Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985 t Eiginmaður minn og faöir, HELGI B. GUÐMUNDSSON, skóamiður, Teigagerói 2, andaöist sunnudaginn 18. ágúst i Borgarspítalanum. Gyöa Ásgeirsdóttir Hrönn Guörún Helgadóttir. t Maöurinn minn, HARALDUR BJÖRN PÉTURSSON bryti, Digranesvegi 44, Kópavogi, andaöist 19. ágúst. Fyrir hönd sona, tengdadóttur og barnabarns, Katrín Líkafrónsdóttir. t Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, EINAR G. KVARAN, framkvaemdastjóri, Kleifarvegi 1, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju, föstudaginn 23. ágúst kl. 13.00. Kristín Helgadóttir Kvaran, Karítas Kvaran, Baldur Guólaugsson, Gunnar E. Kvaran, Snœfriður Þóra Egilson, Helgi Kvaran, og barnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ÞORBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR, Króki, Garöahverfi, veröur jarösungin frá Garöakirkju föstudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Ragnheiöur Vilmundardóttir, Gísli Vilmundarson, Sigríöur Stefánsdóttir, Elín Vilmundardóttir, Stefán Ól. Jónsson, Vilborg Vilmundardóttir, Þorsteinn Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: María Rebekka Sigfúsdóttir Fædd 21. ágúst 1922 Dáin 18. apríl 1985 Það voru sár sorgartíðindi sem okkur hjónunum bárust til Torre- molinos, þar sem við dvöldum okkur til hvíldar og hressingar, að kær mágkona mín, María Rebekka Sigfúsdóttir, hefði látist á Mall- orca að morgni 18. apríl sl., þar sem hún og eiginmaður hennar, Gylfi Gunnarsson, höfðu dvalist af heilsufarsástæðum. Þrátt fyrir að María hefði þurft að takast á við og þola mikið heilsuleysi, gangast undir margar stóraðgerðir og liggja erfiðar sjúkralegur sl. 10 ár, þá kom and- lát hennar okkur á óvart, maður er víst aldrei viðbúinn burtkalli náins vinar. Maja, eins og hún var ávallt kölluð af vinum og vanda- mönnum, stendur mér Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum, falleg, lífs- glöð og með mikla persónutöfra, þegar ég sá hana í fyrsta sinn fyrir 40 árum, þegar ég giftist bróður hennar Kristjáni, og á ég erfitt með að sætta mig við að hún sé horfin, að njóta ekki lengur uppörvandi viðmóts hennar og tryggrar vináttu, sem hún sparaði ekki, og ævinlega mun ég þannig minnast hennar. Foreldrar Maríu voru heiðurs- hjónin Sigfús Guðfinnsson Ein- arssonar frá Hvítanesi við Skötu- fjörð í ísafjarðardjúpi og María Anna Kristjánsdóttir Sveinssonar frá Hlíðarhúsum á Snæfjalla- strönd í ísafjarðardjúpi. Sigfús, faðir Maríu, var alþekktur mann- kosta- og drengskaparmaður, dug- legur og virtur skipstjóri á Póst- bátnum á ísafirði, sem hélt uppi ferðum um Vestfirði. María móðir hennar var mikil höfðingskona og glæsileg í sjón og raun, með sterka skapgerð og ákveðin, en mild og hiý í viðmóti. Þau hjónin María og Sigfús bjuggu á ísafirði og eignuð- ust 8 börn, Svein, sem lést nokk- urra daga gamall, Þorgerði, sem lést 2. október 1957 og Maríu Re- bekku, sem hér er kvödd. Eftir lifa Guðfinnur, Kristján, Garðar, Halldóra og Jenný. Maja mágkona mín Ijómaöi af gleði þegar hún minntist uppvaxtaráranna á traustu og góiðu æskuheimili sínu á ísafirði, áhyggjuleysi æskuár- anna í faðmi fjalla blárra, og rifj- aði hún oft upp minningarnar um galsa og fjör systkinanna í faðmi góðs heimilis og góðra foreldra, sem heilluðu hana alla tíð. For- eldrar Maríu fluttust til Reykja- víkur árið 1941, þar sem Sigfús faðir hennar setti á stofn verslun, sem hann rak af dugnaði á meðan heilsa og kraftar leyfðu eða til 76 ára aldurs, er heilsa hans fór að gefa sig. Foreldrar Mariu eru nú bæði látin. Ung að árum kynntist María góðum og traustum manni, Guð- jóni Halldórssyni skipstjóra á ísa- firði Sigurðssonar og Svanfríðar Albertsdóttur. Eftir að María hafði lokið námi í Húsmæðraskól- anum á Isafirði gengu þau í hjóna- band og reistu sér myndarheimili á ísafirði. Þau eignuðust þrjú börn, hér talin í aldursröð: Svan- fríður María, gift Reyni G. Karls- syni og eiga þau 2 börn, Gylfi, kvæntur Elfu Sonju Guðmunds- dóttur og eiga þau 3 syni, Selma, hennar maður er Vilmar Hafstein Pedersen og eiga þau 4 börn. Eins og gengur í lífsins ólgu sjó gátu leiðir þeirra Maju og Guðjóns ekki legið lengur saman og þau slitu samvistir. Alla tíð hafa verið sterk vináttubönd á milli Guðjóns og foreldra Maju og systkina hennar. Þau María og Guðjón eignuðust bæði góða lífsförunauta aftur, og makar þeirra beggja hafa reynst stjúpbörnum sínum einstaklega vel. Guðjón kvæntist góðri og vel gerðri konu, Karlottu Einarsdóttur, og búa þau í Hafn- arfirði. María giftist aftur mætum og traustum mannkostamanni, Gylfa Gunnarssyni Sigurðssonar frá Selalæk og Sigríðar Siggeirs- dóttur. Gylfi, maður Maríu, starf- t Útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GUÐRÚNAR RUNÓLFSDÓTTUR, Brautarlandi 12, er lést 15. ágúst, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. ágúst kl. 15.00 e.h. Ármann Kr. Einarsson, Ásdís Ármanns. Feifer, Pétur H. Feifer, Hrafnhildur Ármannsdóttir, Kristín Ármannsdóttir, Hannes Guómundsson og barnabörn. t Eiginkona mín, fósturmóðir og amma, SIGRÍDUR S. PÁLSDÓTTIR, sem andaöist í St. Jósefsspitala aófaranótt laugardagsins 17. ágúst, veröur jarösungin frá Hafnarfjaröarkirkju mánudaginn 26. ágúst kl. 13.30. Marius Héðinsson, Margrét Pólmadóttir, Maríus Hermann Sverrisson, Hjalti Þór Sverrisson. t Utför eiginmanns míns, ÞÓRÐAR HJÁLMSSONAR framkvaemdastjóra, Skólabraut 22, Akranesi, veröur gerö frá Akraneskirkju föstudaginn 23. ágúst kl. 11.30. Blóm og kransar afþakkaöir en þeim sem vilja minnast hins látna er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aöstandenda, Jónína Guóvaröardóttir. t Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, KRISTÍNAR M. K ARLSDÓTTUR fré Draflastöóum. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki á hjúkrunardeild G1 Hrafn- istu. Dómhildur Jónsdóttir, Karl Ómar Jónsson, Pétur Þ. Ingjaldsson, Ólöf Stefénsdóttir, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúö og vinsemd viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, SÉRA GUNNARS ÁRNASONAR Þóra Gunnarsdóttir Ekbrand, Árni Gunnarsson, Stefén M. Gunnarsson, Auóólfur Gunnarsson, Hólmfríöur K. Gunnarsdóttir, Ingvar Ekbrand, Guörún Björnsdóttir, Hertha W. Jónsdóttir, Unnur Ragnars., Haraldur Olafsaon og barnabörn. + Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför BRAGA SIGURBERGSSONAR húsasmióameistara. Safamýri 36, Reykjavik. Hjördfs Einarsdóttir, Halldór Bragason, Sigrún Valgeirsdóttir, Trausti Bragason, Ingunn Magnúsdóttir, Bylgja Bragadóttir, Kristinn Kjartansson, barnabörn og systkini. aði lengst af sem deildarstjóri á skrifstofu Eimskipafélags íslands hf., eða 40 ár. Heimili Maríu og Gylfa var alla tíð gestkvæmt myndarheimili og hjónin sam- hent, þangað var líka gaman að koma, bæði hjónin skemmtileg og ljúf heim að sækja. María og Gylfi eignuðust 4 dætur, en misstu næstyngstu dótturina, Þorgerði, aðeins 'k árs gamla og getur nærri hve mikil reynsla það hefur verið. Hinar systurnar sem eftir lifa eru hér taldar í aldursröð: Sig- ríður, maður hennar var Þórir K. Guðmundsson, þau eignuðust 4 börn en slitu samvistir. Helga, gift Hafsteini Guðmundssyni og eiga þau 2 syni. Yngst er Þorgerður María, gift Stefáni Víglundi Jónssyni og eiga þau 3 börn. María og Gylfi voru góðir foreldrar og bera öll börnin þess vitni, allt vel gert og mannvænlegt fólk og voru barnabörnin, sem orðin eru 18, mjög hænd að afa og ömmu. Maja og Gylfi áttu þess kost að ferðast mikið, innanlands og utan, og nutu þau þess ríkulega. Eins höfðu þau mikla ánægju af að fá börn sín og barnabörn og aðra vini í heimsókn í sumarbústað sinn á Snæfellsnesi og seinna á Eyrar- bakka. Maja sýndi mikið æðruleysi í veikindum sínum, enda harðdug- leg og kvartaði ekki. Hún var allt- af jákvæð og bjartsýn og sneri öllu til betri vegar, sá gott i öllum og vildi öllum vel. En hún stóð heldur ekki ein, aðdáunarvert var að sjá hvað Gylfi, maðurinn hennar, reyndi á alla lund að létta henni byrðar heilsuleysisins þegar hún þarfnaðist hans mest og það gerðu öll börnin líka og umvöfðu hana ást og umhyggju. Kveðjustundin er komin, ég kveð kæra mágkonu mína með söknuði, en nú veit ég að henni líður vel og þakka ég henni fölskvalausa vináttu og tryggð í fjóra áratugi og bið henni blessun- ar guðs á nýjum leiðum. Gylfi minn og börn, hjartans kveðjur frá okkur hjónunum og börnum okkar. Minningin um góða konu og góða móður er huggun í harmi. Blessuð sé minning Maju. Dúddý Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.