Morgunblaðið - 03.07.1985, Page 21

Morgunblaðið - 03.07.1985, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLl 1985 21 Gasparini hitti Scarlatti Hiindel, sem þar var þá staddur, árið 1708, á leið sinni milli listaborga lands- ins. Scarlatti slóst í för með þess- um erlenda snillingi, sem hann dáði mjög. Þeir komu til Róms saman og þreyttu kapp með sér í salarkynnum Ottobonis kardínála í sembal- og orgel-leik. Mátti ekki milli sjá, hvor þeirra væri meiri kunnáttumaður á sembalið, en er til orgelsins kom flýtti Scarlatti sér að lýsa Hándel ofjarl sinn. Þessi keppni varð til þess að efla gagnkvæma vináttu og virðingu beggja. Segir Mainwaring, ævi- söguritari Hándels, að Hándel hafi einatt minnst Scarlattis á efri árum sínum lofsamlega og með virktum, en Scarlatti hafí jafnan signt sig í virðingarskyni við Hándel, „il grande sassone" — „inn mikla Saxa“, í hvert sinn, er nafn hans var nefnt. ★ ★ ★ Það var fyrst þegar Domenico Scarlatti komst burt af Ítalíu og settist að á Pýreneaskaganum, fyrst í Portúgal, síðar á Spáni, að hann fann sjálfan sig í listinni og varð það tónskáld, sem við minn- umst enn, þrjúhundruð árum eftir fæðingu hans. Framan af ævinni var nann of háður því umhverfi, sem hann óx upp úr, og samdi ým- is verk, óperur og kirkjuleg, í anda föður síns og annarra meistara ít- alska skólans meðan hann starf- aði sem tónleikastjóri fyrir Maríu Casimiru fyrrv. Póllandsdrottingu í Róm, eða sem söngstjóri við Pét- urskirkjuna, — verk, sem ekki kvað mikið að og eru nú löngu fyrnd. En er hann réðst til vistar við portúgölsku hirðina árið 1720, þá hálfþrítugur að aldri, sem hljómleikastjóri og kennari ungu prinsessunnar af Braganza, Maríu Barböru, dóttur Joao (Jóhanns) konungs V. vænkaðist hagur hans. Kóngsdóttirin var þá í bernsku, er Scarlatti kom í höllina og fór að veita henni tilsögn í semballeik, og samdi hann fyrir hana sínar fyrstu „sónötur" (þ.e. hljóm- stykki), sem hann kallaði einfald- lega „Essercizii" þ.e. æfingar, og áttu að stuðla a&leikni á hljóðfær- ið. Og mikið var dálætið, sem hin kornunga kóngsdóttir mun hafa fengið á kennara sínum, því þegar hún, átta árum síðar, aðeins fjór- tán ára að aldri, var gefin Fern- ando af Asturias, ríkiserfingja Spánar, syni Filipps (Felipe) V. af Bourbon, sem þá sat þar á stóli, skipaði Portúgalskonungur svo fyrir, að kennari hennar skyldi fylgja henni til Spánar, sem og varð. Hann fylgdi því boði fúslega, samdi hátíðartónverk i tilefni brúðkaupsins, en hélt áfram að semja nýjar „Essercizii" fyrir hina tónelsku prinsessu af Asturias og tilvonandi drottningu Spánar í nýjum heimkynnum hennar. Var það honum kall og kær skylda það sem eftir var ævinnar og skiptu þessar æfingar, kallaðar sónötur, hundruðum áður en lauk. Telur Ralph Kirkpatrick, ævisöguritari Domenicos Scarlatti og helzti túlkandi verka hans, sem nú er uppi, þær hafa orðið 555 að tölu. Svo margar, og þó svo fjölskrúð- ugar. Þegar margar sónötur eru leiknar saman hver af annarri í einni runu, getur það minnt á lit- ríka fagurmyndsjá. Kirkpatrick segir helming þeirra hafa orðið til á síðustu æviárum tónskáldsins og tekið á sig æ frumlegri og full- komnari mynd. Einungis þegar þessara seinni verka, sem lengi voru ókunn, sé gætt, fáist yfirlit yfir sköpunarverk Scarlattis og listræna lífstjáningu. Lítið er annars vitað um æviat- riði þessa tónsnillings á þessum árum, út yfir það, sem heimildir herma um lif konungsfólksins, sem hann þjónaði, og hirðlifsins, sem hann tók þátt í. Tónleikar voru tiðir i höllum, sem dvalið var í og haldnir voru að tilstuðlan krónprinsessunnar, og kom Scarl- atti fram á þeim, einnig stundum krónprinsinn, sem var nemandi hans. Konungurinn Filipp V. lét sig tónlistina litlu varða. Hann var vanheill og undi engri annarri músik en þeirri, sem ráðgjafi hans og eftirlæti við hirðina, kastrat- söngsnillingurinn Farinelli (réttu nafni Carlo Boschi) lét honum í té, en hann sefaði geðveikisköst kon- ungsins með undrafagurri sópr- anrödd sinni. Farinelli var fræg- asti söngvari sinnar tíðar og sennilega sögunnar yfirleitt. Hann stjórnaði ítölskum óperu- sýningum en fékk ekki að taka þátt í þeim sjálfur, söng hinsvegar sömu ítölsku aríurnar fjórar hvern dag fyrir konunginn. Farin- elli var samlandi Scarlattis og hollvinur hans. ★ ★ ★ Það tíðkaðist ekki á 18. öldinni að gefa út á prenti allt, sem samið var í tónum eins og nú er til siðs. Við vitum, að Sebastian Bach hirti ekki um að láta stinga kantötur sínar í eir og að fjöldi þeirra fórst fyrir þá sök. Þær voru „Ge- brauchsmusik", samdar til flutn- ings við guðsþjónustur á sunnu- og helgidögum. Eilífðartónlist Bachs var samin fyrir stundina! Síungar sónötur Scarlattis — án þess að fara í samjöfnuð við Bach — voru einnig gerðar í ákveðnum tilgangi, enda þótt þær yrðu fagnafengur píanóleikurum og sembalistum síðari tíma. Það var því viðburður í lífi höfundarins, er úrval þrjátíu „æfinga" kom út árið 1738 í London, í skrautútgáfu. Til þess hefir hann notið stuðnings frá æðri stöðum, því að þessi út- gáfa er tileinkuð Jóhanni V. Port- úgalskonungi í þakklætisskyni fyrir aðalstign, er hann veitti tónskáldinu. ★ ★ ★ Eins og tekið hefir verið fram urðu þessar sónötur Scarlattis æ frumlegri og auðugri að efni til með árunum. Hinar fyrstu áttu upptök sin í aríum og flúrsöng í óperum föður hans svo og söng- rænum fiðlutónsmíðum Corellis og annarra meistara, en öll sú hugvitssemi í gerð tónhendinga, hljómbrigði hreimfegurð og yndis- þokki er óviðjafnanlegt aðal þeirra. Þessi víðfeðmi hörpuslátt- ur, oftast aðeins tvíradda, en hljómandi sem margfaldur strengjakliður, er tvær hendur framleiða með allskyns leikbrögð- um, svo sem því, er áður var óþekkt, að leggja hendurnar á víxl og láta þær þjóta upp og niður eftir hljómborðinu og valda því nýjum hljómbrigðum, hlýtur að heilla hvern, sem leikur, og einnig þann, sem á hlýðir. Við heyrum trómetagjöll og gitarhljóma og kastaníettusmelli, eða eru það ofheyrnir? Víst er að tónsmiður- inn hefir heyrt sitthvað í kringum sig, sem hann hermir frá á laun- máli sínu. Og einhvernveginn verða þessar sónötur okkur innlíf- ar og minnisstæðar. (Það er gam- an til þess að vita, að Bach lærði það af Scarlatti að krossleggja handleggina eins og hann ætlast til í Gikknum í B-dúr Partítunni og í c-moll fantasíunni, sem varð til um líkt leyti og „ftalski kons- ertinn".) Sónötur Scarlattis eru jafn þýð- ingarmikil viðfangsefni fyrir pf- anóleikara nú á dögum og þær voru fyrir sembalista í tíð höfund- arins. Hofmannlegt yfirbragð Scarlattis, eins og hann birtist okkur á myndum, endurspeglast f háttprýði verka hans. Fegurð og þokki bera vott um innri göfgi. Domenico Scarlatti dó í Madrid 23. júní 1757 á sjötugasta og fyrsta aldursári. Hann var tvíkvæntur, eignaðist níu börn. Hann skildi eftir sig ríkan tónaarf í handrit- um, en fé sfnu hafði hann hinsveg- ar sóað f spilum og skildi fjöl- skyldu sína eftir örsnauða. Vinur hans Farinelli er sagður hafa bætt henni það upp, gjafmildri hendi. Scarlatti má telja til hinna lánsömu tónskálda, er tókst að fá að helga sig æðstu hvöt sinni. En hann, sonur ftalíu, þurfti að ger- ast spænskur f anda til þess að svo mætti verða. Höfundur er píanóleikari. frumsýnir Raunir saklausra eftir skáldsögu r QJU u —p sv 7Y p íö ^j/ (T) 11 Jv L/ S Jp _ 5 r 'O' Aöalhlutverk: Donald Sutherland, Sarah Miles, Christopher Plummer, lan McShane, Diana Quick, Fay Dunaway

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.