Morgunblaðið - 07.06.1985, Síða 29
28
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985
29
Otgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askrift-
argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 30 kr. eintakiö.
Heseltine
skammar Dani
Danir og þó sérstaklega
danskir stjórnmála-
menn voru húðskammaðir á
þriðjudaginn, þegar Michael
Heseltine, varnarmálaráð-
herra Breta, tók þá til bæna
fyrir máttlausa stefnumörk-
un í varnar- og öryggismál-
um. Það voru einkum tvö at-
riði sem breski varnarmála-
ráðherrann staldraði við: í
fyrsta lagi að Danir væru
ekki reiðubúnir að leggja
fram nægilegt fjármagn til
að styrkja og efla eigin her-
afla. í öðru lagi að Danir
stæðu ekki nægilega fast að
baki varnarstefnu Atlants-
hafsbandalagsins sem bygg-
ir á því, að varist verði með
kjarnorkuvopnum ef ekki er
unnt að halda hugsanlegum
árásaraðila í skefjum með
fælingarmætti þeirra.
Ástæðan fyrir því, hve
danskir stjórnmálamenn
eiga oft undir högg að sækja
meðal samherja sinna í Atl-
antshafsbandalaginu, þegar
rætt er um kjarnann í ör-
yggis- og kjarnorkuvopna-
stefnu bandalagsins, er sú,
að í danska þinginu hafa
þeir náð meirihluta, sem
láta óskhyggju og stundar-
hagsmuni í stjórnmálabar-
áttunni heima fyrir ráða en
ekki raunsætt mat á öllum
aðstæðum og þeim hættum
sem að Dönum steðja. Við
íslendingar erum farnir að
kynnast því hvernig umtal
það vekur, þegar menn
halda að hróflað sé við und-
irstöðum varnarstefnu
Vesturlanda. Nægir í því
sambandi að vísa til leiðara
úr Chicago Tribune, sem
birtist hér í blaðinu á
þriðjudag. í sambandi við
umræður um þessi við-
kvæmu mál hér á landi ætti
það að vera sérstakt um-
hugsunarefni fyrir stjórn-
völd hvernig frá þeim er
skýrt erlendis, til dæmis
fyrir milligöngu fréttastofn-
ana.
Enginn vafi er á því, að
myndin sem dregin hefur
verið af Dönum vegna
ístöðuleysisins í þjóðþingi
þeirra, er að sumu leyti ýkt.
Meginstefna Dana í utan-
ríkis- og öryggismálum er
skýr. Þeir vilja standa með
bandamönnum sínum í Atl-
antshafsbandalaginu og
leggja sitt af mörkum til
hinna sameiginlegu varna.
Breska varnarmálaráðherr-
anum finnst Danir hins veg-
ar ekki leggja nógu hart að
sér fjárhagslega miðað við
þær fjárhagsbyrðar sem til
dæmis Bretar axla til að
geta sent Dönum liðsauka á
ófriðartímum. Hvað skyldi
Heseltine segja, ef hann
kynntist „röksemdum"
þeirra hér á landi, sem vilja
beinlínis hafa þá sem verja
landið að féþúfu? Á póli-
tíska sviðinu hafa Danir svo
ekki viljað standa að álykt-
unum utanríkisráðherra
Atlantshafsbandalags-
landanna um bandarísku
meðaldrægu kjarnorkueld-
flaugarnar í Evrópu. Þetta
hefur verið nefnt „fyrir-
vara-stefna“ innan banda-
lagsins og ástunda Grikkir
og Danir hana.
Þeir sem hafa beitt sér
fyrir því, að Danir hafa tek-
ið aðra stefnu en banda-
menn þeirra, telja sig vera á
friðarSraut. Andmælendur
stefnubreytingarinnar inn-
an Danmerkur og utan segja
aftur á móti, að það sé síst
af öllu til þess fallið að efla
frið, draga úr spennu og
skapa traust að skorast und-
an merkjum vina sinna og
fara eigin leiðir án tillits til
sjónarmiða þeirra. Ræða
Michaels Heseltine yfir
Dönum sýnir til hvers van-
hugsuð einstefna hefur leitt
þá að mati bresku stjórnar-
innar.
Gagnrýni af þessu tagi
kemur dönskum stjórn-
málamönnum ekki á óvart.
Síst af öllum dönskum jafn-
aðarmönnum sem hafa snú-
ist í kjarnorkumálum undir
forystu Ankers Jergensen
eftir því hvort hann er
forsætisráðherra eða ekki.
Vonandi hefur ræða Hesel-
tines tilætluð áhrif og leiðir
dönskum þingmönnum fyrir
sjónir, að það dugar ekki að
telja sjálfum sér og öðrum
trú um að með lítt ígrunduð-
um ályktunum sé unnt að
breyta heimsmyndinni. Við
hinu er þó frekar að búast,
að þeir sem standa að baki
einstefnu Dana í austurátt
láti sér síður en svo segjast.
Tilfinningar en ekki rök
ráða ferðinni hjá þeim og af
tilfinningahita verða þeir
sannleika Heseltines sár-
reiðastir.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985
Samkeppnisstaða íslend-
inga í saltfískheiminum
- eftir Friðrik Pálsson
Við saltfiskmenn getum sjálf-
sagt kallað árið 1984 tandurfiskár.
Það, sem að öðru leyti einkenndi
helst starfsemi Sölusambands ís-
lenskra fiskframleiðenda á árinu
1984 var aðallega þrennt. í fyrsta
lagi varð framleiðslan óveniulega
mikil síðari hluta ársins. I öðru
lagi gengu afskipanir betur en
mörg undanfarin ár. í þriðja lagi
voru gæðavandamái í algjöru lág-
marki.
Framleiðsla óverkaðs þorsks
varð um 34.000 tonn árið 1984, sem
var samdráttur um 8.000 tonn frá
árinu áður, en varð samt um 3.000
tonnum meiri en áætlað hafði ver-
ið. Framleiðslan á vetrarvertíð-
inni varð um 9.000 tonnum minni
en árið á undan, en á hinn bóginn
varð mikil framleiðsla á haust-
mánuðum; sú mesta í mörg ár. Réð
þar mestu örar afskipanir af tand-
urfiski til Spánar og frekar stutt-
ur greiðslufrestur.
Afskipanir gengu sömuleiðis
betur en oftast áður og var fisk-
inum skipað út nokkurn veginn
eftir því sem hann varð tilbúinn
til útflutnings. Greiðslur bárust
nokkuð reglulega, ef undan er skil-
inn slæmur tími um mitt sumar,
þegar greiðslur bárust afar hægt
frá Portúgal. Þær greiðslutafir
urðu til þess, að tekin voru erlend
lán í stærri stíl, en gert hefur ver-
ið áður, til að flýta greiðslum.
Á árinu 1984 bárust nánast eng-
ar gæðakvartanir vegna íslenska
saltfisksins og er langt síðan að
svo vel hefur til tekist. Er það sér-
staklega ánægjulegt, þegar tekið
er tillit til þess, að á árinu reyndi
mjög á hina nýju eftirlitsdeild SÍF
og verið var að þróa nýja afurð,
sem er viðkvæmari í geymslu og
meðförum en hefðbundni saltfisk-
Framleiðsla og sölur
á árinu 1985
Það var því nokkur eftirvænting
í lofti í byrjun þessa árs, eins og
svo oft áður, ekki síst vegna þess,
að hækkandi gengi Bandaríkja-
dollars hafði gert okkur erfitt
fyrir á öllum mörkuðum. Víðast
heyrðust þær raddir, að söluverð
yrði að lækka til að koma til móts
við kaupendur vegna hækkandi
gengi dollarans.
Við lögðum aftur á móti áherslu
á, að verðlækkun kæmi ekki til
greina meðal annars vegna þess að
engin von væri til þess, að salt-
fiskframleiðendum tækist að
metta markaðina á þessu ári, þar
sem engar birgðir væru til, hvorki
í framleiðslu- né neyslulöndunum.
Dollarinn væri að vísu sterkur, en
tengingin við SDR hefði þó linað
verstu þjáningar kaupendanna.
Það er ekki hægt að segja annað
en að hljóðið hafi verið frekar
þungt í flestum kaupendanna í
upphafi ársins, enda hafði árið
1984 verið þeim heldur erfitt.
Óánægjan virtist þó ekki rista
mjög djúpt, þegar á reyndi.
í mars fórum við Dagbjartur
Einarsson, stjórnarformaður, í
ferð um markaðslöndin og gerðum
samninga á Ítalíu, Spáni og í
Portúgal. Vegna óvissunnar um
gengi dollarans og mismunandi
skoðana manna á verðþróun á
vormánuðum, varð að ráði að
semja eingöngu um það magn,
sem talið var að framleitt yrði á
vertíðinni. Ákveðið var að stefna
að því að semja um sölu sumar- og
haustframleiðslunnar í maí.
í mars sömdum við alls um sölu
á um 24.000 tonnum, sem var spá
okkar um framleiðslu til aprílloka,
enda hefði það verið um 6.000
tonna aukning frá árinu áður, eða
liðlega 30 prósenta aukning. Þrátt
fyrir hækkandi gengi dollarans,
tókst að halda sama verði í dollur-
um, tengdum SDR, eins og í gildi
hafði verið á haustmánuðum í
fyrra. Við lögðum mikla áherslu á
að halda örum afskipunum og
hröðum greiðslum, enda hefur það
sýnt sig, að í því liggja meiri verð-
mæti en í fyrstu gæti sýnst, því
vextir, rýrnum og geymslukostn-
aður vega vægt reiknað a.m.k. 2
prósentum á mánuði.
Viöbótarsölur
Framleiðslan til aprílloka varð
3.000 tonnum meiri en spá okkar
gerði ráð fyrir, eða um 9.000 tonn-
um meiri en á sama tíma í fyrra.
Þegar að því kom að gera viðbót-
arsamninga við kaupendur, höfð-
um við því hækkað verulega spár
okkar um heildarframleiðslu árs-
ins.
Sölurnar standa þannig núna,
að við höfum nýlega gengið frá
viðbótarsamningi við Portúgali,
sem gerir ráð fyrir afhendingu á
að minnsta kosti 8.500 tonnum til
loka ársins, en þó getum við af-
hent allt að 15.000 tonnum, ef við
svo kjósum. Verð er óbreytt frá
vorsamningi. Alls gera því samn-
ingar við Portúgali ráð fyrir af-
hendingu á 23.000 til 30.000 tonn-
um á þessu ári, enda þótt líklegast
sé, að það verði um 25.000 tonn.
Til Spánar höfum við selt sam-
tals 6.000 tonn og erum við að
ljúka afhendingu á því magni á
næstu dögum. Spánverjar leggja
mikla áherslu á að reyna að halda
stöðugu framboði af tandurfiski á
markaönum og eru þess vegna til-
búnir að stunda annars konar inn-
kaup en þeir voru vanir.
Þeir vilja tryggja sér það magn
af stór- og millifiski af vertíðinni,
sem þeir telja sig þurfa fram á
haustmánuöi, en vilja svo kaupa
smáfiskinn á sumri og hausti. Við
höfum ekki gert neina viðbótar-
samninga við þá að þessu sinni, en
í viðræðum við þá fyrir stuttu kom
fram, að þeir vonast til að verða
kaupendur að 4.000 til 5.000 tonn-
um af tandurfiski til viðbótar til
áramóta, en vilja ekki ganga til
samninga fyrr en nær dregur því,
að þeir þurfi fiskinn í sölu. Þeir
telja enn svo mikla óvissu um
framboð og verð, að þeim sé óhætt
að bíða um sinn og við sjáum enga
ástæðu til að leggja að þeim.
Til Ítalíu seldum við liðlega
2.000 tonn og hefur það allt verið
sent til þeirra, en ekki gengið til
frekari samninga. ítalir verða þó
kaupendur að fiski í haust, ef að
líkum lætur.
Grikkir hafa þegar keypt 1.500
tonn og tekið á móti því öllu. Þeir
eru vanir að þurfa um 2.500 tonn á
haustmánuðum og ekkert bendir
til stórbreytinga á því.
Frakkland hefur stöðugt verið
að auka kaup á alls kyns fiski og
hefur sá markaður reynst okkur
Friðrik Pálsson
hagkvæmur á margan hátt.
I heild má því segja, að sölurnar
hafi gengið nokkuð vel, það sem af
er árinu, og framhaldið lofi sæmi-
lega góðu.
Umheimurinn
Ýmislegt hefur verið að gerast í
saltfiskheiminum annars staðar á
undanförnum misserum, sem haft
hefur áhrif á stöðu okkar. Mikil
hækkun á gengi dollarans eitt árið
enn, setti svip sinn á saltfisk-
markaðina á árinu 1984, en sem
betur fer virðist draga eitthvað úr
hágengi hans nú um sinn.
Verðlag á íslenskum fiski þótti
hátt allt árið í fyrra og þykir enn
og óhætt mun að fullyrða, að ein-
ungis skorturinn, sem verið hefur
að undanförnu, hefur gert okkur
kleift að halda þessu verði. Skort-
urinn hefur stafað af samdrætti í
veiðum og vinnslu í Kanada í
fyrra og einnig minnkandi veiði og
minni framleiðslu, bæði í Noregi
og í Færeyjum.
Það sem af er þessu ári virðist
sagan vera að endurtaka sig, að
minnsta kosti í Noregi, þar sem
veiðin í vetur varð minni en nokk-
urn hafði órað fyrir og voru spár
þó ekki bjartsýnar. fs hefur haml-
að veiðum við strendur Kanada og
enda þótt veiði hafi komist af stað
síðustu vikur, er framleiðslan
minni en búist var við.
Tollar
En það er fleira en framleiðsla
annarra og markaðsverð, sem hef-
ur áhrif á markaðstöðu okkar.
Skyndilega urðu samningar Spán-
verja og Portúgala um inngöngu í
Evrópubandalagið (EB), tilefni
nýrra vandamál með nokkuð öðr-
um hætti en búist var við. Menn
höfðu frekar reiknað með því, að
innganga þeirra í EB yrði til þess
að lækka tolla á Spáni, en að þeir
yrðu teknir upp við innflutning til
allra Evrópubandalagsríkjanna.
Tollur í EB sem hefur verið til á
pappírnum lengi, var nú dreginn
fram í dagsljósið og tekur gildi um
næstu mánaðamót. Hann nemur
13 prósentum á venjulegan flattan
saltfisk og 20 prósentum á salt-
fiskflök. Að vísu kemur hann
væntanlega ekki til með að hafa
bein áhrif á þessu ári, þar eð
25.000 tonna tollfrír kvóti mun
nægja til loka þessa árs. Síðustu
fréttir benda til að þessi kvóti nái
einungis yfir flattan saltfisk og að
unnið sé að því að fá annan kvóta
fyrir saltfiskflök. 20 prósenta toll-
ur á saltfiskflök yrði slíkur baggi,
að líklegt má telja, að verulega
drægi úr eftirspurn, svo ekki sé
meira sagt.
Hvað við tekur í upphafi næsta
árs, þegar Spánn og Portúgal eru
gengin í Evrópubandalagið, er erf-
itt um að segja, en það vekur
mesta athygli, að það virðist að
frumkvæði Portúgala, sem þessi
tollur er nú settur á. Ekki er að
fullu ljóst, hvað þar býr að baki,
en þó er upplýst, að þar munu
mestu ráða, hagsmunir útgerð-
armanna í Portúgal og ef til vill
einnig á Spáni, en floti Spánverja
er langstærsti fiskveiðifloti ríkj-
anna, sem verða í EB í byrjun
næsta árs.
Svo virðist, sem mikil óeining sé
innan portúgölsku ríkisstjórnar-
innar um þetta mál, en hugmynd-
in að baki tollanna mun sú, að
Evrópubandalagið veiti síðan toll-
fríðindi gegn einhverjum fisk-
veiðiréttindum.
Rétt er að skýra þetta ögn nán-
ar. Innflutningsleyfum til Portú-
gal hefur verið skipt í þrjá mis-
munandi flokka.
í fyrsta lagi er innflutningur
eigin veiði, þ.e.a.s. löndun úr
portúgölskum fiskiskipum, sem til
dæmis hafa verið við veiðar við
strendur Kanada og lítilsháttar
við Noreg.
í öðru lagi er um að ræða inn-
flutning á því, sem kallað hefur
verið „topping up“ eða viðbótar-
kaup, en það er sá fiskur, sem
fiskiskipin kaupa í þeim löndum,
sem veita þeim fiskveiðiréttindi.
Portúgalir eru þar við veiðiskap
og kaupa fisk til viðbótar og flytja
inn í eigin fiskiskipum.
I þriðja lagi eru svo aðilar eins
og við og okkar viðsemjendur, sem
stunda kaup og sölu á saltfiski, en
hafa sem minnst viljað skipta sér
af fiskveiðiréttindum. Við höfum
að vísu stuðlað mjög að auknum
innflutningi til Islands með góð-
um árangri og það hefur góð áhrif
í Portúgal, en fiskveiðiréttindi,
hversu lítil sem þau eru, mælast
miklu betur fyrir og eru talin vott-
ur um mikinn vinskap.
Margsinnis hefur komið í ljós,
að á þessum þremur mismunandi
aðferðum við innflutning er mikill
munur í augum portúgalskra
stjórnvalda og kemur hann fram
nú einu sinni enn, en að þessu
sinni virðist einnig vera búið að
koma þessum hugsunarhætti inn í
áhrifamenn EB og þurfti ef til vill
ekki mikið til, enda hafa Kanada-
menn óspart unnið að því að fá
viðskiptafríðindi hjá EB í skiptum
fyrir fiskveiðiréttindi.
Þessi þrískipting gengur eins og
rauður þráður í gegnum allar um-
ræður um saltfiskviðskipti og eng-
in leið er að spá um það, hvert
framhaldið verður. Matthías Á.
Mathiesen, viðskiptaráðherra og
Þórhallur Ásgcirsson, ráðuneytis-
stjóri, hafa ásamt starfsmönnum
sínum unnið ötullega að því að fá
einhverja úriausn þessara mála,
en það er erfitt verkefni. Evrópu-
bandalagið er ekki auðveldasti að-
ili við að eiga, ef einhverju þarf að
breyta.
Of snemmt mun vera að spá um
framhald málsins, en væntanlega
mun að okkur þrengja um sinn að
minnsta kosti. Menn spyrja eðli-
lega, hvaða áhrif 13 prósent tollur
sem þessi muni hafa á sölur á ís-
lenskum fiski. Tollar verka ávallt
letjandi á viðskipti, en í lokin
koma þeir verst niður á neytend-
um í viðkomandi landi.
Á hinn bóginn virðist allt benda
til þess, að fiskur af eigin fiski-
skipum verði að mestu eða öllu
leyti undanskilinn viðbótarkaup-
um, sem flutt eru til Portúgal eða
annarra Evrópubandalagsríkja i
eigin fiskiskipum sömuleiðis, á
sama tíma og okkar kaupendur
yrðu að kaupa fiskinn með gild-
andi tollum.
Mismunun af þessu tagi kann að
verða okkur skeinuhætt, ef af
verður, en hún er svo ógeðfelld, að
tæpast er hægt að trúa því, að
ekki takist að fá 'henni aflétt.
Okkar krafa er fyrst og fremst sú,
að tollarnir verði ekki settir á, en
til vara að tollkvótinn verði sem
rýmstur og tollprósentan sem
lægst, en fyrst og síðast hljótum
við að ætlast til þeirrar sanngirni
að fá að sitja við sama borð og
aðrir.
Þar sem Danir eru eins og kunn-
ugt er í Evrópubandalaginu er
þeirra framleiðsla tollfrjáls.
Færeyingar og Grænlendingar
komast sömuleiðis frítt inn með
allan sinn fisk vegna sérsamninga
sinna við EB.
Kanadamenn hafa samið við EB
um sérstaka tollfría kvóta, að því
er virðist gegn fiskveiðiréttindum.
Magnið er að vísu ekki mjög mik-
ið. Það byrjar með um 4.000 tonn-
um af saltfiski og 2.500 tonnum af
saltflökum í ár og eykst svo
eitthvað ár frá ári. Svo virðist sem
þessi kvóti, sem Kanadamenn
hafa samið um, eigi að bætast við
25.000 tonna heildarkvótann og
geti því komið okkur líka til góða.
Norðmenn eru í sama flokki og
við fslendingar og hérlend stjórn-
völd hafa haft samráð við Norð-
menn í þessu efni. Hins vegar láta
einstakir norskir útflytjendur
mjög líklega við kaupendur sína
og fullyrða að innflytjendur að
norskum fiski muni ekki þurfa að
greiða slíkan toll. Fyrr muni verða
samið um fiskveiðiréttindi eða
annað, sem EB meti jafngilt, en
eftir er að sjá efndir slíkra orða.
Ljóst er þó, að Norðmenn óttast,
að spár um aukna veiðimöguleika
hjá þeim á næstu árum leiði til
enn aukinnar ásóknar í fiskveiði-
réttindi í norskri landhelgi.
Þrátt fyrir ítarlega eftir-
grennslan okkar manna, er mörg-
um spurningum ennþá ósvarað um
tollana og hvernig skiptingu
tollfríu kvótanna verður háttað.
Viðskiptaráðuneytið mun áfram
leggja mikla áherslu á að fá
sanngjarnari útfærslu á þessum
reglum og við hljótum að vera
bjartsýnir á að það takist. Við
kunnum samt að þurfa að ganga í
gegnum erfitt tímabil, ef dráttur
verður á slíkri lausn.
Þessar harkalegu aðgerðir EB,
sem þvi miður hafa á sér þvingun-
arblæ, hljóta að valda okkur mikl-
um áhyggjum. Við verðum að
leggja íslenskum stjórnvöldum
allt það lið sem við getum við að fá
sanngjarna lausn á málinu.
Samkcppnisstaða
Ríkisstyrkir til sjávarútvegs í
Kanada og í Noregi eru orðnir gíf-
urlega háir og því miður fátt, sem
bendir til þess að þeir muni fara
lækkandi. í framhaldi af því er
hollt að velta því fyrir sér, hvaða
áhrif þeir í rauninni hafa hér á
landi, ef þeir hafa þá einhver
áhrif.
Ég er þeirrar skoðunar að þeir
hafi áhrif. Talsverð bein áhrif til
lækkunar söluverðs og mjög mikil
óbein áhrif í sömu átt. Auðvelt er
að finna rök að því gagnstæða, að
þeir hafi engin áhrif, enda gefa
menn sér þá, að verð á fiski sé svo
hátt samanborið við aðrar mat-
vörur, að það gæti ekki hærra ver-
ið. Um þetta má hafa mörg orð, en
ég mun ekki fjalla um ríkisstyrk-
ina í sjávarútvegi sérstaklega. Það
er flestum þokkalega vel kunnugí
um hvort eð er.
Hins vegar vil ég nefna fleiri
atriði, sem snerta þetta mál á einn
eða annan hátt og stundum á svip-
aðan veg, án þess að við gerum
okkur alltaf grein fyrir því.
Ilarðnandi samkeppni
Mér sýnist, að við íslendingar
séum að dragast aftur úr öðrum
þjóðum á sviði matvælafram-
leiðslu. Þá á ég fyrst og fremst við
peningahlið framleiðslunnar. í
gæðamálum stöndum við nokkuð
vel, en verðum að reikna með því,
að aðrir nái okkur fyrr eða síðar
eða nálgist okkur það mikið, að við
verðum að geta verið samkeppn-
isfærir á annan hátt en þann, að
skáka sífellt í því skjólinu, að
hægt sé að borga hærra verð fyrir
okkar vöru vegna gæða. Við skul-
um þó að sjálfsögðu halda áfram
eins lengi og hægt er.
Við stöndum sjálfsagt flestum
þjóðum framar í útgerð og fisk-
vinnsiu, hvað snertir vélar og tæki
og við höfum mjög gott orð á
okkur og sterka stöðu á öllum
fiskmörkuðum. En framfarir hafa
orðið svo gífurlegar á mörgum
sviðum matvælaframleiðslu, að
erfitt er orðið að keppa við þær.
Ber þar að sjálfsögðu hæst
kjúklingarækt og aðra tækni-
vædda stórframleiðslu af því tagi
og sjálfsagt styttist í það, að eldis-
fiskur fari að keppa beinlínis við
sjávarafla, enda þótt ég sé ekki
trúaður á það, að bjartsýnustu
spár manna í þeim efnum rætist.
Ríkisstyrkir snerta þetta mál
líka meira en í fljótu bragði virð-
ist.
Landbúnaður er stórlega ríkis-
styrktur víðast hvar í vesturálfu
og það kemur fram á einn eða
annan hátt í verði korns og annars
fóðurs, sem þannig lækkar verð á
kjúklingum og jafnvel á etdisfiski.
Ilöfundut er frnmkvæmdastjóri
Sölusambands íslenskra fiskfram-
leiðenda (SÍF). Hér birtast kaflar
úr þeim hluta skýrslu hans i að»J-
fundi SÍF, sem snertir markaðsmál.
Tökum á. Tækin vantar
eftir Árna Kristinsson
Þessa dagana safna Landssam-
tök hjartasjúklinga fé um allt
land til að styrkja tækjakaup
vegna væntanlegra skurðaðgerða
á hjartasjúklingum í Landspítal-
anum.
Fram til þessa hafa allar
hjartaskurðaðgerðir verið fram-
kvæmdar erlendis. Hér á landi
hefur aðeins verið unnt að lagfæra
meðfædda galla á æðum við hjart-
að.
Hvers vegna á að flytja þessar
aðgerðir heim?
1. Vegna þess, að það er mikið álag
fyrir veikt fólk að fara í erfitt
og kvíðvænlegt ferðalag til
framandi lands fjarri fjöl-
skyldu og vinum. Vakna síðan
upp eftir mikla aðgerð og eiga
e.t.v. erfitt með að skilja málið
eða getað tjáð sig. Þurfa síðan
skömmu eftir slíka stóraðgerð
að hnoðast út á flugvöll, stund-
um er þar bið, síðan flug og loks
ferð í mismunandi færð frá
Keflavík í íslenskt sjúkrahús.
Margur hefur beðið tjón af
þessum flutningi. Þá er ótalinn
kostnaður sjúklinganna vegna
ferða- og dvalarkostnaðar ætt-
ingja eða annarra fylgdar-
manna.
2. Vegna þess að það er þjóðhags-
lega mikilvægt, að við íslend-
ingar séum sjálfum okkur nóg-
ir. Við eigum skurðlækna, sem
nú í dag voru að skera upp Svía
meðan við sendum sams konar
sjúklinga til Bretlands. Við eig-
um svæfingarlækna, hjartasér-
fræðinga, hjúkrunarfræðinga,
tæknifólk og annað starfsfólk,
sem til þarf. Hví skyldum við
kaupa útlenda vinnu í stað þess
að nota innlendan vinnukraft?
3. Vegna þess, að ekki er hægt að
beita nýrri tækni í meðferð
kransæðasjúkdóma, meðan
ekki er hægt að grípa til skurð-
aðgerða í skyndi. Hér er átt við
útvíkkun kransæðaþrengsla
með hjartaþræðingu, inndæl-
ingu segaleysandi lyfja hjá
þeim, sem eru að fá hjartadrep,
og notkun leysigeisla til að
brenna burtu æðaþrengsli, en
sú tækni er enn á tilraunastigi.
4. Vegna þess, að síðustu 2 ár hafa
verið skornir upp á annað
hundrað kransæða- og hjarta-
lokusjúklingar. Þetta er þannig
að verða ein af algengustu
stóru skurðaðgerðunum. Tveir
breskir hjartaskurðlæknar,
sem hafa stundað íslenska
hjartasjúklinga, hafa undrast,
að við skulum ekki framkvæma
þessar aðgerðir sjálfir og hér
heima.
5. Vegna þess, að mikill undirbún-
ingur liggur að baki. Nú er lag
að hefjast handa og yfirmenn
heilbrigðismála skilja, að þetta
tækifæri verður að nota.
Landssamtök hjartasjúklinga
eru aðeins tæplega 2ja ára gömul,
en hafa sýnt mikinn dugnað. Þau
hafa styrkt Landspítala og Borg-
arspítala með dýrum tækjakaup-
um. Það er mikill stofnkostnaður
samfara því að koma hjartaskurð-
lækningum af stað hér á landi, en
rekstrarkostnaður verður síðan |
mun minni við framkvæmd að-
gerðanna hér á landi en erlendis
og stofnkostnaður mun skila sér á
2—3 árum. Þótt þetta sé þannig
fjárhagslegt þjóðþrifamál má ekki
Dr. Árni Kristinsson
gleyma erfiðleikum verðandi
sjúklinga. Þetta skilja félagsmenn
Landssamtaka hjartasjúklinga,
sem flestir hafa farið utan í
skurðaðgerð. Tökum því vel á móti
þeim.
Höfundur er sérfræðingur í hjarta-
skurðlækningum rið Landspítal-
ann.
Framtíðarskipulag svæðis Hrafnistu.
Lóð Hrafnistu
skipulögð
Gengið hefur verið frá framtíðarskipulagi fyrir lóð Hrafnistu,
Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, í Laugarásnum í Reykjavík. A
meðfylgjandi mynd má sjá teikningu af svæðinu, eins og það mun
verða fullbyggt.
Dökki reiturinn til hægri á myndinni sýnir hjúkrunarheim-
ili, sem nýstofnuð sjálfseignarstofnun, sem hlotið hefur nafnið
Skjól, mun byggja. Að stofnun þessari standa Reykjavíkur-
borg, Þjóðkirkjan, Sjómannadagssamtökin í Reykjavík og
Hafnarfirði, Alþýðusamband tslands, Lífeyrisdeild BSRB og
Stéttarsamband bænda. Markmið stofnunarinnar er að bæta
úr brýnni þörf fyrir hjúkrunarheimili aldraðra.
Til vinstri á myndinni sjást lítil einbýlishús og fjölbýlishús.
í þessum húsum verða íbúðir fyrir aldrað fólk, sem er sjálf-
bjarga, en það mun þó njóta ýmissar þjónustu frá Hrafnistu.
Þessar íbúðir verða í eigu ibúanna sjálfra.
Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs, sagði að
vonir stæðu til að bygging þessara íbúða gæti hafist á næsta
ári. Sagði hann hugmyndina að þessum húsum vera 30 ára
gamla og því væri gamall draumur nú að rætast. Þegar hafa
margir skráð sig á biðlista eftir íbúðunum.