Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 22. MAÍ 1985 Elds er þörf Við íslendingar megum vera stoltir af Jóni Páli Sigmars- syni, sterkasta manni heims. Hann er kannski eini sanni víkingurinn á landi voru og heldur hátt á lofti merki forfeðranna, sem sumir voru í senn kraftamenn og skáld eins og allir vita. Ekki veit ég hvort Jón á auðvelt með að kasta fram vísu, en sannarlea er hann orðheppinn og „sjómaður" í orðs- ins besta skilningi. Samt var ekki dansað hér á götum þegar Jón Páll vann það afreksverk að sigra heimsins kraftajötna, nei, þá var fögnuðurinn meiri er norsku pí- urnar söngluðu sigurlagið á steingeldum evrópukonsertinum. Hvað er nú eftir af víkingslund- inni, hefur hún máski koðnað niður í pólitískum ráðum, er vilja ráða íþróttahreyfingunni, ekki síður en öðrum hreyfingum hér- lendis? Hvítflibbastríð Ég vil ekki leggja hér neinn dóm á deilu Jóns Páls við þá Alfreð Þorsteinsson og féiaga, en í því sambandi kom í huga mér eftir- farandi lýsing úr Egils sögu: Þá er Egill var tólf vetra gamall, var hann svá mikill vexti, at fáir váru menn svá stórir ok at afli búnir, at Egill ynni þá eigi flesta menn í leikum. Löngum hafa menn vitnað til þessarar atgervislýsingar og fundist hún heldur ótrúleg en jafnframt stórfengleg. Má og lesa út úr lífssögu Egils að þar hafi óvenjulegir líkamsburðir farið saman við óvenjulega skaphöfn. Settlegir hvítflibbagæjar yrðu sennilega að gjalti í návist Egils Skallagrímssonar skrypp’ann inní tuttugustu öldina. Nú vilja þessir menn að jafnoki Egils að líkam- legu atgervi, pissi í glas þegar þeim þóknast. Ráðlegg ég eilífð- arfararstjórunum að lesa Egils sögu og Grettis sögu ef þeir vilja skilja viðbrögð þessa eina sanna heimsmeistara er vér íslendingar höfum eignast á íþróttasviðinu við fyrrgreindri herkvaðningu. / Mora: Ég trúi því ekki fyrr en í fulla hnefana að helsi kerfisins verði lagt á heimsmeistarann Jón Pál Sigmarsson. Erum vér íslendingar svo smáir að vér fáum eigi séð hvílíkt afrek þessi ungi maður vann í Mora, er hann lagði þar að velli atvinnukraftajötna hvaðan- æva af heimsbyggðinni? Við gleðj- umst og fyllumst þjóðarstolti yfir bókmenntaverðlaunum er falla okkur í skaut og minna heiminn á bókmenntaarf okkar, en svo sekt- um við þann einstakling er öðru fremur minnir heiminn á þá stað- reynd, að Egill Skallagrímsson var ekki bara skáld, heldur og kraftamaður. Sjaldan hef ég verið eins stoltur yfir þjóðerninu og er ég horfði á Jón Pál Sigmarsson þreyta aflraunir í sjónvarpsþætt- inum frá Mora nú á mánudags- kveldið. Og hugsið ykkur ef þessi alúðlegi aflraunamaður yrði nú sendur í heimsreisu á vegum ríkis- stjórnar íslands. Ekki bara til að sanna fyrir umheiminum að hér búa enn víkingar heldur og til að selja þá eggjahvíturíkustu fæðu sem völ er á, íslenska fiskinn, sem sterkasti maður heims skóflar nátt- úrulega í sig fyrir framan sjón- varpsvélarnar. Hættum að deila um piss í glösum og horfum til þeirra er hafa klifið á tindinn. Ólafur M. Jóhannesson UTVARP / S JON VARP Sigrid Thronton og John Waters í hlutverkum Philadelphiu og Brentons Edwards. „Allt fram streymir . « ■■■■ Þriðji þáttur 01 55 ástralska ^ A — framhalds- myndaflokksins „Allt fram streymir ..." er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld klukkan 21.55. Þættirnir eru alls átta talsins og eru þeir gerðir eftir samnefndri skáld- sögu eftir Nancy Cato. í síðasta þætti gerðist það helst að Adam vegnar vel í borginni. Hann kynn- ist stúlku af í íkum ættum og býður hún þeim Phila- delphiu á kynningardans- leik sinn. Leikstjórn annast George Miller og Pino Amenta og með aðalhlut- verkin fara Sigrid Thorn- ton og John Waters. Þýðandi er Jóhanna Þráinsdóttir. „Lifandi heimuru — maður og umhverfi Tólfti og síðasti HA 50 þáttur breska ~~ heimildamynd aflokksins um „Lifandi heim“ er á dagskrá sjón- varps klukkan 20.50 í kvöld. í þessum lokaþætti fjallar David Attenbor- ough um áhrif mannsins á jörðina og lífríki hennar. Þýðandinn, Óskar Ingi- marsson, sagði í samtali við Mbl., að rakið væri hvernig maðurinn breytt- ist. „í fyrstunni voru menn mjög háðir um- hverfinu eins og hver önn- ur dýr, en síðan fer mað- urinn að gera umhverfið undirgefið sér og dýrin þá líka, með tamningu þeirra. Einnig er farið inn á hvernig maðurinn hefur komið fram við náttúruna í sambandi við mengun og annað slikt. Mikil óað- gæsla hefur verið sýnd oft á tíðum. Attenborough er ekki með neina fordóma í þættinum, en samt sem áður veit áhorfandinn fullkomlega hvað hann er að fara í sambandi við mengunarmálin. Hann fyrst og fremst varar við því að þróunin er sums staðar orðin hættuleg, t.d. í sambandi við skógana og vötnin. Einnig sýnir hann fram á mátt mannsins. Hann fer til Suður-Ameríku og sýnir okkur stærðar virkj- un. Þar er Attenborough að leiða fram hversu menn eru máttugir, ef þeir beittu sér virkilega og á það við bæði til góðs og ills.“ „Ítalíuferð sumarið 1908“ - eftir Guðmund Finnbogason landsbókavörð ■■■■ „Ítalíuferð rt-l 20 sumarið 1908“ — eftir Guðmund Finnbogason, fyrrum Landsbókavörð, er á dagskrá rásar 1 í kvöld klukkan 21.30. Sonur hans, Finnbogi Guð- mundsson, les ásamt Pétri Péturssyni þul. Guðmundur Finnboga- son birti í fsafold 1908 nokkra pistla þar sem hann segir frá Ítalíuferð er hann fór ásamt Svein- birni Sveinbjörnssyni, frönskukennara í Árósum sumarið 1908. Ferð þeirra félaga hófst í París, en síðan lá leiðin um Suður- Frakkland og Monakó til Ítalíu. Helstu viðkomu- staðir voru Genúa, Pisa, Róm, Flórens og Feneyj- Guðmundur Finnbogason fyrrum landsbókavörður. UTVARP MIÐVIKUDAGUR 22. mal 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Siguröar G. Tómassonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorö — Úlfhildur Grlms- dóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Börn eru besta fólk'' eftir Stef- án Jónsson. Þórunn Hjarta- rdóttir byrjar lesturinn. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þlngfrétt- ir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr ). Tónleikar. 10.45 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Úr ævi og starfi Islenskra kvenna. Umsjón: Björg Einarsdóttir. 1145 Islenskt mál. Endurtekinn þáttur Asgeirs Blöndals Magnússonar frá laug- ardegi. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman. Umsjón: Sigrún Jóna Kristjáns- dóttir. 13.30 Sumarlög. Ferðir og ferðalög — Islenskir flytjendur. 14.00 .Sælir eru synduglr" eftir W.D. Valgardson. Guðrún Jörundsdóttir les þýöingu slna (13). 14.30 Miödegistónleikar. .Rhapsody in Blue" eftir George Gershwin. Höfundur leikur á píanó. 1445 Popphólfið. — Bryndis Jónsdóttir. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Islensk tónlist. a. .Torrek", hljómsveitarverk ettir Hauk Tómasson. Islenska hljómsveitin leikur; Guömundur Emilsson stjórnar. b. Lagaflokkur eftir Askel Más- son. Manuela Wiesler og Reynir Sigurösson leika á flautu og vlbrafón. c. .Hymni" eftir Snorra Sigfús Birgisson. Nýja strengjasveitin leikur. Höfundurinn stjórnar. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Slödegisútvarp. Tilkynningar. 1845 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Til- kynningar. Málræktarþáttur. Einar B. Pálsson formaður orðanefndar byggingaverk- fræöinga flytur. 19.50 Horft I strauminn meö Kristjáni Róbertssyni. (RÚVAK). 20.00 Útvarpssaga barnanna: Ragnheiöur Gyöa Jónsdóttir les arabiskar sögur úr .Þúsund og einni nótt” I þýöingu Steingrlms Thorsteinssonar. (4). 20.20 Hvaö viltu veröa? Starfskynningarjaáttur I umsjá Ernu Arnardóttur og Sigrúnar Halldórsdóttur. 21.00 Kammertónlist. Septett I Es-dúr eftir Max Bruch. Félagar I Fllharmonlu- oktettinum I Berlln leika. 21.30 .ftalluferð sumariö 1908“ eftir Guömund Finnbogason. Finnbogi Guðmundsson og Pót- ur Pétursson lesa. 22.00 Tónleikar. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. SJÓNVARP 19.25 Aftanstund. Barnaþáttur meö innlendu og erlendu efni. Söguhornið — Gósa, Krist- jana E. Guðmundsdóttir les sögu eftir Lilju S. Kristjáns- dóttur. Myndir teiknaöi Hólmfrlður Benediktsdóttir. Kanlnan með köflóttu eyrun og Högni Hinriks, sðgumaö- ur Helga Thorberg. 1940 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kvikmyndahátlöin 1985. Umsjón og stjórn: Sigurður Sverrir Pálsson og Arni Þór- arinsson. 20.50 Lifandi heimur. MIÐVIKUDAGUR 22. maí 12. Maöur og umhverfi. Breskur heimildamynda- flokkur I tólf þáttum. f þessum lokaþætti fjallar David Attenborough um áhrif mannsins á jöröina og llfríki hennar. Þýðandi og þulur Óskar Ingi- marsson. 21.55 Allt fram streymlr... (All the Rivers Run) Þriöji þáttur. Astralskur framhaldsmynda- flokkur I átta þáttum, gerður eftir samnefndri skáldsögu eftir Nancy Cato. Leikstjórn: George Miller og Pino Amenta. Aðalhlutverk: Sigrid Thornton og John Waters. Efni annars þáttar: Adam vegnar vel I borginni. Hann kynnist stúlku af auðugum ættum sem býður þeim Philadelphiu á kynningar- dansleik sinn. Þýöandí Jóhanna Þráins- dóttir. 2245 Úr safni sjónvarpsins. Gönguleið I Búrfellsgjá. ( myndinni er sýnd göngu- ferð aö fögrum og sérkenni- legum stað I nágrenni Hafn- arfjarðar. Umsjón og stjórn: Baldur Hrafnkell Jónsson. Aður sýnd I sjónvarpinu I aprll 1984. 23.10 Fréttir I dagskrárlok. 22.35 Staldraö viö á Ar- skógsstrðnd. 2. þáttur Jónasar Jónassonar. (RÚVAK). 23.15 Nútlmatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 2345 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 22. maí 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftir tvö Létt dægurlög. Stjórnandi: Jón Axel Olafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússlns. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Voröldin. Þáttur um tómstundir og úti- vist. Stjórnandi: Júllus Einarsson. 17.00—18.00 Tapað fundiö. Sðgukorn um popptónlist. Stjórnandi: Gunnlaugur Sig- fússon. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16.00 og 17:00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.