Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 56
IIL DAGLEGRA NOTA KEILUSALURIN N OPINN 10.00-00.30 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. MeA glettnissvip hellir litla hnátan úr gosflösku yfir stóru frænkuna, sem sólar sig í blíðviðrinu í gær. Enginn er verri þótt hann vökni — var einhvern tíma svo vel sagt og í hlýindunum eru það orð að sönnu. Brazilísk stúlka og ítali tekin vegna kókaínsmygls hér Sex manns í haldi — hald lagt á fíkniefni að söluverðmæti á þriðju milljón króna Á UNDANFÖRNUM tveimur dögum hefur fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík lagt hald á 20 grömm af hreinu kókaíni, liðlega eitt kfló af hassi, nokkurt magn af LSD og amfetamíni, 180 þúsund krónur í peningum og upplýst ólöglegan innflutning á um 2 kílógrömmum af hassi. Söluverðmæti þessara fíkniefna hér á landi mun vera á þriðju milljón króna. Sex manns eru í haldi vegna rannsókna þessara mála, þar af 32 ára gamall ítalskur maður og tvítug brazili.sk stúlka. Tollverðir Tollpóststofunnar fundu á mánudag duft í bréfum, sem stíluð voru á útlendinga, ítala og brazilíska stúlku. í bréfunum voru 20 grömm af hreinu kókaíni. Fíkniefnadeildin tók við rannsókn málsins og voru ttalinn og brazil- íska stúlkan handtekin og hefur verið sett fram krafa í Sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum um að þau verði úrskurðuð í 30 daga gæzluvarðhald. Auk þess hafa tveir tslendingar verið yfirheyrð- ir, grunaðir um aðild að málinu, og er annar enn í haldi. ttalinn og brazilíska stúlkan komu hingað til lands fyrir skömmu sem ferða- menn. Þau eru grunuð um að hafa sett kókaínið í bréfin í Brazilíu og stílað á sjálf sig hér á landi. Kóka- ínið selt á markaði hér á landi er líklega liðlega hálfrar milljónar króna virði. Venjan er að blanda hreint kókaín 1 á móti 5 og mun grammið selt á milli fimm og sex þúsund krónur. Tveir menn sitja í 10 daga gæzluvarðhaldi. Þeir hafa viður- kennt að hafa flutt ólöglega inn 2 kíló af hassi. Fíkniefnadeildinni tókst að leggja hald á 800 grömm af hassinu og um 180 þúsund krón- ur í peningum. Mennirnir keyptu fíkniefnin á meginlandi Evrópu og smygluðu með íslenzku flutninga- skipi. t tengslum við málið voru 10 manns handteknir og yfirheyrðir og hald lagt á 14 skammta af LSD og lítilsháttar af amfetamíni. Þá var ungur maður handtekinn á Keflavíkurflugvelli við komuna frá Lúxemborg á mánudag. í skóm hans og farangri voru 350 grömm af hassi. Auk þess hafði maðurinn verjur í iðrum sér svo tugum skipti. Hluti af því hefur þegar gengið niður. Talið er að fíkniefn- in í verjunum séu hass. Hækkar búvöruverð um 16%þann 1. júní? Guðjón B. Olafs- son forstjóri SÍS GUÐJÓN B. Olafsson framkvæmda- stjóri lceland Seafood ('orporation dótturfyrirtækis SÍS í Bandaríkjun- um var í gærkveldi á stjórnarfundi Sambands íslenzkra samvinnufé- laga, ráðinn forstjóri þess er Erlend- ur Einarsson núverandi forstjóri læt- ur af störfum fyrir aldurs sakir. Guó- jón hlaut öll atkvæði stjórnarmanna Sambandsins, en Valur Arnþórsson stjórnarformaður og framkvætnda- stjóri Kaupfélags Eyfírðinga á Akur- eyri gaf ekki kost á sér til starfsins. Guðjón B. ólafsson hefur um langt árabil starfað hjá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, var framkvæmdastjóri sjávarafurða- deildar þess um langt árabil eða þar til hann tók að sér fram- kvæmdastjórastöðu fyrir Iceland Seafood Corporation í Bandaríkj- unum á síðasta áratug. VERÐ landbúnaðarvara hækkar næst þann 1. júní næstkomandi. Má búast við að verðið hækki töluvert meira en verið hefur við síð- ustu verðbreytingar á búvör- um og er rætt um allt að 16% hækkun í því sambandi. Búist er við að við næstu verðlagningu komi til fram- kvæmda hækkun vegna úr- skurðar yfirnefndar um launa- lið og flutningslið, sem sex- mannanefnd náði ekki sam- stöðu um við síðustu verðlagn- ingu og skotið var til yfirnefnd- arinnar. Af úrskurði yfirnefnd- arinnar leiðir 4,36% hækkun búvöruverðs, sem gilda á frá 1. mars. Ef ná á hækkuninni frá 1. mars inn á næsta verðtíma- bili verður að tvöfalda hækkun- ina 1. júní sem þýðir þá 8,7% hækkun búvaranna. Auk venju- legra verðlagsbreytinga kemur svo inn í verðið nú 40% hækkun áburðarverðs, sem hækkar verð landbúnaðarvara um eitthvað á fjórða prósent. Hver niðurstað- an verður er enn ekki ljóst, þar sem sexmannanefnd er skammt á veg komin i starfi sínu, en ákvörðun hennar þarf að liggja fyrir um mánaðamótin. Fannst ég vera óratíma á leiðinni — segir Viðar Breiðfjörð sem hrapaði um 20 m við eggjatöku í Eyjum Vióar Breiðfjörð á Borgarspítalanum. MorgunblaðiS/Friftþjófur „í ÁKAFANUM að leita eggja gætti ég ekki að mér í hálu bjarginu og missti skyndilega fótanna," sagði Viðar Breiðfjörð, 23 ára Húsvíking- ur, sem varð fyrir þeirri óskemmti- legu lífsreynslu á laugardag að hrapa um 20 metra i Litla-Höfða í Vestamannaeyjum, þar sem hann var við eggjatöku ásamt tveimur fé- lögum sínum. Þar sem Viðar hrap- aði niður er grjóturð mikil en það varð honum til happs að hann hafn- aði á dálitlum moldarhaug sem var innanum grjótið. Var hann strax fluttur til Reykjavíkur og lagður inn á fiorgarspítalann í Reykjavík þar sem gert var að meiðslum hans. Blm. heimsótti Viðar á spítal- ann i gær og var hann þá hinn sprækasti. „Eg er óbrotinn sem betur fer,“sagði Viðar. „Að vísu klemmdist lungað eitthvað og ég MorgunblaAift/Sigurgeir Bjargið, sem Viðar hrapaði í. skrámaðist á höndum og höfði, en er að jafna mig. Það eina sem hrjáir mig núna er höfuðverkur. Þó ég hafi nú verið búsettur í Eyjum i tvö ár hef ég aldrei farið eftir eggjum áður. Því var ég illa útbúinn og í sléttbotna götuskóm. Ég var spenntur að leita eggjanna og anaði áfram f hálum klettun- um. Skyndilega missti ég fótanna og það skipti engum togum, ég hrapaði. Mér fannst ég vera óra- tíma á leiðinni niður. Eftir það man ég ekki eftir mér fyrr en hér á spítalanum. Þó missti ég ekki meðvitund og mér er sagt að ég hafi talað heilmikið við björgun- armennina. Eg held að ég klffi ekki björg á næstunni, þetta var heldur óskemmtileg reynsla þó ég hafi sloppið vel. Og ef ég á einhvern tímann aftur eftir að fara f björg eftir eggjum þá verð ég alveg örugglega í góðum skóm,“ sagði Viðar Breiðfjörð. Guðjón B. Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.