Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1986 21 I Frumbyggjar hefja setuverkfall fyrir framan ýtukjaft idnvædingarinnar. Kvikmyndahátíð í Austurbæjarbíói: Utangátta 1» Kvikmyndir Ámi Þórarinsson Þar sem grænu maurana dreymir — Wo die griinen Ameisen Tra- men L Þýsk. Árgerö 1984. Handrit og lcikstjórn: Werner Herzog. Aöal- hlutverk: Bruce Spence, Waadjuk Marika, Ray Barrett. Hvar svo sem vestur-þýska leikstjóranum Werner Herzog dettur í hug að stinga næst töku- vél sinni niður þá er viðbúið að myndefnið verði hlutskipti utan- garðsmannsins, hins kúgaða eða þroskahefta eða vitfirrta. í öll- um myndum hans er rík samúð með fólki af þessu tagi en hún er með einhverjum hætti menguð fjarrænum áhuga vísinda- mannsins, klínísk frekar en beint frá hjartanu. Þegar Werner Herzog gerir kvikmynd í Ástralíu eftir að hafa unnið við hana í Bandaríkj- unum, Suður-Ameríku og heima- landi sínu, þá liggur beint við að hún snúist um árekstur hinnar deyjandi siðmenningar frum- byggja í auðnum álfunnar og innfluttrar auðhyggju iðnaðar- þjóðfélagsins. En því miður dugir áhuginn einn ekki til að kveikja drama- tískt líf í þessu efni og þvi síður halda lífi í glóðinni allt til loka. Myndin Þar sem grænu maur- ana dreymir lyppast niður smátt og smátt í máttlausa klisju. í miðpunkti hennar er ungur full- trúi auðhringsins sem hyggst leggja heilagt land frumbyggj- anna undir sig og viðleitni hans til að skilja viðhorf þeirra, uns hann að lokum verður hand- genginn þeim en fráhverfur siinni fyrri afstöðu. í handriti, leik og töku fær efnið frekar hráa vinnslu sem veitir stöku at- riði áhrifamikinn einfaldleika en heildarstefnunni lítinn stuðning. En þeir sem hafa samúð með viðfangsefninu geta tekið vilj- ann fyrir verkið. Utangarðsbörn Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Harösnúna gengiö (Suburbia) *'/i Leikstjóri: Penelope Spheeris. Handrit: Spheeris. Kvikmyndataka: Timothy Sukrstedt. Aöalleikendur: Chris Pederson, Bill Coyne, Jennifer Uay, Timothy Eric O’Brian. Banda- rísk, gerö 1983. Suburbia Product- ions. % mín. Leikstjóranum, Penelope Spheeris, er greinilega mikið í mun að sýna betri hliðina á pönk- urunum sínum, en mér er til efs að henni takist að sannfæra áhorf- endur, yfirleitt, um ágæti þeirra. Ástæðan er sú að í Suburbiu er ekki dregin upp rétta myndin af þeim, heldur fegruð ásýnd þeirra. Það eru að vísu sýndar á þeim margar slæmar hliðar, en um leið mun bölvaðri á rauðhálsunum og hinum almenna borgara. Það þjóðfélagsvandamál sem myndin glímir við er mikið til óþekkt hérlendis, nema af af- spurn. Þessi ungmenni leggjast yf- irleitt i flakk vegna vandamála heima fyrir og/eða eiturlyfja- neyslu. Ef dæma á eftir myndinni, þá virðist kynslóðabilið jafnvel enn ískyggilegra vestan hafs en hér og erfitt að dæma um hvorir eru meginsökudólgarnir, ungl- ingarnir eða aðstandendur þeirra. En það hlýtur að vera ömurlegt heima fyrir, þegar börnin flýja allshugar fegin á náðir hálfvita og eituræta, í sambýli við kakka- lakka og rottur. Bestu hlutar Harösnúna gengis- ins er á og í kringum p>önkhljóm- leika. Þá er leikstjórinn í essinu sinu og tekst að skapa eldfima stemmningu í kringum þessar úr- kynjuðu skemmtanir. En siðferð- isboðskapurinn fer fyrir ofan garð og neðan eða kafnar í yfirgengi- legu ofbeldi. SV Hvítasunnu- gleði í Borgarfirði Kleppjárnnreykjum, 20. maí. Um hvítasunnuhelgina veröur svokölluö Hvítasunnugleöi haldin I Borgarfirði. Björgunarsveitin Ok, Ungmennafélag Reykdæla og land- eigandi standa fyrir gleöinni. Auk tveggja dansleikja í Logalandi veröa tjaldstæöi í fogru landslagi, veit- ingar, útsýnisflug og jafnvel útitón- leikar ef veöur leyfir. Hljómsveitirnar Goðgá og Tíbrá sjá um tónlistina á dansleikjunuir. sem haldnir verða á föstudags- kvöldið og eftir miðnætti á sunnu- dag í Logalandi í Reykholtsdal. Til að gera veru unglinganna sem þægilegasta verður boðið upp á tjaldstæði og ferðir úr Reykjavík, Ákranesi og Borgarnesi. Tjald- stæðin verða á Geirsárbökkúm, en það er fallegur staður sem ekki hefur verið notaður að neinu marki í mörg ár. f Geirsá er fjöldi fossa og þar var lengi starfrækt rjómabú. Möguleikar verða á útsýnisflugi, en flugvöllurinn á Stóra-Kroppi er skammt frá tjaldstæðinu. Ef vel viðrar er möguleiki á að útitón- leikar verði haldnir. Veitingar verða á tjaldstæðinu og þjónusta frá björgunarsveitinni Ok. Rútu- ferðir verða frá tjaldstæðinu á dansleikina og mun Sæmundur Sigmundsson sérsleyfishafi bjóða upp á sérstaka afsláttarpakka vegna Hvítasunnugleðinnar. Bernhard. en zs^ís2@ssi~ atsíAU- er\ ° á bttuw n'°9 > gæöara^ Sérverslun meö listræna húsmuni Borgartúni 29 Simi 20640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.