Morgunblaðið - 13.06.1985, Side 21

Morgunblaðið - 13.06.1985, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNl 1985 21 Menntaskólanum að Laugarvatni var slitið 8. júní. Að þesmi sinni braut- skráðust fri skólanum 25 stúdentar. Þeir sjist hér isamt Kristni Krist- mundssyni skólameistara. Menntaskólinn að Laugarvatni: 25 stúdentar brautskráöust MENNTASKÓLANUM að Laugar- vatni var slitið í þrítugasta og annað sinn laugardaginn 8. júní. Frá skól- anum brautskráðust að þessu sinni 25 stúdentar, 14 úr miladeild, 5 úr edlisfræöideild og 6 úr náttúru- fræöideild. Hæstu einkunn á stúd- entsprófi hlaut Sigurður Kristinsson, ágætiseinkunn 9,25. Sigurður er úr eðlisfræðideild. í skólaslitaræðu Kristins Kristmundssonar, skólameistara, kom- meðal annars fram að aðsókn að skólanum fer nú vaxandi eftir nokkra lægð undanfarin ár. { vet- ur var kennt í fyrsta sinn í þrem bekkjardeildum í fyrsta bekk, en þar hófu 68 nemendur nám. Utlit er fyrir svipaða aðsókn næsta vet- ur. Kvað Kristinn þetta vera til marks um vaxandi vinsældir heimavistarskóla. Af nýjungum í skólastarfi nefndi skólameistari einkum stórfellda tölvuvæðingu skólans, en skólinn hefur fengið alls 14 nýjar tölvur auk ýmiss annars búnaðar og notendaforrita. Tölvur þessar eru af gerðunum Apple Ile og IBM PC. Að vanda mættu margir gamlir nemendur Skólameistari afhenti dúx skólans, Sigurði Kristinssyni, viðurkenningu fyrir nimsirangur. afmælisárganga til skólaslita og færðu skólanum stórveglegar gjafir. Davíð Gísli Halldórsson í hlutverki sínu í Draumi i Jónsmessunótt Leikfélag Reykjavíkur: Allra síðustu sýningar á Draumi á Jónsmessunótt SÍÐUSTU aukasýningar á Draumi i Jónsmessunótt eftir William Shake- speare verða næstkomandi föstu- dags- og laugardagskvöld. Mikil að- sókn hefur verið að leikritinu síð- ustu daga og er þessum sýningum því bætt við. Sögusvið leiksins er skógur rétt fyrir utan bæ, sem ber nafnið Aþena. Bæði álfar og menn koma við sögu; íbúar Aþenu eiga í erjum innbyrðis og við álfana. Einnig er ástin stór þáttur í leikritinu. Draumur á Jónsmessunótt er sýndur í þýðingu Helga Hálfdan- arsonar, undir leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Grétar Reynisson gerði leikmyndina og Jóhann G. Jóhannsson stjórnar tónlist. (rr fréltatilkvnningu) BESTU UPPSKRIFTIRNAR ’8 5 Kæru þá tttakendur, þiö kaffærðuö dómnefhdina okkar! (takkfyrír!) Nú hafa dómnefndarmenn haft uppi svunturnar í heilan mánuð og látið hendur standa fram úr ermum. Peir þurftu að leggja undir sig tilraunaeldhúsið okkar í Osta- og smjörsölunni og eldhús Kokkaskólans að auki, því uppskrif tafj öldinn sem barst fór langt fram úr okkar björtustu vonum. Drjúgan tíma tekur að útbúa, smakka og dæma slíkan fjölda rétta, og þar sem dómnefndin er afar vönd að verkum sínum sjáum við okkur ekki annað fært en að fresta úrslitunum eitthvað fram í júlí - en þá kemur dómnefndin upp úr kafinu. Með von um skilning og biðlund. Osta- og smjörsalan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.