Morgunblaðið - 03.07.1985, Síða 20

Morgunblaðið - 03.07.1985, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLl 1985 DOMENICO SCARLATTI og samtíð hans eftir Árna Kristjánsson „Tónlistarár Evrópu 1985“ líður fram og er þegar hálfnað. Við höfum veg- samað þá frægu menn tónlistarsög- unnar, sem merkisafmæli eiga á þessu ári, meðtekið helgitónlist Bachs og hetjuóratoríu Hándels, hlýtt á verk eftir Heinrich Schútz og Alban Berg með opnum huga og auk alls þessa sinnt eigin tónlist eftir föngum svo sem vera ber. En eins af júbil-tónskáldunum, og ekki þess ómerkasta, Domenicos Scarlatti, höf- um við saknað til þessa. Það er þó bót í máli, að brátt munu verða flutt verk eftir þennan mikla sembalsnill- ing á sumartónleikum 1 Skálholti, þar sem ungir listamenn af Norðurlönd- um ætla að hylla þremenningana Bach-Hándel-Scarlatti með flutningi verka eftir þá á gömul barokk- hljóðfæri: fiðlu, flautu, gömbu (viola da gamba) og sembal. Verður án efa skemmtilegt að fá að skyggnast, við klið samtíðarhljóðfæra, inn í þá öld, sem ól þessa miklu listamenn og mótaði list þeirra. eir komu allir til sögunnar undir lok 17. aldar- innar og lifðu sitt sköpunar- skeið á fyrri hluta 18. aldar. Um aðdraganda þess söguskeiðs er barokk-listin náði hámarki sínu í sköpunarverki Bachs og Handels leyfi ég mér að vitna til þess sem hinn merki tónlistar-sagn- fræðingur Alfred Einstein segir um 17. öldina: „Þetta var óróleg öld; allir tónskáldskaparhættir á tilrauna- stigi. En það var ringulreið, sem úr rættist, þegar öflugrar umbóta- viðleitni 18. aldarinnar fór að gæta. 17. öldin gat ekki, fremur en sú næsta á eftir henni, komizt hjá því, að leita listinni nýrra, fastra tjáningarforma, fitja upp á nýjum stíl, nýrri hefð. Þetta var hetjuöld tónlistarsögunnar en óheillatíma- bil engu að siður, sem fóstraði marga mikla tónlistarmenn, heill- um horfna. óheillamenn voru þeir fyrir þá sök, að ekkert verka þeirra lifir í raun og veru á sama hátt og verk hinna happadrýgri höfunda, sem lifðu og störfuðu við hágöngu sögulegs þróunarskeiðs, eins og þeir Bach og Mozart. Verk Monteverdis, Schutz og Carissim- is, sem allir voru miklir meistarar, eru þrungin sköpunarafli, en þau eru ekki klassísk. Þau eru þrep til fullkomnunar en ekki fullkomin í sjálfu sér. „Orfeo“ og „Krýning Poppeu" eru mikilvæg verk, en þau komast ekki á svið. Einungis sérfróðir listunnendur fá notið þeirra." Átjánda öldin var aftur á móti mikil blómaöld, „gullöld" tónlist- arinnar mætti segja. Bach rís og gnæfir hátt yfir samtíð sína líkt og gotnesk dómkirkja yfir hallir barokktímans og umhverfi þeirra, en á Ítalíu heldur þróun verzlegr- ar tónlistar áfram og nær þroska I nýjum formum og stíltegundum. óperulistin nær fullkomnun í Napólí í verkum Alessandros Scarl- atti á öndverðri öldinni, Corelli á upptökin að Concerto grosso- forminu, Vivaldi að fiðlukonsertin- um. Tónlistin er ekki lengur háð kirkjunni, en farin að þjóna kröf- um tíðarinnar undir merki mennta og veraldaryndis. Hún hljómar dátt í leikhúsum borg- anna og undir hallarþökum kon- unga og fursta og jafnvel á götum úti. Og ekki einasta á Ítalíu, held- ur um öll lönd álfunnar. Heimur- inn fyllist af itölskum söng og glöðu strengjaspili. ítalskir söngv- arar, hljóðfærasnillingar, stjórn- endur og óperutónskáld með verk sín flæddu yfir Evrópu og settust að utan síns eigin lands svo hundruðum skipti ef ekki þúsund- um. ítalskt mál, hin mjúkláta, hreimfagra tunga, sem féll svo vel að söngnum, varð heimsmál tón- listarmanna. En frægustu tón- skáld þessara landa leituðu til ít- alíu og lærðu þar. Hándel, Hasse, Gluck, Mozart urðu ítalskir í anda. Ja, sjálfur Sebastian Bach for- smáði ekki að notfæra sér ítalskar fyrirmyndir. Hann umritaði kons- erta Vivaldis, samdi sjálfur „kons- ert í ítölskum stíl“ og tók sig upp úr Tómasarkirkjunni í Leipzig, þegar vel lá á honum, til þess að fara með son sinn Friedemann til Dresden, þar sem var ítölsk ópera, og hlýða á „litlu, Ijúfu Dresdenar- söngvana“, sem hann kallaði svo. Hvergi í álfunni heyrðist fjöl- skrúðugri tónlist en á Ítalíu og hvergi var annar eins hljóm- grunnur fyrir söng sem þar í landi. Ef tveir ítalir hittust, var lagið tekið, sögðu ferðalangar. „Laudisti", „lofsöngvarar“, sungu sálma á torginu í Flórens á tylli- dögum og mátti jafnvel heyra skósmiði og burðarkarla syngja aríur við vinnu sína, að sögn. í Feneyjum fengu gondólaræðar- arnir ókeypis aðgang að óperuhús- unum enda var söng þeirra við- brugðið er þeir létu sín svörtu trjónuskip líða um lónin á nætur- þeli með elskendur undir tjaldhlíf- inni. Söngvar þeirra í takt við ára- togin og öldugjálfrið fengu heitið barkaróla þ.e. bátssöngur. Róman- tísku tónskáldin gerðu slíka söngva fræga. Fólkið hafði mestar mætur á ástríðufullum en viðkvæmum ar- íusöng. Það var geníus söngsins, sem var hollvættur þessarar suð- rænu þjóðar og mótaði líf hennar og tungu. Bel canto, fagur sðngur, ekki einasta úr mannsbarkanum heldur einnig úr söngstreng fiðl- unnar. Sem fiðlumeistarar skör- uðu þeir „velsku“ á þessum tímum einnig fram úr öðrum þjóðum og þróðuðu með sér óskeikula tilfinn- ingu fyrir jafnvægi formsins og fegurð „cantilenunnar". Var því við brugðið hve vel Tartini tókst að finna „listarpunktinn", jafnvægið milli ástríðu og innileika. Melódi- an, harmónían og náið samband , þeirra er af ítölskum uppruna. Leikni og leikgleði sömuleiðis. Flúrsöngur (coloratura) kven- raddanna, sem stælir söng nætur- . gala og gerir hann mennskan, er < og frá þeim ítölsku kominn. Sú saga er sögð, að einhverju sinni, er í tíð Corellis átti að flytja verk fyrir tvær fiðlur eftir hann í Par- ís, hafi engir fiðluleikarar þar ver- ið til þess fullfærir að koma þeim til skila og hafi þá verið fengnar tvær kóloratúr-söngkonur frá ít- alíu þar staddar til að syngja þær! Enn ótrúlegri voru þær listir, sem Kastratarnir, — sönggeldingarnir — léku. Um einn þeirra er sagt, að hann hafi getað sungið smástígan tónstiga yfir tvær áttundir og dill- að á hverjum tón — í einni andrá! Þetta var fæðingaröld snillinn- ar á öllum sviðum tóntúlkunar og tónskáldskapar. Bologna var há- borg tónvísindanna. Annars voru söng-konservatoríur Ítalíu í Fen- eyjum, Napólí og víðar, allsráðandi I tónmenntum álfunnar. í Napólí, fjölmennustu borg Ítalíu á þessum tímum, reis óperulistin, (sem fæðst hafði í Feneyjum í byrjun fyrri aldar) til fullkomnunar í verkum Alessandros Scarlatti. Urðu óperur hans fyrirmyndir tónsmíða utan Ítalíu, þeirra á meðal Hánd- els Einkenni þeirra var hreyfan- leiki, fjör og tilbreytingaríkur stíll („da capo aría“ þ. á m.) og hvatvís söngmáti. í Feneyjum ríkti fág- aðri smekkur og finleiki en í Napólí. Nóg var af leikhúsunum, 7 I Feneyjum, 5 í Napólí, þeirra á meðal San Carlo-leikhúsið, ið stærsta álfunnar, og réði yfir 80 manna hljómsveit. f þessu gósen- landi tónlistarinnar fæddist 26. október 1685 Domenico Scarlatti, sonur Alessandros, hins mikla óperutónskálds. Faðir hans veitti honum fyrstu tilsögn í tónlistinni, en óðar en hann var „fleygur", sendi faðir hans „örninn unga“, eins og hann kallaði son sinn, úr föðurgarði, til meistara Gasparini í Feneyjum til framhaldsnáms. Hjá ftalskur konsert Vió sembalið situr situr Domenico Scarlatti. ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.