Morgunblaðið - 22.05.1985, Side 21

Morgunblaðið - 22.05.1985, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1986 21 I Frumbyggjar hefja setuverkfall fyrir framan ýtukjaft idnvædingarinnar. Kvikmyndahátíð í Austurbæjarbíói: Utangátta 1» Kvikmyndir Ámi Þórarinsson Þar sem grænu maurana dreymir — Wo die griinen Ameisen Tra- men L Þýsk. Árgerö 1984. Handrit og lcikstjórn: Werner Herzog. Aöal- hlutverk: Bruce Spence, Waadjuk Marika, Ray Barrett. Hvar svo sem vestur-þýska leikstjóranum Werner Herzog dettur í hug að stinga næst töku- vél sinni niður þá er viðbúið að myndefnið verði hlutskipti utan- garðsmannsins, hins kúgaða eða þroskahefta eða vitfirrta. í öll- um myndum hans er rík samúð með fólki af þessu tagi en hún er með einhverjum hætti menguð fjarrænum áhuga vísinda- mannsins, klínísk frekar en beint frá hjartanu. Þegar Werner Herzog gerir kvikmynd í Ástralíu eftir að hafa unnið við hana í Bandaríkj- unum, Suður-Ameríku og heima- landi sínu, þá liggur beint við að hún snúist um árekstur hinnar deyjandi siðmenningar frum- byggja í auðnum álfunnar og innfluttrar auðhyggju iðnaðar- þjóðfélagsins. En því miður dugir áhuginn einn ekki til að kveikja drama- tískt líf í þessu efni og þvi síður halda lífi í glóðinni allt til loka. Myndin Þar sem grænu maur- ana dreymir lyppast niður smátt og smátt í máttlausa klisju. í miðpunkti hennar er ungur full- trúi auðhringsins sem hyggst leggja heilagt land frumbyggj- anna undir sig og viðleitni hans til að skilja viðhorf þeirra, uns hann að lokum verður hand- genginn þeim en fráhverfur siinni fyrri afstöðu. í handriti, leik og töku fær efnið frekar hráa vinnslu sem veitir stöku at- riði áhrifamikinn einfaldleika en heildarstefnunni lítinn stuðning. En þeir sem hafa samúð með viðfangsefninu geta tekið vilj- ann fyrir verkið. Utangarðsbörn Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Harösnúna gengiö (Suburbia) *'/i Leikstjóri: Penelope Spheeris. Handrit: Spheeris. Kvikmyndataka: Timothy Sukrstedt. Aöalleikendur: Chris Pederson, Bill Coyne, Jennifer Uay, Timothy Eric O’Brian. Banda- rísk, gerö 1983. Suburbia Product- ions. % mín. Leikstjóranum, Penelope Spheeris, er greinilega mikið í mun að sýna betri hliðina á pönk- urunum sínum, en mér er til efs að henni takist að sannfæra áhorf- endur, yfirleitt, um ágæti þeirra. Ástæðan er sú að í Suburbiu er ekki dregin upp rétta myndin af þeim, heldur fegruð ásýnd þeirra. Það eru að vísu sýndar á þeim margar slæmar hliðar, en um leið mun bölvaðri á rauðhálsunum og hinum almenna borgara. Það þjóðfélagsvandamál sem myndin glímir við er mikið til óþekkt hérlendis, nema af af- spurn. Þessi ungmenni leggjast yf- irleitt i flakk vegna vandamála heima fyrir og/eða eiturlyfja- neyslu. Ef dæma á eftir myndinni, þá virðist kynslóðabilið jafnvel enn ískyggilegra vestan hafs en hér og erfitt að dæma um hvorir eru meginsökudólgarnir, ungl- ingarnir eða aðstandendur þeirra. En það hlýtur að vera ömurlegt heima fyrir, þegar börnin flýja allshugar fegin á náðir hálfvita og eituræta, í sambýli við kakka- lakka og rottur. Bestu hlutar Harösnúna gengis- ins er á og í kringum p>önkhljóm- leika. Þá er leikstjórinn í essinu sinu og tekst að skapa eldfima stemmningu í kringum þessar úr- kynjuðu skemmtanir. En siðferð- isboðskapurinn fer fyrir ofan garð og neðan eða kafnar í yfirgengi- legu ofbeldi. SV Hvítasunnu- gleði í Borgarfirði Kleppjárnnreykjum, 20. maí. Um hvítasunnuhelgina veröur svokölluö Hvítasunnugleöi haldin I Borgarfirði. Björgunarsveitin Ok, Ungmennafélag Reykdæla og land- eigandi standa fyrir gleöinni. Auk tveggja dansleikja í Logalandi veröa tjaldstæöi í fogru landslagi, veit- ingar, útsýnisflug og jafnvel útitón- leikar ef veöur leyfir. Hljómsveitirnar Goðgá og Tíbrá sjá um tónlistina á dansleikjunuir. sem haldnir verða á föstudags- kvöldið og eftir miðnætti á sunnu- dag í Logalandi í Reykholtsdal. Til að gera veru unglinganna sem þægilegasta verður boðið upp á tjaldstæði og ferðir úr Reykjavík, Ákranesi og Borgarnesi. Tjald- stæðin verða á Geirsárbökkúm, en það er fallegur staður sem ekki hefur verið notaður að neinu marki í mörg ár. f Geirsá er fjöldi fossa og þar var lengi starfrækt rjómabú. Möguleikar verða á útsýnisflugi, en flugvöllurinn á Stóra-Kroppi er skammt frá tjaldstæðinu. Ef vel viðrar er möguleiki á að útitón- leikar verði haldnir. Veitingar verða á tjaldstæðinu og þjónusta frá björgunarsveitinni Ok. Rútu- ferðir verða frá tjaldstæðinu á dansleikina og mun Sæmundur Sigmundsson sérsleyfishafi bjóða upp á sérstaka afsláttarpakka vegna Hvítasunnugleðinnar. Bernhard. en zs^ís2@ssi~ atsíAU- er\ ° á bttuw n'°9 > gæöara^ Sérverslun meö listræna húsmuni Borgartúni 29 Simi 20640

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.