Morgunblaðið - 09.08.1985, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1985
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baidvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakið.
Frumskógur
flugmálanna
Islendingar hafa um árabil
verið þátttakendur í alþjóð-
legri samkeppni á flugmark-
aðnum, þar sem harðast er
keppt, á Norður-Atlantshafi.
Þrátt fyrir áföll og sveiflur
hafa Loftleiðir og síðar Flug-
leiðir staðist þessa samkeppni.
Nú er enn að hefjast ný lota í
samkeppninni með þátttöku
bandaríska flugfélagsins
People’s Express, sem náð hef-
ur fótfestu víða í Bandaríkjun-
um með því að ryðja gamal-
grónum fyrirtækjum úr vegi
með gífurlegri lækkun á fjar-
gjöldum. Um nokkurt skeið
hefur félagið flogið milli Band-
aríkjanna og London en nú ætl-
ar það sér að ná aðstöðu á meg-
inlandi Evrópu með því að
fljúga til Brússel, en þangað er
aðeins tveggja til þriggja tíma
ferð með bíl eða lest frá
Lúxemborg.
Hvernig þessari nýju sam-
keppnislotu lyktar, veit enginn
á þessari stundu. Flugleiða-
menn standa á gömlum merg á
leiðinni yfir Norður-Atl-
antshafið. Innan fyrirtækisins
starfa menn, sem þekkja frum-
skóg flugmálanna og kunna að
takast á við harða keppinauta.
Þessi þekking, sem íslendingar
hafa öðlast í áratuga langri
samkeppni á hinum alþjóðlega
flugmarkaði, nýtist ekki Flug-
leiðum einum eins og dæmin
sanna. Arnarflug er umsvifa-
mikið á þessum markaði og ís-
lendingar hafa tekið að höndla
með flugvélar og sinna flug-
málum upp á sitt eindæmi í út-
löndum með þeim hætti að at-
hygli vekur; meiri en ella nú,
þar sem einn þessara manna,
Birkir Baldvinsson, hefur gert
tilboð í 20% eignarhlut ríkisins
í Flugleiðum.
Þá hefur einnig komið í ljós,
að íslenska ríkið er hliðhollt
því, að íslendingum gefist færi
á því að láta til sín taka, þar
sem tækifærin gefast í frum-
skógi flugmálanna. Hér á landi
gilda til dæmis ekki neinar
takmarkanir á skráningu
flugvéla að því er varðar þann
hávaða, sem þær valda með
hreyflum sínum. Svo lengi sem
slíkum flugvélum er leyft að
athafna sig á arðbærum flug-
leiðum verða þær notaðar. Er
bæði sjálfsagt og eðlilegt, að ís-
lensk flugmálayfirvöld setji
hávaðann ekki fyrir sig, þegar
um skráningu á loftförum er að
ræða. Eins og Skúli Jón Sig-
urðsson hjá loftferðaeftirlitinu
segir í Morgunblaðinu í gær er
haft strangt eftirlit með þess-
um skráningarmálum og auk
þess eru allar vélar, sem hér
eru skráðar, reknar af íslend-
ingum. „Það er því engin hætta
á að þetta verði misnotað,"
sagði Skúli Jón Sigurðsson.
Sjálfsagt er að gæta þess á
þessum vettvangi eins og öðr-
um, að ekkert sé gert, sem
skaði land og þjóð út á við eða
spilli fyrir hagsmunum íslend-
inga í flugrekstri. En opinber
yfirvöld eru oft of viðkvæm
fyrir gagnrýni sambærilegra
stjórnvalda í öðrum löndum og
láta þau oft ráða meiru um
ákvarðanir sínar en þjóðlega
hagsmuni. í þessu efni er vissu-
lega vandratað meðalhófið.
íslendingar hafa aðeins á
fáum sviðum getað haslað sér
völl á alþjóðavettvangi og
stundað þar samkeppni við
aðra. í flugmálunum hafa þeir
náð einna lengst. íslensk
stjórnvöld eiga að hlú að því að
þessi þekking nýtist sem best.
Geri þau það ekki drögumst við
fljótlega aftur úr og höfum
ekki það svigrúm til athafna,
sem nauðsynlegt er.
Sú spurning vaknar, hvort á
öðrum sviðum sé ekki unnt að
nýta sérstöðu íslands með svip-
uðum hætti. í hinum alþjóð-
lega viðskiptaheimi hafa þær
starfsreglur, sem einstök ríki
setja og gilda innan þeirra eig-
in landamæra, úrslitaáhrif á
alla efnahagslega afkomu íbú-
anna. Við sjáum hvernig smá-
ríki eins og Lúxemborg, svo að
ekki sé talað um Liechtenstein,
hafa laðaö til sín fjármagn og
hvers kyns starfsemi með því
að breyta út af því, sem viðtek-
ið er í nágrannaríkjunum. Auð-
vitað er unnt að setja upp
heilagleikasvip og segja sem
svo, að allt sé þetta nú frekar
vafasamt hjá þessum ríkjum.
En er það í raun? Er þetta ekki
eðlileg sjálfsbjargarviðleitni
smáþjóða, sem hafa þor til að
beita sjálfsákvörðunarvaldi
sínu með þessum hætti?
Af orðum Skúla Jóns Sig-
urðssonar hér í blaðinu í gær
má ráða, að einhverjir setji á
sig heilagan svip, þegar rætt er
um skráningarreglur á loftför-
um hér á landi. Ástæðulaust er
að láta það hafa áhrif á sig, á
meðan fyllstu öryggiskrafna er
gætt. Til þess að menn öðlist þá
þekkingu sem best dugar í al-
þjóðlegri samkeppni, hvort
heldur í frumskógi flugmál-
anna eða annars staðar, verða
þeir að fá tækifæri til að sýna
hvað í þeim býr. Með þetta í
huga er kannski ástæða fyrir
íslensk stjórnvöld að líta í eigin
barm og kanna, hvort þau geti
hlúð að einkaframtaki á al-
þjóðavettvangi og öðrum svið-
um með því að sníða sér ekki að
öllu leyti sama stakk og aðrir.
Morgunblaðið/Júlíu8.
Það var líf í tuskunum þegar þátttakendur í leikjanámskeiðum Æskulýðsráðs héldu í skrúðgöngu um miðbæinn f
tilefni Karnival-hátíðarinnar. Hver hópur hafði skrautlega fána í broddi fylkingar sem krakkarnir höfðu búið til í
sameiningu.
Sjóræningjar, álfar,
sígaunar og fleiri
furðuverur á ferli
Vinkonurnar María Reynisdóttir og Ingibjörg Þorvaldsdóttir komu úr Ár-
bænum og höfðu skellt sér í gervi sígaunamæðgna.
urfernur, svo nefnd séu örfá af
þeim gervum sem sáust á ferð og
flugi um garðinn. Eftir snæðing-
inn var keppt í ýmsum greinum,
svo sem pokahlaupi, köngulóar-
göngu og limbó. Síðan var haupið í
skarðið, farið í stórfiskaleik og
fleira og skemmtu allir sér kon-
unglega lengi dags, jafnt börn sem
fullorðnir.
Eins og fyrr greinir voru bðrnin
klædd á ýmsa vegu og að sögn að-
stoðarfólks höfðu þau unnið ötul-
lega að búningahönnuninni í
marga daga, bæði með og án að-
stoðar foreldra. Eins og sjá má á
meðfylgjandi myndum skorti ekki
hugmyndaflugið og ekkert var til
sparað til að líta sem best út.
Fyrir utan skrautlega búninga voru
mörg andlit máluð í stfl við gervið og
ber þessi litla kisulóra vitni um það.
„Ég gerði sjálf andlitið nema nefið.“
Marta var svöng eftir skrúðgönguna
og gæddi sér á nesti að heiman til að
seðja sárasta hungrið.
Bjarnastaðabeljurnar, Ömmu-
kvæði, Guttavísur og starfssöngvar
félagsmiðstöðvanna hljómuðu í
miðbæ Reykjavíkur í blíðviðrinu í
gærdag. Þar voru saman komin á
þriðja hundrað skrautklædd börn á
aldrinum 6 til 12 ára til að skemmta
sér við söng og leiki. Þau hafa verið
á tveggja vikna leikjanámskeiðum í
félagsmiðstöðvum Reykjavíkur og
luku þeim á eftirminnilegan máta
með karnivalhátíð.
Æskulýðsráð Reykjavíkur átti
veg og vanda að hátíðinni, ásamt
starfsfólki Fellahellis, Bústaða,
Ársels, Þróttheima, Tónabæjar og
aðstandenda leikjanámskeiðs í
Vesturbænum. Gengið var í skrúð-
göngu frá Árnarhóli i gegnum
miðbæinn og síðan haldið i Hljóm-
skálagarðinn þar sem grillaðar
voru pylsur til að seðja hungraða
víkinga, trúða, indíána, sígauna,
vasaþjófa, álfa, pönkara og mjólk-
Hjónin Jón og Jónía tóku sig vel út í
blíðunni. Þau heita réttum nöfnum
Bryndís Baldvinsdóttir og Sigríður Nanna
Heimisdóttir. Þær höfðu báðar verið áður
á leikjanámskeiðum og voru sammála að
skemmtilegust væri lokahátíðin.