Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 29
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 22. MAl 1985
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1985
29
flfaKgttuliIfifrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fróttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö.
Deilur innan
Aþýðusambandsins
Formönnum aðildarfélaga
Alþýðusambands íslands
tókst ekki að ná samkomulagi
um það á fundi sínum á mánu-
daginn, hvernig standa skuli
að viðræðum við vinnuveitend-
ur um kaup og kjör. Ekki er
um það deilt milli vinnuveit-
enda og talsmanna launþega
að kaupmáttur rýrnar. Full-
trúar Alþýðusambandsins og
Vinnuveitendasambandsins
hafa ræðst við undanfarnar
vikur og mánuði um tæknileg
atriði er varða væntanlega
samninga, en samkvæmt því
sem samið var um á síðasta
hausti er það fyrst frá 1. sept-
ember nk. sem unnt er að segja
samningum upp. Hitt hefur
legið í loftinu, að kannski væru
vinnuveitendur tilbúnir til að
Ijá máls á því að sporna gegn
kaupmáttarrýrnuninni strax
næðist samkomulag um
áfangahækkanir til langs
tíma.
Á fundi formanna ASÍ-fé-
laga var tekist á um það hvort
leita ætti eftir launahækkun-
um strax eða hætta öllum
samkomulagstilraunum og
láta til skarar skríða með háar
prósentukröfur 1. september.
Þessi sjónarmið reyndist ekki
unnt að sætta og miðstjórn Al-
þýðusambandsins fékk ekki
neitt umboð sem leitt getur
kjaraviðræðurnar inn á nýja
braut.
Þetta er hörmuleg niður-
staða en þó ekki annað en stað-
festing á því sem löngum hefur
verið vitað, að innviðir verka-
lýðshreyfingarinnar eru síður
en svo eins traustir og þeir
láta sem hæst hrópa. Guð-
mundur J. Guðmundsson, for-
maður Dagsbrúnar og Verka-
mannasambands íslands, hef-
ur löngum verið í forsvari
þeirra sem tala af mestri um-
hyggju um þá sem minnst
mega sín meðal launþega en
láta stjórnast af flokkspóli-
tískri umhyggju þegar til
samninga kemur. Innan
Alþýðusambandsins hefur
Guðmundur J. nú skipað sér í
forystu þeirra sem vilja sýna
„hörku“, efla baráttuandann
og berja á andstæðingnum.
Þjóðin hefur svo oft reynt
þessa leið með dapurlegum af-
leiðingum, síðast á liðnu
hausti, að það er í raun undar-
legt að öfgaöflin innan ASÍ
telji hana enn sér til fram-
dráttar.
Krafa um átök átakanna
vegna stangast á við þau meg-
inviðhorf sem setja svip sinn á
ummæli hins almenna launa-
manns, þegar álits hans er
leitað, til dæmis hér í blaðinu
1. maí síöastliðinn.
Deilurnar innan Alþýðu-
sambandsins endurspegla að
verulegu leyti átökin í Alþýðu-
bandalaginu, þar sem Fylk-
ingarfélagar hafa brotist til
valda gegn hinum hófsamari
öflum. Alþýðubandalagið er
stjórnlaust og nýtur þverrandi
trausts. Sameiningartákn
verkalýðshreyfingarinnar, Al-
þýðusamband íslands, á annað
skilið en bíða skipbrot eins og
Alþýðubandalagið vegna
flokkspólitískrar uppdráttar-
sýki. Stefnuleysið eftir for-
mannafundinn lofar ekki góðu
um framháldið. Hefur skapast
það tómarúm sem öfgaöflin
vildu?
Hryðju-
verkamenn
Forsíðufrétt Morgunblað-
sins á laugardaginn um að
flugvél á leið frá Norður-
Yemen til Nicaragua sem fórst
á Grænlandsjökli hafi flutt
menn í tengslum við hryðju-
verkamenn PL0 minnir okkur
enn einu sinni á það, að ísland
sé kannski ekki eins fjarlægt
þeirri hryðjuverkaöldu sem
gengur yfir heiminn og við oft
ætlum. Þessi flugvél hafði
viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli
áður en hún hélt upp í hinstu
ferð sína.
Það eitt að vélin var að
flytja menn frá Norður-Yemen
til Nicaragua segir sína sögu.
Norður-Yemen er eitt af þeim
ríkjum sem leitað hafa eftir
vináttu Sovétstjórnarinnar á
liðnum árum og þar er hernað-
arbækistöð PLO, skæruliða-
hreyfingar Arafats. Nicaragua
er á leiðinni að verða sovésk
nýlenda hafi landið ekki end-
anlega komist í þann lítt öf-
undsverða ríkjaflokk eftir för
Ortega til Moskvu á dögunum.
Hér á landi þarf að vera
fyrir hendi viðbúnaður af
hálfu íslenskra stjórnvalda,
svo að unnt sé að snúast gegn
hryðjuverka-hættunni í hvaða
mynd sem hún birtist. Á veg-
um lögreglunnar í Reykjavík
er starfandi sérsveit, svokölluð
víkingasveit, til að sinna þessu
hlutverki. Hana ber að styrkja
og efla eftir því sem efni og
aðstæður leyfa.
Þrýstingur á Schliiter
og kjarnorkuvopnaleysi
eftir John G. Ausland
Þótt mikið sé rætt um samstöðu
og samvinnu Norðurlanda láta
fjölmiðlar í Noregi sig litlu skipta
hvað gerist annars staðar á Norð-
urlöndunum. í Osló eiga menn
greiðari aðgang að upplýsingum
um þróun mála í Nicaragua en í
Danmörku. Ég varð áþreifanlega
var við þetta á dögunum þegar ég
tók mér á hendur ferð til Kaup-
mannahafnar og fékk ýmsar
markverðar upplýsingar um þróun
öryggismálaumræðunnar í Dan-
mörku.
Gn hvar á að hefja leitina að
skýringum á atburðum líðandi
stundar? Þingkosningarnar árið
1973 ollu straumhvörfum í dönsk-
um stjórnmálum, en þó virðist
nærtækara að líta til kosninganna
árið 1982. Að þeim loknum komust
íhaldsmenn til valda og Poul
Schluter varð forsætisráðherra,
en sósíaldemókratar lentu í
stj ór n arandstöðu.
Svipuð staða kom upp í Noregi
að afloknum þingkosningunum ár-
ið 1981. Þar var mynduð sam-
steypustjórn og Káre Willoch,
formaður Hægriflokksins, varð
forsætisráðherra. Stjórn Schlút-
ers í Danmörku er hins vegar
minnihlutastjórn, en Radikale
venstre hafa stutt stefnu hennar í
efnahagsmálum. Þá hafa sósíal-
demókratar veitt ýmsum stefnu-
málum stjórnarinnar í öryggis-
málum brautargengi. Þetta fyrir-
komulag hefur tryggt farsæla
stefnu í efnahagsmálum en hins
vegar valdið nokkrum erfiðleikum
á Þjóðþinginu þar sem stjórnin
hefur ekki getað treyst á stuðning
sósíaldemókrata við mótun af-
stöðu hennar til kjarnorkuvopna.
Ég spurði Lasse Budtz, helsta
talsmann sósíaldemókrata í utan-
ríkismálum, hverju þetta sætti.
Hann brosti sinu blíðasta og sagði
að sósíaldemókratar vildu neyða
ríkisstjórn Schluters til að fallast
á afstöðu þeirra til kjarnorku-
vopna. Ýmsir fréttaskýrendur
telja tilganginn allt annan og að
sósíaldemókratar séu fyrst og
fremst að treysta eigin samstöðu.
Líkt og flokksbræður þeirra í Nor-
egi eiga danskir sósialdemókratar
í erfiðleikum við að halda flokki
sínum heilum og óskiptum. Ef það
á að takast verður að leita sátta
við vinstri öflin í flokknum og því
er stjórn Schlúters beitt þrýstingi.
Bandaríksir fréttaskýrendur,
sem sérhæfa sig í málefnum Dan-
merkur, efast ekki um að Anker
Jörgensen sé eindreginn andstæð-
ingur kjarnorkuvopna. Þeir benda
hins vegar á, að nú þegar hann er
í stjórnarandstöðu reynist honum
auðveldara að láta þessa afstöðu í
Ijós en þegar hann sat að völdum.
Fyrirvarar og gagnrýni
í danska Þjóðþinginu voru sam-
þykktar einar tfu þingsályktanir
um kjarnorkuvopn og vegna
þeirra höfðu Danir, líkt og Grikk-
ir, ýmsa fyrirvara á samþykktum,
sem gerðar voru innan Atlants-
hafsbandalagsins. Þessir fyrirvar-
ar komu þó aðallega fram sem
neðanmálsgreinar við fréttatil-
kynningar frá NATO. Ráðamenn
bandalagsins í Brússel og leiðtog-
ar annarra aðildarríkja urðu því
undrandi, þegar Danir neituðu að
inna af hendi framlag sitt til
mannvirkjasjóðs Atlantshafs-
bandalagsins til smíði banda-
rískra stýriflauga og flauga af
gerðinni Pershing II.
Embættismenn í Washington
hafa verið óvenju harðorðir í
gagnrýni sinni. Raunar munu
embættismenn þessir hafa sagt að
ekki hafi verið haft rétt eftir
þeim. Hvað um það, gagnrýnin
hitti í mark. Danskur embættis-
maður sagði við mig: „Innst inni
vitum við að gagnrýnin á rétt á
sér, við hefðum hins vegar óskað
Poul SchHiter, forsætisráðherra
Danmerkur. Danskir sósíaldemó-
kratar sækja að stjórn hans í utan-
ríkismálum meðal annars með kröf-
unni um kjarnorkuvopnalaus svæði
i Norðurlöndunum.
þess að hún hefði ekki verið gerð
opinber."
Á seinni hluta síðasta árs þótti
Svend Auken, einum leiðtoga sósí-
aldemókrata, nóg komið. Nokkurs
óróa hafði gætt í Danmörku vegna
óvissu um hvert væri hlutverk
landsins í áætlunum Atlants-
hafsbandalagsins, einkum þar sem
yfirmenn hermála í Danmörku
höfðu farið þess á leit að fram
færu endurbætur á áætlunum
varðandi aukinn herafla á ófrið-
artímum. Komið hafði í ljós, að
trú almennings á hæfni stjórn-
valda til að tryggja öryggi lands-
ins fór minnkandi.
Dyvig-skýrslan
Að frumkvæði Aukens, sem er
formaður þingsflokks sósíaldemó-
krata, lét utanríkisráðuneytið
gera skýrslu, sem nefnist: „Staða
öryggismála Danmerkur á 9. ára-
tugnum". Skýrsla þessi er nefnd
„Dyvig-skýrslan" vegna þess að
Peter Dyvig, háttsettur embættis-
maður í utanríkisráðuneytinu, var
formaður nefndarinnar, sem stóð
að gerð hennar. í skýrslunni var
tekið undir þá fyrirvara, sem
stjórn Schlúters hafði sett varð-
andi tillöguna um að lýsa Norður-
lönd kjarnorkuvopnalaust svæði.
Sósíaldemókratar hafa ekki
viljað samþykkja þessa niður-
stöðu. Nú hefur verið skipuð þing-
mannanefnd sem mun, á grund-
velli þeirrar niðurstöðu, sem fram
kemur í „Dyvig-skýrslunni",
kanna stöðu öryggismála Dan-
merkur. Svend Jacobsen, forseti
danska Þjóðþingsins, er formaður
þeirrar nefndar. Danskir embætt-
ismenn vonast til að niðurstöður
nefndarinnar leiði til þess að sósí-
aldemókratar láti af skærum sín-
um í Þjóðþinginu og meiri stöðug-
leiki ríki í öryggismálaumræð-
unni. Þess er vænst að nefndin
ljúki störfum á næsta ári.
Þingkosningar
Rót þessara pólitísku átaka er
miklu fremur vangaveltur um
þingkosningar en bollaleggingar
um þjóðaröryggi. Svo kann að fara
að kosið verði á síðari hluta næsta
árs. Mér virðist sem danskir
stjórnmálamenn hafi yfirleitt
takmarkaðan áhuga á varnarmál-
um. Þegar ég spurði danska emb-
ættismenn og sérfræðinga í utan-
ríkismálum um varnarmál var
mér oftast bent á að beina spurn-
ingum mínum til O.K. Lind, yfir-
hershöfðingja.
Þótt þingmannanefndin, sem nú
hefur verið skipuð, og samninga-
viðræður stórveldanna í Genf hafi
orðið til þess að létta nokkuð
þrýstingnum af stjórn Schlúters
er ólíklegt að sósíaldemókratar
reynist viljugir til að slaka á
klónni. Anker Jörgensen hefur
haft frumkvæði að ráðstefnu nor-
rænna þingmanna í haust um
kjarnorkuvopnalaus svæði og
verður hún haldin í Kaupmanna-
höfn. Ekki er líklegt, að þar dragi
til tíðinda. Danskur embættis-
maður sagði við mig: „Svo lengi
sem þeir gera ekki meira en að
rabba saman er engin hætta á
ferðum."
Kjarnorkuvopna-
laus Noröurlönd
Eftir því sem ég fékk best séð er
sú barátta, sem sósíaldemókratar
heyja nú fyrir því að Norðurlönd
verði lýst kjarnorkuvopnalaust
svæði, illa grundvölluð. Ég spurði
Lasse Budtz hvað sósíaldemókrat-
ar myndu gera í þessu máli ef þeir
kæmust til valda, en hann vék sér
fimlega undan því að svara spurn-
ingunni. Hann kvaðst búast við
sigri Verkamannaflokksins í þing-
kosningunum í Noregi í september
og taldi þá líklegt, að ríkisstjórn
undir forsæti Gro Harlem Brundt-
land, formanns Verkamanna-
flokksins, myndi hefja máls á
þessari hugmynd innan NATO.
Ég spurði einn talsmanna
Verkamannaflokksins í Noregi,
hvort ríkisstjórn undir forsæti
Gro Harlem Brundtland myndi
taka upp hugmyndina um kjarn-
orkulaust svæði á Norðurlöndum,
og taldi hann að sú stjórn kæmist
vart hjá því. Hann bætti við, að
þetta gæti aðeins gerst eftir að
ríkisstjórnir Norðurlanda hefðu
komist að samkomulagi um málið.
Flokkar sósíaldemókrata í
Vestur-Evrópu, að undanskildum
þeim franska, sem er í ríkisstjórn,
leitast nú við að samræma viðhorf
sín til öryggismála. Svo lengi sem
flokkar þessir eru utan ríkis-
stjórna er NATO enginn vandi á
höndum. Hins vegar gæti stjórn
Schlúters komist í hann krappan,
vegna minnihlutastöðu sinnar, ef
sósfaldemókratar mynda stjórn
bæði í Svíþjóð og Noregi af aflokn-
um þingkosningunum í september.
Höfundur er fyrrrerandi starfs-
maöur bandarísku utanríkisþjón-
ustunnar. Hann er búsettur í Osló
og leggur stund i ritstörf.
Garðyrkjufélag íslands 100 ára:
6000 félagar á 17
stöðum á landinu
GARÐYRKJUFÉLAG íslands, sem nú á aldarafmæli, er félag áhugamanna um
garðyrkju, bæði lærðra og leikra. Félagið var stofnað f Reykjavík 26. maí 1885
og helsti hvatamaður að stofnun þess var þáverandi landlæknir, Georg Schierb-
eck, ásamt Árna Thorsteinssyni landfógeta o.fl. í eigu þessara manna voru tveir
clstu og merkustu skrúðgarðar í Reykjavík: Landfógetagarðurinn (að baki
Hressingarskálans), sem Arni gerði á árunum 1862—65, og Bæjarfógetagarður-
inn (í gamla kirkjugarðinum) við Aöalstræti, gerður af Schierbeck 1884. Þessar
upplýsingar komu fram á blaðamannafundi félagsins í gær.
Aðalmarkmið félagsins var strax
i upphafi „að glæða áhuga landsbúa
á garðyrkju" eins og segir i boðs-
bréfi til stofnunar „Hins íslenska
garðyrkjufélags", eins og það hét f
fyrstu. Þetta er enn aðalmarkmið
félagsins, sem starfað hefur nær
óslitið frá stofndegi, að undantekn-
um árunum frá 1902—1917, en á
þeim árum tók Búnaðarfélag ís-
lands að nokkru leyti að sér hlut-
verk félagsins.
Á fyrstu árum félagsins var meg-
ináherslan lögð á að hvetja menn til
ræktunar hollra garðávaxta og að-
stoða við útvegun fræja, garðyrkju-
áhalda o.s.frv. og miðla fræðslu um
þá ræktun, þó skrúðgarðyrkja væri
þá einnig ofarlega á baugi. Síðar
lagði félagið mikla aherslu á yl-
ræktina, eftir að gróðurhúsabygg-
ingar hófust hér fyir alvöru. Nú á
seinni árum hefur áhugi á skrúð-
garðyrkju aukist mjög og verkefni
félagsins því f auknum mæli beinst
að henni, þó segja megi að fátt, sem
gróður og ræktun varðar, sé því
óviökomandi.
Markmiði sfnu, að auka og efla
garðyrkjuáhuga í landinu, hefur fé-
lagið fyrst og fremst þjónað með
fræðslu- og upplýsingastarfsemi,
svo sem útgáfu rits og handbóka
(Gróðurhúsabókin, Matjurtabókin,
Skrúðgarðabókin, Sveppakverið),
með fræðslufundum, fræðsluferð-
um, ásamt greinum og fyrirlestrum
í fjölmiðlum. Þá er kominn á
skrifstofu félagsins dágóður vísir
að safni innlendra og erlendra
handbóka um garðyrkju, sem
áhugamenn um þessi efni hafa að-
gang að. Skrifstofa félagsins er til
húsa á Amtmannsstfg 6 og er opin á
mánudögum og fimmtudögum frá
kl. 2—6 auk fimmtudagskvölda frá
kl. 8-10.
Ársrit félagsins, Garðyrkjuritið,
hóf göngu sfna 1895 og kom út til
1901, en þá varð hlé á útkomu þess
til 1920. Síðan hefur það komið út
nær óslitið til þessa dags.
Fréttabréfið, Garðurinn, hóf
göngu sfna 1967. Það kemur út
nokkrum sinnum á ári og flytur
fundarboð, fréttir, fræðslupistla
o.fl. til félagsmanna. Margvfsleg
önnur þjónusta er innt af hendi, svo
sem útvegun lauka, fræja, bóka o.fl.
Félagsmenn eru hátt í 6.000 og
garðyrkjudeildir eru starfandi við
félagið á 17 stöðum vfðs vegar um
landið og njóta þær þjónustu þess.
Megnið af því mikla starfi, sem
unnið er á vegum félagsins, bæði
skrif f Garðyrkjuritiö og almenn
störf, er unnið f sjálfboðaliðavinnu
kauplaust.
Á afmælisárinu verður óvenju
margt um að vera. Á vegum póst-
þjónustunnar kemur út frímerki f
júnf helgað aldarafmæli Garð-
yrkjufélags lslands.
Garðyrkjufélagið lætur slá veg-
legan minnispening úr bronsi, sem
verður að lfkindum tilbúinn til af-
hendingar í júlf.
Fræðslufundir verða fjölmargir,
bæði í Reykjavík og f deildunum.
Garðyrkjuritið verður viðameira en
nokkru sinni og sennilega koma
fleiri fréttabréf til félagsmanna en
áður.
Vorgarðaskoðun verður f lok maí,
en hún hefur ekki verið áður.
Sumargarðaskoðun verður í júlí.
Morgunbladid/Bjarni
Félagar í stjórn Garðyrkjufélags íslands, fri vinstri: Ólafur B. Guðmundsson,
Óli Valur Hansson, Sigríður Hjartar og Björgvin Gunnarsson.
Stefnt er að garðyrkjusýningu á
vegum félagsins, ef hentugt hús-
næði fæst, þar sem félagsmenn
leggja sjálfir til plöntur.
Stefnt er að fræðsluferðum á veg-
um félagsins i nágrannasveitir
Reykjavíkur.
Á afmælisdaginn, 26. maf, hvfta-
sunnudag, mun félagið minnast ald-
arafmælisins með veglegum afmæl-
isfundi á Hótel Sögu, Súlnasal. Þar
verður minnst stofnenda félagsins
og fjölmargt til fróðleiks og
skemmtunar, auk kaffiveitinga.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir GODWIN MATATU
Sómalía fær vopn
frá Suður-Afríku
JOHN VORSTER talaði eitt sinn digurbarkalega um það þegar hann var
forsætisráðherra Suður-Afríku að hernaðarlegt athafnasvæði landsins
næði alla leið norður að miðbaug. Nú virðist það ná lengra.
Suður-Afríkumenn hafa gert
leynilega samninga um sam-
vinnu í hermálum og efna-
hagsmálum við Sómalíu, fátækt
og illa varið land á austurhorni
Afríku.
Ríkisstjórn Siad Barre forseta
í Sómalíu hefur harðlega neitað
þvi að hún standi i nokkrum
tengslum við stjórnina í Pret-
óríu. En í vínstúkum höfuðborg-
arinnar Mogadishu má heyra
menn tala með greinilegum
suður-afrfskum hreim. Það er
því ekkert leyndarmál að Suð-
ur-Afrikumenn standa fyrir
næturflugi til Sómalfu og að
löndin hafa með sér leynilegt
samband.
Sómalíumenn vilja fá vopn og
þess vegna eiga þeir samskipti
við Suður-Afríkumenn. Þeir
vildu tilheyra Arabaheiminum,
en eftir auðmýkjandi ósigur
fyrir Eþíópíumönnum f landa-
mærastríðinu í Ogaden-auðninni
einangruðust þeir frá arabískum
vinarfkjum, sem sneru við þeim
baki. Sómalíumenn neyddust því
til þess að snúa sér til Suður-
Afríkumanna snemma á þessum
áratug, fyrst með aðstoð milli-
göngumanna.
Þetta leynilega samband hefur
haldið áfram og suður-afrískir
embættismenn hafa stöku sinn-
um komið til Mogadishu. I fyrra
var valdamiklum landvarnar-
áðherra Sómalíu, Mohammed
Samantar hershöfðingja, tekið
með viðhöfn í Pretóríu.
Hann skoðaði nokkur hernað-
armannvirki, m.a. verksmiðjur
sem Armscor rekur. Siðan hefur
hann átt mikinn þátt f að auka
samskipti Sómaliu og Suður-
Afríku.
Utanríkisráðherra Suður-
Afríku, Rölef „Pik“ Botha, fór á
laun til nokkurra Austur-
Afríkuríkja í desember sl. og
kom við í Mogadishu, þar sem
hann ræddi við Barre forseta.
Skömmu síðar var staðfest í
Pretóríu að Botha hefði tryggt
samning, sem heimilaði suður-
afríska flugfélaginu (SAA) að
fljúga inn f lofthelgi Sómalfu og
lenda í Mogadishu.
Athuganir mínar gefa hins
vegar til kynna að Botha og
Barre hafi náð samkomulagi um
margt fleira.
Samkvæmt góðum heimildum
í Mogadishu samþykktu Suður-
Afríkumenn að endurnýja úrelt-
an og úr sér genginn vopnabúnað
Sómalfuhers, sem er skipaður
60.000 mönnum. Auk þess skyldu
Suður-Afríkumenn útvega
tæknimenn til að bjarga herbún-
aði Sómalfumanna og sjá um
viðhald á honum. Mikið af her-
búnaðinum er frá Sovétríkjun-
um og er i slæmu ásigkomulagi.
Suður-Afríkumenn sam-
þykktu að lengja stutta flug-
braut i smábænum Kisimayu á
ströndinni suður af höfuðborg-
inni og bæta hafnaraðstöðu þar.
Þarna eiga SAA og suður-
afríski sjóherinn að geta fengið
aðstöðu, ef og þegar þess gerist
þörf. Lendingarleyfi eru ekki
bundin við SAA, sem er ríkisrek-
ið flugfélag. Allar suður-afrískar
flugvélar fá að lenda þarna.
Vera má að vopnasendingar
Suður-Afríkumanna til Sómalíu
séu þegar hafnar. Undanfarnar
sex vikur hefur verið mikið um
lendingar og flugtök að nætur-
lagi á flugvellinum i Mogadishu.
Þeim fáu starfsmönnum, sem
venjulega hafa unnið á nætur-
vöktum, hefur verið sagt að
vinna aöeins á daginn. Einn
þeirra sagði: „Þetta gerist alltaf
þegar þeir vilja að við vitum ekki
hvað er á seyði.“
Mestallur farmurinn er flutt-
ur burtu í herflutningabifreiðum
að morgni dags, samkvæmt
flugvélin eru í rammlega víg-
girtri flugstöð i Baidoa, 300 km
vestur af Mogadishu.
Flugher Sómaliu, sem er
skipaður 2.000 mönnum, á ekki
fleiri flugvélar.
Þegar Samantar hershöfðingi
fór til Suður-Afríku í fyrra bað
hann starfsbróður sinn þar,
Magnus Malan hershöfðingja, að
heimila að ráðnir yrðu flugmenn
og varalið og að Sómalíumenn
yrðu þjálfaðir til að fljúga,-
Hunter-flugvélum. Þess vegna
voru tíu flugmenn, sem áður
voru búsettir í Rhódesíu, sendir
til Sómalíu og auk þeirra nokkr-
ir tæknimenn.
Lee Thompson, Breti, stjórn-
aði þjálfuninni í fyrstu, en Wilde
flugliðsforingi, Suður-Afríku-
Viðbúnaður í hinni fornu borg Harar, sem Sómalíumenn reyndu
nokkrum sinnum að ná á sitt vald ( Ogadenstríðinu.
þessum heimildum. Stundum
hafa flugvélar með starfs-
mönnum Air Comores (eftir ein-
kennisbúningum að dæma) sézt
standa við enda flugbrautarinn-
ar og bíða myrkurs svo að af-
ferming geti farið fram.
Suður-Afríkumenn sér Air
Comores fyrir flugvélum, flug-
mönnum og skrifstofufólki. (At-
hyglisvert er að skráningarnúm-
er einkaþotu Pik Botha hafði
verið falið með svörtu gerviefni
(pólýetýleni) þegar hann lenti í
Mogadishu.)
Stjórnarerindrekar í Moga-
dishu telja að þessar flugvélar
flytji hergögn. „Við erum næst-
um því vissir um að Suður-
Afríkumenn flytja hergögn, sem
þeir tóku herfangi í Angola,"
sagöi gamalreyndur vestrænn
stjórnarerindreki.
Hergögn Angolamanmna eru
sovézk að uppruna (til 1977
fengu Sómalíumenn einungis
vopn frá Sovétríkjunum) og
mundu blandast vel þeinj her-
gögnum, sem fyrir eru i vopna-
búri þeirra. Vera má að Suður-
Afríkumenn selji einnig her-
gögn, sem þeir smíða sjálfir, til
Sómalíu með hagstæðum lána-
kjörum.
Sómalíumenn hófust handa
um að auka fjölbreytni hergagna
sinna í fyrra þegar þeir eignuð-
ust níu ódýrar, brezksmíðaðar
Hawker Hunter-flugvélar og
tveggja sæta æfingaflugvél frá
Abu Dabi. Ein Hunter-flugvélin
fórst og hinar átta og æfinga-
maður, tók við af honum. Að
undanförnu hafa leiðbeinend-
urnir ekki fengið að yfirgefa
Baidoa-flugstöðina, þar sem yf-
irvöld í Sómalíu ákváðu að þeir
skyldu láta lítið á sér bera.
I Mogadishu viðurkenna sóm-
ölsk yfirvöld með semingi að
suður-afrísku leiðbeinendurnir
séu í landinu og segja: „Þeir eru
sérfræðingar, sem voru ráðnir
með samningi, og við kynnum
okkur ekki feril sérfræðinga."
Yfirvöldin eru hins vegar treg
til að skýra frá því hverjir greiði
þeim laun og ræða ákvæði samn-
ings þeirra. Samkvæmt óstað-
festum fréttum hafa þeir verið
viðriðnir árásir á stöðvar skæru
liða, sem berjast gegn stjórn
inni.
Ljóst er að Sómalíumenn
vopnast af kappi. Þeir eru
óánægðir með að 40 milljóna
dala hernaðaraöstoð Banda-
ríkjamanna takmarkast við
varnarvopn. Suður-Afríka virð-
ist eina landið, sem býður upp á
víðtækari hernaðaraðstoð.
Eþíópíumenn, erkifjendur
Sómalíumanna, hafa fyllzt undr
un og skelfingu. Stjórnin í Addis
Ababa, sem Rússar styðja, hefur
sett fram harðorð mótmæli í
orðsendingu, sem hefur verið
dreift til allra aðildarríkja Ein-
ingarsamtaka Afríku. Sómaliu
menn eiga eftir að svara.
Höfundur er fréttaritari Observ
er í Nairobi.