Morgunblaðið - 20.08.1985, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 20.08.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST1985 3 Tvö verk Indriða G. Þorsteinssonar koma út á næstunni: Ævisaga Kjarvals og Þjóðhátíð 1974 í OKTOBEK, nánar tiltckiö þann rimmtánda, kemur út ævisaga Jó- hannesar S. Kjarvals listmálara en þá veröur öld liðin frá fæðingu lista- mannsins. Almenna bókafélagiö gef- ur ritiö út, sem er í tveimur bindum, en Indriði G. Þorsteinsson skráði ævisöguna aö beiöni Reykjavíkur- borgar. Að sögn Kristjáns Jóhannsson- ar forstjóra AB er hér ekki um að ræða listaverkabók heldur er rak- in ævi og listferill Jóhannesar. „Þó er ekki hægt að fjalla um feril Jó- hannesar nema með því að skír- skota til verka hans og hefur Frank Ponzi valið myndir í bókina frá ýmsum tímabilum í ævi lista- mannsins sem sýna hversu stíllinn breyttist með árunum." Hafsteinn Guðmundsson sér um hönnun og útlit ævisögunnar sem er um 600 blaðsíður. Indriði G. Þorsteinsson kemur Evrópumót félags- liða í skák víðar við sögu í bókaútgáfunni. Hjá Menningarsjóði kemur út bókin „Þjóðhátið 1974“, sem einnig er rituð af Indriða en hann var framkvæmdastjóri Þjóðhátíðar- nefndar. Að sögn Hrólfs Halldórssonar forstjóra Menningarsjóðs er verkið í tveimur bindum og unnið að tilhlutan forsætisráðuneytis- ins. „Indriði fjallar um undirbún- ing þjóðhátíðarinnar, héraðshá- tíðirnar sem haldnar voru og minnist allra þeirra atburða er tengdust þjóðhátíðarárinu, svo sem öndvegissúlanna, hlaupsins frá Ingólfshöfða til Reykjavíkur og síðast en ekki síst opnun hring- vegarins." Hrólfur sagði enn fremur að fyrirmynd væri að riti Indriða, því þrjú slík hefðu áður komið út. „Hér á ég við bækurnar sem gefn- ar voru út eftir Þingvallahátíðirn- ar, 1874, 1930, og 1944. Þær eru nú allar ófáanlegar og þykja miklir kjörgripir. Bókin um þjóðhátíðina 1974 verður með líku sniði og hin- Indriði G. Þorsteinsson ar fyrri meðal annars er hún í sama broti.“ Hönnuður bókarinnar er Krist- ín Þorgeirsdóttir en hún var einn- ig hönnuður þjóðhátíðarinnar 1974 og teiknaði meðal annars há- tíðarmerki afmælisins. Barneign- um fækkar Á ÍSLANDI fæddust 450 færri börn á árinu 1984 en 1963, en þaö ár fæddust flest börn á íslandi eöa 4.581. Á árun- um 1979—83 fæddust að meðaltali 4.400 börn árlega. íslendingar voru 240.606 um síöustu áramót, þar af 121.037 karlar og 119.569 konur. ís- lendingum fjölgaði á árinu um 1,06%, en fjölgunin var á árunum 1961—65 1,85%. Á síðasta ári var 93.331 íslenskur einstaklingur giftur, en fjöldi manna yfir 14 ára aldri var 177.256. Hjóna- vígslur á árinu voru 17 fleiri en í fyrra, eða 1.413 talsins. Á árunum 1971—75 voru giftingar að meðaltali 1.730. Lögskilnaðir voru 449 á árinu 1984, eða 46 færri en 1983, en þá var óvenju mikið um skilnaði. Alls létust 1.584 íslenskir einstakl- ingar á siðasta ári, en árið þar áður var tala látinna 1.653. Meðalævi- lengd íslenskra karlmanna var á tveimur síðustu árum 73,96 ár, en íslenskra kvenna 80,20 ár. MYKJA NÝR LcJÚFFENGUR KOSTUR í ÍSLENSKU OSTAVALI Búnaðarbank- inn teflir fyrir íslendinga ÁKVEÐIÐ hefur verið aö Taflfélag Búnaöarbankans taki þátt í Evrópu- móti félagsliða í skák fyrir hönd fs- lendinga. Er þetta í fyrsta skipti sem íslendingar taka þátt í þessu móti, sem nú er haldið í flmmta skipti. Taflfélag Reykjavíkur átti fyrsta rétt á þátttöku en gaf hann frá sér. Skáksamband íslands ákvað þá að þátttökurétturinn gengi til Taflfélags Búnaðarbank- ans. Keppnin er útsláttarkeppni og hafa lið verið dregin saman í fyrstu umferð. íslendingarnir lenda á móti spænsku liði að nafni Vulca frá Barcelóna, þar sem teflt verður um miðjan september. Lið Búnaðarbankans er þannig skipað: 1. borð Margeir Pétursson, 2. Jóhann Hjartarson 3. Hilmar Karlsson, 4. Bragi Kristjánsson, 5. Jón Kristinsson, 6. Leifur Jó- steinsson. Lið Spánverja er ekki síður vel skipað. 1. borð Rodriques, 2. Bell- on, 3. Martin, 4. Medina, 5. Pisa, 6. Nieto. Sfldartorfa við Grímsey Grínwey, 19. ágúst. FYRIR um hálfum mánuði urðu menn varir við síldartorfur vestan við Grímsey og hafa smábátaeig- endur veitt nokkuð í beitu. Hér kláruðu menn fiskveiðikvóta sinn snemma í vor og hafa smábátaeig- endur stundað handfæraveiðar síðan. Hefur aflinn nær eingöngu verið þorskur. Ferðamannastraumurinn í sum- ar hefur verið heldur í minna lagi og er helst við rigninguna að sak- ast. Heyskap er því enn hvergi lokið en eftir tvo til þrjá þurrka- daga ættu flestir bændur að vera búnir að heyja. Byggingu sundlaugarinnar mið- ar vel áfram og ráðgert er að hún verði fokheld í haust. Félagskonur í Vörn, kvennadeild Slysavarnafé- lags íslands á Siglufirði, komu í heimsókn til Grímseyjar í gær og færðu þær okkur rausnarlega pen- ingagjöf sem verja skal til bygg- ingar sundlaugarinnar. Alfreö MYHJA er sérlega mjúkur og bragðgóður smurostur, sem nýtur sín einkar vel... ...með öllu ósaetu kexi og brauði ...sem innlegg í iieitar samlokur ...sem bragðauki í heitar súpur og sósur ...sem óragðgjafi í ídýfur. MYBJA er í nýjum hentugum umbúðum og fæst í tveim bragðtegundum. —-— ■— - - /aran cr bcst Smurostur með skinkubitum Smurostur með pizzukryddi * ' ^ •«- SMUROSTUR ^EÐ PIZZUKRVDDI 'dngargiidi í 100 g er: prðt*||’! c koívctní 1 g. stcinefniðlí5 ^lsium 500 mg, orka 230 ,n'leiðandi: Osia- og smjors^J" Bitruhálsi 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.