Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1985 33 Suður-sænska rallið: Hraðinn í keppninni var með ólíkindum 125 bílar féllu úr leik „Þetta var rosalegt ævintýri og skemmtileg keppni, þó við féllum úr á síðari hlutanum. Það voru þarna 170 toppbílar og hraðinn var með ólíkindum, miklu meiri en hér heima. Leiðirnar voru þó mjög krók- óttar og aðeins örfáir mjög stuttir kaflar sem voru beinir," sögðu bræðurnir Þorsteinn og Steingrímur Ingasynir en þeir tóku þátt i suður- sænska rallinu, sem lauk á laugar- daginn, á Toyota Corolla 1600. Sig- urvegari rallsins varð Svíinn Per Ek- lund á 360 hestafla Audi Quattro, en aðstoðarökumaður var Bretinn Dave Whitock. Aðeins 47 keppnisbílar af 172 sem lögðu af stað luku keppni og voru íslendingarnir meðal þeirra, sem duttu út. Leiðin lá um vegi í Suður-Sví- þjóð, en ræst var af stað frá smá- þorpinu Ahus, sem er sumarleyf- isparadís margra Svia. Flestir keppenda bjuggu í sumarhúsum á staðnum, en auk þeirra voru þús- undir manna er fylgdu keppninni, viðgerðarmenn, fréttamenn og mikill fjöldi áhorfenda. Keppnin hófst á miðjum fimmtudegi og var ekið fram á föstudagsmorgun. Per Kklund náði strax forystu á hinum kraftmikla Audi Quattro, enda með besta keppnisbílinn. Það var hinsvegar mikil keppni um næstu sæti og fannst undirrituðum nán- ast óhugsandi að hægt væri að fara jafnhratt yfir á bíl gegnum þrönga krókótta vegi og raun bár vitni. Slógu keppendur hvergi af og þó tré stæðu alveg við vegina var öllu fórnað til að ná árangri. Mórallinn er þannig í keppni í Sví- þjóð og Finnlandi, en þessi lönd áttu flesta ökumenn I keppninni, að keyra til árangurs eða að detta út. „Það var miklu meiri hraði þarna en hér heima, hann var með ólíkindum. Þó voru ekkert nema beygjur, og aftur beygjur. Ég hugsa að það hafi verið 7—8 500 metra langir beinir kaflar i allri keppninni. Leiðirnar eru líklega tvöfalt erfiðan fyrir ökumanninn en í röllum hérlendis,* sagði Svunn Þer Eklund sigraði í suður-sænska rallinu á 360 hestafla Audr Quattro. i>ó vegirnir væru krókóttir og hæðóttir var hvergi slegið af, enda féllu 120 bflar úr leik ... hjólið skyndilega og við vorum stopp. Siðan sáum við hvers kyns var, stýrisendinn hægra megin brotinn og við lögðum bílnum," sagði Þorsteinn. „Þetta var hrein óheppni, en hún fylgir oft í rallinu. Eftir þessa keppni er ég staðráðinn í að keppa aftur í Svíþjóð og Finnlandi. Finn- ar sem sáu um viðgerðarþjónust- una vilja að við komum í Arctic ralli, heimskautsrall sem er í janúar, ég fer þangað og í Hanki- ralli og síðan þetta aftur. Það hafa myndast góð tengsl á milli Finn- lands og fslands í rallmálum og gerir Ljómarallinu alþjóðlega ör- ugglega gott. Skipadeild Sam- bandsins og Olíufélagið gerðu þessa ferð mögulega og eiga sann- arlega þakkir skildar, en það sem helst hefur hindrað meiri sam- skipti milli islenskra og erlendra rallökumanna er einmitt flutning- ur á keppnisbílum." G.R. Lokastaðan í rallinu: 1. Per Eklund/Dave Whitock, Audi Quattro 3.02.07 klst 2. Mats Jonsson/Jhonny Johansson, Opel Ascona 3.07.06 klst 3. Keneth Ericsson/Bo Thoraelius, Opel Kadett GSi 3.10.30 klst 4. Björn Blomqvist/Staffan Parmander, VW Golf GTi 3.10.47 klst. 5. Erik Johansson/Jan Ostenssen, SAAB 99 Turbo 3.10.49 klst. 6. B. Nalle Johansson/Anders Olson, Opel Kadett GTE 3.11.39 klst. RalliÖ var 1520 km langt, aöeins 290 km á sérleiðum. Morgunblaðiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson Þorsteinn og Steingrímur Ingasynir óku vel í keppninni, en áttu enga mögu- leika í kraftmikla keppnisbfla andstæðinganna. en það er sami fjöldi og tekur þátt í keppni heima ..." sagði Stein- grímur. „Ástæðan fyrir því að við urðum að hætta er sú að stýris- endi brotnaði. Við komum yfir hæð á rúmlega 100 km hraða á þröngum vegi, ókum í hjólförum fyrri bíla. Á veginum rétt við hjólförin var 10—20 sentimetra bútur af afsöguðu tré, annað framhjólið rakst utan í þetta. Ég sló ekkert af, taldi að ekkert hefði Þorsteinn. „Ég var mjög hissa eft- ir fyrri áfangann hve aftarlega við vorum, því aksturinn var ágætur hjá okkur,“ sagði Steingrímur. „Leiðirnar voru stórkostlegar, mjög hlykkjóttar og það var eins og við værum að dansa vals á bíln- um! Það þurfti að sveifla aftur- endanum til og frá í gegnum beygjurnar. Okkur gekk betur þar sem leiðirnar voru grófari, en það komu kaflar þar sem við keyrðum nánast á kviðnum, sumar beygj- urnar grófust mjög upp. Þar sem krafturinn skipti minna máli gekk líka mun betur." Ándstæðingar tslendinganna voru yfirleitt með mun kraftmeiri bíla, Toyota Corolla bræðranna er 124 hestöfl, en hinir bílarnir yfir- leitt með 160—200 hestöfl. „Þeir notuðu svo sannarlega þau hestöfl sem fyrir hendi voru, óku eins og druslan dró, innan um tré á þröngum vegum. Við vorum yfir- leitt á 120—130 km hraða, en það dugði ekki til! Við vorum í um átt- ugasta sæti eftir fyrri hlutann. Síðan eftir tvær leiðir á síðari Viðgerðarþjónustan var I höndum þriggja Finna og íslendingarnir fylgjast hér með tveim þeirra, Mika og Marrku, athuga bremsurnar. Stuttu síðar voru þeir hættir keppni. hlutanum vorum við hættir gerst, ekki einu sinni sprungið. keppni, en á fyrstu leiðunum urðu Éftir eina beygju komum við í rúmlega 20 bílar að hætta keppni, niðurgrafna beygju og þá festist „Suðurnes eru áhuga- vert ferðamannasvæði“ — segir Pétur Jóhannsson formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja Vogum, 18. maí. FERÐAMALASAMTOK Suðurnesja tilstuðlan ferðamálanefndar Sambani ar í ferðamálasamtökunum eru um 60, Formaður samtakanna, Pétur Jóhannsson, sagði í samtali við Morgunblaðið helstu markmið samtakanna vera að „vinna að kynningu og sölu á öllum greinum ferðaiðnaðar i bæklingum o.fl., til dæmis hvers konar veitingarekstri, sérleyfisleiðum, hópferðabifreið- um, leigubflum, bílaleigubílum, gistingu á hótelum, tjaldsvæðum, ferðaverslunum, flugferðum o.fl. Semja um og nýta í þágu ferða- þjónustunnar aðstöðu til heilsu- ræktar, skóla, félagsheimili, sund- laugar og önnur íþróttamannvirki. Skipulagðar verði ferðir á breiðum grundvelli, stuttar og langar t.d. á ýmsa staði á svæðinu og utan þess, oru stofnuð 28. júní á sl. ári, fyrir i sveitarfélaga á Suðurnesjum. Félag- bæði hagsmunaaðilar og áhugamenn. skoðuð og kynnt náttúruundur, gönguleiðir og sögustaðir, svo eitthvað væri nefnt." — Hver hafa verið helstu verk- efni samtakanna hingað til? „Það hefur verið lögð áhersla á við bæjar- og sveitarfélög að gert verði átak í merkingum á helstu stöðum fyrir ferðamenn, að útbúin verði tjaldstæði og snyrt til al- mennt. Þá hefur félagið fengið að hafa áheyrnarfulltrúa hjá Ferða- málaráði til að fylgjast með því helsta sem er að gerast í ferðamál- um á landinu. 1 bígerð er að ráða starfskraft til að gera úttekt á því sem er á boðstólum í þágu ferða- þjónustu á Suðurnesjum." — Hvernig er með leiðsögu- menn? „Nýlokið er leiðsögumannanám- skeiði, sem er fyrsta leiðsögu- mannanámskeið fyrir ákveðið svæði (Suðurnes). Það var Fjöl- brautaskóli Suðurnesja sem sá um framkvæmd námskeiðsins m.a. I samvinnu við Ferðamálaráð og Fé- lag leiðsögumanna. Á námskeiðinu útskrifuðust alls 7 leiðsögumenn." — Hvað er framundan? „Félagið mun skipuleggja ferðir í sumar frá Keflavík og Reykjavík um Suðurnesjasvæðið, til að kynna áhugaverða staði svo sem Bláa lón- ið, Kálfatjarnarkirkju, Básenda svo einhverjir staðir séu nefndir. Þá er unnið að þvi að þýða bækling sem gefinn var út á sl. ári á ís- lensku. Verður bæklingurinn þýdd- ur á ensku, en því verkefni mun líklega Ijúka I haust." — Hverjir eru möguleikar í ferðamálum á Suðurnesjum? „Möguleikarnir eru ótakmarkað- ir. Þeir fara batnandi með ári hverju, með nýjum þjónustufyrir- tækjum, veitingastöðum og fyrir- huguðum hótelum. Það er von mín að þegar ný flugstöð verður tekin í notkun, verði hótelrými tilbúið. Á Suðurnesjum eru margir áhugaverðir staðir að skoða fyrir ferðamenn og eru vegalengdir stuttar t.d. frá höfuðborgarsvæð- inu. Rekstur gistihússins við Bláa lónið sannar að það á ekki að vera neinn vandi að breyta Suðurnesj- um í áhugavert ferðamannasvæði." E.G. Verðlagsráð: Fundi um olíu- hækkun frestaö FYRIRHUGUÐUM fundi Verðlags- ráðs i dag um hækkunarbeiðni olíu- félaganna hefur vérið frestað fram i næstu viku. Oliufélögin hafa óskað 13,5% hækkunar á benzínlítranum og 70—80 aura hækkunar á lítra af gasoliu. Binnig að álagning félag- anna verði hækkuð til samræmis við það sem hún var fyrir ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.