Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAt 1985 5 Þeir Kim Sjögren (fiðia) og Lars Hannibal (gítar og lúta) sem mynda Duo Concertante. Duo Concertante í Norræna húsinu Miðvikudagskvöldid 22. maí má heyra nokkuö óvenjuleg hljóðfsri hljóma saman í Norræna húsinu. Hér eru á ferðinni danskir lista- menn, Kim Sjogren sem leikur á fiðlu, og Lars Hannibal, sem leikur á gítar og lútu. I frétt frá Norræija húsinu segir að þeir Sjogren og Hannibal hafi stofnað duo sitt, Duo Concertante árið 1980. Þeir hafa síðan haldið fjölda tónleika í Danmörku, og sent frá sér tvær hljómplötur. Leikur þeirra þykir ljóðrænn, leik- andi og skemmtilegur — auk þess sem þeir hafa fjölbreytta tækni á valdi sínu. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Fulltrúar allra flokka: Ræða húsnæð- ismálin í dag FULLTRÚAR allra flokka á Alþingi hittust í gær til að ræða hugsanlegar úrbætur í málum húsbyggjenda í framhaldi af umræðugrundvelli sem stjórnarandstaðan kom sér saman um og afhenti formönnum stjórnar- flokkanna í fyrradag. Fundurinn var stuttur en ákveðið, að fulltrúar flokkanna kæmu saman til lengri fundar kl. 18 í dag og ræddu þessi mál frekar. íslenskir fjöllistamenn sýna í San Francisco — og á Kjarvalsstööum í júní Su FrMKÍBCO, 21. m*l, frá Magnúsi Þ. ÞArinrarni, frétUriUra Mbl. UM HELGINA var opnuð hér í San Francisco samsýning nokkurra íslenskra listamanna, sem eru við nám f nokkrum listaskólum hér á San Francisco-flóasv- æðinu. Allt er þetta ungt fólk, sem stundar nám í hinum ýmsu listgreinum — og kallar sig fjöllistafólk. Sýning þessi hefur þegar vakið nokkra athygli. Hún er haldin f stórri listamiðstöð, þar sem var tölu- verður mannsöfnuður um helgina. Höfðu listamennirnir nokkurn við- búnað í mat, drykk, tónlist og dansi. Á sýningunni gefur að líta mál- verk, glermyndir, teikningar, grafík, ljósmyndir og myndbönd eftir Snorra Ægisson, Sigriði Gott- skálksdóttur, Svölu Ólafsdóttur, Magnús Magnússon, Ivar Brynjólfs- son, Ingu Friðjónsdóttur, Kristinu M. Ingimarsdóttur, Arngunni Ýr Gylfadóttur, Helgu Egilsdóttur, Þor- móð Karlsson, Heiðrúnu Krist- jánsdóttur, Jón Jóhannsson, Halldór Guðmundsson, Ægi Guðmundsson, Valtý Þórðarson og Kára Schram. Heildarsvipur sýningarinnar ber þess merki, að hér er á ferð fólk í mótun. Sum verkin eru mjög spá- mannlega vaxin, önnur ekki. En það er eins og gengur og er jafnframt smekksatriði. Vafalaust munu ein- hver úr þessum hópi erfa landið og því athyglisvert að gefa gaum að þvi, sem hér er á ferð. Viðburður þessi er styrktur af ýmsum stofnunum hér í Bandaríkj- unum, bæði opinberum og í sjálfs- eign, svo og fyrirtækjum og einstakl- ingum. Sýningin verður í San Franc- isco til 8. júní en hún verður síðan flutt til Islands og sýnd á Kjarvals- stöðum í Reykjavík í ágúst. Flytur fyrir- lestra um enzím MARIA Regina Kula, prófessor og doktor, yfirmaður yfir „Ensíma- rannsóknar- og tæknideild Háskól- ans í Braunschweig í V-Þýzkalandi er væntanleg hingað til lands á mið- vikudag. Hún heldur tvo fyrirlestra hér á vegum Alexander von Hum- boldt-félagsins á íslandi og Háskóla íslands. Fyrri fyrirlesturinn verður fluttur á ensku í Lögbergi, her- bergi 101, klukkan 17 á fimmtu- dag. Síðari fyrirlesturinn verður fluttur á þýzku á föstudag klukk- an 16 í Odda, hugvísindahúsi HÍ. Fjallar hann um nýjustu rann- sóknir þýzkra vísindamanna, og þá sérstaklega prófessorsins, á sviði ensíma (hvata). Þessi fræði kunna að verða þýðingarmikil fyrir matvælaiðnað á Islandi og hafa verið til umræðu hérlendis síðustu mánuði. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. Von á niðurstöðum innan ekki langs tíma — segir ríkislögmaður um kröfur rétthafasamtakanna Fjölís 8TTARFSMENN úr fjármála- og menntamálaráðuneytum eru þessa dagana að vinna að sameiginlegum tillögum til fjármála- og menntamálaráðherra um frá- gang á greiðslum til samtaka rétthafa vegna fjölfoldunar á efni þeirra í skólum vegna áranna 1972 til 1984 í samræmi við úrskurð gerðardóms. Gunnlaugur Claessen ríkislögmað- greidd strax. Gunnlaugur sagði að ur sagðist í samtali við blaðamann Mbl. eiga von á niðurstöðum innan ekki langs tíma. Stjórn Blaöamanna- félags Íslands samþykkti nýlega að skora á menntamálaráðherra að sjá svo um að umrædd skuld verði ýmislegt hefði orðið til að tefja þetta mál. Til dæmis hefðu félögin fjögur sem stóðu að gerðardómnum, þ.e. samtök blaðamanna. rithöfunda, bókaútgefenda og tónskálda, ekki stofnað rétthafasamtök í samræmi við gerðardóminn fyrr en um síðustu áramót þannig að viðtakandi greiðslunnar hefði ekki fyrr verið fyrir hendi. Þá hefði menntamála- ráðuneytið þurft að staðfesta sam- þykktir samtakanna. Einnig hefði það tafið málið að aðrir aðilar sem sannanlega ættu rétt á hluta greiðsl- unnar hefðu enn ekki gerst aðilar að Fjölís, samtökum rétthafanna. Unglingabuxur m, reiöbuxnasniöi á sé tilboösveröi. Tilvaliö í sveitina. Mikið úrval a tatnaði á börn o< ungiinga nýkoní P bama- og unglingadeild Austurstræti 22 Sími: 45800 Bonanza Lauaaveai 30 ' ■ % €■ * rr fc ^7 * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.