Morgunblaðið - 13.06.1985, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 13.06.1985, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNl 1985 Gestur Ólafsson formaður Lífs og lands. Líf og land: Gestur Ólafs- son endurkjör- inn formaður AÐALFUNDUR landssamtakanna Lffs og lands var haldinn í Lögbergi mánudaginn 20. maí sl. Gestur Ólafsson arkitekt var endurkjörinn formaður samtak- anna. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Einar Erlendsson, Herdís Þorvalds- dóttir, Hilmar Þór Björnsson, Ragnhildur Skarphéðinsdóttir og Sigurður Sigurðsson. Skrifstofa samtakanna er að Garðastræti 17,101 Reykjavík. (Fréttatilkynning.) Norræna húsið: Tónleikar norsku stúlkn- anna í kvöld Þau leiðu mistök urðu í Morgun- blaðinu í gær að sagt var í frétt að tónleikar þeirra Lailu Helland pianóleikara og Solveigar Strömme sópransöngkonu yrðu í Norræna húsinu í gærkvöidi en þeir verða í kvöld fimmtudagskvöld 13. júní. Stúlkurnar eru 14 og 15 ára gaml- ar og koma hingað frá Noregi í boði tónlistarskóla Njarðvíkur. Á efnisskrá tónleikanna eru meðal annars norræn verk og hefjast þeir klukkan 20:30. Fræðslufundur um næringu ungbarna og gildi brjóstamjólkur ÁHUGAFÉLAG um brjóstagjöf í Kópavogi heldur fræðslufund í Fé- lagsheimili Kópavogs, 2. hæð, í dag, fimmtudaginn 13. júní og hefst hann kl. 20.30. Dr. Laufey Steingrímsdóttir dósent í næringarfræði fjallar um næringu ungbarna og gildi brjóstamjólkur. Síðan verða um- ræður þar sem hún og Alda Möller matvælafræðingur svara fyrir- spurnum. Þetta er annar fræðslufundur félagsins á þessu ári. Hinn fyrri var í febrúar og þá talaði dr. Helgi Valdimarsson um ofnæmisvarnir og brjóstagjöf. Var fundurinn vel sóttur. Markmið félagsins er fræðsla u^n gildi brjóstagjafar og sam- hiálaJLvunna ^emávtna^hafa börn srWrwjrett 'W (ÍJr fréttatilkynningu.) Hefðbundin en síðbúin skóla- slit á Selfossi — 23 stúdentar útskrif- aðir og greiddi verka- lýðsfélagið náms- gjöld fyrir félagsmenn sína í öldungadeild Selfossi, 10. júní 1985. 4. starfsári Fjölbrautaskóla Suð- urlands lauk 8. júní sl. með athöfn í Selfosskirkju. Þá útskrifuðust 46 nemendur frá skólanum en alls stunduðu 544 nemendur nám við skólann í vetur. Skólaslit fóru fram óvenju seint að þessu sinni sem orsak- aðist af óvenjulegu ástandi á liðnum vetri, verkföllum og upp- sögnum kennara. Brugðið var á það ráð að lengja námsannir til að vinna upp kennslutap sem af þessu leiddi. Skólaslitaathöfnin í Selfoss- kirkju hófst á hefðbundinn hátt með því að kór skólans gekk syngjandi inn kirkjugólfið. Þor- lákur Helgason, settur skóla- meistari, ávarpaði gesti og í máli hans kom fram að á liðnum vetri stunduðu 422 nemendur nám í dagskóla og 122 í öldungadeild. Verkalýðsfélagið Þór ýtti veru- lega undir nám í öldungadeild með því að greiða námsgjöld þeirra félaga sinna sem stund- uðu nám í öldungadeildinni. Sú röskun á skólastarfinu sem varð vegna verkfalla og upp- sagna kennara ieiddi m.a. til þess að um 70 nemendur hættu námi á vorönn. Þorlákur skóla- meistari benti á að launakjör í skólanum væru hluti af skóla- starfinu sem ekki yrði aðskilinn þar frá og huga yrði að þeim þætti á verðugan hátt. Ljóst er að 10 kennarar hætta störfum við skólann, sumir um stundarsakir en aðrir fyrir fullt og allt. Einn kennaranna lét þau orð falla að hann ætlaði sér í vinnu þar sem launin væru í Hópurinn, sem útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. valdadóttir, lauk námi á þremur brautum samtímis og annar, Guðbjörg Bjarnadóttir, námi á íþróttabraut á 6 önnum, báðar með stúdentsprófi. Lilja María Gísladóttir hlaut viðurkenningu sem dúx skólans. Guðfinna Björk Sigvaldadóttir flutti ávarp fyrir hönd þeirra sem útskrifuðust. Hún sagði að það væri sárt að kveðja skólann, sérstaklega skóla sem þennan þar sem allir væru félagar, jafnt nemendur sem kennarar. Hún þakkaði kennurum og skólafé- lögum samfylgdina og óskaði þeim góðs gengis. Hjörtur Þórarinsson, formað- ur skólanefndar Fjölbrautaskól- ans, flutti stutt ávarp. í máli hans kom fram að knýjandi þörf er á lögum um framhaldsskóla sem kveða skýrt á um þátttöku aðila, ríkis og sveitarfélaga, í rekstri skólanna og byggingu. í lok athafnarinnar ávarpaði skólameistari nemendur og sagði m.a.: „Vörðurnar á veginum eru til að vísa þér veginn. Gefðu gaum að þeim. Leggðu stein í vörðurnar og vertu minnugur MortfunbladiÖ/ Sigurður þess að þú ert þátttakandi í mestu byltingu í menntakerf- inu.“ Nýjungar í skólanum næsta vetur verða þær helstar að Meistaraskólinn verður starf- ræktur við Fjölbrautaskólann. Það verður til mikilla bóta því nám í þeim skóla hafa iðnaðar- menn sótt til Reykjavíkur. Skólaslitaathöfnin var vel sótt og má með sanni segja að fólk fylgist grannt með starfi skólans og þeirri uppbyggingu sem á sér stað. Sig Jóns samræmi við þá vinnu sem lögð væri af mörkum. Það voru alls 46 nemendur sem útskrifuðust, 23 stúdentar, 20 nemendur af verknámsbraut- um iðngreina og 3 af skemmri brautum. Alls luku nemendur námi af 17 brautum. Einn nem- endanna, Guðfinna Björk Sig- Þesnr sjö konur luku stúdentsprófl úr öldungadeild. Stúlkurnar þrjár, sem flestar viðurkenningar hlutu við skólaslitin, frá vinstri: Guðfinna Björk Sigvaldadóttir, Lilja Marfa Gísladóttir og Guð- björg Bjarnadóttir. Guðbjörg hélt beint frá skólauppsögn á sundmót þar sem hún var heiðruð og afhenti verðlaun. „Það þekkjast allír hérna“ Selfossi, 10. júní. „ÉG MUNDI örugglega byrja aft- ur í þessum skóla, það eru einstak- ir kennarar hérna og erfiðleikarnir við að fara á milli kennslustaða hverfa í skuggann," sagði dúx skólans, Lilja María Gísladóttir. Lilja stundaði nám á málabraut og er ein 7 nemenda af landinu sem fara í námsferð til Frakklands nú í sumar. Hún sagðist ákveða það í sumar hvað hún gerði næsta vetur. Guðbjörg Bjarnadóttir lauk námi með stúdentsprófi af íþróttabraut á þremur árum. Hún er ein fremsta sundkona landsins og sagöist ætla í íþróttaskólann á Laugarvatni. „Þetta er góður skóli og gott samband milli nemenda og kennara, það þekkjast allir hérna,“ sagði Guðbjörg um fjöl- brautaskólann. Strax að lokinni skólaslitaathöfninni fór hún á sundmót og afhenti þar verðlaun og fékk reyndar sjálf viðurkenn- ingu fyrir vel unnin störf í þágu Sunddeildar Selfoss. Guðfinna Björk Sigvaldadóttir lauk námi við skólann með stúd- entsprófi af tveimur brautum, uppeldis- og félagsfræðibraut, og tók síðan verslunarpróf í leið- inni. Hún sagðist óráðin um framtíðina en lét vel af verunni í skólanum. Sig. Jóns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.