Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1985 7 Tæplega 4 millj. farþega til og frá Lúxemborg í 30 ár — í dag eru liðin 30 ár frá fyrsta Lúxemborgarflugi Loftleiða/Flugleiða ÞRJÁTÍU ár eru í dag, 22. maí, liðin frá fyrsta flugi Loftleiða/Flugleiöa til Lúx- emborgar. Loftferðasamn- ingur milli íslands og Lúx- emborgar var gerður nokkru áður. Alls hefur félagið flutt tæplega 4 n illjónir farþega til og frá Lúxemborg á þessu tímabili. Fyrsta árið sem flogið var þangað voru fluttir 589 farþegar, í ár er gert ráð fyrir að þeir verði 285 þús- und. í sumar lenda þotur Flugleiöa 19 sinnum í viku á Findel-flugvelli í Lúxemborg, sem nýlega hefur verið stækkaður. Einar Aakrann hefur annast skrifstofustjórn á skrifstofu félagsins í Lúx- emborg allt frá opnun í maí- mánuði 1955, en Einar er norskur að uppruna. Fram til þess að Lúxem- borgarflugið hófst hafði félag- ið stundað nokkurt leiguflug yfir Atlantshaf, m.a. með inn- flytjendur frá Suður-Evrópu til Suður-Ameríku. Heimleiðis var flogið með ávexti, sem seldir voru á íslandi. Reglu- bundið áætlunarflug yfir Atl- antshaf hófst svo árið 1952. Þegar Lúxemborgarflugið hófst vorið 1955 var flogin ein ferð í viku, en bæði var, að flutningar til og frá Lúxem- borg voru þá litlir, og einnig var Skymaster DC-4-flugvélin ekki nógu hagkvæm, miðað við þau fargjöld sem í gildi voru. Skymaster-flugvélarnar höfðu fyrst 44 sæti og síðan var sæt- um fjölgað og tóku þær þá 60 farþega. Það var ekki fyrr en Cloudmaster DC-6-B-flugvél- ar, sem voru mun hagkvæmari í rekstri, voru teknar í notkun á þessum leiðum, að flug til Lúxemborgar varð arðvæn- legt, segir í fréttatilkynningu frá Flugleiðum í tilefni af 30 ára afmælinu. í fréttatilkynningunni segir ennfremur: „Fyrir 30 árum var flugvöllurinn í Lúxemborg lftið notaður, enda ekkert flugfélag starfandi í landinu. Forráðamenn höfðu þó mikinn áhuga á flugstarfsemi og voru opnir fyrir öllum möguleikum þar að lútandi. Þeir lögðu því engar hömlur af neinu tagi á slíkt flug varðandi fargjöld eða tíðni ferða. Loftleiðir höfðu í ársbyrjun 1953 auglýst lægri fargjöld yfir Atlantshaf en önnur áætlunarfélög, þar eð nokkuð var tekið að þrengja að félaginu í Þýskalandi og einnig á Norðurlöndum. í fyrstu ferð til Lúxemborg- ar var flogið frá íslandi til Hamborgar 21. maí 1955, en daginn eftir til Lúxemborgar, þar sem tekið var á móti flugvél, áhöfn og gestum með viðhöfn. Flugmálaráðherrar landanna fluttu ræður þar sem þeir létu í ljósi ósk um langa og góða samvinnu, sem báðum þjóðum yrði til ávinn- ings. Þykir mönnum nú, 30 ár- um síðar, sem orð þessi hafi komið fram.“ Nýleg útboð Vega- gerðarinnar: Lægstu til- boð rúmlega 70 % af áætlun NÝLEGA voru opnuð tilboð í tvcimur útboðum Vegagerðar ríkisins. Lægstu tilboð í þessi verk voru rúm 70% af kostnaðaráætlun vegagerðarinnar. Er það nokkuð hærra en verið hefur í útboðum vegagerðarinnar í vor en lægstu tilboð hafa farið niður í þriðj- ung af kostnaðaráætlun og oft verið um helmingur af áætlun. Þrettán verktakar buðu í styrk- ingu 25 km af Austurlandsvegi um Víðidal og Möðrudal. Ellefu boð voru undir kostnaðaráætlun og var lægsta tilboðið 70,5% af áætlun, en það var upp á 2.180 þús. og kom frá Afli á Vopnafirði. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 3.092 þúsund kr. Tak hf. í Búðardal bauð lægst í styrkingu 9,3 km. kafla af Vestur- landsvegi í Norðurárdal, 2.717 þús. kr. Tilboð Taks er 71,5% af kostn- aðaráætlun sem er 3.800 þúsund kr. Tónlistar- skóli Árnes- sýslu 30 ára Selfoss, 21. maí. TÓNLISTARSKÓLI Árnessýslu og tónlistarfélag sýslunnar verða 30 ára á þessu ári. I tilefni afmælisins verða haldnir afmælistónleikar i íþróttahús- inu á Selfossi miðvikudaginn 22. maí kl. 20.30. Á afmælistónleikunum verður minnst 30 ára afmælis tónlistarfé- lagsins og Tónlistarskóla Árness- ýslu. Á dagskrá tónleikanna verður saga tónlistarskólans flutt af Páli Lýðssyni. Flutt verður verk eftir Hallgrím Helgason fyrir fiðlu, selló og píanó og verða flytjendur auk Hallgríms Pétur Þorvaldsson og Þorvaldur Steingrímsson. Jónas Ingimund- arson mun Ieika einleik á píanó Már Magnússon syngur einsöng við undirleik Jónasar Ingimundarson- ar. Kór Fjölbrautaskólans mun syngja og Lúðrasveit Selfoss leikur einnig. Kjartan óskarsson mun leika einleik á klarinett við píanó- undirleik Jónasar Ingimundar- sonar. Sigrún Gestsdóttir syngur einsöng við undirleik Björgvins Þ. Valdimarssonar. Loks mun Einai Magnússon leika einleik á píanó. Sig. Jóns. Daun Eifel sumarhúsin hafa reynst meö afbrigdum vel, enda leitun aö vandaörl sumardvalarstaö. Ræði er glstiaðstaöan einstök og nágrenniö sérstaklega spennandi. Þar má nefna Móseldalinn með hinni fornu róm- versku verslunarborg Trier og gullfallegum bæjum eins og Cochem, Enkirch eða Bernkastel, Eifelvötnin meö sólbaös- og íþróttaaðstöðu, dýragaröa, hina heimsfrægu kappaksturbraut Niirburgring og hinn slórkosllega skemmli- garö Fantasíuland með gullgrafarabæ. Kínahverfi, breiðstræti frá Berlín, víkingaskipum og óteljandi öörum tryllitækjum og skemmtiatriðum. Það er líka meö ólíkindum ódýrl aö lifa í Daun Eifel. Brottfarir: Alla sunnudaga frá 31. mars. Eeröatilhögun: Flogiö til Lu.xemborgar. paöan er um 2ja klst. akstur til Daun Eifd. A Continental bílaleigunni liggja frammi leiðbeiningar um leiðina á íslensku. Þaö er hvergi auðveldara að leggja út í Evrópuferðina en í Luxemborg. Dvalartími: 1—4 vikur. Verö: án bílaleigubíls frá kr. 14.437 - meö bílaleigubíl frá kr. 15.692 - Barnaafsláttur: 2—11 ára fá kr 6.500,- íafslátt. DAUN EIFEL er margfalt betri en veröiö gefur til kynna. Feröaskrifslofan Úrval viö AuslurvöU, sími (9D-26900. w QOTT FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.