Morgunblaðið - 13.06.1985, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ1985
37
Laxinn þreyttur á opnunardegi í Kjósinni.
Heppnir veiðimenn í
Núpalandi
Stangaveiði hófst í Laxá í Að-
aldal í löndum Núpa og Kjalar
þann 10. júní eins og neðar í ánni
og þeir sem hófu veiðina höfðu
heldur en ekki heppnina með sér,
fengu tvo laxa fyrsta daginn, 12
og 17 punda þunga. Þótti það hin
ágætasta byrjun, því happdrætti
er með veiði á þessu svæði svo
snemma og sum árin veiðist þar
ekki bein fyrr en lengra líður á
veiðitímann. Ekki hefur bæst við
aflann svo vitað sé, enda hefur
áin ekki verið nýtt síðan í
opnuninni.
Tregfiski í Norðuránni
Það rætist lítið úr í Norðurá,
þó gekk betur hjá þeim hópi sem
hætti á hádegi í gær heldur en
hinum sem var á undan. Sá hóp-
ur náði einum laxi og greip sá
seinheppni lax agnið hjá á einum
veiðimarnanna er aðeins sjö
mínútur voru eftir af þriggja
daga veiðitíma hópsins. Frést
hefur að hópurinn sem hætti í
gær hafi náð eitthvað um 20 löx-
um og er það stórum betri
frammistaða, en engin uppgrip
þó. Ef til vill þokkalegt þó miðað
við skilyrðin, bjart veður og lítið
vatn. Þá eru komnir rétt rúm-
lega 40 laxar á land úr Norðurá.
Hvað með Langá?
Veiði hefst í Langá á Mýrum á
laugardaginn kemur, 15. júní.
Langá hefur verið í miklum
öldudal síðustu sumrin, en reyn-
ist spár fiskifræðinga réttar,
gæti áin rétt rækilega úr kútn-
um í sumar. Ingvi Hrafn Jóns-
son, fréttamaður með meiru,
sagði í samtali við Morgunblaðið
í gær að best væri að segja sem
minnst um horfurnar, „ég verð
þarna fyrir vestan fyrstu dag-
ana, en geri mér engar sérstakar
vonir, maður fær kannski einn
lax eða tvo. Ég sá nokkra laxa í
Sjávarfossi í vikunni svo þeir
eru eitthvað farnir að stinga sér
upp. Annars býst ég ekki við að
það komi neitt að ráði í ána fyrr
en í júnílok eða framan af júlí.
En ef það bregst er ég hræddur
um að eitthvað meira en alvar-
legt sé á seyði og þá verði að
stokka upp veiðimálin hér á
landi,“ sagði Ingvi Hrafn.
Kór Langholtskirkju meinað
að yfirgefa hótel í Miinchen
Kór Langholtskirkju varð
fyrir nokkrum töfum á söng-
ferð sinni um Mið-Evrópu á
þriöjudaginn þegar kórnum
var meinað að yfirgefa hótel í
Miinchen. Astæðan var sú að
greiösla fyrir dvöl kórsins
hafði ekki borist hótelinu
vegna misskilnings, að því er
segir í frétt frá Guðlaugu
Guðmundsdóttur, kórfélaga.
Kórinn og fylgdarlið hans, alls
90 manns, hafði dvalist á hótelinu
í þrjá daga og ætlaði að halda til
Innsbruck á þriðjudaginn. Hótel-
stjórnin kvikaði ekki frá þeirri
reglu að halda gestunum þar til
full greiðsla hefði borist. Málinu
lyktaði loks þannig að greiðslu-
trygging var send til bjargar
kórnum og gat hann þá haldið ferð
sinni áfram.
Ferð kórsins er nú rúmlega
hálfnuð og sagði Guðlaug að söng-
ur kórsins héfði vakið mikla at-
hygli þar sem kórinn hefði komið
fram og hefðu gagnrýnendur á
dagblöðum í Vín lokið lofsorði á
frammistöðu hans.
Kórinn söng fyrir fullu húsi í
Karlskirkjunni í Vín, Dómíní-
kanakirkjunni í Krems og svo í
bænum Pernitz, sunnan við Vín.
Einnig söng kórinn í Salzburg og
Múnchen, þar sem tónleikarnir
voru teknir upp fyrir vestur-þýska
rikisútvarpið.
Kór Langholtskirkju er nú í
Innsbruck og heldur þar eina tón-
leika áður en haldið verður til ít-
alíu. Þar syngur hann á fjórum
stöðum, þ. á m. Kirkju Heilags
Markúsar í Feneyjum og dóm-
kirkjunni í Flórens.
Bókasýning
í Háskóla-
bókasafni
SÝNING á bókum og tímaritum sem
útgáfufyrirtækið Blackwell Scientif-
ic lhiblications í Oxford hefur gefið
Háskólabóksafni, verður opnuð í
anddyri Háskóla íslands í dag, -
fimmtudag, kl. 14.
Gjöfin er veitt í tilefni af heim-
sókn forseta íslands, frú Vigdísar
Finnbogadóttur, til Oxford árið
1982. Forgöngu að gjöfinni hafði
hinn danski Per Saugman, for-
stjóri Blackwell-útgáfunnar.
Gjöfin felur það í sér, að Há-
skólabókakasafni gefst kostur á
því um árabil, að velja endur-
gjaldslaust þau útgáfurit
Blackwell-forlagsins, sem talin
eru koma að gagni við kennslu og
rannsóknir í Háskóla tslands.
Hefur safnið þegar tekið á móti
um 1.200 bindum bóka og tíma-
ritsárganga.
Bækurnar taka til allflestra
greina sem stundaðar eru við Há-
skólann. Mikið er um rit í læknis-
fræði, hjúkrunarfræði og náttúru-
vísindum og talsvert um rit í hag-
fræði, heimspeki og málvísindum.
Margar gjafabókanna og sýnis-
horn allra tímaritanna liggja
frammi á sýningunni.
Sýningin stendur til 25. júní og
er opin alla virka daga frá kl. 9 til
17. (ílr fréttatilkynningu.)
Landssamtök hjartasjúklinga:
3 milljónir kr. náðust
með merkjasölu
Landssamtök hjartasjúklinga
stóðu fyrir merkjasölu um síðustu
helgi, en fénu sem safnaðist verður
varið til tækjakaupa handa væntan-
legri hjartaskurðlækningadeild
Landspítalans.
„Undirtektir voru alveg frábær-
ar um allt land og eiga allir sem
stóðu að söfnuninni og þeir sem
merki keyptu þakkir skildar fyrir
framlag sitt,“ sagði Ingólfur Vikt-
orsson, formaður landssamtak-
anna.
Hann sagði að heildarágóði af
merkjasölunni hefði verið rúm-
lega þrjár milljónir króna, en af
því falla tæplega þrjár milljónir í
hlut samtakanna sjálfra.
Merkin voru seld um allt stór-
Reykjavíkursvæðið og á um 50
stöðum víðs vegar um land. Ingólf-
ur sagði að merkin hefðu selst upp
úti á landi og legið við skorti á
merkjum í Reykjavík.
„Það gæti vel farið svo að þetta
yrði árlegur viðburður," sagði Ing-
ólfur, en þetta var í fjórða skipti
sem landssamtökin hafa á einn
eða annan hátt hjálpað til við að
efla tækjabúnað ríkisspítalanna.
Hátíðahöld í Reykjavík á 17. júní:
Skemmtisigling á Tjörninni
og golf í Hallargarðinum
HÁTÍÐAHÖLD í Reykjavík á 17. juní verða með fjölbreyttu sniði sem
endranær. Æskulýðsráð Reykjavíkur hefur haft veg og vanda af öllum
undirbúningi hátíðahaldanna og var dagskráin á þjóðhátíðardaginn
kynnt fréttamönnum á dögunum.
Þau hafa ásamt fleirum haft veg og vanda af undirbúningi hátíðahald-
anna á 17. júní. F.v.: Gísli Árni Eggertsson, æskulýðs- og tómstunda-
fulltrúi, Þórunn Gestsdóttir, varaformaður Æskulýðsráðs Reykjavíkur,
og Ólafur Jónsson, forstöðumaður Tónabæjar.
Austurvöllur
Dagskráin á 17. júní hefst kl.
10 með því að forseti borgar-
stjórnar, Magnús L. Sveinsson,
leggur blómsveig frá Reykvík-
ingum, á leiði Jóns Sigurðssonar
í kirkjugarðinum við Suðurgötu.
Klukkan 10.40. verður þjóðhátíð-
in sett á Austurvelli með ávarpi
Kolbeins H. Pálssonar, for-
manns Æskulýðsráðs Reykja-
víkur. Þá mun forseti íslands,
Vigdís Finnbogadóttir, leggja
blómsveig frá íslensku þjóðinni
að minnisvarða Jóns Sigurðsson-
ar og forsætisráðherra, Stein-
grímur Hermannsson, flytur
ávarp. Að síðustu flytur fjall-
konan ávarp sitt, Karlakór
Reykjavíkur syngur og Lúðra-
sveit verkalýðsins leikur.
Guðsþjónusta hefst í Dóm-
kirkjunni kl. 11.15. Séra Agnes
M. Sigurðardóttir predikar og
dómkórinn syngur undir stjórn
Marteins H. Friðrikssonar. Ein-
söngvari er Magnús Jónsson.
Skemmtisigling á
Tjörninni
Frá kl. 11—12 munu félagar úr
Fornbílaklúbbi íslands aka
gömlum bifreiðum um borgina
og kl. 13.30 gangast þeir fyrir
hópakstri vestur Miklubraut og
Hringbraut, umhverfis Tjörnina
og að Kolaporti. Þar verður svo
sýning á bifreiðum Fornbíla-
klúbbsins frá 14.30 til 17.
Frá kl. 13—19 getur fólk
skemmt sér við mini-golf í Hall-
argarðinum eða fengið róðrabát
að láni hjá siglingaklúbbi Æsku-
lýðsráðs Reykjavíkur og farið í
skemmtisiglingu á suðurhluta
Tjarnarinnar eftir vandlega
merktum leiðum. Kl. 13.30 koma
unglingar saman og tefla á úti-
taflinu við Lækjargötu. Skák-
sveitir úr tveimur skólum borg-
arinnar aðstoða við taflið.
Glímu- og golfsýning
Ýmislegt verður um að vera í
Hljómskálagarðinum á þjóðhá-
tíðardaginn. Frá kl. 14—18 verða
skátafélagar með tjaldbúðir og
útileiki og kl. 14.30—15.15 gang-
ast íþróttamenn fyrir glímu- og
golfsýningu. Kl. 17.30 verður
leikþáttur fyrir börn með þeim
Randver Þorlákssyni, Sigurði
Sigurjónssyni og Erni Árnasyni.
Leikþáttur þessi verður fluttur
tvisvar á Lækjartorgi fyrr um
daginn.
Skrúðganga
Safnast verður saman við
Hlemmtorg kl. 14 og tuttugu
mínútum síðar gengið í skrúð-
göngu áleiðis niður Laugaveginn
og Bankastrætið. Lúðrasveitin
Svanur leikur undir stjórn
Kjartans Óskarssonar og skátar
ganga með fána í broddi fylk-
ingar. Þá munu félagar úr Þjóð-
dansafélagi Reykjavíkur taka
þátt í göngunni í þjóðbúningum.
Reiðsýning o.fi.
í miðbænum
Margt verður til skemmtunar
í miðbænum frá kl. 14.30—17.
Leikþáttur fyrir börn, sem getið
var um hér að framanverðu,
verður fluttur á Lækjartorgi kl.
14.30 og 16 og Sultuleikhúsið
skemmtir kl. 15 og 16.45. Klukk-
an 15.45 sýna félagar úr Félagi
tamningamanna, hestaíþróttir í
Lækjargötu og 14.50 láta þeir fé-
lagar Bjössi bolla og Jón Páll
gamminn geysa þar. Klukkan 17
munu félagar úr Vélflugfélagi
íslands fljúga flugvélum sínum
yfir borgina. Rétt er að geta þess
að börn sem verða viðskila við
foreldra sína, verða í umsjá
gæslufólks i Menntaskólanum í
Reykjavík.
Dagskrá fyrir aldraða
í Gerðubergi í Breiðholti verð-
ur blönduð dagskrá fyrir aldraða
frá kl. 15—18, í umsjá Hermanns
Ragnars Stefánssonar. Anna
Guðmundsdóttir, leikkona flytur
gamanmál, sýndir verða sam-
kvæmisdansar og Sigfús Hall-
dórsson og Elín Sigurvinsdóttir
flytja lög eftir Sigfús, svo dæmi
séu tekin. Á Kjarvalsstöðum
verður blönduð dagskrá fyrir
fólk á öllum aldri frá kl. 16—18.
Þar mun íslenska hljómsveitin
leika og Þjóðdansafélag Reykja-
víkur sýna dansa og kynna ís-
lenska búninga.
Reykjavíkurmót í
sundi
Klukkan 15 hefst í sundlaug-
inni í Laugardal Reykjavíkur-
mótið í sundi, en það er haldið ár
hvert. Kl. 16 fer fram knatt-
spyrnuleikur á Laugardalsvelli
milli úrvalsliðs drengja í
Reykjavík og landsliðs drengja
og kl. 17.15 fer þar fram knatt-
spyrnuleikur milli úrvalsliðs
kvenna í Reykjavík og landsliðs
kvenna.
Kvöldskemmtun á
Lækjartorgi — hljóm-
leikar í Laugardalshöll
Frá kl. 19.30 til 12.00 leika
Hljómsveit Magnúsar Kjart-
anssonar, Rikshaw og Léttsveit
ríkisútvarpsins fyrir dansi á
Lækjartorgi. Klukkan 21 hefjast
hljómleikar í Laugardalshöllinni
sem standa til 00.30. Á hljóm-
leikunum koma fram hljóm-
sveitirnar Mezzoforte, Grafík,
Gipsy og tónlistarmaðurinn
Megas. Forsala aðgöngumiða
hefst sunnudaginn 16. júní í
miðbænum og í Laugardalshöll
kl. 14—18. Miðaverð er krónur
100. Sjónvarpað verður beint úr
Laugardalshöll milli kl. 22 og 23
og útvarpað verður á rás 2 á
sama tíma.