Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 22. MAÍ 1985______
F Flórída:
í Skógareldar í algleymingi
[ þrátt fyrir hellidembu
AP/Símamynd
Sandpokavirki í Beirút
SkæraliAar Palestínumanna í Beirút fylgjast með andstæðingum sínum
úr flokki shíta úr sandpokavirki í vesturhluta borgarinnar í gær. Bardag-
ar óalda áfram í borginni og í átökum síðustu tveggja daga hafa 83 fallið
og um 100 manns særst.
Bandaríska njósnamálið:
Hefur áður komið leyni-
skjölum til Sovétmanna
W ashintjlon, 21. maí. AP.
f GÆR handtók bandaríska alríkis-
lögreglan, FBI, fyrrverandi fjar-
skiptasérfræðing úr flotanum, og
hefur iann verið ákærður fyrir
njósnir í þágu Sovétríkjanna. Mað-
urinn, sem er 47 ára að aldri, var
tekinn höndum skömmu eftir að
hann hafði lagt frá sér pakka er
hafði að geyma 129 leyniskjöl flot-
ans, en þau vörðuðu staðsetningu og
ferðir sovéskra herskipa og farskipa
á Miðjarðarhafi.
í yfirlýsingu fyrir rétti sagði
talsmaður FBI, að svo virtist sem
sum af þessum skjölum væri kom-
ið frá bandaríska flugmóðurskip-
inu Nimitz, sem er kjarnorkuknú-
ið, en meðal skipverja þar er sonur
hins handtekna. Er hann lágt sett-
ur yfirmaður um borð.
Ýfirmaður FBI, William H.
Webster, sagði, að hinn grunaði,
sem heitir John Anthony Walker,
hefði undanfarið starfað sem
eínkaspæjari í Norfolk í Virginíu.
Hermannaveikin:
Engin ný
tilfelli
'Ufford, Knglandi, 21. maí. AP.
VONIR eru nú bundnar við, að her-
mannaveikifaraldurinn í Englandi
sé að mestu um garð genginn en 38
manns eru þó enn í sjúkrahúsi.
Engir nýir sjúklingar hafa þó bæst
við síðustu fjóra daga.
Yfirvöld í Staffordskíri kváð-
ust í dag telja líklegt, að her-
mannaveikin væri í rénun en far-
aldurinn þar er sá mesti, sem
sögur fara af. Eru 37 manns látn-
ir úr veikinni. Samtals hafa 163
verið til meðferðar í sjúkrahús-
inu í Stafford frá miðjum apríl.
Þeir, sem reynt hafa að grafast
fyrir um rætur faraldursins,
hallast helst að því, að bakterían
hafi búið um sig í loftræstikerfi
sjúkrahússins og síðan dreifst
þaðan en ekki er það þó fullsann-
að enn.
Hefði hann verið handtekinn á
móteli í Rockville í Maryland fyrir
dögun í gærmorgun, eftir að
starfsmenn FBI höfðu lagt hald á
pakkann með leyniskjötunum.
{ pakkanum var einnig að finna
bréf frá Walker, þar sem gefið er
til kynna, að honum hafi tekist að
koma skjölum til Sovétmanna. í
bréfinu segir m.a.. ,Þessi skjöl eru
frá „S“ og svipar til þeirra skjala
Oaytona Beach, Flórída. 21. maí. AP.
Skógareldarnir miklu í
Flórída geisa enn, 13 bál loga
skært og sjö þeirra eru að
kalla óviðráðanleg. Þó hefur
mikil rigning hjálpað slökkvi-
liði, en rigningarveðrið hefur
einnig verið tvíeggjað þar eð
eldingar sem því hafa fylgt
hafa tendrað ný bál í stað
þeirra sem tekist hefur að
slökkva.
Eldar ioga nú á alls 27.000
hekturum og hundruð heimila
hafa brunnið til kaldra kola.
Björgunarsveitir hafa bæði not-
að þyrlur og sérstaklega búnar
jarðýtur við slökkvistörfin, en
allt hefur komið fyrir ekki.
Björgunarmenn segja votlendið á
þessum slóðum hafa verið of
þurrt eftir mikla þurrkatíð til að
sem ég hef áður sent. Því miður
eru þau færri en til stóð og stafar
það af breyttum vinnutíma hans
og aukinni leynd að því er brottför
varðar. Skip hans fór snemma í
mars og þeir voru önnum kafnir,
áður en lagt var úr höfn.“
Samkvæmt upplýsingum FBI
lagði flugmóðurskipið Nimitz úr
höfn snemma í mars.
Talsmaður FBI kvað leyniþjón-
geta staðist eldinn, en samt of
rakt til þess að hefðbundnum
slökkvibúnaði yrði komið við.
Rigningin kom eins og þruma
úr heiðskýru lofti, veðurspár
höfðu ekki gert ráð fyrir regni og
því var mikið fagnað er demban
byrjaði. Ánægjan varð fljótt
btandin vonbrigðum er eld-
ingarnar kveiktu jafn marga
elda og rigningin hjálpaði til að
slökkva. Eldingarnar eiga til að
kveikja eld á afviknum stöðum
og slökkviliðsmenn frétta ekkert
af eldinum fyrr en kannski
nokkrum dögum síðar þegar eld-
urinn hefur allur færst í aukana.
•John Webster, skógarvörður,
gamall í hettunni, sagði að það
þýddi lítið annað en láta etdinn
hafa sinn gang, „móðir náttúra
hefur ailtaf brennt þetta land,
eldur hefur ætíð verið fastur lið-
ustu sjóhersins mundu aðstoða við
áframhaidandi rannsókn málsins.
Meðan Walker þjónaði sem fjar-
skiptasérfræðingur í fiotanum
hafði hann starfs síns vegna að-
gang að leynilegum upplýsingum.
Walker hefur verið úrskurðaður
í gæsluvarðhald. Verði hann sekur
fundinn um njósnir á hann á
hættu að verða dæmdur í ævilangt
fangelsi.
ur í vistkerfinu á þessum slóðum,
það sést best á því að hellidemba
dugir ekki til að stöðva eldana,"
sagði Webster.
Nauðsyn að
bæta sam-
vinnu í
öryggismálum
— segir Hurd, Norður-
írlandsmálaráðherra
Belfmst, Norður-írlandi, 21. maí. AP.
DOUGLAS Hurd Norður-ír-
landsmálaráðherra sagði í dag,
að unnt væri að bæta samvinnu
Norður-írlands og írska lýðveld-
isins í öryggismálum. Kemur
þessi yfirlýsing ráðherrans í
kjölfar þess, að fjórir lögreglu-
menn biðu bana í sprengingu fá-
einum metrum norðan landa-
mæranna.
Lögreglan á Norður-frlandi
kveður þá, er sprengingunni ollu,
hafa komið frá írska lýðveldinu,
en yfirvöld í Dublin segja, að ekk-
ert hafi komið fram, sem renni
stoðum undir þá fullyrðingu.
Hurd, sem er æðsti embættis-
maður Breta í Belfast, sagði, að
sprenging IRA-manna á mánudag,
er tætti í sundur brynvarða lög-
reglubifreið í nágrenni Newry,
leiddi í ljós nauðsyn á, að
lögreglusveitir beggja vegna
landamæranna efldu samvinnuna
sín á milli.
„Ég tel, að samvinnan sé góð
fyrir, en það er örugglega hægt að
bæta hana enn frekar,“ sagði
Hurd við fréttamenn í Belfast.
„Það er t.d. hægt að hafa hana
kerfisbundnari en hún er nú.
Ævintýramaður sestur
að í skerinu Rockall
BRETTI einn að nafni Tom Mc-
Clean, hefur í hyggju að setjast að
á bergstapanum Kockall næstu
einn til tvo mánuðina. Mun hann
búa þar í litlu kofaræksni og lifa af
vistum sem hann hefur flutt þang-
að með sér. Ef áætlun hans hefur
staðist, er hann kominn upp á
klettinn og sestur að. Rockall er
umdeildur klettur í Norður-
Atlantshafi, Bretar, írar, Danir
(fyrir hönd Færeyinga) og íslend-
ingar gera allir tiikall til klettsins
sem hluta af landgrunni sínu. f
húfi kunna að vera auðug fiskimið,
vinnsla steinefna af hafsbotni og
síðast en ekki síst olía. McClean
telur að dvöl sín á Rockall geti
styrkt kröfu Breta um að klettur
inn tilheyri þeim, en ekki eru allir
sammála um það.
McClean er fyrrum fallhlíf-
arhermaður og síðar starfsmað-
ur hjá flugfélaginu SAS. Hann
segir að Rockall sé i sínum huga
paradís á jörðu og dvöl hans þar
verði einhver eftirminnilegasti
hluti lífs síns. „Ég þekki aðeins
til Rockall, hef komið þangað áð-
ur, ég hlakka til að rabba við
súlurnar. Ég mun einnig ræða
við eiginkonu mína Jill og tvo
syni okkar í talstöð, en þau bíða
mín í æfingabúðum mínum í Loc
Nevid.
Aðspurður kveðst McClean
takast á hendur slíkar ævintýra-
ferðir „til að skemmta skrattan-
um“ og af „einskærri ævintýra-
þrá“. Fréttamenn, sem hringdu
til hans áður en hann lagöi í
hann í síðustu viku, urðu því
undrandi er hann tilkynnti þeim
að einkaleyfið af sögunni væri
falt fyrir 10.000 pund, „til að
standa straum af útlögðum
kostnaði," sagði McClean og
bætti við: „Því ekki? Þetta er
gott mál fyrir blöðin, óvenjuleg
ferðasaga, svona eins og þegar
Everest var fyrst klifið."
Talsmaður breska utanríkis-
ráðuneytisins var ekki sammála
því að uppátæki McCleans
styrkti tilkall Breta til Rockall.
„Það dregur enginn i efa að
Bretar eíga Rockall, styrrinn
stendur vegna hafsvæða fyrir
vestan stapann sem fjögur riki
hafa gert tilkall til: Bretland,
írland, Danmörk og ísland. Við
teljum tilkall okkar hið eina
réttmæta, en svo virðist þó sem
málið sé flókið," var haft eftir
hinum ónafngreinda talsmanni
ráðuneytisins.
Kröfur umræddra fjögurra
þjóða hafa skkert með 200 mílna
fiskveiðilögsögu ið gera, enda
myndi það ílækja málið í sjálfu
sér, því slíkt heyrir enn ekki til
alþjóðalaga þar eð nokkrar þjóð-
ir, þar á meðal Bretland, hafa
ekki viljað undirrita hafréttar-
sáttmálann. Kröfurnar byggjast
á því að umrætt svæði vestan
Rockall sé hluti landgrunns
landanna fjögurra.
En þeir hjá breska utanríkis-
ráðuneytinu eru vissir í sinni
sök, einn talsmaður þess sagði
nýlega: „Við teljum að danska
krafan falli um sjálfa sig og
sama er að segja um þá íslensku.
Sú írska er til hafsbotns ögn
sunnar en hin ríkin gera tilkall
til og um það skal ég ekki segja.
En ofan á hlýtur að verða, að
Bretar hreppi hafsbotninn á
þessum slóðum."