunni, þar sem eldurinn kom upp, en lögreglan telur að þær hafi ekki valdið eldsvoðanum, sem leiddi til dauða 53 manna. Annar sjónarvottur heldur því fram, að logandi vindlingur hafi verið orsök brunans, en lögreglan hefur enn ekkert vilja láta hafa eftir sér um þá fullyrðingu. Stórkostleg nýjung Nú þarf aldrei að bóna aftur MASTER GLAZE lakkvemd Fyrir bíla og hvaða farartæki sem er MASTER GLAZE veradar gegn: A. Ryði B. Salti C. Sterkri sól D. Frosti E. Steinkasti MASTER GLAZE gefur djúpa og fallega áferð sem heldur fletinum gljáandi í 12 - 18 mánuði. Með MASTER GLAZE lakkvemd þarftu aldrei að bóna aftur. MASTER GLAZE er steinefni sem slipað er ofan í lakkið. Pantið tíma. MASTER GLAZE safnar ekki í sig ryki, sýnir ekki fingraför. MASTER GLAZE gefur bílnum varanlega vemd. Ryóvarnarskálinn _______________ Sigtúni 5 - Sími 19400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.