Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1985 Lög um Fiskveiða- sjóð hafa verið brotin — sagði Guðmundur Einarsson í þingræðu Haildór Ásgrímsson, sjávanitvegsrádherra, telur — í svari við fyrirspurn frá Guómundí Einarssyni (BJ), — aö forstjóri og stjórn Fiskveiðasjóðs hafi farið að lögum varðandi tryggingarveð lána úr sjóðnum, þá þau vóru veitt. Hinsvegar hafi skuldirnar vaxið yfír sett mörk veðs, m.a. vegna minnkaðs afía, lækkandi afnrðaverðs, hárra vaxta og óhagstæðrar gengisþróunar að því er varðar erlend lán útvegs. Ráðherra nefndi þrjú dæmi, þar sem Fiskveiðasjóður átti hlut að up )boði vegna vanskila: Bv. Sölva Bjarnason, bv. Sigurfara II. og bv. Kolbeinsey. Þegar sjóðurinn hafi lánað þessum útgerðum hafi lánin verið innan tilskilinna marka og ikvaeða um vátryggingarvirði veða. oKuld viðkomenda hafi hinsvegar, f framangreindum sökum, vaxið aokkuð yfír vátryggingu skipanna, al!t upp i 140—160% af vátrygg- in'arvirði. Guðmundur Einarsson (BJ) kvað lög Fiskveiðasjóðs hafa verið brot- in. Lagaákvæðin eigi ekki aðeins við þá lán séu veitt, heldur meðan skuld standi. Meðan lögum sé ekki breytt eigi stjórnendur sjóðsins að halda ákvæði þeirra. Hann spurði, hvort hliðstæð vandamál væru víð- ar í banka- og lánakerfinu og hvatti til rannsóknar á því, hvort laga- ákvæða um tryggingar væri gætt um lánveitingar lánastofnana, sem heyrðu til því opinbera. Stuttar þingfréttir Sautján grunnskólakenn- arar segja upp störfum Sautján grunnskólakennarar hafa beðið um lausn frá störfum frá og með byrjun næsta skólaárs, þar af fjórir I Reykjavík og fímm í Reykjanesumdæmi, að því er kem- ur fram í svari Ragnhildar Helga- dóttur menntamálaráðherra við fyrirspurn frá Hjörleifi Guttorms- syni. Hinsvegar hafa 38 kennarar beðið um launalaust leyfí frá sama tíma, þar af 30 í Reykjavík. Fastir kennarar í grunnskólum landsins eru um 2.700. Hinn 14. maí sl. höfðu tveir framhaldsskólakennar- ar sagt starfí lausu og fímm beðið um launalaust leyfi næsta skólaár. Þróunaraðstoð íslands Utanríkismálanefnd hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um þróunaraðstoð íslands, sem gerir ráð fyrir því að „á næstu sjö árum skuli með reglubundinni aukningu framlaga náð því marki að opinber framlög íslands til uppbyggingar þróunarríkja verða 0,7% af þjóðarframleiðslu." í greinargerð kemur fram að önnur Norðurlðnd verja frá 0,33% til 1.06% af vergri þjóð- arframleiðslu til þróunaraðstoð- Kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði eða Grundartanga Sverrír Hermannsson, iðnaðar- ráðherra, sagði í svari við fyrir- spurn frá Jóni Kristjánssyni (F), að viðræður hefðu farið fram við Elkem í Noregi um eignaraðild að kísilmálmverksmiðju. Elkem teldi ódýrara að byggja slíka verksmiðju á Grundartanga, vegna möguleika á samnýtingu eigna og aðstöðu þar. Ráðherra sagði að hinu norska fyrirtæki hafi verið kynnt ákvæði laga um staðsetningu í Reyðarfirði og að íslenzk stjórnvöld hefðu ekki í huga að gera breytingu þar á. Teldi Elkem að stjórnvöld yrðu að bæta upp þennan kostnaðar- mun, ef verksmiðjan væri stað- sett eystra. Elkem er þegar með um 25% af heimsframleiðslu kísilmálms. Ráðherra sagði ennfremur að viðræður stæðu nú yfír við sterkt fyrirtæki á þessu sviði í Austur- ríki, sem væri í ríkiseign þar, og byndi hann miklar vonir við þær viðræður. Vegaáætlun — níu milljarðar á fjórum árum: Markar þýðingarmikil spor á framfarabraut — segir formaöur fjárveitinganefndar um vegaáætlun 1985—1988 Sú tillaga sem hér er til umræðu um nýja vegaáætlun markar þýð- ingarmikil spor á framfarabraut, sagði Pálmi Jónsson, formaður fjárveitinganefndar, er hann mælti fyrir áliti nefndarinnar um vega- áætlun 1985—1988 á Alþingi í gær. Samtals gerir hún ráð fyrir því að verja á fjórum árum rúmlega níu milljörðum króna til vegamála. Pálmi Jónsson (S) kvað niður- stöðutölur vegaáætlunar 1985 1.650 m.kr., sem svaraði til 1,9% af vergri þjóðarframleiðslu. Þar næstu ár verður þetta hlutfall 2,4%. Lögbundnir markaðir tekju- stofnar vegaáætlunar eru benz- Þorsteinn Pálsson um stjóm efnahagsmálæ Sættir í þjóðfélaginu nýtt hagvaxtarskeið Ábyrgð samninga hjá aðilum vinnumarkaðarins Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra mælti í fyrrakvöld fyrir stjórnarfrumvarpi á Alþingi, sem flutt er í framhaldi af samráðum við vcrkalýðshreyfinguna — og bindur enda á þann kafla efnahagslaganna frá 1979 (Ólafslaga) er fjallar um verðbætur á laun. Verði þetta frum- varp samþykkt fellur einnig niður tímabundin takmörkun á samninga- frelsi aðila vinnumarkaðar frá í maí 1983, að því er varðar vísitöluteng- ingu launa. Enginn vili gamla kerfíð og afleiðingar þess aftur Þorsteinn Pálsson (S) komst m.a. svo að orði í umræðu um frumvarp þetta: „Að því er visitölubannið varðar þá var ákveðið að það skyldi standa í tvö ár, meðan menn hefðu tíma til þess að vinna sig út úr þeirri ringulreið sem komin var í íslenzk efnahagsmál með vel yfir 100% verðbólgu. Það voru ákveðin rök fyrir því að halda vísutölu- banni áfram, ef það hefði tekizt að ná verðbólgu niður að því marki sem að var stefnt. Vísitölutenging í sjálfu sér er engin trygging fyrir kaupmætti og það hefur glöggt komið fram í þessum umræðum, að gamia vísitölukerfið á sér formælendur fáa. Ég hef sannast sagna ekki heyrt einn einasta mann upp á síðkastið óska eftir því að það verði tekið upp á nýjan leik, enda hefur reynslan sýnt, meðan það var við lýði og verð- bólgan var sem mest, þá varð hér veruleg kaupmáttarskerðing. Með öðrum orðum — það var ekkert sjálfvirkt samband milli þess vísi- tölukerfis, sem þá var í gildi, og kaupmáttarþróunar í landinu, nema síður væri. Reyndin var líka sú að kaupmáttarskerðing, sem menn hafa gert að umtalsefni, var að mestu leyti komin fram áður en aðgerðir í maí 1983 voru ákveðn- ar.“ Nýtt hagvaxtarskeið Þorsteinn Pálsson sagði hér lagt til að öll ákvæði Ólafslaga, um stjórn efnahagsmála, er varði vísi- tölu, verði felld úr gildi; bann við vísitölu verði ekki framlengt. Að- ilar vinnumarkaðar fái heimild til þess að semja um kaup og kjör með þeim hætti, sem þeir telji skynsamlegast. Þetta er nauðsynlegt skref, sagði Þorsteinn, og óhjákvæmi- legt, ef takast á að ná sáttum í þjóðfélaginu, verja kaupmátt og hefja nýtt hagvaxtarskeið, sem geti leitt til vaxandi kaupmáttar og bættra lífskjara. Mikilvæg for- senda nýs hagvaxtarskeiðs sé að friður ríki á vinnumarkaðinum. Til þess að svo megi vera þurfi að semja til lengri tíma. Þá þurfi menn einnig heimildir til að finna lausnir á þvi „hvernig breyttar efnahagsaðstæður koma við kjarasamninga, þannig að þeir geti tryggt kaupmátt á samn- ingstímabilinu". Þetta er hægt að gera með öðru móti en gamla vísi- tölukerfinu, sem var meingallað. Við þurfum að geta tekizt á við ný verkefni í atvinnumálum og hefja nýtt hagvaxtarskeið. For- senda slíks er friður á vinnumark- aði. Koma verður í veg fyrir launakollsteypur, sem koma fram í verðbólgu en ekki kaupmætti, eins og dæmin sanna. íngjald og þungaskattur. En auk þess hefur ríkisstjórnin ákveðið að 50% af heildartekjum ríkis- sjóðs af benzinsölu gangi að lág- marki til vegamála. í árslok 1984 var bundið slitlag komið á 920 km af þjóðvegum landsins. Á næstu tveimur árum bætast 330—350 km við. Af stærri verkefnum, sem verulega miðar fram á áætlun- artímabilinu, nefndi Pálmi m.a.: Lokið verður við Suðurlandsveg um Mýrdal, allt vestur að Skóg- um. Framkvæmdir við Eyrar- bakkaveg um ölfusárós hefjast 1986 og gert er ráð fyrir að lokið verði byggingu brúar fyrir 1988, en vegagerð þá ólokið vestan óssins. Á árunum 1985—87 verður lok- ið Þingvallavegi, Mosfellsheiði til Þingvalla, með bundnu slitlagi. Reykjanesbraut milli Vífilsstaða og Breiðholts verður opnuð til umferðar 1986. Á árunum 1987 Tilboð Hagvirkis: „Að ýmsu leyti álitlegt — en hefur vankanta — sagði Pálmi Jónsson PÁLMI Jónsson, formaöur fjárveit- inganefndar, komst svo aö orði um til- boö Hagvirkis í vegagerð Reykjavík — Akureyri í umræðu um vegaáætlun á Alþingi sl. þriðjudag. „Svo sem kunnugt er barst ríkis- stjórninni tilboð frá Hagvirki um að Ijúka gerð vegarins milli Reykjavík- ur og Akureyrar á skömmum tfma. Rétt er að vekja athygli á því að þetta tilboð rúmast ekki innan breytingartillagna fjárveitinga- nefndar. Tilboðið var að ýmsu leyti álitlegt, en hafði þó sína vankanta. Það gekk t.d. þvert á langtímaáætlun og þess vegna er tæknilegur undirbúningur vega sums staðar ónógur og ákvörð- un um vegstæði ekki fyrir hendi. Vaxtagreiðslur af lánsfé og fyrir- komulag lána hefðu a.m.k. þurft at- hugunar við. Og að síðustu, ef ríkis- stjórn og Alþingi kysi að verja fjár- magni til að Ijúka þessu verki á um- ræddum tíma, hefði að sjálfsögðu legjð fyrir að bjóða það út á frjálsum markaði." og 1988 er gert ráð fyrir að lokið verði við veginn og einnig Arn- arnesveg milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbrautar. Byrjað verður á Vesturlandsvegi í Kjós að nýju. Lokið verður við Vesturlandsveg í Skilmannahreppi og um Akra- nesvegamót. Á næsta ári verður lokið með bundnu slitlagi kafla á Vesturlandsvegi frá Forna- hvammi um Norðurárdal og Holtavörðuheiði til Miklagils. Bjórinn: Með og móti Megingrein svokallaðs bjór- frumvarps, sem heimilar bruggun og sölu meðalsterks öls, 4% — 5%aö rúmmáli, var samþykkt eft- ir aðra umræðu í neðri deild með 25:14 atkvæðum, eins og þingsíða Morgunblaðsins hefur áður greint frá. Með frumvarpsgreininni greiddu atkvæði: Guðmundur H. Garðarsson, Eggert Hauk- dal, Ellert B. Schram, Friðrik Sophusson, Guðmundur Bjarn- ason, Guðmundur Einarsson, Guðrún Helgadóttir, Gunnar G. Schram, Halldór Ásgrímsson, Halldór Blöndal, Hjörleifur Guttormsson, Jóhanna Sigurð- ardóttir, Jón Baldvin Hanni- balsson, Karvel Pálmason, Kristín Tryggvadóttir, Kristín Halldórsdóttir, Kristín S. Kvar- an, Einar Guðfinnsson, Bragi Mikaelsson, Ólafur G. Einars- son, Pálmi Jónsson, Geir Hall- grímsson, Stefán Guðmunds- son, Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Páisson. Mótatkvæði greiddu: Ingvar Gíslason, Alexander Stefáns- son, Friðjón Þórðarson, Garðar Sigurðsson, Geir Gunnarsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Guðrún Agnarsdóttir, ólafur Þ. Þórðarson, Páll Pétursson, Stefán Valgeirsson, Steingrím- ur J. Sigfússon, Svavar Gests- son, Sverrir Hermannsson og Þórarinn Sigurjónsson. Einn þingdeildarmaður, Ragnhildur Helgadóttir, var fjarverandi; var í ræðustól í efri deild á sama tíma og atkvæðagreiðslan fór fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.