Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1985 í stuttu máli Rainbow Warrior: Mitterrand fyrirskipar rannsókn Paria. 8. ágÚHl. AP. FORSETI Frakklands, Francois Mitterrand, hefur fjrirskipað, að opinber rannsókn fari fram á, hvort embættismenn frönsku lejniþjón- ustunnar hafi átt hlut að því að skipi Grænfriðungasamtakanna, Rainbow Warrior, var sökkt, eins og haldið hefur verið fram í frétt- um. í bréfi til forsætisráðherrans, Laurent Fabius, mælir Mitterrand svo fjrir, að fram skuli fara „tafar- laus og ítarleg rannsókn" á málinu. 25,4 milljarða dollara bandarísk adstod Waskington, 8. ágúsL AP. RONALD REAGAN Bandarikjafor- seti nlun í dag undirrita frumvarp, sem kveður á um 25,4 milljarða dollara aðstoð við erlend ríki næstu tvö árin, að því er uppljst var í Hvíta húsinu í gær. Megnið af fénu mun renna til ísraels, Egjptalands og landa sem léð hafa Bandaríkjunum land undir herstöðvar: Spánar, Portúgals, Grikklands, Tjrklands og Filipps- ejja. Meðtalin er einnig 27 milljóna dollara aðstoð við skæruliða í Nic- aragua. Japönsk geimferja Túkjó, 8. ágúsL AP. JAPÖNSK yfirvöld hafa ákveðið, að bafnar verði grundvallarrann- sóknir, er miði að því að gera Jap- önum kleift að smíða eigin geim- ferju snemma á næstu öld, að því er vísinda- og tæknistofnun landsins greindi frá í dag, fimmtudag. Ákvörðun þessi var tekin, er ráð- gefandi geimferðanefnd, sem Yasu- hiro Nakasone forsætisráðherra skipaði, lagði til, að fjrrnefndar j rannsóknir jrðu hafnar á næsta ári, þar sem Japanir þörfnuðust geim- ferju til að geta annast sjálfstæðar geimrannsóknir. Sovésks sendifull- trúa saknað í Róm Kóm, 8. ágÚHL AP. HINN 1. þ.m. hvarf sovéskur sendi- fulltrúi sporlaust í Róm, og hefur sendiráð Sovétríkjanna þar f borg beðið ítölsk jfirvöld um hjálp við að hafa uppi á manninum, að því er ítalskir embættismenn sögðu í dag, fimmtudag. Embættismennirnir, sem fóru j fram á nafnlejnd, kváðu Sovét- j manninn gegna starfi ráðgjafa í sovéska utanrfkisráðuneytinu. Læknar neita að framkvæma fóstureyðingu GijML Spáni, 8. ágúxL AP. LÆKNAR á sjúkrahúsinu í Gijon á Norður-Spáni hafa af siðferðis- ástæðum neitað að framkvæma fóstureyðingu á 22 ára gamalli konu, að því er frá er sagt í spænsk- um fjölmiðlum í dag. Fósturejðingar hafa verið lögleg- ar á Spáni frá 2. ágúst sl., en þó aðeins í vissum tilfellum. Konan, sem á tvö ung börn fyrir, bæði haldin ólæknandi hrörnun- arsjúkdómi, óttast, að þriðja barnið verði sama sjúkdómi að bráð. Hættir í hungurverkfalli Varsjá, Póllandi. 8. ágúsL AP. SJÖ Samstöðuleiðtogar, sem sitja í Leczjca-fangelsinu fyrir vestan Varsjá, hættu í gær í hungurverk- falli, en tveir halda því enn áfram í því skyni að mótmæla slæmum að- stæðum í fangelsinu, að sögn tals- manns dómsmálaráðunejtisins. Krefjast leiðtogarnir þess m.a„ að hætt verði að einangra pólitfska fanga frá öðrum fóngum, þeim verði leyft að sækja guðsþjónustur og veitt viðunandi læknishjálp. Er þess ennfremur krafist að yfirvöld láti af „hótunum og tilraunum til að beita okkur og fjölskyldur okkar ofbeldi og kúgun“, að þvf er sagði f bréfi frá föngunum, sem smjglað var út úr Leczyca-fangelsinu. „HÉRNA VAR ÞAÐM AP s,mam nd Ronald Reagan bendir hér á ör á nefi sínu þar sem bóla var fjarlægð í síðustu viku og reyndist hún vera tegund af húðkrabbameini. Reagan sagði að þessi tegund húðkrabba væri algengt mein, sérstaklega meðal þeirra sem dvelja mikið í sól. Æðsti yfírmaður BBC: Uganda: Yfir 1000 manns varpað í Kampala, tlganda, 8. ágúsL AP. Herstjórnin, sem nýlega tók völdin í llganda, hefur látið fangelsa yfir 1.000 manns úr öryggis- og lífverði fyrrverandi forseta, að því er heim- ildir hermdu í gær, miðvikudag. Yfirmaður kaþólsku kirkjunnar, Emmanuel Nsbuga kardínáli, sagði í ræðu, sem hann flutti eftir valdaránið, að hann harmaði manndrápin og gripdeildirnar, sem fylgt hefðu í kjölfar valdatök- unnar. Hvatti hann stjórnmála- leiðtoga og skæruliðaforingja til að taka þátt í friðarráðstefnu „með það markmið í huga að græða sár Úganda og sameina þjóðina". Nsbuga hefur boðist til að sitja í forsæti slíkrar friðarráðstefnu, þar sem leitast verði við að sætta hernaðarleg og stjórnmálaleg öfl í landinu. Heimildarmaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, kvað fyrr- nefndar fangelsanir einkum hafa beinst að starfsmönnum leyni- lögreglu fyrrverandi stjórnar. Hefðu þeir verið settir í stranga öryggisgæslu í Luzira-fangelsinu nærri Kampala. fangelsi í gær var Tito Okello hershöfð- ingi skipaður yfirmaður alls her- afla landsins. Kohl og Mitt- errand funda Bonn, Vestur-Pýskalandi, 7. ágúsL AP. HELMUT KOHL, kanslari Vestur- Pýskalands, og Francois Mitterr- and, Frakklandsforseti, munu eiga fund í Suður-Frakklandi hinn 24. ág- úst nk. til þess að „skiptast á skoð- unum", að því er embættismaður í franska stjórnarráðinu sagði í dag, miðvikudag. Kvað embættismaðurinn þá mundu ræða samskipti austurs og vesturs og samvinnu Evrópuríkja á fundinum, sem haldinn verður í Bregancon, nálægt Toulon á frönsku Rivierunni. Mitterrand mun fara í opinbera heimsókn til Vestur-Þýskalands í haust, sennilega í nóvember, og m.a eiga viðdvöl í Bonn og Berlín. Fréttamyndín umdeilda sýnd í haust eða vetur London, 8. ágúst. AP. FORRÁÐAMENN Breska ríkisút- varpsins, BBC, hafa ákveðið að sýna myndina, sem styrrinn hefur staðið um, en eins og kunnugt er lögðu útvarps- og sjónvarpsfréttamenn í Bretlandi niður vinnu í gær til að mótmæla fyrri ákvörðun um að sýna hana ekki. Æðsti yfirmaður BBC skýrði frá þessu í dag og sagði, að þessi ákvörðun væri tilraun til að bæta nokkuð fyrir þann mikla hnekki, sem BBC hefði beðið af mál- inu. í viðtali í morgun í BBC við Al- asdair Milne, útvarpsstjóra, kvaðst hann fagna þeirri yfirlýs- ingu stjórnarinnar, að aldrei kæmi til þess af hennar hálfu að Ítalía: Herða baráttu gegn Mafíunni Pakrmo, Sikiley, 7. ágúsL AP. f DAG, miðvikudag, sendi ítalska lögreglan liðsauka til Sikileyjar til þess að herða enn á baráttunni gegn Mafiunni. Er til þessara aðgerða gripið í framhaldi af því, að í gær var háttsettur lögregluforingi myrtur þar ásamt lífverði sínum. Embættismenn sögðu, að lög- regluforinginn, Antonio Cassara, yfirmaður morðrannsóknadeildar- innar í Palermo, og lífvörður hans, hefðu verið skotnir yfir 100 skot- um úr sovéskum AK-47-rifflum. Annar lífvörður særðist alvarlega. Embættismaðurinn kvað vitað, að þarna hefði Mafían verið að verki, þótt engar beinar sannanir lægju fyrir þar að lútandi. Hefðu morðsveitir hennar oftsinnis áður notað þessa tegund skotvopna í árásum sínum. Hinn 28. júlí sl. var annar hátt- settur lögregluforingi myrtur f Palermo, en hann gegndi, eins og Cassara, forystuhlutverki í leit- inni að glæpafélögum Mafíunnar. f morgun komu tvær herflugvél- ar með um 100 þjóðvarðliða til Palermo og enn frekari liðsstyrk- ur er væntanlegur þangað á næstu dögum. ritskoða efni fréttamannanna. Sagðist hann ennfremur hafa skýrt útvarpsráðinu, sem skipað er 12 mönnum, svo frá, að myndin umdeilda yrði sýnd nokkuð breytt í haust eða vetur. í gær, miðviku- dag, átti Milne fund með Leon Brittan, innanríkisráðherra, sem fór fram á, að myndin yrði ekki sýnd, og sagði honum þá, að hróð- London, 8. ágúrt. AP. PÓSTMÁLAYFIRVÖLI) í Bretlandi hafa ákveðið að minnast kvik- myndaársins sem nú stendur yfir með því að gefa út frfmerki með kunnum breskum kvikmyndaleikur- um. Var skýrt frá þessu í dag. Á frímerkjunum sem verða mjög litrík verða myndir af leik- ur BBC hefði minnkað mjög vegna þessa máls. Fréttamyndin umrædda er um ástandið á Norður-írlandi og er þar m.a. rætt við tvo menn, Mart- in McGuinness, þingmann fyrir Sinn Fein, löglegan stjórnmála- arm IRA, írska lýðveldishersins, og Gregory Campbell, þingmann og öfgamann úr flokki mótmæl- aranum David Niven í hlutverki sínu í myndinni „Kringum jörðina á áttatíu dögum“, gamanleikaran- um Peter Sellers í „Fanganum í Zenda“, leikstjóranum Alfred Hitchcock í „Bakglugganum", leikkonunni Vivian Leigh í „Á hverfanda hveli“ og Charlie andans Ians Paisley. Stuart Young, formaður útvarpsráðsins, sagði sl. þriðjudag, að hann og aðrir útvarpsráðsmenn hefðu ákveðið að taka myndina af dagskrá vegna þess, að í henni hefði gætt mikillar hlutdrægni og „mildum höndum verið farið um málstað öfgamanna“. Chaplin í „Borgarljósum“. Á frí- merkjunum verður mynd af eig- inhandaráritun viðkomandi kvikmyndastjörnu. Breska kvikmyndaárið hófst f mars sl. og stendur til jafnlengdar á næsta ári. Er tilgangurinn með því sá að fá Breta til að sækja betur kvikmyndahúsin en aðsókn- in að þeim hefur stöðugt verið að dragast saman. Árið 1946 fóru 1,63 milljarðar Breta í kvikmyndahús en tæpum 40 árum síðar, á síðasta ári, ekki nema 53 milljónir. Kvikmyndafélögin þykjast þó sjá fram á að aðsóknin muni aukast um 30—40% á þessu ári. Sprengja í Aþenu Aþenu, 8. ágúsL AP. MIKIL sprenging varð snemma í morgun í hóteli í einu úthverfa Aþenu- borgar. Slösuðust 14 manns, einkum breskir ferðamenn sem voru margir á hótelinu. Lögreglan telur að gasleki hafi valdið sprengingunni. Sprengingin varð klukkan þrjú að morgni að staðartíma en nokkru áður höfðu ýmsir fundið megna gaslykt f húsinu. Telur lögreglan, að lekinn hafi verið í eldhúsinu, sem er f kjallara hótelsins og beint undir gestamóttökunni. Mikill eldur kom upp eftir sprenginguna og varð þvf fólk á efri hæðum hússins að hnýta saman rekkjuvoðir til að komast út um gluggana. Höfðu margir á orði að þeir hefðu ekki fundið neinn neyðarútgang. Aðeins einn hinna slösuðu, 21 árs gömul bresk kona, er illa haldin af sárum sfnum. Fjárausturinn til ills eins Wuhinf^on, 8. ájfúst. AP. FYRRVERANDI starfsmaður bandarísku þróunarstofnunarinnar hélt því fram í gær, miðvikudag, að fjárhagsaðstoð Bandaríkjamanna við fátæk ríki hefði haft önnur áhrif en ætlað var, tafið en ekki ýtt undir efnahagslega viðreisn í viðkomandi löndum. Þess vegna ætti að hætta henni að mestu. „Fjárgjafir eru í eðli sínu ill- ar,“ segir Alan R. Waters, pró- fessor í 8tjórnunarfræðum við Wake Forest-háskólann f Winst- on Salem í Norður-Karólínu og fyrrum starfsmaður bandarísku þróunarstofnunarinnar. „Þær halda aftur af hagvexti og grafa undan eðlilegri þróun markaðs- aflanna f viðkomandi ríki. Ef Bandaríkjamenn vilja í raun hjálpa þriðja heims ríkjunum ættu þeir að hætta efnahags- aðstoð við þau að mestu leyti.“ Waters hefur sérstaklega horn í síðu aðstoðarinnar við Afrfku- ríkin. „Ráðamenn í Afríkuríkj- unum hafa komið á því kerfi sem nú er við lýði,“ segir hann, „og svo lengi sem Bandaríkjamenn ausa í þá matvælum og fé og spyrja engra spurninga um ástæðurnar fyrir ástandinu munu þeir ekki beita sér fyrir neinum breytingum, sem máli skipta.“ Waters hvatti til að einkafyr- irtækjum yrði falið að koma fjárhagsaðstoð Bandarfkja- manna til skila og þeim þá gert að gera grein fyrir árangrinum. Bretland: Stórleikarar á frímerki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.