Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1985 3 „Alvarlegt mál ef 80 manns missa atvinnu“ segir Karl Steinar Guðnason um gjald- þrotabeiðni Heimis í Keflavík „ÉG VONA að ekki komi til þess, að jafn gróið og vel rekið fyrirtæki og Heimir verði tekið til gjaldþrota- skipta. Fyrirtækið hefur verið vel rek- ið og bátarnir hafa aflað mjög vel. En erlendar skuldir hafa á undanförnum árum verið að éta upp eignir fyrirtæk- isins og ég á von á, að svipað ástatt sé um fleiri fyrirtæki hér á Suðurnesj- um,“ sagði Karl Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur, í samtali við Mbl. um beiðni forráðamanna Útgerðarfyr- irtækisins Heimis hf. þess efnis að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrota- skipta. „Það er alvarlegt mál fyrir byggðarlagið ef 80 manns missa at- vinnu og öflugt fyrirtæki eins og Heimir hættir starfsemi. Síðastlið- inn vetur héldum við fjölmennan fund hér á Suðurnesjum um slæmt atvinnuástand. Málin voru reifuð fyrir stjórnvöldum í framhaldi af þeim fundi. Þetta er niðurstaðan — öflugt fyrirtæki eins og Heimir hf. leggur fram beiðni um gjaldþrota- skipti," sagði Karl Steinar. Skógræktardeilan leyst: Vinna hefst aftur í skógræktinni í dag SAMNINGAR í kjaradeilu Skógræktar ríkisins og ófaglærðs starfsfólks skóg- ræktarstöðvanna, sem verið hefur í verkfalli síðan um helgi, tókust laust fyrir kl. 02 í fyrrinótt. Gert er ráð fyrir að verkfallinu verði aflýst nú árdegis og að vinna í stöðvunum hefjist þá á nýjan leik, að sögn Þóris Daníelssonar, fram- kvæmdastjóra Verkamannasambands fslands, sem leiddi samningana af hálfu verkalýðsfelaga starfsfolksins. Það var ágreiningur um fæðis- peninga starfsfólksins, sem setti deiluna í hnút og leiddi til verk- fallsins. Annað bar ekki i milli og leystist deilan er Guðlaugur Þor- valdsson ríkissáttasemjari bar fram sáttatillögu seint í fyrra- kvöld. Féllust samningamenn verkalýðsfélaganna sex, sem hlut eiga að máli, á tillöguna og sömu- leiðis samningamenn ríkisins. Áð- ur hafði verið komist að samkomu- lagi um launaliði samningsins, sem eru í „almennum farvegi," eins og Þórir Danielsson orðaði það. „Þetta var mjög flókið mál og ekki auðleyst því aðstoða í stöðvun- um er mjög mismunandi. Það væri of flókið mál að útskýra í hverju þessi lausn er fólgin, enda er hún ekki fordæmisgefandi á nokkurn hátt,“ sagði Þórir í samtali við blaðamann Mbl. „Þetta var spurn- ing um tiltölulega fáar krónur." Samkomulagið var borið undir starfsfólk stöðvanna í gær og gærkvöld og var, eins og fyrr segir, reiknað með að vinna hæfist aftur í stöðvunum árdegis i dag. Akranes: Unnið að gerð smábátahafnar Akrancni, 21. mal. UNNIÐ að gerð smábátahafnar á Akranesi. Vonir standa til að hún verði tilbúin nú í sumar. Bryggjan verður staðsett neðan við mjöl- geymslu SFA og hefur þar verið búinn til grjótgarður og verið er að setja niður mikla járnbita sera halda sjalfri bryggjunni stöðugri. Bryggjan sjálf er úr trefjasteypu og hefur hún verið notuð til reynslu frá síðasta sumri sem legukantur við svokallaða Akra- borgarbryggju. Smábátaeign Skagamanna hefur aukist mikið á undan- förnum árum og má segja að engin aðstaða hafi verið fyrir þá við höfnina, þótt ýmsar bráðabirgðaráðstafanir hafi verið gerðar. Ráðgert er að við þessa smábátahöfn verði öll að- staða fyrir smábátaeigendur svo sem beitingar- og geymslu- skúrar. Smábátaeigendur á Akranesi stunda flestir grásleppuveiðar á þessum tíma og auk þess línu- og handfæraveiðar þegar vel viðrar. JG ... falleg föt fara velsaman. Nú veröur gaman. Sumar, sumar, sumar og sól..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.