Morgunblaðið - 03.07.1985, Page 19

Morgunblaðið - 03.07.1985, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚU 1985 19 Landsyirkjun 20 ára: Orkuveitusvæði fyrirtækisins spannar nú yfir nær allt landið Almenningi gefinn kostur á að skoða virkjanir í sumar LANDSVIRKJUN er 20 ára um þessar mundir en hún var stofnuð hinn 1. júlí 1965 samkvæmt lögum nr. 59 frá 11. maí 1965. Stjórn Landsvirkjunar hefur ákveðið að í tilefni af- mælisins verði allar vatns- aflsvirkjanir fyrirtækisins opnar almenningi daglega milli kl. 13:00 og 19:00 frá 1. júlí til 13. ágúst í sumar. Verða sérstakir starfsmenn í stöðvunum til leiðbeiningar fyrir gesti og einnig verður boðið upp á léttar veitingar. Öryrkjabandalagi íslands er sérstaklega boðið í hópferðir að Sogi, Búrfelli og Laxár- virkjun og mun Landsvirkj- un leggja til bíla og sérstaka leiðsögumenn í þær ferðir. í tilefni afmælisins sam- þykkti stjórn Landsvirkjun- ar nýlega að afhenda starfsmannafélagi Lands- virkjunar land undir orlofs- hús á Fljótsdalshéraði. Þá hélt stjórnin starfsfólki fyrirtækisins veislu á afmæl- isdaginn. Loks var afmælis- ins minnst með því að Lands- virkjun kostaði gerð heimild- armyndarinnar Fosshjartað slær, sem sýnd var í sjón- varpinu sl. sunnudagskvöld. Landsvirkjun var upphaf- lega sameign ríkisins og Reykjavíkurborgar, en Akur- eyrarbær gerðist eignaraðili að fyrirtækinu árið 1983, þegar Laxárvirkjun samein- aðist Landsvirkjun. Nú á rík- ið 50% í Landsvirkjun, Reykjavíkurborg 44,525% og Akureyrarbær 5,475%. Á blaðamannafundi sem Landsvirkjun efndi til á af- mælisdaginn gerðu þeir Jó- hannes Nordal stjórnarfor- Frá blaðamannafundi Landsvirkjunar í tilefni af 20 ára afmæli fyrirtækisins. Frá vinstri: Jóhannes Nordal, stjórnarforaiaður Landsvirkjunar, Halldór Jónatansson forstjóri og Jóhann Már Maríusson aðstoðarforstjóri. maður, Halldór Jónatansson forstjóri og Jóhann Már Maríusson aðstoðarforstjóri, grein fyrir helstu þáttum í starfi Landsvirkjunar á þessum 20 árum og stöðu fyrirtækisins í dag. Þar kom fram að Landsvirkjun hefur reist þrjár stórar vatnsafls- virkjanir við Búrfell, Hraun- eyjarfoss og Sigöldu og auk þess staðið fyrir umfangs- miklum framkvæmdum á vatnasvæði Þjórsár og Tungnaár til vatnsmiðlunar fyrir þessar virkjanir og til undirbúnings væntanlegri virkjun við Sultartanga. Þá hefur fyrirtækið reist há- spennulínur og tengivirki til að dreifa orkunni um landið, en orkuveitusvæði Lands- virkjunar nær nú til nánast alls landsins eftir að hún yf- irtók byggðalínukerfið af Rafmagnsveítum ríkisins. Hringtengingu kerfisins um landiö lauk si. haust þegar Suðurlína var tekin í notkun. Helstu verkefni sem Landsvirkjun vinnur nú að eru annarsvegar Kvíslaveita, en 4. áfanga hennar lýkur í sumar og svo Blönduvirkjun, en áformað er að taka fyrstu vélasamstæðu hennar í notk- un árið 1988. Á fundinum kom fram að eftirspurn eftir raforku hef- ur aukist minna en búist var við og mun aflið frá BLöndu duga út þessa öld ef ekki kemur til ný stóriðja. Að sögn Jóhannesar Nor- dal hefur rekstur Lands- virkjunar verið fremur erfið- ur undanfarin ár en hann batnaði nokkuð í fyrra og standa vonir til að betri tíð sé framundan. Kemur þar einkum til að raforkuverð til Álversins hefur hækkað. Einnig hefur raunverð raf- orkunnar til almenningsnota hækkað undanfarin tvö ár, en að sögn Jóhannesar standa vonir til að unnt verði að lækka þa aftur á þessu ári í kjölfar batnandi afkomu. Skuldir Landsvirkjunar nema nú um 900 milljónum króna en að sögn Halldórs Jónatanssonar er stefnt að því að þær verði að fullu greiddar um næstu aldamót. Undanfarin ár hefur Lands- virkjun reynt að taka sem mest af lánum í öðrum mynt- um en dollurum og eru lán fyrirtækisins því ekki eins þung í skauti og mörg önnur erlend lán, að sögn Jóhann- esar Nordal stjórnarfor- manns Landsvirkjunar. Könnun á sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum Vogum, 1. júlí. BIRT hefur verið skýrsla sem fyrir- tækið Hagvangur hf. hefur unnið fyrir Samband sveitarfélaga á Suð- urnesjum, um sameiningu sveitarfé- laga. Skýrslan er frumúrvinnsla þeirra gagna sem aflað hefur verið. Markmið könnunarinnar var að gera hlutlausa könnun á hag- kvæmni, kostum og göllum sam- einingar sveitarfélaga á Suður- nesjum. Öll sveitarfélögin sjö að tölu voru tekin með í athuguninni. Aflað var upplýsinga um fjármál og þjónustu sveitarfélaganna og rætt við stjórnendur ýmissra opinberra stofnana og fleiri aðila. Þá var leitað upplýsinga um reynslu sveitarfélaga á Norður- löndum af sameiningu sveitarfé- laga sem þar hefur átt sér stað á undanförnum árum og upplýsing- um um árangur af sameiningu ísafjarðarkaupstaðar og Eyrar- hrepps. I skýrslunni er fjallað um reynslu af samstarfi sveitarfélaga á Suðurnesjum og fjallað um sam- einingu sömu sveitarfélaga. Lýst er kostum sameiningar og hag- kvæmni og nefnd atriði sem geta dregið úr vilja og möguleikum sveitarfélaga til að sameinast. I skýrslunni er sérstakur kafli um öll sveitarfélögin, en þau eru Grindavik, Hafnahreppur, Mið- neshreppur, Gerðahreppur, Kefla- vík, Njarðvík óg Vatnsleysu- strandarhreppur. Þá eru sérstakir kaflar um sameiningu Keflavíkur og Njarðvíkur, um sameiningu Hafnahrepps, Njarðvíkur og Keflavíkur, um sameiningu Mið- neshrepps og Gerðahrepps og um sameiningu eftirtaldra fimm sveitarfélaga: Hafnahrepps, Mið- neshrepps, Gerðahrepps, Kefla- víkur og Njarðvíkur. I skýrslunni eru sérstakir kaflar um Grindavíkurkaupstað og Vatnsleysustrandarhrepp, sem hafa vissa sérstöðu. Grindavík hefur þá sérstöðu varðandi sam- einingu sveitarfélaga á Suðurnesj- um að fjarlægð til næsta þéttbýl- iskjarna er mun meiri en á milli annarra þéttbýliskjarna. Enn- fremur að atvinnuskipting er mjög ólík og búsetuflutningar virðast lúta öðrum lögmálum, en í hinum sveitarfélögunum. Um Vatnsleysustrandarhrepp segir m.a.: „vegna legu sinnar hef- ur hreppurinn sérstöðu meðal sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þá benda búferlaflutningar til þess að íbúarnir eigi meira sameigin- legt með höfuðborgarsvæðinu en íbúar hinna sveitarfélaganna." E.G. jKlæðum og bólstrum! gömul húsgögn. Gott' úrval af áklæðum BÓLSTRUNÍ ! ÁSGRÍMS, ' Bergstaðastræti 2, ; Simi 16807. MiTSUBiSHi GALANT ER GULLVÆGUR BÍLL í Þýskalandi fékk hann gullstýriö. í íslensku umhverfi þykir hann gullfallegur. í endursölu er hann gulls ígildi. £n þú þarft ekki aö eiga gull og græna skóga til aö eignast hann. MITSUBISHI MOTORS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.