Morgunblaðið - 13.06.1985, Page 16

Morgunblaðið - 13.06.1985, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1985 „Hvort eru bændur að berjast við offramleiðslu eða tregðu í kerfinu?“ - ségir Gunnar Páll Ingólfsson, sem hafði fram- sögu á fundum „áhugamanna um markaðsmál“ „HVORT eru bændur ad berjast við offramleiðslu eða tregðu í solukerf- inu? Það er spurningin sem mér finnst standa eftir aö loknum þess- um fundum,“ sagði Gunnar Páll Ing- ólfsson, forstjóri ísmats hf. í Njarð- vík, en hann flutti framsöguerindi á fundum sem „áhugamenn um mark- aðsmál landbúnaðarins" héldu á Suðurlandi í síðustu viku. Meðal fundarboðenda eru nokkrir forvígismenn í hinum nýju búgreinafélögum, Félagi kúa- bænda á Suðurlandi og Undirbún- ingsfélagi að stofnun landssam- taka sauðfjárbænda. Á stofnfundi sauðfjárbændasambandsins í vor var Gunnar Páll fenginn til að flytja erindi um markaðsmálin og var það kveikjan að fundunum á Suðurlandi. Fundirnir voru haldn- ir á Flúðum, Hvolsvelli og Vík í Mýrdal. „Ég lagði á það áherslu á fund- unum að ef íslenskir bændur ætla að láta skammta sér innanlands- markaðinn og ekki verði gert verulegt átak í vöruþróun því samhliða mun innflutningur mat- væla fljótlega gera út af við is- lenska bændastétt,“ sagði Gunnar Páll. Hann sagði að framleiðsla hinna hefðbundnu búgreina hefði ekki verið þróuð að nútíma neyslu- háttum og heldur ekki verið hugs- að um mikilvægan hluta markað- arins, svo sem veitingahús, mötu- neyti, sjúkrahús og fleira. Hann sagði líka að framleiðendur í hin- um svokölluðu aukabúgreinafélög- um hefðu staðið sig vel í vöru- þróun og veittu sífellt harðari sámkeppni. „Ég þenti líka á að verðþan landbúnaðarvara er sprungið," sagði Gunnar Páll, „sem ásamt hinu hefur leitt til stöðugs sam- dráttar í sölunni." Hann sagði það ekki skrítið í ljósi þess sem komið hefði fram á fundunum að íslensk- ir bændur greiddu hæsta raforku- verð á norðurhveli jarðar, hæsta sláturkostnað, áburðarverð, fóð- urbætisverð og dýrustu olíu. Hann sagði mjög mikilvægt að ráðast að þessum kostnaðarliðum til að gera vöruna seljanlegri, jafnframt því sem gert yrði átak í vöruþróun. Hann sagði að með verulegu átaki væri hægt að auka neyslu lamba- kjöts um 30% og með því yrði offramleiðslan úr sögunni. „Það þýðir ekki fyrir hændur að fram- leiða og framleiða og láta sig síðan engu skipta hvað um vöruna verð- ur,“ sagði Gunnar og sagði að margir bændur virtust nú vera að vakna til vitundar um þessi mál. MorgunblaðiA/Gils Jóhannsson Gunnar Pill Ingólfsson í ræðustóli I Hvoli i Hvoisvelli. Við borðið sitja fundarstjórinn, Magnús Finnbogason i Ligafelli, og fundarritarinn. Komiö og reynsluakiö Rocky og ræö- iö viö sölumenn um útborgun og láns- tíma eftirstööva skv. Daihatsu-kjörum. -': - * - ** ?'r* ', • • . % Daíhatsu-gæði- þjónusta-endursala. J Þegar hönnuðir Daihatsu-verksmiðjanna ^ skiluðu vinnuteikningum sínum til framleiðsludeildar verksmiðjanna höfðu þeir leyst af hendi 4 meginverkefni 1. Komiö öllum bestu eiginleikum 4-hjóladrifsbílsins ásamt nokkr- um nýjungum fyrir í ramma, sem samtals vegur aöeins 1330 kg. 2. Gert hann ótrúlega sparneytinn úr garöi án þess aö fórna nokkru í afli og snerpu. 3. Gefiö honum sérlega glæsilegt og traustvekjandi útlit ásamt rúmgóöu, fallegu farþega- og farangursrými og glæsilega út- færöu mælaboröi. 4. Ótrúlega hagstætt verð. Staðreyndin er nefnilega sú, aö Rocky Wagon lúxusútgáfa meö bensínvél kostar aöeins frá kr. 823.000 meö ryövörn kominn á götuna og stenst meö glæsi- brag verðsamanburð viö keppinautana. Við bjóðum svo 5. atriðið — Daihatsu-kjör aihatsu ROCKY Glæsileg eign á réttu veröi og kjörum Þótt við segjum aðeins 823 þúsund krónur fyrir Rocky Wagon eru þaö auðvitað heilmiklir fjár- munir, enda Rocky mikil eign. Við bjóðum sér- stök kjör fyrir þá sem þess óska, er þeir ákveða kaup á Rocky. Daihatsu-umboðið Ármúla 23, s. 685870-81733.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.