Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1985 19 Vörn fyrir Dynjanda — eftir Eirík Bjarnason Höfuðdjásn Vestfjarða og raun- ar einn fegurstur foss á Islandi hefur mátt sæta því að vera rang- nefndur eða uppnefndur oft á tíð- um hin síðari ár og það af beztu og skilríkustu mönnum. Þorsteini sál. Jósefssyni þeim mæta manni varð það á í bók sinni Landið þitt, 1. útg. Hafði hann þó næmara auga og eyra en margur annar fyrir fögrum nafngiftum og hversu örnefni eru iðulega samof- in landi, þjóð og sögu. Hallgrími Jónassyni rithöfundi og ferðagarpi blöskraði svo þessi árátta að uppnefna Dynjanda og kalla Fjallfoss, að hann tók sér penna í hönd til varnar Dynjanda og birti í Tímanum, 29. jan. 1978: „Náttúrudjásn í hættu“. Ég tek mér bessaleyfi og vitna í þessa grein Hallgríms: „Fossinn Dynj- andi í Arnarfirði er sem náttúru- gersemi og það sama fyrir Vestur- land og Gullfoss er Suðurlandi og Seljalandsfoss og Skógarfoss eru Eyjafjallasveitunum." — „Dynj- andi er gimsteinn í náttúruríki landsins." — „Þegar ég var bárn sá ég mynd af þessu vatnsfalli. Þá hét það Dynjandi." — „Megi svo Vestfirðingar og þjóðin öli ávallt njóta fegurðar og áhrifa þessa næstum óviðjafnanlega náttúru- fyrirbæris, sem Dynjandi í Arnar- firði er.“ Svo fórust Hallgrími Jónassyni orð. Sízt mun Hallgrím hafa órað fyrir því, að svo hrapallega færi, sem nú er komið á daginn. Sjálft Náttúruverndarráð (NVR) hefur nú tekið af öll tvímæli og illu heilli sett upp fagurlitað skilti við Dynj- anda og á er letrað skýrum stöfum Fjallfoss. Mig uggir að einhverntíma hefði verið send sending að vestan af minna tilefni, hvað þá fyrir aðra eins óhæfu, meðan þar voru menn sem eitthvað kunnu fyrir sér. Fróðlegt væri að vita hvaðan NVRi kemur vitneskja um þessa nafngift og þá hvenær Dynjandi var sviptur nafni. Það er ekki einasta, að Dynjandi sé einn fegurstur fossa. Hann ber einkar fagurt nafn, sem honum hefur verið sett af óskeikulli smekkvísi og næmri tilfinningu fyrir máli og náttúru. Sama má reyndar segja um fjöldann allan af vestfirzkum örnefnum. Hvað segja menn t.d. um annesin: Kóp- ur, Barði, Göltur, Öskubakur, Rit- ur, Kögur? Finnst nokkrum sem smekklausir menn hafi komið þar við sögu? I vestfirzkri sóknarlýsingu frá 1839 (höf.: séra Sigurður Jónsson, Hrafnseyri) segir svo: „Þegar komið er inn með þessu fjalli, er komið í hinn vestari botn fjarðar- ins að þeim bæ, sem heitir iTynj- andi, hver eð dregur nafn af stór- um fjallfossi árinnar, sem rennur hjá bænum.“ (Ath.: fjallfoss er hér samheiti, ritað með litlum staf. Sóknalýsingar Vestfj. II bls. 19, útg. Rvík 1952.) Hér er það sem sé svart á hvítu. Á máli klerksins margfróða heitir fossinn afdrátt- arlaust Dynjandi. „Mig uggir að ein- hverntíma hefdi verið send sending að vestan af minna tilefni, hvað þá fyrir aðra eins óhæfu, meðan þar voru menn sem eitthvað kunnu fyrir sér.“ Svo hefur fossinn þótt aðsóps- mikill, að ekki einungis bærinn sem undir honum stóð bar nafn hans. Áin, sem hann verður í, heit- ir Dynjandisá og fellur af Dynj- andisheiði í Dynjandisvog. Þor- valdur Thoroddsen telur, að foss- inn dragi nafn sitt a dunum mikl- um, sem jafnan heyrast frá fossin- um, þegar hann fer dynjandi niður hlíðina stall af stalli. „Dunandi fossinn kallar þig til sín; hann breiðir fram af bergi hvítan skrúða," segir í Hulduljóðum Jón- asar. Á kyrru kvöldi má heyra dyn hans langar leiðir, meira að segja handan fjarðar. Og ekki lætur hann minnst að sér kveða á vorin, þegar hann brýtur af sér vetrar- fjötrana, ryður fram klakastíflum og ísflykki byltast og endastingast með dunum og dynkjum niður bergstallana og með svo miklum fyrirgangi, að fólki varð ekki svefnsamt í bænum undir fossin- um. En hvenær var Dynjandi skírð- ur upp? Spyr sá, sem ekki veit. Ég læt ósagt við hverja kunni að vera að sakast, en víst er, að hér hefur hörmulega og óhönduglega til tek- ist, að ekki sé meira sagt. Dynjandi hét fossinn í munni prófastsins, föður Jóns Sigurðs- sonar. Dynjandi heitir hann á bókum Þorvaldar Thoroddsen (Lýs. ísl. I bls. 321, mynd nr. 56). Dynjandi heitir hann á máli Arn- firðinga og velflestra Vestfirð- inga. Dynjandi er hann nefndur á frímerki, sem út var gefið 1935. I Arnardalsætt er heilsíðumynd af fossinum Dynjanda í Arnarfirði (mynd nr. 4, I. bindi). Ekki vissi Hallgrímur Jónasson betur en fossinn héti Dynjandi frá önd- verðu. Þá heitir Dynjandi foss einn í Jökulfjörðum norður og einnig bær, sem ber nafn hans. Dynjandi heitir og foss í Víði- dalsdrögum eystra. Báðir hinir síðastnefndu fossar eru áþekkir dynjanda í Arnarfirði ásýndum, þótt ekki séu þeir jafningjar hans að mikilleik og prúðu yfirbragði. Getur tilviljun ein ráðið, að þess- um fossbræðrum hefur verið valið eitt og sama nafn? Nei, það held ég sé af og frá. Hér hafa málhagir menn og smekkvísir lagt orð í belg. Snjallari nafngift mun vand- fundin. Treystir sér einhver að andmæla því? Til þess að auka enn á fegurð sína og sundurgerð hefur Dynj- andi getið af sér fimm fossa, sem hver heitir sínu nafni: Hundafoss, Dynjandi I Arnarfirði. Strokkur, Göngumannafoss, Hrís- vaðsfoss og Sjóarfoss (Bæjarfoss). Von mín er sú, að Dynjandi megi ávallt bera tignarheitið sem hon- um sómir og verði ætíð öldnum og óbornum til unaðsbóta. Ég særi NVR til þess að reka af sér slyðru- orð, fella þessa níðstöng og senda út í hafsauga, en setja upp nýtt skilti og betrumbæta þann veg, að Dynjanda verði þar ekki ofaukið. NVR getur með engu móti vikist undan því, öðru verður ekki unað. Skylt er í þessu sem öðru að hafa heldur það er sannara reykist. Höíundur er augnlæknir í Reykja- rík. STOPP! Nú ættirðu að renna við og skoða notaða bíla í rúmgóðum og björtum sýningarsal okkar. Mikið úrval góðra og notaðra bfla BÍLATORG „Neöst í Nóatúni eru vidskiptavinir okkar efstir á blaði." NÓATÚNI 2 ■ SlMI: 621033 Það eru bílarnir frá MITSUBISHI sem eru vinsælastir hérlendis Samkvæmt skýrslu Hagstofunnar er mest seldi bíllinn: MITSUBISHI GALANT B* LANCER B* COLT TREDIA m* SPACE WAGON PAJERO B* L-300 Dómgreind blfreidaelgenda bregst ekki! •¥ Þeir vita að MITSUBISHl verk- smiðjurnar eru ávallt í fararbroddi varðandi tæknibúnað og hönnun sinna bíla. w* Þeir vita að MITSUBISHI fram- leiðir trausta bíla, sem halda verð- gildi sínu við endursölu. »> Þeir vita að MITSUBISHI sér inní ókomna tíð og að frá þeim koma hugmyndirnar, sem eiga eftir að skapa framtíðarbílinn H HEKIA HF J.Laugavegi 170 -172 Sirni 21240 PRISMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.