Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1985 51 /\ ^ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI Frekjuleg framkoma afgreiðslustúlku Alma Guðbrandsdóttir, Birki- grund 6, Kópavogi, skrifar: Alveg getur gengið fram af manni þegar maður heyrir um frekjulega framkomu afgreiðslu- fólks. Tengdamóðir mín hefur marg- sinnis verslað í Elísubúðinni og oft farið þangað með konur utan af landi þegar þær hafa ætlað að kaupa sér kjóla. Alltaf hefur af- greiðslan verið mjög góð þangað til hún fór þangað nú í byrjun mánaðarins í þeim tilgangi að kaupa sér kjól. Hún valdi sér nokkra kjóla sem til greina komu og bað um að fá að máta þá og var henni vísað á mát- unarklefann. Skömmu seinna komu inn hjón og spurði frúin eft- ir tilteknum kjól með hvítum kraga. Nú vildi svo til að tengda- mamma var með þennan kjól og kom þá afgreiðslukonan og spurði hvort hún ætlaði að kaupa kjólinn. Tengdamamma sagðist ekki vita það þar sem hún væri ekki búin að máta hann en hún hafði mikinn áhuga á honum. Afgreiðslukonan bað hana þá að láta sig hafa kjólinn því það þyrfti önnur kona að máta hann og spurði jafnframt hvort hún væri ekki að verða búin að nota klef- ann. Tengdamamma var svo ekki hálfnuð að máta þegar afgreiðslu- konan kom aftur og spurði hvort klefinn færi ekki að losna því það þyrfti að nota hann. Ég hef aldrei heyrt annað eins. Hvað var tengdamamma að gera annað en að nota klefann og því í ósköpunum gat hin konan ekki beðið eftir að klefinn losnaði eins og venjulega er nú gert. Svona fá- dæma frekjugangur afgreiðslu- konu er ekki til að laða að við- skiptavini enda var tengda- mamma orðin svo sár og reið yfir þessari framkomu að hún fór fram með kjólana og labbaði í fússi út. Það er alveg öruggt að tengda- móðir mín stígur aldrei fæti inn í þessa verslun enda telur hún að hún hafi í rauninni verið rekin út. Hún fór svo nokkrum dögum seinna í Dalakofann, þar sem hún gat ekki gert upp á milli tveggja kjóla svo að hún keypti þá báða. Þar fékk hún alveg ágæta þjón- ustu sem hún vill hér með þakka fyrir og kemur örugglega til með að nota sér þá þjónustu í framtíð- inni. Eitthvað bogið við listann Massa skrifar: Ég vil taka undir það sem tveir Duran Duran-aðdáendur skrifa um listann á rás 2. Ég veit að margir mæla með lögunum „Save a Prayer" og „Some Like it Hot“ en samt lækkar annað á meðan hitt hækkar. Það væri frábært ef einhver á rásinni gæti gefið skýringar á þessu. Svo mættuð þið á rás 2 spila meira af tónlist sem er með vinsælum hljómsveitum, t.d. Dur- an Duran, U2, Wham og fleirum. Einnig er lítið spilað af þunga- rokki. Þetta er alls ekki réttlátt fyrir þá sem „fíla“ þungarokk. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi Guðbjörg Óskarsdóttir, Kópavogi, skrifar: Mig langar að senda Kristni Snæland kveðju og þakkir fyrir hversu hressilega hann tók mál- stað okkar Jóhannesar þegar Sig- urður Sigurjónsson réðst að okkur með ósæmilegum skrifum, sem hvergi gátu staðist og voru með öllu tilhæfulaus. Jóhannes var í fullum rétti á þessum bíl mínum, og reyndar hef ég alltaf vitað það. En ég sem þetta skrifa, er sú ekkja sem um var rætt. Það er gleðilegt að vita að til eru menn eins og Kristinn Snæland. Hann tekur því ekki þegjandi að menn vaði upp með ósæmilegt tal um saklaust fólk. Ég vona að Kristni gangi vel í sínu starfi og ég óska honum alls góðs. Aðdáun Ingþór Sigurbjörnsson skrifar: Það fyrst reynir manninn ef færi er hrjúft að flýja ei skyldur og bugast eigi. Ég gleðst af að sjá hvað þú leiðir ljúft lasburða manninn á hörðum vegi. Öskum og biðjum hver efni vönd sem ykkar á gönguna falla. Almættið rétti þar ykkur hönd yfir þá bröttustu hjalla. Þrautleiðinlegt skaf tpottaglamur Hlustandi skrifar: Þessa dagana glymur í eyrum hlustenda útvarpsins þrautleiðin- legt skaftpottaglamur á undan upplestri tilkynninga. Á undan dánarfregnatilkynningum breyt- ist þessi hávaði í langdregið væl, sem sker í eyrun. Ekki veit ég hver ræður slíkum grálísugrautar-samsetningi, en með þessum hávað^ er „Útvarp Reykjavík“ orðið að viðundri mið- að við aðrar útvarpsstöðvar í Evr- ópu. Svona „Kasserolle-Musik" heyrist í engri stöð nema „Útvarp Reykjavík“ og væri betur að þetta hætti sem fyrst. Þessir hringdu . . Vinsældalisti rásar 2 Strákar úr Vesturbænum hringdu: Okkur brá illa um daginn þeg- ar við heyrðum lagið „A View to Kill“ í Dægurflugum á rás 2, þegar þulurinn sagði lagið vera mjög gott og hvað smápíurnar myndu bara falla fyrir þessu. Síðan brá okkur ennþá meira þegar lagið komst í fimmta sæti á rás 2 kvöldið eftir. Kvæðið er um Guðlaugu Arason Katrín hringdi: Spurt var um kvæði i Velvak- anda þann 10. maí sl. Kvæðið er eftir Hannes Hafstein, en spurt var um hvaða konu orti Hannes í kvæðinu. Kvæðið er ort um Guð- laugu Arason, skriftarkennara í gamla Miðbæjarskólanum. Hún kenndi mér fyrir 60 árum. Minnst var á þetta tiltekna kvæði í minningargrein í Mbl. þann 24. apríl sl. um Kristínu Þorvaldsdóttur Arason, en hún var bróðurdóttur Guðlaugar. Góða hljómsveit á Listahátíð Duran Duran-aðdáandi hringdi: Nú er mikið skrifað um að fá U2 til landsins og tel ég það ekki svo vitlausa hugmynd. Áuðvitað væri betra að fá betri hljóm- sveitir eins og t.d. Duran Duran, Ellilífeyrisþegi hringdi: Eins og flestum er kunnugt átti að hækka ellilífeyri og tekjutryggingu um 7% og 12% í maí, en svo skeður það einkenni- lega að þegar ég fékk uppgjörið fyrir maí, þá lækkaði upphæðin sem ég fékk um hækkunina og 200 krónum betur. Ég tapa þvi Paul Young og Prince vegna þess að þær hljómsveitir mundu fá fleiri áheyrendur á tónleika heldur en Ú2. Nú er tími til kom- inn að fá góða hljómsveit á Listahátíð því það eru búnar að vera lélegar hljómsveitir síðustu árin. Það myndi borga sig fjár- hagslega að fá hljómsveitir, sem eru góðar því þá koma áheyrend- urnir. Einnig langar mig til að biðja sjónvarpið að sýna spurn- ingakeppnina milli Duran Duran og Spandau Ballet, sem sýnd var í breska sjónvarpinu fyrir nokkru. um 200 krónum á hækkuninni. Þeir virðast lækka heimilisupp- bótina til að vega upp á móti hækkuninni um þetta og meira til. Mig langar til að vita hvort Tryggingastofnun getur farið með okkur alveg eins og henni sýnist. Fæ minna eftir hækkun Barnaföt í úrvali Vörumarkaöurinn hf. Barnafatadeild, Ármúla 1a, 3. hæö, s. 686113. Microline182/192/193 Ný kynslóð tölvuprentara! Kostimir eru ótviræöir: • Þriöjungi minni og helmingi léttari en áöur. • Miklu hljóðlátari en áður. • Fullkomlega aöhæfðir IBM PC og sambæri- legum tölvum. • Ttengjast öllum tölvum. • Prenta 160 stafi á sekúndu, skáletur og gæðaletur. • Notandi getur sjálfur hannað eigin leturgerðir. • Fullkomin varahluta- og viðhaldsþjónusta. • Til á lager. Nýjungarnar koma alltaf fyrst frá MICROLINE. Það er því engin furða að MICROLINE eru mest seldu tölvuprentarar á íslandi. ÍMÍKROl Skeif unni 11 Sími 685610
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.