Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 2
2
MORG UNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985
Flugráð:
Flug Arnarflugs
til Hamborgar
var samþykkt
FLUGRÁÐ samþykkti á fundi sínum
í gærmorgun, með fjórum samhljóða
atkvæðum, að mæla með því að Am-
arflugi verði veitt leyfi til að fljúga
áætlunarflug til Hamborgar.
Málið verður nú sent samgöngu-
ráðherra til ákvörðunar. Veiti
hann leyfið mun Arnarflug hefja
áætlunarflug til Hamborgar
næsta vor og þá jafnframt hætta
áætlunarflugi til Dusseldorf.
Matthías Bjarnason samgöngu-
ráðherra sagði aðspurður í gær að
ákvörðunar sinnar væri ekki að
vænta fyrr en með haustinu. „Það
eru ýmis atriði í þessu máli sem
þarf að athuga betur, áður en
ákvörðun er tekin. Meðal annars
þarf að hafa samband við flug-
málayfirvöld í Vestur-Þýskalandi
og kanna afstöðu þeirra til þessa
máls. Þetta verður gert núna á
næstu dögum. Þá þarf einnig að
athuga ýmis fleiri atriði, sem ég
vil ekki tjá mig um frekar að svo
stöddu," sagði Matthías Bjarnason
samgönguráðherra.
Þjófaflokkurínn:
Krafist er gæslu-
varðhalds yfir
áttunda manninum
MorgunblaAid/Júlfus.
Óskaplegan tíma tekurþetta ...
JAFNVEL þótt ekki meiðist allir alvarlega í um-
ferðaróhöppum tekur allt sinn tíma. Sú var að
minnsta kosti reynsla piltsins, sem varð fyrir bíl á
Tjarnargötu í Reykjavík laust fyrir hádegið í gær.
Hann skrámaðist varla en lögreglan kýs að fara
að öllu með gát, svo pilturinn var vafinn í teppi og
látinn bíða eftir sjúkrabílnum. Honum mun hafa
verið farin að leiðast biðin undir það síðasta, eins
og ljóst má vera af myndinni...
ísfiskmarkaðurinn í Bretlandi:
Rannsóknarlögregla ríkisins gerði
í gær þá kröfu fyrir Sakadómi
Reykjavfkur að tæplega fertugur
maður yrði úrskurðaður í gæslu-
varðhald vegna gruns um aðild hans
að þeim innbrota- og þjófnaðar-
málum, sem verið hafa til rannsókn-
ar hjá RLR undanfarnar rúmar tvær
vikur. Úrskurðað verður um kröfuna
í dag.
Þetta er áttundi maðurinn, sem
Jóhann Páls-
son ráöinn
garðyrkju-
stjóri Reykja-
víkurborgar
JÓHANN Pálsson hefur verið
ráðinn garðyrkjustjóri Reykja-
víkurborgar og tekur hann við
starfinu af Hafiiða Jónssyni,
núverandi garðyrkjustjóra. Jó-
hann Pálsson er grasafræðingur
að mennt og hefur um árabil
veitt forstöðu Lystigarðinum á
Akureyri.
Níu sóttu um stöðu garð-
yrkjustjóra. Fulltrúar Al-
þýðubandalagsins og Kvenna-
listans lögðu til að landslags-
arkitekt fengi starfið og full-
trúi Kvennalistans gerði bók-
un þar að lútandi þar sem lagt
var til að Auður Sveinsdóttir,
landslagsarkitekt, yrði ráðin.
Grænlandsmið:
Slys um borð
í japönsk-
um togara
FYRSTI sjómaðurinn sem slasast
um borð í japönskum togara á Græn-
landsmiðum var lagður inn á Landa-
kotsspítala á mánudag. Tildrög
slyssins eru óijós en talið að maður-
inn hafi lent undir þungum hlut við
vinnu sína um borö.
Var hann í fyrstu talinn alvar-
lega slasaður en meiðslin reyndust
minni þegar hann var rannsakað-
ur á spítalanum. Hann er ekki í
lifshættu og var á batavegi þegar
Mbl. hafði spurnir af líðan hans í
gær. Togarinn Annie Mar kom
með manninn hingað til lands.
Skipið hélt aftur á Grænlandsmið
en i gær var reiknað með að mað-
urinn færi fiugleiðis til Japan um
leið og hann verður ferðafær.
hnepptur er í gæsluvarðhald
vegna þessara mála. Hann var
handtekinn í fyrradag og hefur
talsvert komið við sögu fíkniefna-
mála hérlendis, skv. upplýsingum
Hallvarðs Einvarðssonar rann-
sóknarlögreglustjóra ríkisins.
Hinir fangarnir — sex karlar og
ein kona — eru öll nokkuð yngri
en þessi maður.
Gæsluvarðhald tveggja fang-
anna rennur út í dag og var í gær
ekki talið loku fyrir það skotið, að
Rannsóknarlögreglan myndi gera
kröfu um að það yrði framlengt.
Enn vantar talsvert af þeim
munum, sem hópurinn er talinn
hafa stolið úr íbúðum og öðrum
vistarverum fyrir og um verslun-
armannahelgina, og er talið að
þýfið hafi verið selt. Nokkur hluti
þýfisins hefur þegar skilað sér,
þar á meðal silfurmunir, borð-
búnaður og hljómfiutningstæki.
Stefnir í sölumet
hjá GuÖbjörgu ÍS
TOGARINN Guðbjörg IS seldi afla sinn í Grimsby í gær og morgun og var
allt útlit fyrir að hún næði hæsta heildarverði fyrir afla sinn, sem fengizt
hefur í Englandi. Eldra met átti Viðey RE.
I gær voru seldar alls 138,1 lest
úr Guðbjörginni og heildarverð
fyrir það nam 7.888.600 krónum,
meðalverð 47,75. Eftir voru 65 til
70 lestir, sem seldar voru í morg-
un. Fáist að meðaltali 41 króna
eða meira fyrir kílóið verður met-
ið slegið.
Viðey RE seldi í síðustu viku 247
lestir að verðmæti 10,4 milljónir
króna, en heildarverð Guðbjargar
gæti orðið rúmar 11 milljónir
króna, náist sama heildarverð í
dag og í gær.
A mánudag voru seldar 202,6
lestir af fiski héðan úr gámum á
mörkuðunum í Hull og Grimsby.
Heildarverð var 8.171.700 krónur,
meðalverð 40,33. Lélegur fiskur í
nokkrum gámum dró verð nokkuð
niður, en hæsta meðalverðið úr
einum gám var 58,10 krónur. Var
sá fiskur úr Freyju RE. Loks seldi
Hrungnir GK í Englandi í gær, en
upplýsingar um verð og afla höfðu
ekki borizt LÍÚ síðdegis í gær.
Onæmistæring:
Yfirvöld kanna lagalega
stöðu gagnvart sjúkum
Dráttur á að sett verði upp aðstaða til blóðrannsókna
Á VEGUM landlæknisembættisins og heilbrigðisráðuneytisins fer nú
fram könnun á lagalegri stöðu heilbrigðisyfirvalda hér gagnvart sjúklingi,
sem þjáist af ónæmistæringu (AIDS), að því er Guðjón Magnússon settur
landlæknir sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins.
í Svíþjóð hefur verið lagt fram
frumvarp til laga, sem myndu
veita heilbrigðisyfirvöldum þar í
landi heimild til að einangra
ónæmistæringarsjúkling og
koma í læknismeðferð gegn vilja
hans. Guðjón Magnússon kvaðst
telja að í íslenskum lögum væru
ákvæði, sem heimiluðu yfirvöld-
um að færa sýktan mann undir
læknishendur. „Við erum að fá
sænska frumvarpið sent til að
hafa til hliðsjónar," sagði hann,
„en bæði eru ákvæði í lögum um
berkla, sem ég tel geta átt við um
ónæmistæringartilfelli, og sömu-
leiðis eru svipuð ákvæði í farsótt-
arlögum," sagði hann. „Engu að
síður er talið rétt að kanna laga-
lega stöðu heilbrigðisyfirvalda
hér gagnvart sjúklingi þegar
fyrsta tilfellið greinist."
Enn hefur ekki verið ákveðið
hvar sett verður upp aðstaða til
rannsóknar á hugsanlegum
ónæmistæringarsýnum og er nú
ljóst, að rannsóknaraðstaðan
verður ekki tilbúin í næsta mán-
uði, eins og iandlæknir hefur
vonað. „Það hefur verið erfitt að
fá húsnæði undir þessa starf-
semi, meðal annars vegna
sumarleyfa, en það er unnið að
þessu máli bæði af hálfu Ríkis-
spítalanna og heilbrigðisráðu-
neytisins," sagði Símon Stein-
grímsson, forstjóri Ríkisspítal-
anna, í samtali við Morgunblað-
ið. Hann sagðist gera sér vonir
um að búið yrði að koma þessari
aðstöðu upp fyrir áramótin og að
eftir sem áður yrði rannsókna-
stofa í veirufræði í gamla þvotta-
húsinu við Blóðbankann.
Það var Matthías Bjarnason
heilbrigðisráðherra sem fyrr á
þessu ári fól Rikisspítölunum að
koma upp aðstöðu til að rann-
saka bióðsýni með tilliti til hugs-
anlegra ónæmistæringarsmita.
Guðjón Magnússon landlæknir
sagði, að hann gerði sér vonir um
að þessi aðstaða yrði fyrir hendi
í næsta mánuði, því augljóslega
væri af því mikið óhagræði að
þurfa stöðugt að senda sýni úr
landi til rannsókna. „Við leggjum
mikla áherslu á að þessi aðstaða
komist upp sem fyrst, þannig að
við getum sjálfir gert þær mæl-
ingar, sem nauðsynlegar eru,“
sagði hann.
Guðjón sagðist vera þeirrar
skoðunar, að þótt íslendingar
gætu vafalaust ekki varist
ónæmistæringu með öllu, þá ætti
útbreiðsla veikinnar að verða
minni hérlendis en annars stað-
ar. „Það er meðal annars vegna
þess að veikin er ennþá talsvert
bundin við samkynhneigða, sem
hafa ekki sömu aðstöðu til fé-
lagslífs hér og til dæmis í Banda-
ríkjunum — það er að segja að
hér eru ekki þessi opnu baðhús,
sem þar eru algeng. Þá er sömu-
leiðis sáralítið um fólk hér, sem
er háð ávanalyfjum er það
sprautar í sig, og hefur þannig
orðið fyrir endurteknum sýking-
um. Almennt heilsufar hér á
landi er gott og það gæti sömu-
leiðis hjálpað okkur til að verj-
ast,“ sagði hann.
Landlæknir kvaðst telja að
veikin ætti eftir að breiðast mik-
ið út. „Við sjáum bara toppinn
ennþá,“ sagði hann. „Það er
margt óljóst um hegðun veirunn-
ar — hún virðist breyta sér
nokkuð ört og það gæti dregið úr
líkum þess að það takist að finna
upp haldgott bóluefni gegn veik-
inni.“
Viðbrögð íslenskra heilbrigðis-
yfirvalda vegna útbreiðslu
ónæmistæringar hafa verið með
þrennu móti: í fyrsta lagi hefur
verið dreift um það bil tíu þús-
und bæklingum sem upplýsing-
um um veikina og varnir gegn
henni, í öðru lagi hefur ráðherra
falið Ríkisspítölunum að koma
upp rannsóknaraðstöðu fyrir
blóðsýni, eins og fyrr er getið, og
í þriðja lagi fer fram fyrrgreind
athugun heilbrigðisráðuneytisins
á lagalegri stöðu yfirvalda gegn
alnæmissjúklingum.