Morgunblaðið - 20.08.1985, Síða 49

Morgunblaðið - 20.08.1985, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985 49 Guðmundur Jón- asson - Minning Fæddur 1. ágúst 1935 Dáinn 10. ágúst 1985 Nú þegar við félagarnir á Bæj- arleiðum sjáum á bak einum fé- laga er okkur efst i huga þakklæti fyrir samfylgd góðs drengs er á engan hallaði en var ljúfur og kát- ur í allri viðkynningu. Guðmundur Jónasson fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1935 og var því nýorðinn fimmtugur er hann lést. Guðmundur stundaði verslunar- störf á yngri árum en fyrir um 25 árum gerðist hann leigubifreiðar- stjóri, fyrst hjá Steindóri en frá 1963 hefur hann ekið á Bæjarleið- um. Guðmundur hafði flest það til brunns að bera sem einn bifreið- arstjóra getur prýtt. Hann var frábær málamaður og þvi oft fenginn til að aka útlendingum. Hann hafði ljúfa lund og skapstill- ingu í besta lagi, en slíks er oft þörf í okkar starfi. Guðmundur kvæntist þýskri konu og átti með henni 3 börn. Þau slitu samvistir. Eins og sjá má af framanrituðu hafði Guðmundur öll efni til að verða hinn mesti auðnumaður í lífi sínu en hann hlaut þau örlög að ganga á unga aldri til liðs við þann herkonung er alls krefst af liðsmönnum sínum, en gefur gör- óttar sælustundir í staðinn. Mátti Guðmundur áður en yfir lauk greiða í ferjutoll flest það sem einhvers er vert í þessu lífi, hjónaband, börn og lífsþrótt mest- allan. Það varð vinum og samstarfs- mönnum Guðmundar sár raun að þegar loks virtist rofa til tók hann þá veiki sem flesta dregur til dauða á okkar tíð. Var það frekar stutt orrusta en hörð og gátu lykt- ir ekki orðið nema einar. Við Bæjarleiðamenn hljótum að þakka góð kynni og minnumst væns félaga, sem var glaður og reifur til hins síðasta. Blessuð veri minning hans. F.h. Starfsmannafélags Bæj- arleiða, Rósant Hjörleifsson. t Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og úttör móöur okkar, tengdamóöur, fósturmóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR frá Hundastapa. Sigurbjörg Guömundsdóttir, Magnús Guömundsson, Eövarö Guömundsson, Þórunn Bergþórsdóttir, Ólöf Guömundsdóttir, Ólafur Egilsson, Katrín Guðmundsdóttir, Gunnar S. Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför DÝRFINNU ODDFRIDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki á Hrafnistu í Reykjavík. Hrefna Pedersen, Soffía Bjarnadóttir, Jóhann M. Kjartansson, Kristinn O. Oddsson, Egill Bjarnason, börn og barnabörn. t Þökkum innilega hlýhug og aöstoö viö andlát og útför bróöur okkar, BALDVINS SVEINSSONAR fró Álfatröóum. Sérstakar- þakkir færum viö læknum og hjúkrunarliöi Sjúkrahúss Akraness fyrir frábæra umhyggju í veikindum hans. Guöbjörg Sveinsdóttir, Karl Sveinsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andiát og útför HELGASTEFÁNSJÓSEFSSONAR, Smáratúni 15, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A-4, Borgarspitalanum. Gyöa Helgadóttir, Þóra Helgadóttir, Njáll Skarphéðinsson, Björn Helgason, Þóra M. Guöleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, KJARTAN PÁLLKJARTANSSON, málarameistari, Bragagötu 31B, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 21. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á minningarsjóði Land- spítalans. Reynir Kjartansson, Kristín Hauksdóttir, Kjartan Kjartansson, Guórún Guómundsdóttir, Sigríöur Kjartansdóttír, Þorvaldur Ólafsson, barnabörn og barabarnabörn. BRIMRÁSA RVIKA 16.8-23.8. FYRSTA FLOKKS ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Á FRÁBÆRU VERÐI rrTnrnmT] r; kTTUirr rr;n BYGGINGAVÖRUSALA SAMBANDSINS Suðurlandsbraut 32 Reykjavík simi 8 20 33 í BYGGINGAVÖRUVERSLUN SAMBANDSINS SUÐURLANDSBRAUT 32, FER FRAM KYNNING Á ÁLSTIGUM,TRÖPPUM OG PÖLLUM.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.