Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1985 H Af hJtfJu e/bu ennpá mei 'puuy húfu.? Bý tt búiH oi> htruÍQ. h«nni prisuar sinnum í rusliÁ." | €i 1985 Universal Press Synoicate Ast er -ÝZ7 .. aö koma heim þeyar búist er við þér. TM Reg U.S. Pat. Oft — all rights reserved ®1985 Los Angeles Times Syndicate Vera má að ég kunni ekki reglurn- ar, en dómarinn er frsendi minn. HÖGNI HREKKVÍSI Grænir skógarblettir óskast ... H.H. skrifar: Nú þegar bárublikið kringum Melavöllinn er horfið kemur í ljós hvað þetta svæði býður upp á mikla möguleika til fegrunar svo að til fyrirmyndar getur orðið. Fyrir mörgum árum var hafist handa um að koma upp dálitlum grenilundi fyrir sunnan gamla kirkjugarðinn, sem margir höfðu ekki mikla trú á fyrst í stað. En svo vel var búið að þessum trjám, að þau hafa síðan vaxið og dafnað. Þau höfðu skjól hvert af öðru og jarðvegurinn var ekki annað en gróðurlaus melur bættur áburði og gróðurmold. Eru þessi tré nú öllum augnayndi sem þar fara um og vekur þetta trú manna á upp- græðslu landsins, sem svo lengi hefur orðið að þola ránshönd manna og tennur kvikfénaðar. Vonandi verður nú gert mynd- arlegt átak við að koma upp marg- földum trjágróðri meðfram allir Suðurgötunni svo hún geti orðið fögur breiðgata eins og þekkist í menningarborgum í öðrum lönd- um. Sjá má nokkur drög að slíkum trjágróðri meðfram Miklubraut að norðan þar sem grenitré gleðja augað allan tíma árs, ekki síst á þeim árstímum sem annar gróður er sinufölur. Allir sem eiga leið um Miklubrautina finna hvað þetta græna belti er manni mikil fróun alla tíma og hamlar jafn- framt á móti grámósku hvers- dagsleikans auk þess að skapa skjól. En það eru því miður allt of fáar götur sem nokkur trjágróður er við og þrátt fyrir vaxandi áhuga borgarbúa á trjágróðri við hús sín, þá er gróðurlaus berangur við flestar götur eins og t.d. Suður- landsbraut, Kringlumýrarbraut og ótal fleiri. Hirðuleysi og sljóleiki fyrir um- hverfinu er enn við lýði. Fólk hef- ur vanist þessu. Mikið gleðiefni er þegar loks er hafist handa við Suðurgötuna. Háskólinn hefur gert mikið til að fegra umhverfi sitt og trjágöngin að skólanum eru til fyrirmyndar, en það hefur tekið þau næstum hálfa öld að vaxa. Með því að byggja skjólveggi fyrir ungplöntur og hafa bæði greni og birki, jafnvel ösp líka, má flýta fyrir gróðrinum svo að þeir sem miðalda eru í dag fái að sjá þessa vindblásnu mela taka miklum stakkaskiptum. Skógræktarmenn vinna mikið og þakksamlegt verk, en stundum finnst manni að þeir leiti langt yfir skammt. Því hefur enn verið hafist handa um að græða eitt- hvað upp meðfram Keflavíkurveg- inum. Einu sinni var Reykjanesið skógi vaxið. Jarðvegurinn hefur fokið burt af manna völdum, en nú þegar við sækjum ómældan auð í iður þessa landsvæðis er skylda okkar að sýna þakklæti á einhvern hátt þó ekki sé nema í smáum stíl fyrst í stað. Endursýnið Vilborg Helgadóttir skrifar: Mig langar til að biðja sjón- varpið um að endursýna Duran Duran-tónleikana, sem það hefur tónleikana sýnt. Ég veit að fleiri Duran Duran-aðdáedur eru mér sam- mála. Hvað heit- ir lagið? 8312—9670 skrifar: Kæri Velvakandi. Mig langar að bera fram fyrir- spurn til Páls Þorsteinssonar, starfsmanns rásar 2, varðandi lag, sem heyrist vikulega á rásinni, en er aldrei kynnt. Það er lagið, sem er spilað í lok vinsældarlistans á fimmtudagskvöldum. Mig langar rnikið til að vita hver flytur það og hvað það heitir. Dægradvöl blinda mannsins Konráð Júlíusson, Öldugötu 27, Hafnarfirði, skrifar: Yfir litla landið mitt, landið hjarta kærast. Ljómi Drottinn ljósið þitt, Ijósanna allra skærast. Gullið andans gróa lætur, Guði næst í hugarsvörðinn. Blíða vorið, bjartar nætur, blómum skrýdda fósturjörðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.