Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985
23
Ali Khamenei endur-
kjörinn forseti írans
Fékk 85 % atkvæðanna
Nicosiu, Kýpur, 20. ágúst AP.
NÚVERANDI forseti írans, Ali
Khamenei, hefur verið kjörinn til
að gegna embættinu annað kjör-
tímabil og hlaut hann 85% atkvæð-
anna í forsetakosningunum á
föstudag, að sögn hinnar opinberu
írönsku fréttastofu, IRNA.
Indónesía:
Andófsmaður
fyrir rétt
Jakarta, Indónesíu, 20. ágúst. AP.
KUNNUR indónesískur andófsmað-
ur, Hartonorekso Dharsono, fyrrum
hershöfðingi, sem eitt sinn gegndi
embætti aðalritara Suðaustur-Asíu-
bandalagsins, hefur verið leiddur
fyrir rétt, sakaður um landráð.
Dharsono, sem er 60 ára að
aldri, á yfir höfði sér dauðarefs-
ingu, ef hann verður sekur fund-
inn. Réttarhöldin yfir honum hóf-
ust í gær, mánudag.
Dharsono er ásamt 19 öðrum
andófsmönnum sakaður um að
hafa tekið þátt í andróðursstarf-
semi gegn ríkisstjórninni í kjölfar
blóðugra óeirða, sem múham-
eðstrúarmenn í landinu efndu til í
septembermánuði sl.
Fréttastofan kvað Khamenei
hafa fengið 12.203.870 atkvæði
alls. Á kjörskrá voru yfir 20
milljónir kjósenda.
IRNA kvað keppinauta Kham-
eneis um forsetaembættið, Most-
afavi Mahmoud Kashani og fyrr-
um viðskiptaráðherra, Habiboll-
ah Sgar Owladi, hafa fengið
1.402.416 og 283.297 atkvæði.
Kjörnefndin, sem valdi Kham-
enei og keppinauta hans úr
rúmlega 50 manna hópi fram-
bjóðenda, mun innan viku leggja
fram lokaálit sitt á úrslitum for-
setakosninganna fyrir innanrík-
isráðuneytið, að því er IRNA
sagði.
Eftir að endanleg úrslit hafa
verið tilkynnt í fjölmiðlum mun
Khamenei ganga á fund Ayatoll-
ah Ruhollah Khomeini, hins
andlega leiðtoga írans.
Khamenei, sem er 45 ára að
aldri, er skjólstæðingur Khom-
einis og harðlínumaður í styrj-
öldinni gegn írökum. Hann var
kjörinn þriðji forseti Irans eftir
islömsku byltinguna 1979. Ann-
að fjögurra ára kjörtimabil hans
hefst í september.
íranska andspyrnuhreyfingin
Mujahedeen Khalq kvaðst hafa
háð tveggja vikna áróðurs- og
skemmdarverkastríð til að fá ír-
ani til að hundsa kosningarnar,
en hreyfingin vísaöi á bug, að
hún bæri ábyrgð á bílsprenging-
unni í Teheran á sunnudag, er 30
manns slösuðust.
Pravda á ensku
SL Paul, MinnesoU, 20. ágúst AP.
PRAVDA, málgagn sovéska komm-
únistaflokksins, mun koma út á
ensku hjá útgáfu í Minnesota, jafn-
skjótt og tekist hefur að safna nógu
mörgum áskrifendum, sem vilja
greiða 630 dollara (u.þ.b. 25.200 ísl.
kr.) á ári í áskrift, að því er útgef-
andi sagði í gær, mánudag.
Charles Cox, sem er 64 ára að
aldri og hefur staðið í prentverki
Beðið eftir að tilraunirnar beri árangur.
i;
hag landsins. Verðbólga er 30 pró-
sent sem er lítið miðað við Suður-
Ameríku og stjórn á félagsmálum
er betri en almennt gerist þar í
álfunni.
Stjórnin hefur komið upp kerfi í
orkumálum sem á að tryggja lág-
marks orkuverð. Verð á olíu og
kolum í landinu er nú það sama og
á( alþjóðamarkaði og fyrirtæki í
einokunaraðstöðu eiga þess ekki
lengur kost að verðleggja þessa
orkugjafa eftir framleiðslukostn-
aði að eigin álagningu viðbættri.
Sama gildir um raforku.
Nýtt greiðslufyrirkomulag á
eUilífeyri hefur verið tekið upp í
landinu. Verkamenn greiða ekki
lengur almenn félagsmálagjöld
heldur í sérstakan ellilífeyrissjóð.
Þeir leggja því sjálfir sinn ellilíf-
eyri fyrir og geta fært framlög sín
milli sjóða, en ríkið hleypur undir
bagga ef ellilífeyririnn fer undir
lögboðið lágmark.
Seðlabankinn hefur tekið skuld-
ir bankanna í Chile á sínar herðar.
Eigendur hlutabréfa í þeim bönk-
um fá engan arð fyrr en bankarnir
hafa „keypt" skuldir sínar aftur.
Þessar aðgerðir hafa lækkað
bankavexti og ættu því að ýta
undir aukna fjárfestingu.
Atvinnuleysi og versn-
andi lífskjör
Varasamasti liður áætlunarinn-
ar til að efla efnahag þjóðarinnar
er niðurskurður útgjalda til fé-
lagsmála. Þegar hefur ellilífeyrir,
atvinnuleysisbætur og barna-
styrkur verið lækkaður, sem er
erfiður biti að kyngja. Atvinnu-
leysi hefur minnkað undanfarið,
en er þó 14 prósent, og fram-
færslukostnaður hefur hækkað
um 20 prósent. Stjórnin má vænta
harkalegra viðbragða ef ekki tekst
að gera þar breytingu á.
Helsti vandi sem stjórninni er á
höndum er að laga viðskiptaháttu
sína og efnahagsmál að breyttum
alþjóðlegum efnahagsmálum.
Hingað tii hafa alþjóðastofnanir
ekki getað komið með neinar nyt-
samar ábendingar. Ef þjóðin
sannfærist um að Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn
séu tregir til samvinnu vegna þess
að leiðtogi þeirra er aldraður her-
foringi sem hefur getið sér slæm-
an orðstír má gera ráð almenn
óánægja magnist og veður skipist
í lofti.
KB þýddi ok endursagði úr The Economist.
og útgáfu í 40 ár, auk þess að vera
í fyrirsvari fyrir samtök útgef-
enda, sagðist hafa fengið þessa
hugmynd, þegar hann settist öðru
sinni í helgan stein „og leit í
kringum mig eftir einhverju til að
fást við“.
„Þetta er mjög umfangsmikið
mál að hrinda í framkvæmd,"
sagði Cox. „Maður þarf fjöldann
allan af þýðendum og það verður
að fylgjast afar náið með þýðing-
unni.“
Cox kvað hugsanlega áskrifend-
ur geta verið söfn, fræðimenn og
stjórnarstofnanir.
„Við búumst við að fara mjög
bráðlega út í daglega útgáfu,"
sagði hann.
Andlitslyfting
Eitt af þekktustu mannvirkjum Bretlands, klukkuturn þinghússins í
Lundúnum, gengst nú undir allsherjarandlitslyftingu í fyrsta sinn í
hálfa öld. Vinnan við turninn, sem er 95 metra hár, hófst á árinu 1983
og lýkur á þessu ári. Næsta stórviógerð verður framkvæmd á árinu
2060, ef allt fer eftir áætlun. Reisa varð 45 kflómetra af vinnupöllum
við turninn, svo að hinir fjölmörgu sérfræðingar í hreinsun og viðhaldi
gætu athafnað sig. Klukkuskífurnar eru sjö metrar í þvermál, gerðar
úr 312 einingum úr ópalgleri. Stóru vísarnir eru fjögurra metra langir,
gerðir úr koparplötum, en litlu vísarnir eru úr málmsteypu og „að-
eins“ þriggja metra langir.
! A T
umboðið
Nýkomið úrval BBESB
Kúpimgan varahluta
Kúplingsdiskar
Kúplingspressur
Kúplingsbarkar
Kúplingslegur og
^veiKíu-
tiiutir
Kveikjú'ok
platínur
V4amfar
péúar
og
"fvélina
•Vimareim3'
Tímakeöl" ,
pakkn»ngase
St\mp'ar
Vent'ar 09
Siur
L°ftsiUr
O/íustúr
®er>sinsiur
Aöalljós
Stefnuljós
Afturljós
Stýrimaskínur
Stýrisendar
Spindilkúlur
Húdd
Bretti
Stuöarar
Huröir
og fl. boddíhlutir.
EGILL
VlLhUÁLMSSON HF.
Smiöjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 — 77202
BBBB
1929—1985