Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1985 Fréttabréf úr Austur-Barðastrandarsýslu: Gróska í félagslífi og áleggsveisla í hádeginu alla virka daga. UPPLÝSINGAR OG BORÐPANTANIR I SlMA 11340 MiAhúaim, I2.mmí. Sauðburður Sauðburður er nú í fullum gangi. Venja er að hann byrji 10. til 15. maí. Á Skáldstöðum bar ær á skírdag 4 lömbum og í samtali sagði Magnús Guðmundsson bóndi þar, að hann hefði ekki notað frjó- semislyf fyrir ær sínar. Magnús og systkini hans eru þekktir dýravin- ir vestur hér og munu fáir fara eins vel með dýr og þau systkini öll. Ferming Sunnudaginn 5. maí var ferm- ingarguðsþjónusta á Reykhólum og fermdi sóknarpresturinn, Valdimar Hreiðarsson, tvær systradætur, en þær rekja ættir sínar til Þýskalands. Amma þeirra var ein hinna þýsku stúlkna, sem komu hingað til lands fyrir tæpum 40 árum. Lang- amma fermingarstúlknanna kom alla leið frá Þýskalandi til þess að vera við þessa athöfn. Við þessa guðsþjónustu fékk organleikari og kirkjukór Sigrúnu Halldórsdóttur, kennara, Breiðabólsstað í Dala- sýslu, í lið með áer og lék hún á klarinett tónlist eftir Árna Thor- steinsson, Schubert og Haydn. Kinnskær Eitt af þeim fáu félögum sem starfa vel hér er hestamannafé- VELGIRT Hátt net ósamt V-laga oryggisbunaái. Öflug hlið fyrir alla umferð Emmg rafknúm Grmdverk úr áli eða stáli Skipulagning og stjórnun umferðar J&L , JZ^ikllllllllfllllllilHIWIIIíif í . »1» n ifli Stálgrindur þar sem mikils styrks og öryggis er óskað. Vandoður og viðhaldslitill frágangur Allir fylgihlutir frá Adromt Flytjum inn frá Adronit Werk, Þýskalandi, '/ vandað girðingaefni og hlið og allt sem til þarf. Adronit kerfið er mjög umfangsmikið og vekja þrjú atriði mesta athygli: Fjöldi valmöguleika~ auðveld uppsetníng og mikil ending — bæði hvað varðar hnjask og tæringu. ög útlitið er vissulega við hæfi vel rekins fyrirtækis eða stofnunar. Útlit lóðar ber vitni um starfsemina innan dyra SINDRA STALHF Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavlk, sími: 27222 lagið Kinnskær, en það nær yfir Geiradalshrepp og Reykhólasveit. Laugardaginn 4. maí hélt félagið árshátíð sína. Félagsmenn hafa útbúið sér skeiðvöll í Borgarlandi. Þar fer saman góð aðstaða og sér- staklega fagurt landslag. Formað- ur Kinnskærs er Ingi Garðar Sig- urðsson. Tvö ný félög Nýlega er búið að stofna tvö fé- lög. Annað þeirra er hagsmunafé- lag fyrir kúabændur og nær fé- lagssvæðið yfir mjólkursvæði Mjólkurbúsins í Búðardal. For- maður þess félags er Vilhjálmur Sigurðsson, oddviti, Miðjanesi, og hitt félagið er hagsmunafélag sauðfjárbænda og nær félags- svæðið yfir Austur-Barðastrand- arsýslu. Formaður er Eiríkur Snæbjörnsson, Stað. Samhygð í dag komu hingað að Reykhól- um fulltrúar landssamtaka, sem er í undirbúningi að stofna, og nefnast þau enn sem komið er Landssamtök um jafnrétti milli landshluta. Fulltrúarnir sem komu voru Völundur Hermóðsson, Árnesi, og Magnús Kristinsson kennari, Ákureyri. Fundarmenn voru einhuga um stofnun lands- samtaka og hvetja aðra sem eru fylgjandi byggðastefnu og sam- hygð allra dreifbýlismanna. Fram kom meðal annars að 70% af kostnaði við rekstur landsímans er í Reykjavík, en þegar horft er til tekjuhliðarinnar koma 70% af tekjum landsímans frá lands- byggðinni. UND Ungmennasamband Norður- Breiðfirðinga og Dalamanna held- ur aðalfund sinn í fyrsta sinni hér á Reykhólum um þessa helgi. Fundarmenn munu vera um 40. Reykhólaskóli og Króksfjarðarnesskóli { vetur starfaði Reykhólaskóli í öllum bekkjardeildum. Nemendur eru um 60. Fyrirsjáanleg er mikil breyting á kennaraliði. Skóla- stjórinn, Hugó Rasmus, ásamt tveimur föstum kennurum láta af störfum. í vetur hefur ríkt góður andi í skólanum og foreldrafélag LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AÐ VANDADRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF var stofnað. Formaður þess er Margrét Ágústsdóttir. Króks- fjarðarnesskóla var slitið í dag. Skólastjóri í vetur var Sigurður Pálsson. Búnaðarfélag Reykhólahrepps Á laugardaginn hélt Búnaðarfé- lagið aðalfund sinn. Gestir fund- arins voru Sigurlaug Bjarnadóttir menntaskólakennari og formaður Æðarræktarfélags íslands, Dr. Páll Hersteinsson, veiðistjóri, og Árni Snæbjörnsson, kennari við bændaskólann á Hvanneyri. Öll fluttu þau fróðleg erindi. Árni sagði frá æðarvarpi. Frá sveiflum niður á við í dúnmagni. Fundarmenn voru sammála um að samspil væri á milli aukningar fiskveiða, fjölgunar á svartbaki og hrafni vegna betri afkomuskilyrða og minnkunar á æðardún. Árni sagði að ekki væri ástæða til ann- ars en að vænta þess að hægt sé að tvöfalda dúnframleiðsluna. Erindi Árna var samanþjappað, skýrt og fróðlegt. Sigurlaug Bjarnadóttir flutti fróðlegt erindi um horfur í málum æðarræktarmanna og meðal ann- ars sagði hún frá því að eftirspurn eftir dún væri miklu meiri en framboð. Verð er nú komið upp í 12.000,00 kílóið. Æðarræktarmenn hafa verið heppnir með forustu- menn sína og má þar til nefna Ólaf E. Ólafsson, einn af braut- ryðjendum Æðarræktarfélagsins og núverandi formann Sigurlaugu Bjarnadóttur. Þau eru bæði búsett í höfuðborginni en hafa bundið tryggð við dreifbýlið og skilið þarfir þess og eðli. Dr. Páll Hersteinsson talaði um skipulag veiða og um eyðingu dýra sem valda miklu tjóni í íslensku lífríki. Páll er nýkominn til starfa hjá Búnaðarfélagi {slands og var þetta því frumraun hans hjá okkur, sem hann stóðst með prýði. Þegar fundarfólk hafði rætt um tófur, hrafna, minka og svartbak snerust umræður nær eingöngu um örninn. Páll upplýsti, að örninn heyrði ekki undir embætti veiði- stjóra. Menntamálaráðuneytið hefur allan veg og vanda af arn- arstofninum. Hér er um mjög við- kvæmt vandamál að ræða og sýnt er að erni fjölgar tæplega úr þessu og verður því að leita nýrra ráða. Annars er ótrúlegt sinnuleysi um að ræða frá hendi menntamála- ráðuneytisins. Og sé það ætlun þjóðarinnar að varðveita arnar- stofninn þá verður hún líka öll að vera með í leiknum. Það þýðir ekki að tala um vonda bændur. Ef þeim finnst vera gengið um of á rétt sinn þá verja þeir hagsmuni sína. Annars ætti það að vera næsta verkefni Fuglaverndunarfélagsins að beita sér fyrir raunhæfum úr- ræðum í þessu máli. í öllum mál- um má finna lausn sem nær allir geta sætt sig við. Fuglaverndunar- félagið verður að hætta að líta á sig sem fulltrúa menntamálaráðu- neytisins og hafa forustu um raunhæfa lausn, en fyrir alla muni geymið það ekki of lengi. Við heimamenn þökkum þessum ágætu gestum fyrir komuna og fyrir fróðleg og gagnleg erindi. Sveinn Guðmundsson ML siöiirr við urr sKoöun oc urr*skránirigL á biinurr Míkiá urvai góðra 09 notaöra bíla BÍLATORG ,,/Voðsl 1 Nóatúní eru vidskiptavinir okkar efstir á blaði." NÓATÚNI 2 • SlMI: 621033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.