Morgunblaðið - 03.07.1985, Page 33

Morgunblaðið - 03.07.1985, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1986 33 Continental-kór og hljómsveit Ffladelfíusöfnuðurínn: Amerískur kór held- ur söngguðsþjónustur CONTINENTAL-kór og hliómsveit, halda söngguðsþjónustu á Islandi á vegum Fíladelfíusarnaðarins í Reykjavík 4. og 5. júlí kl. 20.30. Continental-kórinn kemur í kjölfar söngkórsins Celebrant sem hélt viðlíka söngguðsþjónustur víða á Reykjavíkursvæðinu um síðustu helgi eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Fíladelfíu- söfnuðinum. Kórinn er frá Kali- forníu og telur 44 kórfélaga að hljómsveitinni meðtaldri. Kórinn og hljómsveitin koma fram í Stapa í Njarðvík miðviku- daginn 3. júlí kl. 20.00 og verða í Baptistakirkjunni í Njarðvík milli klukkan 13 og 16 fimmtudaginn 4. júlí. Þjóðdansafélag Reykjavíkur: Tekur þátt í nor- rænu þjóðdansa- móti í Finnlandi 36 MANNA hópur frá Þjóðdansafé- lagi Reykjavíkur tekur þátt í 27. norrxna þjóðdansamótinu Nordek í Ábo í Finnlandi nú í sumar. I fréttatilkynningu frá Þjóð- dansafélaginu segir að mótið hefj- ist í dag og standi næstu fimm daga. 10—12.000 manns taka þátt i móti þessu. íslenski hópurinn mun sýna söngdansa með forsöng Unnar Eyfells og Ragnars Einarssonar og gömlu dansana við harmónikku- undirleik Þorvaldar Björnssonar. Ennfremur munu Þorvaldur Björnsson og Ragnar Einarsson syngja tvísöng og kveða rímur. Ellefu íslensku þátttakendanna eru börn og unglingar, en mótið er að nokkru leyti helgað ári æsk- unnar. Þau munu taka þátt í mót- inu á vmsa lund, til dæmis munu þær Asta Elíasdóttir 12 ára og Rannveig Sverrisdóttir 13 ára, leika undir, við söng hópsins, á fiðlu og flautu. Dönsunum stjórn- ar Kolfinna Sigurvinsdóttir en söngnum María Einarsdóttir. . nrtlíiltlr^ Síðasta Norðurlandamót af þessu tagi var haldið á tslandi sið- astliðið sumar. Þá voru Finnar fjölmennasta þátttökuþjóðin og bjóða þeir þessvegna íslenska hópnum til vikudvalar í Helsing- fors að loknu Nordlek-mótinu nú. Rjómabúið á Baugsstöðwn í Stokkseyrarhreppi. Rjómabúið á Baugsstöðum 10 ára í SIIMAR eru liðin 10 ár frá því gamla rjómabúið við Baugsstaði í Stokkseyrarhreppi var opnað sem minjasafn. Það hefur verið opið almenn- minjasafnið opið I júlí og ágúst, ingi til skoðunar ár hvert síðan síðdegis á laugardögum og 1975 og hafa um 14 þúsund gest- sunnudögum, milli kl. 13 og 18. ir, auk fjölda unglinga, komið í Séu gestir 10 eða fleiri geta þeir minjasafnið, er varðveitir minj- fengið að skoða búið á öðrum ar um fyrstu skref í vélvæðingu í tíma ef haft er samband með ísl. landbúnaði frá upphafi 20. góðum fyrirvara við gæslumann- aldar. inn Austurvegi 30, Selfossi, s. Eins og jafnan áður verður 1559. (Frétutiikynning) Bylting í bflkústum Einangraö hand- fang. Framlenging fáanieg meö still- anlegum skolstút. Kústhausinn er hægt aö stilla á 360° Kústurinn tengist slöngunni aö sjálfsögöu meö hinu frá- bæra Gardena slöngutengi. Sérstakur blandari í hand- fangi fyrir bón eöa þvottaefni og þú ræöur sjálfur blöndun- arhlutfallinu. Bflþvotturinn veröur barnaleikur meö Gardena Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.