Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1985 Léttsveitin leikur fyrst á 17. júní FYRIR skömmu var sett á laggirn- ar ný útvarpshljómsveit sem hlotið hefur nafnið „Léttsveit ríkisút- varpsins". Hljómsveit þessari er ætlað þaö hlutverk að leika létta tónlist af ýmsu tagi, bæði í blönd- uðum skemmtiþáttum útvarpsins og á sjálfstæðum tónleikum sem útvarpað yrði. Frumraun sveitar- innar verður útvarpað á rás 1 kl. 16.20 þjóðhátíöardaginn 17. júní nk. Verða þá eingöngu leikin ís- len.sk lög, sem sérstaklega hafa verið útsett fyrir léttsveitina. „Þetta hefur gengið alveg prýðiiega. Búið er að æfa upp ein 11 lög á einni viku,“ sagði Olafur Þórðarson, umsjónarmaður sveitarinnar er blm. leit inn á æfingu hjá þeim fyrr í vikunni. „Nokkuð langt er síðan sérstök djass- og danshljómsveit starf- aði við stofnunina og fannst okkur því orðið tímabært að bæta úr því. Hafa bæði útvarps- stjóri og tónlistarstjóri hljóð- varpsins sýnt máli þessu mikinn velvilja." Olafur bætti því þó við að enn væri aðeins um tilraun að ræða — framhaldið myndi að miklu leyti ráðast af viðtökum almennings. Aðspurður kvaðst hann álíta að grundvöllur væri fyrir sveit sem þessa. Víst kostaði þetta peninga — en það væri vel þess virði. „Þess má líka til gamans geta, að í sparnaðarskyni ákváðu þeir hjá BBC ekki alls fyrir löngu að fækka hljómsveitum Vilhjálmur Guðjónsson og Ásgeir Steingrímsson. sinum um 15. Sér þó varla högg á vatni." ólafur gat þess að geysileg vinna lægi að baki framtaki þessu — en — „sveitin er skipuð þrautreyndum hæfileikamönn- um sem leggja allan metnað sinn í að vanda til verksins". „Það er gaman að fást við þetta," sagði Ásgeir Stein- grímsson, trompettleikari er hann var inntur eftir þvi hvernig honum litist á þetta framtak. „Fjölbreytnin er svo mikil. Við leikum djass, suður-ameríska tónlist, rokk, fönk og allt þar á milli. Verði framhald á þessu mun það breyta atvinnuhorfum íslenskra tónlistarmanna tölu- vert. Þeir fengju þá eitthvað annað að gera en að spila á böll- um og bjórlíkisstofum. Hálfur mánuður er samt helst til stutt- ur tími til æfinga," bætti hann við — „en þetta eru vanir menn og því vönduð vinna," sagði Ás- geir. Vilhjálmur Guðjónsson saxó- fónleikari tók undir orð félaga síns. „Það var sko tími til kom- inn að gera eitthvað í málinu. Útvarpshljómsveit á borð við þessa hefur ekki verið til hér á landi síðan Bjarni Böðvarsson var upp á sitt besta. Þó svo að við komum allir hver úr sinni áttinni þá myndum við sam- stilltan, metnaðarfullan hóp. Ég er því hæstánægður með þetta framtak. Svona sveitir, sem starfræktar hafa verið erlendis, hafa sannað gildi sitt og alið af sér harðsnúið lið spilara. Þetta ætti því að vera góður skóli. Ég er mjög bjartsýnn og treysti á að viðtökurnar verði góðar," sagði Vilhjálmur Guðjónsson að lok- um. Þeir sem útsettu fyrstu 12 lög sveitarinnar eru þeir Gunnar Þórðarson, Stefán S. Stefánsson, Vilhjálmur Guðjónsson og Þórir Baldursson. Fjögur laganna eru sérstaklega samir. fyrir hljóm- sveitina af áðurnefndum mönnum. Aðrir höfundar eru þeir Magnús Eiríksson, Oddgeir Kristjánsson, Megas, Jón Múli Árnason, Sigfús Einarsson og fleiri. Hljómsveitina skipa að þessu sinni 14 hljóðfæraleikarar. Þeir eru: Ásgeir Steingrímsson á trompett, Björn Thoroddsen á gítar, Gunnar Hrafnsson á bassa, Jón Kjell Seljeseth á hljómborð, Oddur Björnsson á básúnu, Pétur Grétarsson á slag- verk, Rúnar Georgsson á saxó- fón, Stefán S. Stefánsson á saxó- fón, Steingrímur óli Sigurðar- son á trommur, Sveinn Birgisson á trompett, Viðar Alfreðsson á franskt horn, Vilhjálmur Guð- jónsson á saxófón, Þórir Bald- ursson á hljómborð og Þorleifur Gíslason á saxófón. Umsjónar- maður hljómsveitarinnar er, eins og áður sagði Ólafur Þórð- arson. Guðmundur Daníelsson Gunnar M. Magnúss, rithöfundur Rithöfundasamband íslands: Ólafur Jóhann Sigurðsson Þrír nýir heiðursfélagar AÐALFUNDUR Rithöfundasambands íslands var nýlega naldinn í Norræna húsinu í Reykjavík. Að afloknum stjórnarkosningum þar skipa nú stjórn sambandsins: Sigurður Pálsson formaður, Birgir Sigurðsson varaformaður, Einar Kárason, Olga Guðrún Árnadóttir og Þórarinn Eldjárn meðstjórnend- ur og Sigurjón B. Sigurðsson (Sjón) og Þorsteinn frá Hamri, varamenn. Framkvæmdastjóri er Rannveig Ágústsdóttir. Á fundinum voru kjörnir þrír nýir heiðursfélagar; rithöfundarn- ir Guðmundur Daníelsson, Gunn- ar M. Magnúss og ólafur Jóhann Sigurðsson, en fyrir voru tveir heiðursfélagar í sambandinu, Halldór Laxness og Snorri Hjart- arson. Á síðasta starfsári voru undir- ritaðir samningar við Ríkisút- varpið, hljóðvarp og sjónvarp. Gerðist þáð 22. apríl sl. Grunn- hækkanir á taxta voru 20 og 25% og 100% fyrir þýðingar á leikrit- um. Samningaviðræður eru í gangi við leikhúsin og útgefendur. Auk samningamála var rætt um ýmis önnur hagsmunamál höf- unda, svo sem áframhaldandi bar- áttu fyrir hag bókarinnar og bókmennta, en sú barátta skilaði umtalsverðum árangri á síðustu jólavertíð. Stórjókst þá bóksala í fyrsta skipti í mörg ár. Sömuleiðis var rætt um aukið kynningarstarf í þágu almennings, svo sem eins og dag Ijóðsins 18. maf sl. o.s.frv. Þá gerði lögmaður Rithöfunda- sambandsins, Ragnar Aðalsteins- son, grein fyrir stöðu fjölfjöldun- armálsins (Fjölís) og Innheimtu- miðstöðvar gjalda. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem mótmælt var framkomu stjórnar Norðurlandahússins í Færeyjum við Hjört Pálsson. Einnig var samþykkt eftirfarandi ályktun varðandi fjölföldun í skólum: „Aðalfundur Rithöfundasam- bands íslands leggur þunga áherslu á að með gerðardómi upp- kveðnum 4. maí 1984 hafi mennta- málaráðuneyti fyrir hönd ríkis- sjóðs verið gert að greiða rithöf- undum, tónskáldum, blaða- mönnum og útgefendum umtals- verða fjárhæð fyrir fjölföldun verka í skólum frá gildistöku höf- undalaga 1972 til 1.9.1984. Þótt liðnir séu rúmir tólf mán- uðir frá því dómur þessi var upp kveðinn hefur dómsupphæðin enn ekki fengist greidd úr ríkissjóði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir rétthafasamtaka til innheimtu hennar. Þar sem höfundar eiga hér mik- illa hagsmuna að gæta, skorar fundurinn á stjórnvöld þau, sem hér eiga hlut að máli, að sjá svo um að fjárhæð þessi verði greidd dómhöfum án frekari dráttar." Á aðalfundinum var samþykkt að veita 26 rithöfundum inngöngu í RSÍ. Félagar í Rithöfundasam- bandinu eru nú 234, en RSÍ er eina löggilta stéttarfélag rithöfunda hér á landi og annast eitt alla samninga fyrir hönd rithöfunda við bókaútgefendur, Ríkisútvarp- ið, leikhús o.fl., auk annarrar hagsmunagæslu. (FrétUtilkyDning.) Þýðingasjóðiir: Þrettán að- ilar fá styrk ÁKVEÐNAR hafa verið styrkveit- ingar úr Þýðingasjóði fyrir þetta ár. Eftirtaldir 13 aðilar fá styrki til út- gáfu á samtals 26 bókum: Hið ís- lenska bókmenntafélag, Forlagið, Örn og Örlygur, ísafold, Mál og menning, Þjóðsaga, Almenna bóka- félagið, Tónskóli þjóðkirkjunnar, Samtíminn hf., Iðunn, Vaka, Banda- lag íslenskra leikféiaga og Alþýðu- leikhúsið. Tvö þau síðasttöldu hljóta styrkinn til útgáfu á leikritum. I fréttatilkynningu frá Þýð- ingasjóði kemur fram að hlutverk sjóðsins, sem stofnaður var með lögum nr. 35/1981, er að veita út- gefendum styrki eða lán til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku. Tekjur sjóðsins skulu vera framlag ríkissjóðs sam- kvæmt fjárlögum ár hvert. Út- hlutað var úr sjóðnum í fyrsta skipti árið 1983. I ár voru til ráð- stöfunar kr. 1.200.000. Umsóknir bárust frá 20 aðilum vegna 35 bóka, samtals að upphæð um 5 milljónir króna. Menntamálaráðherra skipar stjórn Þýðingasjóðs og eiga nú sæti í henni Gísli ólafsson, til- nefndur af Félagi íslenskra bóka- útgefenda, Þorvarður Helgason, tilnefndur af Rithöfundasam- bandi fslands, og Árni Gunnars- son, skipaður án tilnefningar. Innbrot í segl- brettaskólann TÍU þurrbúningum, rauðum og bláum að lit, var stolið þegar brot- ist var inn í Seglbrettaskólann í Nauthólsvík aðfaranótt mánudags- ins. Undir sex sömu nótt var neyð- arblysi skotið á loft, trúlega frá seglskútu sem lá í víkinni og leik- ur grunur á að þjófarnir, sem brut- ust inn í seglbrettaskólann hafí einnig verið þar á ferð. Auk þurrbúninganna var tösku, samfestingum og tíu vindbuxum stolið úr skólanum. Þeir sem kunna að hafa orðið mannaferða varir í Nauthólsvík aðfaranótt mánudagsins eru vinsamlega beðnir að láta Rann- sóknarlögreglu ríkisins vita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.