Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1985
Stefanía Benedikts-
dóttir — Minning
Fædd 20. desember 1896
Dáin 11. maí 1985
Eili þú ert ekki þung
anda guði kærum.
Pögur sái er ávalit ung
undir silfurhærum.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Þann 11. maí síðastliðinn lést
frænka mín Stefanía Benedikts-
dóttir frá Eskifirði. Góð frænka er
gengin. Að leiðarlokum langar
mig nú til að minnast hennar með
fáum orðum. Ung hóf ég komur
mínar til Stefaníu frænku og Ás-
geirs eiginmanns hennar og aldrei
hefur liðið það árið sem ég hef
ekki sótt þau heim. Til þeirra var
alltaf gott að koma og alltaf voru
sömu hlýju móttökurnar sem ég
fékk hjá þeim Stefaníu frænku og
Ásgeiri. Manni mínum og syni
sýndu þau sína einstöku hlýju sem
þeim var eiginlegt. Ávallt var
okkur rausnarlega tekið með
drekkhlöðnu borði og var vel fyrir
því séð að enginn færi svangur frá
þeim. Fyrir þessar samverustund-
ir sem við fengum að eiga með
henni erum við nú þakklát. Heið-
arleiki, snyrtimennska, traust og
trú voru einkenni hennar ásamt
einlægni og elsku. Stefanía
frænka fékk svo sannarlega að
kynnast því að lífið er ekki ein
gleöiganga, en þá komu hinir
stórkostlegu mannkostir hennar
og dugnaður best í ljós, þótt syrti í
álinn skal sótt á brattann og lífinu
skal haldið áfram. Vágestur var á
ferð sem læknavísindin unnu ekki
á. Mjög var af henni dregið undir
það síðasta en ekki vildi Stefanía
frænka tala um vanheilsu sína við
aðra heldur sló öilu upp í grín er
Minningarathöfn móður okkar og tengdamóður,
RANNVEIGAR JÓNSDÓTTUR,
fyrrv. Ijósmóður,
fer fram í Fossvogskapellu föstudaginn 24. maí kl. 13.30. Útförin
veröur gerð frá Súöavíkurkirkju miövikudaginn 29. maí kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Krabbameins-
félagiö.
Þórey Þorbergsdóttir, Matthías Jónsson,
Elías Þorbergsson, Guörún Jónsdóttir,
Ragnar Þorbergsson, Guðrún Jónasdóttir,
Jón Þorbergsson, Sigríóur Ebenesardóttir,
Salbjörg Þorbergsdóttir, Kjartan Geir Karlsson,
Sigrún Siguröardóttir.
t
Eiginmaöur minn,
ÁSMUNDUR B. OLSEN,
fyrrverandi kaupmaóur á Patreksfirói,
Þverbrekku 4, Kópavogi,
andaöist i Borgarspitalanum aö morgni 21. mai.
Kristbjörg S. Olsen.
t
BENEDIKT KRISTINSSON,
Freyjugötu 38,
andaöist 18. mai í Borgarspítalanum.
Jarösett veröur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 23. maí kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Lilja Hallgrímsdóttir.
t
Eiginmaöur minn og faöir,
MAGNÚS SIGURÐSSON
garóyrkjubóndi,
Grafarbakka 2,
Hrunamannahreppi,
er lést i Borgarspítalanum 18. maí sl., veröur jarösunginn frá Hruna
kirkju laugardaginn 25. mai kl. 14.00.
Sigrún Tómasdóttir,
Siguröur Tómas Magnússon.
t
Faöir okkar,
BERGÞÓR VIGFÚSSON,
fyrrum til heimilis á Þingholtsstraeti 12,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. maí kl.
13.30.
Fyrir hönd fjölskyldu okkar,
Lovísa Bergþórsdóttir,
Einar S. Bergþórsson.
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
? Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
’ um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson
Héraðsskólinn að Skógum undir Eyjafjöllum.
Héraðsskólinn í Skógum:
Nemendur útskrifaðir úr
2. bekk framhaldsdeildar
talað var um veikindi hennar. Hún
var yndisleg manneskja sem
kvaddi sátt við allt og alla. Nú að
leiðarlokum vil ég þakka henni
fyrir það sem hún var foreldrum
mínum og minni fjölskyldu. Eftir-
lifandi eiginmanni hennar Ásgeiri
Pálssyni vottum við okkar dýpstu
samúð og biðjum honum Guðs
blessunar á ókomnum æviárum.
Blessuð sé minningar góðrar
frænku.
Hólmfríður Kristjana og fjöl-
skylda
HoM, n. buí.
HÉRAÐSSKÓLANUM f Skógum
var slitið 9. maí sl. Við skólaslit voru
nú í fyrsta sinn útskrifaðir nemend-
ur úr 2. bekk framhaldsdeildar og er
það merkur áfangi fyrir skólann.
I ræðu skólastjóra, Sverris
Magnússonar, kom fram að Hér-
aðsskólinn hefur átt í vök að verj-
ast vegna þeirra breytinga í skóla-
málum sem hafa orðið, en eins og
kunnugt er tók Héraðsskólinn í
Skógum til starfa 1949 og var
framhaldsskóli eftir barnaskóla
einkum fyrir unglinga úr Rangár-
valla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
Með auknu þéttbýli í sýslunum
víðsvegar var eðlilegt að þar
byggðust upp gagnfræðaskólar og
minnkaði þá hlutverk Skógaskóla.
Sverrir gat þess að nú væri
einkum unnið að uppbyggingu
framhaldsnáms í Skógum og
vænti hann stuðnings Rangæinga
og Vestur-Skaftfellinga við þá
uppbyggingu og að nemendur úr
þessum sýslum myndu sækja
framhaldsnám sitt til skólans.
Þetta tveggja ára framhaldsnám
nú væri sniðið eftir námsvísi fjöl-
brautaskóla og tengdist Fjöl-
brautaskóla Suðurlands á Selfossi
með fjórar annir í bóknáms- og
viðskiptasviði, en þær kjarna-
greinar, sem kenndar væru, tengd-
ust flestum valsviðum fjölbrauta-
skólanna og því væri í raun hægt
að hefja framhaldsnám í Skógum
á flestum sviðum. Skólinn byggi
að mörgu góðu til þessa fram-
haldsnáms, hefði góða og trausta
kennara, byggi við sérstaklega
góða heimavist með góðri aðstöðu
til íþróttaiðkana, með innisund-
laug og rúmgóðan íþróttasal. Nú í
vor væri skólinn að eignast 6 tölv-
ur af gerðinni Apple Ile ásamt
fylgihlutum og myndi kennsla í
tölvufræði verða tekin upp í fram-
haldsdeildum skólans næstu
skólaár.
I byrjun skólaársins voru um 70
nemendur skráðir í skólann og þar
af 27 i framhaldsdeildum. Eftir
haustannapróf hættu 7 nemendur
en 20 luku profum nú í vor, þar af
8 úr 2. bekk framhajdsdeildar, en
þeir voru: Bergþóra Ástþórsdóttir,
Gísli Valdimarsson, Herdís E.
Gústafsdóttir, Kristín Ástþórs-
dóttir, Lilja Guðgeirsdóttir, Sig-
mundur Sigurðsson, Sigurður Er-
lingsson og Sigurlaug Guðmunds-
dóttir, allt nemendur úr Rangár-
valla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
Þá vék Sverrir að helstu breyt-
ingum á kennaraliði skólans, en
þær eru að Arnbjörn Jóhannes-
son, sem kenndi íslenzku, bók-
færslu og sögu sl. vetur, lætur af
störfum og að Snorri Jónsson, sem
kennt hefur við skólann frá hausti
1950, lætur af störfum, en hann
var frá kennslu síðasta skólaár
vegna veikinda. Fyrir hann kenndi
Ingvar Helgason. Báðar þessar
stöður hafa nú verið auglýstar
lausar við skólann.
Sr. Halldór Gunnarsson ávarp-
aði nemendur og árnaði þeim
heilla og tilkynnti fyrir hönd sjóð-
stjórnar Minningarsjóðs Sigríðar
Jónsdóttur frá Drangshlíðardal,
að á næsta skólaári myndi Guðrún
Eylín Magnúsdóttir frá Hrútafelli
hljóta námsstyrk úr sjóðnum til
að stunda framhaldsnám, en sam-
kvæmt skipulagsskrá er tilgangur
sjóðsins að veita efnilegu náms-
fólki í Austur-Eyjafjallahreppi
styrk til skólanáms að skyldunámi
loknu.
t
JÓRUNN JÓNSDÓTTIR
frá Smiöjuhóli,
Hverfisgötu 28 R.
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju 23. mai kl. 10.30.
Fyrir hönd aöstandenda.
Petrína Ó. Þorsteinsdóttir,
Jón R. Þorsteinsson,
Elísabet I. Þorsteinsdóttir,
Óskar S. Þorsteinsson,
Gunnar V. Guömundsson,
Sigrún Bogadóttir,
Höröur Magnússon,
Sigríður I. Þorgeirsdóttir.
t
Sonur okkar, bróöir, mágur og frændi,
ÞÓRÐUR MAGNÚSSON,
Sólvallagötu 53, Reykjavik,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 23. mai kl.
13.30.
Ragnheióur Þóröardóttir, Magnús Hjálmarsson,
Halldóra Magnúsdóttir,
Lára Magnúsdóttir, Karl Roth Karlsson,
Grímur Jónsson,
Solveig Karlsdóttir Roth.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför eiginmanns mins, fööur, tengdafööur og afa,
HARALDS EINARSSONAR,
Urriöafossi.
Unnur Þórarinsdóttir,
Einar H. Haraldsson, Þórir Haraldsson,
Guöbjörg Haraldsdóttir, Garöar Gestsson,
Rannveig Haraldsdóttir, Eðvald Geirsson
og barnabörn.
t
Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur míns,
tengdafööur og afa,
VILBERGS S. HERMANNSSONAR,
múrarameistara,
Blönduhlíö 6.
Unnur Vilbergsdóttir,
GunnarHansen,
Vilborg Gunnarsdóttir.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
sonar okkar og bróöur,
INGIMUNDAR SVEINS ANDRÉSSONAR,
Seyöisfiröi.
Andrés Friðmar Óskarsson, Sveinfríóur Sigmarsdóttir
og börn.
Fréttaritari