Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1985
ÚTVARP / S JÓNVARP
Ylsálir
Nú ríkir hin alræmda gúrku-
tíð hjá blessuðu sjónvarpinu
rétt eins og hjá ððrum fjölmiðl-
um lands vors. En neyðin kennir
naktri konu að spinna og hafa
þeir sjónvarpsmenn brugðið á
það ráð þessa dagana að hnýta
aftan við dagskrána þætti sem
nefnist Úr safni sjónvarpsins. Ég
kann þessari ráðabreytni bara vel
þótt auðvitað megi ekki þreyta
áhorfendur um of á endurtekn-
ingum og stagli. Hvað um það þá
var nú á miðvikudagskveldið á
dagskránni þáttur er var áður
sýndur 25. ágúst 1970 og nefndist
Maður er nefndur Sigurbjörn Þor-
kelsson í Vísi. Ræddi Sverrir
Þórðarson við Sigurbjörn og kom
víða við. Tvennt vakti helst at-
hygli mína í máli Sigurbjarnar. í
fyrsta lagi hið jákvæða lífsviðhorf
hans. Ég elska alla meðbræður
mina án tillits til skoðana þeirra
eða lífsviðhorfs, því þeir hafa
ódauðlega sál. Þessi ummæli Sig-
urbjarnar í Vísi og sú birta er
fylgdi orðum hans leiddi hugann
að þeim miklu jákvæðu áhrifum er
slíkt lífsviðhorf hefir ekki aðeins
á líf mannsins sjálfs heldur og á
líf meðbræðranna. í þessu sam-
bandi verður mér hugsað til af-
mælisgreinar er birtist hér í
blaðinu laugardaginn 3. ágúst og
árnaði Einari á Einarsstöðum
heilla á sjötugsafmælinu. Þar
segir meðal annars um afmælis-
barnið: Þau eru að verða æði
mörg árin síðan fólk veitti því at-
hygli, að skaparinn hafði búið
hann úr garði öðruvísi en okkur
flest hin, því liði betur í nálægð
hans með sviða sinn og kvöl, stað-
hæfir reyndar margt að það
gangi heilt af slikum fundi.
Tilvist sálarinnar
Persónulega finnst mér að til-
vist manna á borð við Sigurbjörn
í Vísi og Einar á Einarsstöðum
sanni tilvist sálarinnar. Bænin
hefir verið mönnum þessum
nærtæk og eins konar lykill að
hinum sálræna heimi. Áhrif bæn-
alífsins endurspeglast I ásjónu
þessara manna svo ekki verður
um villst og virðast hafa mótað
hið jákvæða viðhorf þeirra til
annarra manna og þar með auð-
veldað samskipti þeirra við um-
heiminn, eða eins og segir í bréfi
Páls til Títusar: Allir hlutir eru
hreinum hreinir, en flekkuðum og
vantrúuðum er ekkert hreint,
heldur er bæði hugur þeirra
flekkaður og samviska.
Lífsviðhorf
athafnamanns
Það er ekki ofsögum sagt að
lífsviðhorf manna hafi mikil
áhrif á líf þeirra sjálfra og með-
bræðranna. Þannig minntist Sig-
urbjörn í spjallinu við Sverri
Þórðarson á kynni sín af Tryggva
Gunnarssyni (1835—1917) en
Tryggvi var einhver mesti at-
hafnamaður er land vort hefir al-
ið, smiður góður er byggði meðal
annars Ölfusárbrúna 1891, skóg-
ræktarmaður, ljósmyndari, þing-
maður, Landsbankastjóri, útgef-
andi og svo mætti lengi telja. En
Sigurbjörn tjáði Sverri að
Tryggvi hefði ekki alltaf grætt á
framkvæmdum sínum, til dæmis
á ölfusárbrúarsmfðinni. Þegar
Sigurbjörn spurði Tryggva hví
hann hefði lagt út i þá smiði
svaraði hann: Það varð að vinna
þetta verk. Einhver varð að taka
þetta að sér. Þessi ummæli
Tryggva Gunnarssonar ættu að
verða okkur íslendingum um-
hugsunarefni einkum i ljósi þess
að sumir sigldir menn telja nú
lífshætti landans taka æ meira
mið af lífsviðhorfi því er ríkir á
Ewing-búgarðinum.
Ólafur M.
Jóhannesson
Einar Vil-
hjálmsson
í heimsókn?
■■■■ Á dagskrá rás-
1 A 00 ar 2 kl. 10 er
AU«— Morgunþáttur
þeirra Ásgeirs Tómasson-
ar og Páls Þorsteinssonar.
Hann stendur í tvær
klukkustundir. „Við von-
umst til að Einar Vil-
hjálmsson sjái sér fært að
mæta til okkar í þáttinn,
en hann var kjörinn mað-
ur júlímánaðar af hlust-
endum fyrir skemmstu.
Að öðru leyti verður spil-
uð létt tónlist eins og
venjulega. Þá verður einn-
ig fjallað um það sem
ofarlega er á baugi í
skemmtanalífi lands-
manna. Einnig koma til
okkar gestir og spjalla,"
sagði Páll Þorsteinsson,
annar umsjónarmanna
Morgunþáttarins.
Páll Þorsteinsson, annar
umsjónarmanna Morgun-
þáttarins.
Næturvaktin:
Léttur andi
svífur yfir
vötnunum
Úr myndinni Heim til Marseille.
Föstudagsmyndin:
Heim til Marseille
■■ í kvöld er á
Ot 35 dagskrá sjón-
m 1 ““ varps franska
bíómyndin Heim til Mars-
eille (Retour a Marseille),
frá árinu 1980. Leikstjóri
er René Allio og með aðal-
hlutverk fara Raf Vallone
og Andrea Ferreol. í
myndinni greinir frá
Michel sem yfirgefur
Marseille og heimili sitt i
Frakklandi og flyst til ít-
alíu tvítugur að aldri. Með
ákveðni og festu tekst
honum að festa sig þar f
sessi og verður að lyktum
vel stæður. Þrjátíu árum
síðar snýr hann til Mars-
eille að nýju til að vera
viðstaddur jarðarför
frænku sinnar. Þá taka
ýmsir óvæntir atburðir að
gerast. Bifreið hans er
stolið og brátt berast
böndin að ungum frænda
hans sem er f slagtogi við
vafasaman flokk atvinnu-
lausra unglinga. Michel
vill þó ekki láta kæra
þjófana, þvi að f bifreið-
inni eru vafasöm skjöl
sem geta komið honum
illa, komist þau undir
hendur lögreglunnar.
Þýðandi er Ragna Ragn-
IHHM Næturvakt rás-
nn 00 ar 2 hefst kl.
íaó— 23.00 og stend-
ur til kl. 3.00 eftir mið-
nætti. Umsjónarmenn eru
Þorgeir Ástvaldsson og
Vignir Sveinsson. „Við
höfum lagt okkur í líma
við að ná sambandi við
fólk úti á landsbyggðinni,
auk þess fólks sem vakir
með okkur. Við reynum að
taka á móti kveðjum og
koma þeim áleiðis. Það er
alltaf mikið hringt í okkur
og má ef til vill segja að
örli á ballstemmningu hjá
okkur á Næturvaktinni.
Það fer fremur litið fyrir
tormeltum fróðleik og há-
stemmdum vísindum,
enda vart rétti tíminn
fyrir slíkt efni. í þættin-
um eru sjaldnast eða aldr-
ei viðtöl, og tónlistin er af
léttara tagi.
Tónleikar í Bústaðakirkju
■■■■ Á dagskrá út-
OQ 15 varps kl. 23.15 f
— kvöld eru tón-
leikar Kriesler-strengja-
sveitarinnar sem haldnir
voru i Bústaðakirkju 10.
apríl f vor. Stjórnandi er
Michael Thomas og ein-
leikari er Ian Belton.
Fyrst verður flutt til-
brigði eftir Benjamin
Britten um stef eftir
Frank Bridge. Þá verður
fiölukonsert eftir Johann
Sebastian Bach fluttur.
Að honum loknum er á
efnisskrá strengjaseren-
aða í E-dúr op. 44 eftir
Antonin Dvofak. Síðast
verður flutt verk Samuels
Barber, Adagio. Að tón-
leikunum loknum verða
sagðar fréttir, en þvf næst
verða rásirnar samtengd-
ar og Næturvakt Þorgeirs
Ástvaldssonar og Vignis
Sveinssonar tekur við.
Rokkhátíð í Montreux
■i^H Fyrri hluti
90 40 rokkhátíðar-
45U— innar í Mont-
reux verður á dagskrá
sjónvarps kl. 20.40 í kvöld.
Fram koma margir víð-
frægir popparar og ættu
því islenskir unglingar og
aðrir áhugamenn um
popptónlist að sjá hag
sinn vænkast. Meðal
þeirra sem fram koma eru
Elton John, Millie Jack-
son, Paul Young, Men at
Work, Frankie Goes to
Hollywood, Depeche
Mode, Huey Lewis, Tears
for Fears og hin sívinsæla
og umdeilda Duran Dur-
an. Siðari hluta rokkhá-
tíðarinnar verður sjón-
varpað síðar.
ÚTVARP
FÖSTUDAGUR
9. ágúst
7.00 Veöurfregnir. Fréttir.
Bæn. Morgunútvarpið. 7.20
Leikfimi. Tilkynningar.
7J5 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur Siguröar G. Tóm-
assonar frá kvöldinu áöur.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir.
Morgunorö — Þórhildur
Ölafs talar.
»4» Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
.Matthlas" eftir Barbro
Lindgren. Sigrlöur Sigurö-
ardóttir les þýöingu slna (5).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
1000 Fréttir. 10.10 Veöur-
fregnir. Forustugreinar dag-
blaðanna (útdr ). Tónleikar.
1005 .Mér eru fornu minnin
kær“
Einar Kristjánsson frá Her-
mundarfelli sér um (Dáttinn.
RÚVAK.
11.15 Morguntónleikar
Tónlist eftir Vaughan-Willi-
ams, Gershwin og Smetana.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12J0 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
14.00 ,Lamb“ eftir Bernard
MacLaverfy. Erlingur E. Hall-
dórsson les þýöingu slna (3).
14J0 Miðdegistónleikar
a. Þáttur úr Ungverskum
konsert op. 11 eftir Joseph
Joachim. Aaron Rosand
leikur á fiölu meö Útvarps-
hljómsveitinni I Lúxembúrg;
Siegfried Köhler stjórnar.
b. Sellókonsert I Ddúr op.
101 eftir Joseph Haydn. Em-
anuei Feuermann leikur meó
Sinfónluhljómsveit Lundúna;
Malcolm Sargent stjórnar.
15.15 Létt lög
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
164)0 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veöurfregnir.
16.20 A sautjándu stundu
Umsjón: Sigrlöur Ö. Har-
aldsdóttir og Þorsteinn J.
Vilhjálmsson.
17.00 Fréttir á ensku
174)5 Barnaútvarpið
Stjórnandi: Ragnheiður
Gyöa Jónsdóttir.
17 J5 Frá A til B
Létt spjall um umferöarmál.
Umsjón: Björn M. Björgvins-
son.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19JZ5 Ævinfýri Berta
(Huberts sagor)
4. þáttur
Sænskur teiknimyndaflokk-
ur.
Þýöandi Jóhanna Þráins-
dóttir.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpiö)
19J0 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Rokkhátið I Montreux
Fyrri hluti
Meðal þeirra sem koma fram
eru Elton John, Millie Jack-
son, Paul Young, Men at
19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Til-
kynningar.
Daglegt mál. Valdimar
Gunnarsson ffytur þáttlnn.
19.55 Lög unga fólksins. Þóra
Björg Thoroddsen kynnir.
20.35 Kvöldvaka
a. Þilskipaútgerð á Norður-
landi (1). Jón frá Pálmholti
tekur saman og flytur fyrsta
þátt af sjö.
b. Ljóö af lausum blööum.
Sigrlður Schiöth les Ijóö eftir
Armann Dalmannsson á Ak-
ureyri.
c. Hleypt heimdraganum —
Bogi I Gljúfraborg segir frá.
Auðunn Bragi Sveinsson
tekur saman og flytur. Um-
sjón: Helga Agústsdóttir.
21.25 Frá tónskáldum
Work, Frankie Goes to
Hollywood, Depeche Mode,
Huey Lewis, Tears for Fears
og Duran Duran. Seinni hluti
tónleikanna verður á
dagskrá siöar.
21M Heldri manna Iff
(Aristocrats)
Annar þáttur
Breskur heimildarmynda-
flokkur I sex þáttum um aö-
alsmenn I Evrópu. Að þessu
sinni er hertoginn af West-
minster sóttur heim.
Þýðandi Þorsteinn Helga-
son.
.Largo y Largo" ettir Leif
Þórarinsson.
22.00 Hestar
Þáttur um hestamennsku I
umsjá Ernu Arnardóttur.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.35 Ur blöndukútnum —
Sverrir Páll Erlendsson.
RÚVAK.
23.15 Frá tónleikum Kreisler-
strengjasveitarinnar ( Bú-
staðakirkju 10. aprfl I vor.
Stjórnandi: Michael Thomas.
Einleikari: lan Belton.
a. Tilbrigði ettir Benjamin
Britten um stef eftir Frank
Bridge.
b. Fiðlukonsert I a-moll eftir
Johann Sebastian Bach.
c. Strengjaserenaða I E-dúr
op. 44 eftir Antonln Dvorák.
22.35 Heim til Marseille
(Retour á Marseille)
Frönsk blómynd frá árinu
1980.
Leikstjóri: René Allio.
Aöalhlutverk: Raf Vallone og
Andrea Ferreol.
Michel snýr aftur til heim-
kynna sinna I Marseille eftir
langa fjarveru. Bifreiö hans
er stoliö og berast böndin aö
ungum frænda hans sem er I
slagtogi viö vafasaman flokk
atvinnulausra unglinga.
Þýöandi Ragna Ragnars.
23M Fréttir I dagskrárlok
d. Adagio eftir Samuel
Barber.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá rás 2 til kl.
03.00.
104)0—12.00 Morgunþáttur
Stjórnendur: Asgeir Tómas-
son og Páll Þorsteinsson.
14.00—16.00 Pósthólfið
Stjórnandi: Valdls Gunnars-
dóttir.
16.00—18.00 Léttir sprettir
Stjórnandi: Jón Ólafsson.
Þriggja mlnútna fréttir sagö-
ar klukkan: 11:00, 15:00,
16:00 og 17:00.
Hlé
20.00—21.00 Lög og lausnlr
Spurningaþáttur um tónlist.
Stjórnandi: Adolf H. Emils-
son.
21.00—22.00 Bðgur
Stjórnandi: Andrea Jórts-
dóttir.
224)0—23.00 A svörtu nótun-
um
Stýirnandi: Pétur Steinn
Guðmundsson.
234)0—03.00 Næturvaktin
Stjórnendur: Vignir Sveins-
son og Þorgeir Astvaldsson.
(Ftásirnar samtengdar aö
lokinni dagskrá rásar 1.)
Atli Heimir Sveinsson kynnir
SJÓNVARP
FÖSTUDAGUR
9. ágúst