Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 1
56 SIÐUR
B
STOFNAÐ 1913
185. tbl. 72. árg.
MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Líbanon:
Bflsprenging og
ákafir bardagar
Fimm bílsprengingar á einni viku hafa
kostað 143 lífið og slasað 300
Beirút, 20. ágúst. AF.
FJÖRUTÍU og fjórir menn létu lífið og 90 særðust þegar
bílsprengja sprakk í dag í borginni Tripoli í Líbanon. Hafa þá
fimm slíkar sprengjur sprungið á einni viku og samtals 134
beöið bana og rúmlega 300 slasast. í Beirút berast kristnir
menn og múhameðstrúar á banaspjót og hafa bardagar ekki
verið ákafari í sex mánuði.
Um miöjan dag var sprengju
kastað út um glugga á bíl, sem
ekið var á mikilli ferð eftir götu í
Tripoli. Sprakk hún án þess að
nokkurn sakaði en þegar fólk þusti
á vettvang á eftir sprakk sprengja
í kyrrstæðum bíl skammt frá. Fór-
ust þá 44 menn og 90 slösuðust.
Tvenn samtök segjast bera ábyrgð
á ódæðisverkinu, „Byltingarhreyf-
ing kristinna manna" og „Svörtu
herdeildirnar", en hvor tveggja
eru með öllu ókunn.
í höfuðborginni Beirút, geisuðu
harðir bardagar milli kristinna
manna og múhameðstrúar og hafa
ekki verið meiri um misserisskeið.
Að sögn lögreglunnar hafa a.m.k.
40 manns fallið sl. sólarhring og
143 særst. Þaö eru þó ekki aðeins
kristnir menn og múhameðstrúar
sem eigast við, því að þeir síðar-
nefndu berjast einnig innbyrðis,
shítar og Palestínumenn. Þykir nú
mörgum horfa þannig, að stutt sé
í endanlega upplausn Líbanons-
ríkis.
Punjab á Indlandi:
Atli Dam, lögmaður
Færeyja:
Friðsam-
legt á
fundinum
— með skipstjóra
Sea Shepherd
„FUNDURINN fór mjög friðsamlega
fram og skipstjórinn var öllu hógvær-
ari en hann hefur verið í yfirlýsing-
um sínum í fjölmiðlum," sagði Atli
Dam, lögmaður Færeyja, í viðtali við
Morgunbiaðið um fundinn, sem
hann itti í fyrrakvöld með áhöfninni
i hvalfriðunarskipinu Sea Shepherd.
„Skipstjórinn gerði grein fyrir
skoðunum sfnum á grindhvalaveið-
um okkar Færeyinga en tók það þó
fram, að hann hefði ekki hug á
neinum átökum við okkur. Við
skýrðum einnig fyrir honum okkar
sjónarmið og þótt ég geri ekki ráð
fyrir, að hann hafi failist á þau,
Atli Dam
var hann samt miklu hógværari en
hann hefur verið í yfirlýsingum
sfnum i fjölmiðlum," sagði Atli og
kvaöst telja lfklegt, að Sea Shep-
herd færi frá Færeyjum f kvöld
eða á morgun. Færeyska land-
stjórnin gaf f fyrradag út reglu-
gerð um grindhvalaveiðar og kem-
ur þar m.a. fram, að Færeyingar
munu hafa samvinnu við vfsinda-
nefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins um
þessi mál.
Ofgamenn myrða
hófsaman leiðtoga
Nýiu Delhf. Indlandi. 20. árúnt. AF. '
Nýju Delhi, IndUndi. 20. áfúst. AF.
HRYÐJUVERKAMENN, sem taldir eru vera öfgafullir sikhar, skutu f
dag til bana einn af frammimtínnum hófsamra sikha í Punjab-ríki, leið-
toga þeirra sem nýlega stímdu sátt við Rajiv Gandhi, forsætisráðherra
Indlands. Var hann riðinn af dtígum aðeins nokkrum klukkustundum
eftir að einn af leiðtogura Kongressflokksins í ríkinu var myrtur og tveir
þingmenn aðrir særðir.
Árásir hryðjuverkamannanna
koma í kjölfar þeirrar ákvörðun-
ar Gandhis að boða til kosninga í
Punjab 22. september nk. en
Harchand Singh Longowal,
sikhaleiðtoginn sem var myrtur í
dag, hafði varað Gandhi við að
boða til kosninga að svo stöddu
og svo var einnig með alla leið-
toga stjórnarandstöðuflokkanna
á Indlandi. Longowal beitti sér
fyrir því, að sæst var við alrfkis-
stjórnina í Nýju Delhí en það
gerði hann f óþökk öfgamanna
meðal sikha, sem ekki vilja
semja um neitt nema algert
sjálfstæði Punjabs.
Skotið var á Longowal þegar
hann var að flytja ræðu á fundi í
sfnu heimahéraði í Punjab og
voru þar líklega sex menn að
verki. Er sagt, að tekist hafi að
ná tveimur þeirra. Longowal
fékk tvö skot í kviðinn og lést
hann á sjúkrahúsi skömmu sfðar.
í nótt, sem leið, var einn af trú-
arleiðtogum hindúa f Punjab og
frammámaður í Kongressflokkn-
um myrtur og tveir þingmenn
aðrir særðir. Indverska ríkis-
stjórnin kom saman til skyndi-
fundar í dag vegna hryðju-
verkanna og fordæmdi glæpa-
verkin mjög harðlega en ekki er
talið ólíklegt, að Gandhi neyðist
til að fresta fyrirhuguðum kosn-
ingum í Punjab vegna þessara
atburða.
Bandaríkin:
Hagvöxturinn mun minni en spáð
var vegna vaxandi viðskiptahalla
hington, 20.
VOXTUR í Bandaríkjunum,
Wtnhii
HAGVt
sem stöðugt dregur úr vegna vax-
andi viðskiptahalla, var aðeins 2%
i vorminuðunum. Scgir fri þessu I
opinberri skýrslu, sem birt var f
dag, en þar segir einnig, að þjóðar-
framleiðslan hafi vaxið nokkru
meira f aprfl—júní en um þau
1,7%, sem spið var f fyrra minuði.
Þrátt fyrir, að þjóðarfram-
leiðslan á vormánuðum hafi ver-
ið aðeins meiri en talið var f sfð-
asta mánuði, er ljóst, að útlitið i
bandarfskum efnahagsmálum er
miklu dekkra en það var um síð-
ustu áramót. Var þá búist við
4% hagvexti á árinu en hann var
ekki nema 0,3% janúar—mars
og 1,1% að meðaltali til þessa
tíma. Flestir hagfræðingar sjá
þess heldur engin merki, að hag-
vöxturinn muni taka kipp á
næstunni, svo neinu nemi, og
telja líklegt, að hann muni verða
um 2,5% á sfðara misseri þessa
árs.
Ástæðan fyrir minni hagvexti
er viðskiptahallinn, sem vex
stöðugt og stefnir nú í 150 millj-
arða dollara. Erlendar vörur
flæða inn á Bandaríkjamarkað
og innlend framleiðsla dregst
saman að sama skapi. Frá þvf f
janúar hafa af þessum sökum
lagst niður 220.000 störf f banda-
rfskum iðnaði. Undirrótin að
þessu er hátt gengi dollarans.
Það veldur því, að innfluttar vör-
ur eru ódýrari en innlendar og
grefur jafnframt undan banda-
rískum útflutningsiðnaði. Sterk
staða dollarans heldur þó niðri
verðbólgunni og á öðrum fjórð-
ungi þessa árs mældist hún ekki
nema 2,7%.
Noregur:
„Hlaupum
fyrir Af-
ganistan“
Óslú, 20. igúfíL AF.
TALSMENN flmm samtaka { Noregi
skýrðu frá því { dag, að þau hygðust
styðja frelsisbaráttu afgönsku þjóðar-
innar með þvi að efna til víðavangs-
hlaups, þess fyrsta sinnar tegundar
þar ( landi. Á það að fara fram 7.
september nk.
„Hlaupararnir munu allir bera
kyndil og vera í skyrtubol með
áletruninni „Hlaupum fyrir Afgan-
istan“. Þátttökugjaldið er 250 kr.
(fsl.) og mun féð renna óskipt til að
kaupa útvarpstæki og talstöðvar
fyrir þá menn, sem nú berjast fyrir
frelsi afgönsku þjóðarinnar," sagði
Björn Hallström, einn af skipu-
leggjendum hlaupsins og talsmað-
ur félagsins „Stuðningsmenn Atl-
antshafsbandalagsins".
Hin félögin fjögur, sem að hlaup-
inu standa, eru samtök útlægra
Tékka, útlægra Pólverja, útlaga frá
Úkrafnu og stofnun, sem aflar upp-
lýsinga um varnarmál. Hallström
sagði, að hlaupið hæfist fyrir utan
Bislett-leikvanginn f Ósló og lyki á
Karl Johan, fyrir utan háskólann.