Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1985 23 Dalvík: Skipstjórnarefni útskrifast Dthík 19. maí. Á UPPSTIGNINGADAG 16. maí útskrifuðust frá Dalvíkurskóla 5 skipstjóra- efni með fyrsta stigs skipstjórnarréttindi. Þetta er I fjórða skipti sem slík útskrift fer fram frá skólanum, en samtals hafa 28 nemendur útskrifast frá því að skipstjórnarbraut var stofnuð við skólann árið 1981. Samkvæmt nýsamþykktum lög- um um atvinnuréttindi skipstjórn- armanna veitir 1. stig nú réttindi til stjórnunar fiskiskipa allt að 200 lestum. Með þeim lögum er veru- lega hert að þeim undanþágum sem viðgengist hafa á íslenska fiski- skipaflotanum. Næstu 2 skólaár verður undanþágumönnunum boðið upp á að ljúka fyrsta stigi á tveim- ur hálfs árs námskeiðum og munu þeir hljóta 80 tn. skipstjórnarrétt- indi eftir fyrra námskeiðið. Boðið verður upp á slík námskeið á nokkrum stöðum á landinu en sam- kvæmt auglýsingu menntamála- ráðuneytisins verður Dalvík eini kennslustaðurinn Norðanlands. Að sögn skólastjóra Kristjáns Aðal- steinssonar, virðist þátttaka á þessum námskeiðum á Dalvík ætla að verða nokkuð góð svo og virðist töluverður áhugi verða á 1. stigs skipstjórnarbrautinni á næsta ári. Mjög góð samvinna hefur tekist með Dalvíkurskóla og stýrimanna- skólanum f Reykjavík um skipulag skipstjórnarfræðslunnar á Dalvfk en deildin er undir faglegri umsjá Stýrimannaskólans. Frá útskrift skipstjóraefna á Dalvfk f.v.: Kristján Aðalsteinsson skólastjóri, Valdimar Jónsson, Jóel Kristjánsson, Hörður Harðarson og Anton Gunnlaugs- son. Á myndina vantar Hannes Kristjánsson. Hæstu meðaleinkunn af skip- stjórnarbrautinni nú f vor hlaut Jóel Kristjánsson frá Siglufirði, 9,42 sem er ágætiseinkunn, og jafn- framt hæsta meðaieinkunn sem náðst hefur á 1. stigi frá Dalvík- urskóla. Við útskrift voru afhentar viðurkenningar fyrir námsárangur. Bjarni Bjarnason stjórnarmaður f Skipstjórafélagi Norðlendinga af- henti viðurkenningu fyrir bestan árangur í siglingafræðum en þau hlaut Jóel Kristjánsson. Þá afhenti skólastjóri viðurkenningu frá Út- vegsmannafélagi Norðurlands fyrir bestan námsárangur svo og viður- kenningu frá Dalvíkurskóla til Jóels Kristjánssonar og Antons Gunnlaugssonar fyrir frábæra elju og ástundun við námið. Anton er elstur nemenda sem útskrifast hafa frá deildinni og hefur hann stundað sjómennsku lengi og verið á undanþágum til skipstjórnar nokkur ár er hann dreif sig á skóla- bekk til að afla sér réttinda. Var hann því vel að viðurkenningunni kominn en hann náði mjög góðum námsárangri. Skipstjórnarbraut á Dalvfk sækja nemendur víðs vegar af Norðurlandi og hafa nemendur komið frá öllum þéttbýlissvæðum frá Siglufirði til Húsavíkur. Náms- árangur þeirra hefur verið með ágætum og flestir nemendanna hafa haldið afram námi. Af þeim 22 nemendum sem luku 1. stigi á Dalvík fyrstu 3 árin hafa 14 þeirra lokið 2. stigi i Stýrimannaskólan- um i Reykjavík eða i Vestmanna- eyjum. Fréttaritarar Morgunbladid/Halldór Gunnarsson Tónleikar barnakórs Tónlistarskóla Rangæinga í Stóradalskirkju. i Tónleikar í Stóra- dalskirkju Holti, 16. maí. Á uppstigningardag hélt barnakór Tónlistarskóla Rangæinga lokatón- leika þessa skólaárs í Stóradals- kirkju. Kórinn hefur verið á söng- ferðalagi um Vestfirði og komið þar fram í ísafjarðarkirkju, Hólskirkju og Suðureyrarkirkju. Kórinn flutti fjölbreytta og erf- iða efnisskrá svo unun var á að hlýða. Má þar nefna „Panis Angel- icus“, „Agnus Dei“, „Faðir vor“ og „Dýravísur" eftir Loft S. Loftsson við nýtt kvæði Friðriks Guðna Þórleifssonar, en hann er jafn- framt undirleikari kórsins. Ein- söngvarar kórsins sungu sérstak- lega vel, en þau eru: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir, Guðbjörg Viðarsdóttir og Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir. Barnakórinn var stofnaður 1976 og hefur starfað óslitið síðan og jafnan borið Tónlistarskóla Rang- æinga og því menningarstarfi sem þar fer fram fagurt vitni. 1978 fór kórinn í söngferðalag til Noregs í boði Ragni Holter Musikkinstitutt og St. Laurentiuskórsins f Lör- enskog og 1982 gaf kórinn út hljómplötuna „Ég bíð eftir vori“. í kórnum eru núna 28 börn víðs- vegar úr Rangárvallasýslu og er stjórnandi kórsins frá upphafi Sigríður Sigurðardóttir, skóla- stjóri Tónlistarskóla Rangæinga. — Fréttaritari Margra ára reynsla sannar gæði þakmálningunar frá Málningu hf. ÞOL er sérframleidd alkýðmálning, sem innlend reynsla hefur skipað í sérflokk vegna endingar og nýtni. ÞAKMÁLNING SEM ENDIST ÞOLer framleitt í fjölbreyttu litaúrvali. Handhægt litakort auðveldar valið á réttum lit. ÞOL tryggir þér fallegt útlit og góða endingu. málninghlf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.